Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Qupperneq 1
ÚR ÆVIMINNINGUM
BJÖRNS
KRISTJÁNSSONAR
Fyrir nser tveimur árum kom dr. med.
Halldór Hansen eldri að máli við mig og
sagðist hafa ævisögubrot föður síns, Björns
Kristjánssonar, fyrrv. ráðherra, undir
höndum. Sagði hann að mér væri heimilt
að notfæra mér handritið að vild og jafn-
framt að prenta valda kafla úr því í Les-
bókinni. í ritgerð, sem ég skrifaði um
Sjálfstæðisflokkinn gamla, studdist ég lítil-
lega við handritið sem heimild og í grein,
sem ég skrifaði í páskahlað Morgunblaðs-
ins á sínum tíma, studdist ég einnig við
ævisögubrotið, eða frásögn þess af svoköll-
uðu „þjófnaðarmáli“, þegar Björn Krist-
jánsson á barnsaldri var að ósekju grtin-
aður um óráðvendni, en pólitískir and-
stæðingar hans notuðu sér það síðar meir
til að hreyta að honum brigzlyrðum.
Ástæðan til þess að ég þá skrifaði grein
um mál þetta var sú, að augljóst var að
Björn Kristjánsson hafði tekið nærri sér
að þessi gamla saga úr hernsku hans skyldi
vera notuð gegn honurn á þennan hátt.
Af þessum sökum er ekki ástæða til að
prenta upp þann kafla í æviminningum
hans, sem um þetta mál fjallar.
Ævisögubrot Björns Kristjánssonar eru
stórmerk heimild um stórmerkan mann
og samtíð hans. Þykir Morgunblaðinu
mikill fengur í þessu lesefni, sem birtist í
næstu tölublöðum Lesbókar.
Morgunblaðið kann dr. Halldóri Hansen
og öðrum ættingjum Björns Kristjánssonar
miklar þakkir fyrir leyfi til að birta ævi-
sögukaflana og þær myndir, sem þeir hafa
látið í té og fylgja munu köflunum.
Matthías Joliannessen.
FÆÐINGARSTAÐUR OG
FOBELDRAB
Ég er fæddur 26. febrúar
1858 að Hreiðurborg í Sandvík
urhreppi í Árnessýslu. Fóreldr-
ar minir voru Krist ján Vem-
harðsson (hafnsögumanns) í
Garðbæ á Eyrarbakka og Þór-
unn Halldórsdóttir Guðmunds-
sonar í Þorlákshöfn. Foreldrar
minir áttu 6 börn, eru nú 1939
aðeins 2 á lifi, ég og Kristján,
sem fór innan við tvitugs aldur
til Winnipeg í Kanada. Hin
börnin voru: Halla, sem giftist
í Reykjavík og dó ung, barn-
laus. Vernharður, sem giftist og
bjó lengi á Höfi á Kjalarnesi
og dó þar, átti 5 börn. Hall-
dóra,. fluttist vestur um haf til
Seattle, giftist þar, átti 5 böm
og lézt þar. Gissur, sem
drukknaði um ‘tvítugt í Þor-
lákshöfn.
Faðiir minn var meira gefinn
fyrir sjómennsku og ferðalög
en sveitabúskap og var heljar-
menni að burðum. Móðir mín
annaðist þvi að mestu leyti bú-
skapinn heimafyrir, og upp-
eldi bamanna, enda var hún
dugmikil, trúuð og prýðilega
greind og skáldmælt.
Föðurbróðir minn, Björn
Vernharðsson, var einnig helj-
armenni og méð stærstu mönn-
um. Hann og föðursystir mín,
Hólmfríður, bjuggu með föð-
urömmu minni Sigríði Bjarna-
dóttur í Garðbæ. Fleiri systur
átti íaðir minn ennfremur,
Ragn'heiði, sem bjó að Skúms-
stöðum á Eyrarbakka, sem
merkisfólk er af komið, og Sig-
ríði, sem giftist Bjarna Jóns-
syni að Gottorp í Húnavatns-
sýslu.
FEB FRÁ FORELDRUM
MÍNUM
Aldrei var mér Ijóst hvers
vegna ég fór frá foreldrum mín
um þegar ég á 6. árinu fór að
Garðbæ á Eyrarbakka til
Björns Vernharðssonar og
ömmu minnar. En á þorra,
þetta aldursár mitt, fór faðiir
minn með mig fótgangandi nið-
ur á Eyrarbakka. Var veður þá
stillt og bjart og snjór yfir
öl'lu.
Á þessu nýja heimili var ég
borinn á höndum og ekki leið
á löngu, áður en föðurbróðir
minn fór að kenna mér að lesa
og skrifa.
Bærinn Garðbær stóð rétt
hjá húsi verzlunarstjórans við
Lehfólisverzlun, Guðmundar
Thorgirimsen, sem var mjög
barngóður og heimili hans allt,
enda var alimannairómur að
Thorgrímsen væri mesta göfuig
menni. Hann var og stór og
tígulegur maður, sem allir báru
virðingu fyrir. Ég varð nú
nokkurs konar heimagangur i
húsi verzlunarstjórans.
Ekkert markvert gerðist
næstu árin annað en það, að
ég fór brátt að vinna að sölva-
tekju, og að hirða um sölin,
því sölvatékja var þá mikil
á Eyirarbakka. Sveitamenn
keyptm þá mikið af sölvum, að-
allega fyrir smjör. Var sölva-
vættin (40 kílógr.) að mig
minnir seld fyrir 1 fjórðung (5
kiilógr.) af smjöri. Auk þess
vann ég við að hirða um mó,
tina rekaþang í eidinn o.s.frv.
Róið var á þeim tíma á Eyrar
bakka með lóð, vetur og vor og