Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 13
——----------
SVIPMYND
GUNTHER GRASS
Giinter Grass samsvarar i fáu
þeim hugmyndum, sem menn
gera sér yfirleitt um hinn dæmi
gerða Þjóðverja. Hann fæddist
í Danzig fyrir fjörutiu og
tveimur árum. Fjölskylda hans,
sem fékkst við smákaup-
mennsku, var komin af Kash-
úbum, en Kashúbar eru fámenn
ur, slavneskur þjóðflokkur, sem
byggir héruðin upp af Danzig-
borg. Þeir eru sagðir menn
þrjózkir og fylgnir sér, en
jafnframt slungnir og kunna vel
að lúta aðstæðum hverju sinni,
sem nauðsyn krefur. „Þeir
voru þýzkir undir Þjóðverjum
og pólskir undir Pólverjum."
Allir þessir framangreindu eig-
inleikar eru runnir Grass í
merg og blóð og fleiri þó, t.d.
hið alkunna slavneska þrek og
úthald: 1 þann mund er dagur
rís og grámyglulegir veizlugest
ir taka að staulast heim á leið
í ból sín, má ósjaldan sjá Grass,
þar sem hann valhoppar, eld-
hress og kátur með vinum sín-
um á leið i einhvern barinn
að fá sér bjór og snafs til morg-
unverðar.
Merkast þess, er Grass hlaut
að erfðum frá Kashúbum er
þó máski virðingarleysi þeirra
fyrir þýzkri fordild og hátíð-
leik. Oskar Matzerath, hinn
dvergvaxni draumóramaður í
tintrommunni skoðar Þriðja
ríkið undan borðinu. Glæsiyrð
in fjúka yfir borðum, en Osk-
ar sér ekkert nema daunilla
sokkana og slitna misgengna
hælana fyrir framan sig. Sá
skilningur, að sannleikurinn sé
fólginn í því, sem er gruggugt
og óskipulegt, fremur en í orð-
uðum reglum kenningakurfa,
er rauður þráður í verkum
Grass.
Þrjár fyrstu skáldsögur
Grass, Tintromman, Köttur og
mús og Hundadagar, gerast að
mestu leyti í Danzig. Grass var
félagi í Hitlersæskunni á náms-
árum sínum og nauðugur vilj-
ugur skytta í loftvörnum Danz
igborgar. Þegar Þriðja ríkið
féll og Pólverjar fengu Danzig
aftur, tóku Bandaríkjamenn
Grass til fanga, en slepptu hon
um aftur að skömmum tíma
liðnum. Eftir að hann slapp úr
varðhaldinu vann hann um
skeið í pottöskunámum í Vest-
urÞýzkalandi (þ.e. þar, sem síð
ar varð V-Þýzkaland), en gerð
ist að þvi búnu nemi hjá minn-
isvarðasmiði.
Sköpunarferill hans hófst
með myndhöggi og grafík, og
enn i dag gerir Grass hinar
prýðilegustu skreytingar. Er
hann hafði starfað um hríð að
myndlistinni sneri hann sér
svo að ljóðagerð. Grass var
einn í hópi þeirra höfunda, sem
tóku sér fyrir hendur að nema
orðfæri nasismans brott úr
þýzkri tungu og endurhæfa
hana til söngs fyrir nýjar
raddir.
Tintromman gerði Grass fræg
an á einni nóttu. Nöpur skop-
stæling höfundarins á Þriðja
ríkinu og Vestui'-Þýzkalandi
eftirstríðsáranna, og feiknalegt
imyndunarafl hans öfluðu hon-
um mikillar fyrirlitningar og
óbeitar hinna eldri kyrrðar-
sinna, en yngri kynslóðin og
frjálslyndir tóku bókinni hins
vegar með óskiptum fögnuði.
Grass varð með bók þessari
sjálfstæður hluti af Vestur-
Berlín, þar sem hann býr enn
með svissneskri eiginkonu sinni
og sonum i stóru og rúmgóðu
húsi þeirra. Þar vinnur Grass
að ritstörfum sínum uppi á
lofti, þegar hann er ekki að
leika samkvæmisljón i veizlum
og á börum eða slaka á þönd-
um taugum sínum í grimmileg-
um knattspyrnuleikjum. Grass
var einn hinna vigdjörfu ungu
rithöfunda i ,,Hópi 47“, þeirri
óopinberu akademiu þýzkra
bókinennta, þar sem skáld
verða að gangast undir þá þol-
raun að lesa upp úr eigin verk-
um fyrir félaga sína og hlýða
á dóma þeirra. Það leið brátt
að því, að Grass varð altekinn
ákafri bardagagleði, og tók
að beina breiðum spjótum sín-
um í ýmsar áttir, hvort, sem
Hann er áhrifamesti
rithöfundur Þýzka-
lands frá stríðslok-
um, og samsvarar í
fáu þeim hugmynd-
um, sem menn gera
sér um hinn dæmi-
gerða Þjóðverja.
var til hinna fágaðri gagnrýn-
enda, er kölluðu hann „kash-
úbískan fúskara“ eliegar að
Axel Springer og blaðaveldi
hans, sem stóð á því fastar en
fótunum, að Grass væri að fara
til fjandans með það litla orð,
sem enn fór af Þjóðverjum fyr-
ir prúðmennsku. Það gat aldrei
hjá því farið, að Grass yrði
stjórnmálalega þáttækur — og
það varð hann líka.
Fyrsta skotmark hans varð
valdið, og þá auðvitað fyrst og
fremst þýzkt vald. Hann fór
ekki í mann- eða landgreinar-
álit í atlögum sínum, heldur
beindi spjótum sinum jafnt að .
stjórnum Adenauers og Ul-
brichts. Hetja Grass var Willy
Brandt, sem þá var borgarstjóri
Vestur-Berlínar og lá sífellt
undir fruntalegum árásum Ad-
enauers, sem veittist að honum
íyrir það, að hann væri óskil-
getinn (sic) og einnig fyrir
„and-þjóðernissinnaða" fortið
hans, en Brandt hafði starfað i
norsku andspyrnuhreyfingunni
í síðari heimsstyrjöldinni.
Árið 1965 lagði Gúnter Grass
upp í eins manns kosningaher-
ferð sina fyrir Willy Brandt,
enda þótt sósíaldemókratar af-
neituðu honum þegar í upphafi
ferðar, vegna þess að þeir ótt-
uðust að hann mundi fyrr eða
síðar koma þeim í bobba. Grass
hvatti Þjóðverja til þess að
láta illa að stjórn, og hafnaði
algerlega þeirri viðteknu hug-
mynd og kenningu að „kyrrð
og ró“ væri „fyrsta borgara-
lega boðorðið".
Það olli Grass miklum von-
brigðum, þegar Brandt gekk í
bandalag við hinn fyrrverandi
nasista, Kiesinger, árið eftir.
Grass ritaði hvert opið bréfið
á fætur öðru, prýðisbréf, en
því miður gersamlega árangurs
laus. 1 bréfum þessum reyndi
hann að telja Brandt af sam-
vinnunni, og leiða Kiesinger
það fyrir sjónir, að hann gerði
Þýzkalandi vansæmd með því
að taka við kanzlaraembættinu.
Brandt svaraði fyrir sig, eins
og hans var von og vísa, en
Kiesinger þagði.
Um þessar mundir var vind-
áttin I Vestur-Þýzkalandi að
breytast. í stað hinnar mannúð
legu afskiptasemi og þátttöku,
sem Grass hafði hvatt landa
sína til, var nú í uppsiglingu
nývakin, marxisk byltingarhug
myndafræði, sem átti rætur sín
ar i Berlin og breiddist þaðan
eins og eldur í sinu út um
þvert og endilangt Vestur-
Þýzkaland. Grass hafði i fyrst-
unni staðið heils hugar með
„stúdenlunum" í baráttu þeirra
við háskólayfirvöldin og lög-
regluna, en ekki leið á löngu
fyrr en samúð hans snerist upp
I tortryggni og loks fullan
fjandskap. Grass hafði ætið lit
ið með mikilli tortryggni á kerf
aðar hugmyndir. Nú brást hann
illur við.
Árið 1965 hafði Grass átalið
Erhard fyrir að veitast að
menntamönnum, og sagt sem
svo, að það væri „móðgun við
þjóðina", að „oddborgari skyldi
sitja á kanslarastóli“ landsins.
Nú var hins vegar svo komið,
að Grass var sjálfur farinn að
veitast að þessum hinum sömu
„brjóstrýru róttæku náungum",
sem „þykjast vera samvizka
þjóðarinnar".
Kosningaherferð sú, sem
Grass fór í fyrra, var miklu
viðameira og glæstara fyrirtæki
en hin fyrri. Nú barðist Grass
á tveimur vígstöðvum bæði gegn
kristilegum demókrötum og
byltingarsinnuðum vinstrimönn
um. Hann valdi andstæðingum
sínum ýmis háðuleg nöfn að
venju og m.a. kallaði hann fé-
laga sambands sósíalískra stúd
enta (SDS) „úrvals lærisveina
. . . Jósefs Göbbels“!
Það hlaut að fara svo, sem
fór, að ungir vinstri menn og
margir rithöfundar, er verið
höfðu nánir vinir Grass, slitu
vináttu við hann og snerust
gegn honum. Grass svaraði þess
um árásum með skáldsögunni
Staðdeyfingu, þar sem bylting
arsinnaður skólapiltur brennir
hundinn sinn á báli til þess að
mótmæla napalmhernaði Banda
ríkjamanna íVíetnam. En þótt
Grass brygði hart og snöggt
við, eins og hans var von, þá
er þessi skáldsaga, sem land-
ar hans, Þjóðverjar, telja hans
síztu, full efasemda. Er rétt að
„staðdeyfa“ sig gegn hörmung-
um mannkynsins? Er það hug-
leysi að hafna algerri andstöðu
hinna nýju byltingarsinna, sem
vilja eyða heiminum til þess að
reisa annan betri á rústum
hans? Þær stundir koma, að
Grass líður líkt og lús milli
tveggja nagla; hann er orðinn
nokkurs konar píslarvottur hóf
semistefnu sinnar: óvigar fylk-
ingar óvinveittra draumóra
manna (Utopians) sækja að
honum á báða vegu frá hægri
og vinstri og hann veit ekki
hvað til bragðs skal taka. Þátt
taka Grass í almennum stjðrn-
málum virðist hafa teymt hann
út í fen óvissu og úrræðaleys-
is, enda þótt vegui'inn virtist
beinn og breiður í fyrstu og-
stefnan stöðug og skýrt mörk-
uð.
En hvað, sem þessu liður og
hverju fram vindur, þá leikur
ekki á því nokkur vafi og vei-ð
ur ekki um það deilt, að Grass
er ennþá hinn merkasti og
áhrifamesti rithöfundur, sem
upp hefur risið i Þýzkalandi
frá stríðslokum.
6. sept. 197(1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ]3