Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Side 3
Fr* atJiöfninní við kcm™ Títós til Nor- esrs. Kirsten rseftir við forssetisráðlierra- frúna. Kirsten hafði með sér prjónplagg:, sem hún gaf fni Tító, en forsetafrúin tók óðar af sér fagr- an skartgrip og end- urgalt gjöfina. arjaðrinum um kvöldið. Hann vissi líka hvaða menn þetta voru, og í birtingu fór hann heim til Kirsten til að hjálpa henni, ef hún væri eteki ein. Hann teiknaði kortuppdrátt og merkti inn á hann leiðina frá Bvineng til sænsku landa- mæranna, sem hann taldi minnst vera gætt. Kirsten hafði geymt gamla skólabök, og í henni fundu þau kort yfir Finn mörku, sem þau létu Júgóslav ana einnig hafa. Loks bjó Kirsten út stóran böggul með kraftmiklum mat. Morgunninn var grár og kaid- ur. Mennirnir M'öddu, og þar eð þeir kunnu ekki orðin, bentu þeir fyrst til himins. Sið an bentu þeir á Kirsten, og þvi næst gerðu fQóttamennirnir krossmank og spenntu greipar. Áður en þeir hurfu inn í birkiskóginn stönzuðu þeir og bentu ennþá einu sinni til him ins og síðan á Kirsten, og hún sá þá aldrei framar. Þeir höfðu skilið eftir sitt bréfið hvor með heimilisfangi, og Kirsten sá að minnsta kosti að þar stóð Júgóslavia. Hún skildi, að hún átti að geyma brófin og senda þau til fjöl- skyldna þeirra, ef hún lifði þar til friður kæmist á að nýju. Áður en Johannes á Grönn mo fór heim aftur, fjarlægðu þau Kirsten öll hugsanleg vegs ummeriki eftir flóttamennina. Afganginn af næturmáltíð þeirra grófu þau niður fyrir utan húsið ásamt gömlu skóla- bókinnd, sem nú vantaði í blað ið með Finnmerkurkortinu. Klukkan var orðinn sjö um morguninn, og Kirsten settist við borðið til að sauma skinn- húfur. Hún vildi ekki liggja í rúminu ef SS-menn með stóru sporhundana kæmu heim . til hennar. Allan daginn sat hún og sauimaði og beið eftir Þjóðverj- unum, sem leituðu flóttamann- anna. Ef þeir kæmu, mundi hún verða skotin eins og stóð á skiltunum frá þýzka yfirfor- ingjanum. Það olli henni litlum óróleika. En hún óttaðist kval imar. Hún haíði heyrt, að negl- urnar á fingrum og tám væru rifnar hægt af með töngum til að fá fangana til að játa. Kirsten lagði lófana á borð- ið og horfði lengi á fingurna. Hún reyndi að gera sér i hugar lund hvernig hún ætti að stand ast kvalirnar. En óttinn vék fyrir sjálísásökunum og henni , fannst hún ekki hafa rétt til að iifa og deyja á sársauka- minni hátt en Serbarnir og all ir aðrir, sem píndir voru í strið inu. Kvöldið kom og nóttin án þess að nokkur birtist. Hún háttaði og svaf langt fram á næsta dag. Undir kvöld komu þrir Þjóð verjar, en þeir brostu aðeins og töluðu bjagaða norsku. Þeir vildu kaupa hannyrðir og kjöt, og Kirsten var vingjarnQeg við hermennina. Þeir fengu keypt- ar húfur og skinnpoka, og hún sagði, að þeir skyldu fá kjöt næst, ef hún fengi þýzkt brauð hjá þeim. Seinna fékk hún mörg þýzik brauð i skiptum, sem hún skar í hæfileg stykki og lét í pakka handa föngunum. Kirsten fannst þetta mjög slungið af sér, því ef varðmenn irnir fyndu slikt brauð innan klæða á Serbunum, hlytu þeir að hálda, að þetta væri matur, sem fangarnir hefðu fengið í búðunum og haldið eftir. Hún vissi ekki, að þeir fengu aldrei nóg brauð til þess að geta geymt eina skorpu, hvað þá meira. Dag nokkurn skaut varðmað ur Serba, sem hljóp út úr röð- inni fyrir utan hús við Blóð- veginn, og menn hlutu að áfyktia, að það hefði verið vegna flóttatilraunar. 1 rauninni var fanginn drepinn á staðnum af þvii að hann reyndi að ná í kartöfluhýði fyrir utan hús- vegginn, sem þeir gengu fram- hjá. Margir Þjóðverjar vöndu komur sinar heim til Kirsten, og hún tók á móti þeim sem manneskjum. »mwr verzluðu ékki einu sinni við hana. Hermennirnir sátu bara stundarkoim og horfðu á hana meðan hún vann að hannyrðum sinum. Striðið var þeim aldrei jafn íjarlægt og í þessu eldhúsi. Öðru hverju söng hún sálma pg fór með guðsorð, sem end- aði með þessum orðum til her- mannanna: „Þið eigið að vera góðir við Serbana og vernda þá í guðs nafni.“ Hún sagði þetta lika við Þjóðverja, sem var einn hjá henni í eldhúsinu dag nokk- urn. Þá lagði hann ennið nið- ur á borðið og grét. Hún hafði aldrei séð mann i einkennisbún ingi gráta og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Svo ýtti hún nýjum vettlingum i hend ur hans, sem hann faldi and- litið í. Nokkrir Þjóðverjanna vör- uðu hana við að tala þannig. Henni kynni að verða hegnt fyrir að veikja barattuþrek þýzku hermannanna. En af því að hún gat ekki skilið að mis- þyrmingar og morð ættu neitt slkylt við baráttuþrek, gáfust þeir loks upp við atlar tiltraun- ir til að fá hana til að þegja. Þetta urðu langir daigar fyr- ir yfirforingjann þama norður í auðninni og hann fann til milkillar beizkju er honum varð hugsað til hinna liðsforingj- anna, sem fengu að þjóna For ingjanum — der Fúhrer — í evrópskum stórborgum og lönd um með loftslag fyrir mann- esikjur. Þess vegna fann hann í si- fellu upp nýjar aðferðir til að kvelja fangana. Einn daginn gekk hann hægt fram o.g aftur fyrir framan fangaraðirnar, sem stóðu til- búnar til að halda af stað út á Blóðveginn, til skógarins og sögunaa'plássins. Það var eins og hann væri að brjóta heilann um eitthvað sérlega mikilvægt, og skyndilega sneri hann sér að þeim og öskraði: „1 dag verða aJlir fangamir skotnir." Nokkrir i röðunum riðuðu eins og óvæntur stormsveipur hefði dunið yfir þá, og sumir fengu skjálíta og kippi í and- litið, sem yfirforingjanum þótti mjög hlægilegir. Hann stóð með krosslagða handleggi og bankaði hanzka- klæddum höndunum á olnbog- ana meðan hann ihugaði sér- staka refsingu handa þeim, sem staðið höfðu óhagganlegir með an hann tilkynnti dauðadóm- inn. Mesta ánægju af hrekk sín- um hafði hann fyrsta daginn, þvii næstum allir trúðu þ\'i, að þeir yrðu drepnir fyrir næstu nótt. Næstum daglega létust fanig- an. Þeir, sem komnir voru með slappa. kjálka, stairandi auigna- í'áð og nefrennsli, dóu fijótlega úr sulíi. Fjöldagröfin í fangabúðun- um var þess vegna alltaf opin svo hægt væri að fleygja ifik- unum beint niður i skurðinn. . Það var um nótt snemma í september að Kirsten opnaði dyr sínar aftur fyrir tveim föngum. Þeir borðuðu og fengu mat með sér til nokkurra daga flótta yfir fjöllin til sænsku landamæranna. Hún bjó þá lika út með húfum, sokkum, vettl- ingum og öðrum fatnaði áður en þeir héldu af stað. 1 þetta sinn sá hún um aiit óséð og einsömul. Kirsten hafði tekið vel eftir þegar bróðursonur hennar út- Framhald á bls. 13. IJráinn Bertelsson LJÓÐ Þegar sól vaknar í dögg morgtmsins ©g kynjamyndir næturinnar verða að steini bíða kvíðnir nienn þess að orustan hefjist með vopnaglamri og hræðsluópum Kautt blóð Iitar hélað Iyng Og konur í fjarlægri sveit strjúka stirðar lendar og ókysstum vörum blása þær í glæður liðinnar nætur að Iífga loga næsta dags 28. maa'z 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.