Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1970, Blaðsíða 7
— I hverju er trumbudans- inn og söngurinn fólginn? — Hérna áður fyrr útkljáðu Grænlendingar deilumál sín með slíkum hætti. Dansarinn sló á trumbu sína og sté hægan dans með slættinum um leið og hann kvað níðkvæði um and- stæðinginn og sá, sem gerði and stæðinginn hlægilegri að al- mannarómi, bar þar með hærri hlut og sigur úr býtum. Ég held, að þessi aðferð hljóti að hafa verið ljómandi skemmti leg og það myndi vel á því fara að nota sér hana nú á tím- um. Við myndum losna við ýmis legt óþárfa stríð og hafa skemmtun af. Þætti þér ekki gaman að horfa á alþingismenn ina okkar kveða níðvisur og stíga dans í sjónvarpinu? •— Bráðskemmtileg hugmynd, en það færi víst allt eftir mönn Unum. Kanntu einhverja slíka niðvísu ? — Ég kann. svar Kuitse, vlð slíkum kveðlingi. Það er Hall- dóra B. Björnsson, sem hefur þýtt það á íslenzku. Svarið er því miður of langt til að fara með það allt, en eitt erindið er svona: Það voru nú frænflur minir og allar elsku frænkurnar, sem fóru í ferðalag og aldrei komu aftur — og einu sinni orti hann háðkvæði um alla þá, sem mér þykir vænt Börn frá Kap Dan. Skíthæll! Istrubelgur! Grænlenzkt kvenfólk lætur mikið til sín taka í op- Ég get líka sagt þér dálitiö, sem mér hefur alltaf þótt bæði skrýtið og skemmtilegt. Það komu hingað Grænlendingar í boði Búnaðarfélagsins fyrir nokkrum árum og þeim fannst það furðulegt, hvað íslenzka konan hafði sig áberandi lítt í frammi. Þeim fannst íslenzka eiginkonan og húsmóðirin yfir máta kúguð. Þeir drukku kaffi á mörgum sveitabæjum og þar gekk húsfreyjan um beina eins og einhver ambátt, en hafði sig lítt í frammi og tók lítinn þátt í samræðunum. Sama máli gegndi um móttökunefndirnar og hreppsnefndirnar. Þar voru svo að segja eingöngu karl menn. Grænlenzkt kvenfólk tek ur mjög virkan þátt í opinber um störfum og lætur mikið til sín taka á þeim sviðum. Á Grænlandi hefur frá upphafi þess, sem við þekkjum nú til, ríkt algjört jafnræði kynjanna, enda getur veiðimaðurinn ekki án konunnar verið. Hver ætti annars að verka skinnin, sauma bátinn, og fötin annar? Það hef ur verið algengur misskilning- ur að siðleysi Grænlendinga komi fram í kvennalánum þeirra forðum. Því fer fjarri. Veiðimaður getur ekki lifað í því hrjóstruga landi án konu og væri kona hans veik eða ný- búin að ala barn, eða aðrar or- sakir lægju til þess, að hún kæmist ekki með honum, fékk hann einfaldlega lánaða konu náungans til þess að geta stund að veiðar. Annað og meira var það ekki og við verðum að at- huga það, að grundvallarástæð urnar fyrir þessu voru ekki aðrar en þær, að afkoman byggðist á þvi, að karl og kona störfuðu saman í hvívetna. y. inberum störfum og algert jafnræði er milli kynj- anna. Aftur á móti fannst grænlenzkum gestum á íslandi gegna furðu, hvað íslenzka konan er yfirmáta kúguð. Milke Kuitse, Kap Dan. Friðrik Guðni Þorleifsson Spurn Mér er spurn skyldi rómantíkin vera farin að gliðna eitthvað á saumum? Á þessarri tæknivæddu öld þegar Rauðhetta tekur leigubíl með hassið til ömmu sem hlýðir hugfangin á úlfinn hrækja raddböndunum oní kassagítarinn sinn þegar Þyrnirós vaknar timbruð á hádegi á sunnudögum og rámar í prinsinn útúrfullan í partíinu kvöldið áður sem sagt á þessarri tæknivæddu raunsæisöld þegar stjúpmæðurnar koma þeysandi á hvítum kádiljákum að frelsa drekann úr klóm dverganna sjö er svar mitt já. Björn Þorleifsson Spurn Barnið mitt litla hví eru taugar þínar spenntar eins og haninn á byssu hetjunnar hví slær hjarta þitt hratt eins og vélbyssusmellir hverjir eru draumar þínir bamið mitt hafa þeir bláleita skugga sem kvöldbirta stofunnar hví er hann ferhyrndur glampinn í augum þér barn 0. .sepl. 1970 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.