Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Qupperneq 2
Elmborg Lárusdóttir, skáldkona, verður
áttræð 12. nóvember. Hún er landsmönnum
löngu kunn af verkum sínum og óþarft að
kynna hana frekar. Um leið og skáld-
konunni eru sendar hlýjar árnaðaróskir,
birtir Lesbókin eftirfarandi grein í tilefni
þessara tímamóta í lífi Elínborgar.
i.
Ég lá fyrir dauðanum á Vífil-
stöðum árið 1914. Ég var á
stofu með sex konum. Og ég sá
að allir héldu, bæði læknar og
aðrir, að ég mundi deyja. Stúlk
urnar voru að biðja mig að
koma til sín þegar ég væri dá-
in og segja sér hvernig lifið
væri fyrir handan. Þær gerðu
allt fyrir mig sem þær gátu
mér til þægðar. Eitt sinn er
hjúkrunarkona var að fara út
frá mér, kom ein konan af
göngu og ætlaði inn, og í dyr-
unum segir hún við hjúkrunar-
konuna:
— Er hún nú skilin við,
blessunin?
Þá segir hjúkrunarkonan:
— Nei, ekki ennþá.
Mér fannst þetta ákaflega
undarlegt. Og ég fór að hugsa
um það, hvað þetta væri frá-
leitt, ef ég ætti að deyja svona
ung án þess að hafa gert neitt.
Mér fannst ekki að ég gæti
komið fram fyrir Guð án þess
að sýna honum vinnubrögð mín,
og ég hafði ekkert unnið, ég
gat ekki sýnt honum neitt, sem
ég hafði gert . . . Eftir fjórtán
mánaða legu komst ég á fætur,
fór niður og lét hlusta mig.
Prófessor Sigurður Magnússon
kom á móti mér með útbreiddan
faðminn og sagði:
— Eruð þér ekki hissa, Elin-
borg?
Og ég sagði:
— Hissa á hverju?
— Hissa á því að þér skuluð
vera komnar þetta, sagði hann.
Nei, ég er ekki hissa, sagði
ég. — Ég bjóst aldrei við að
deyja. Já, það er satt, ég bjóst
aldrei við að deyja.
Þá sagði hann:
— Þér væruð löngu dauðar,
Elinborg, ef þér hefðuð ekki
verið svona sterkbyggð og
kjarkmikil.
Þetta voru mikil vonbrigði
fyrir herbergissystur mínar, en
ég verð að segja þeim það til
hróss, að þær létu míg á engan
hátt gjalda þess.
Þetta er i fyrsta sinn sem ég
heyri frú Elínborgu segja írá.
Frásögn hennar verður ósjálf-
rátt að sögu. Skáldkonan mæl-
ir hægum lágum rómi sem ber
í sér styrkan undirtón. Ég er
staddur á heimili þeirra hjóna,
Elínborgar og Ingimars Jóns-
sonar. Það er eitt af þessum
gömlu virðulegu heimilum, þar
sem virðuleikinn er sjálfur ein
faldleikinn. Þessi hughrif
streyma á móti mér strax og
Ingimar lýkur upp fyrir mér.
Við höfum ekki fyrr skipzt á
kveðjum en frú Elínborg stend
ur í stofudyrunum, beinvaxin,
svipföst, en þó hýr í bragði.
Mér finnst það vera miðaldra
kona en ekki öldruð, sem býð-
ur mig velkominn á heimili sitt.
Um Ingimar má lika segja að
hann hafi siður en svo dregið
ellibelg yfir höfuð sér. Hann
er skemmtilega gagnrýninn á
menn og málefni, en inngróið
þetta glaða góða skopskyn, sem
ekkert á skylt við rætni. Eins
og kunnugt er var Ingimar
Jónsson um langt skeið mikil-
hæfur menningarfrömuður og
skólastjóri.
Þessi hjón lifa engu deyfðar-
lifi þrátt fyiir háan aldur. Þau
lifa lífinu sér til uppbyggingar
og gleði, — já, líka í sjálfri
þögninni. Löng og margþætt
lífsreynsla þeirra og náin
kynni við fjölda ólíkra ein-
staklinga, suma sterka og mikil
hæfa, og þó kannski fleiri sem
eiga í vök að verjast, hafa
kennt þeim að erfiðustu lífs-
stundirnar miðla ekki bara
trega og sársauka, heldur að
sársaukafull lífsreynsla kemur
fyrr eða síðar inn í líf manns-
ins í gagnstæðri mynd sem lífs-
fylling . . . Þegar við höfum
rabbað saman góða stund, gríp
ég rissblokkina og pennann.
Ég er jú kominn hér í þeim er-
indum að skrifa smávegis um
frú Elínborgu, lífsferil hennar
og ritstörf. Og ég segi við
skáldkonuna:
— Frú Elínborg, segðu mér
allra fyrst hvaða lífsatvik snart
þig dýpst, eftir að þú komst til
nokkurs þroska.
Svar hennar er upphaf þessa
þáttar.
2.
Það verður stutt á milli heim
sókna minna til skáldkonunn-
ar, en þau hjón hafa siðan þau
fluttu til Reykjavikur, búið á
Vitastíg 8A. Að gamni sínu
sér Ingimar um að færa okkur
kaffi og meðlæti, dáindis kök-
ur, sumar komnar allt norðan
úr heimahögum ElLnborgar. En
kaffidrykkjan tefur síður en
svo fyrir okkur við ritstörfin.
Frú Elínborg er verkmann-
eskja mikil, kann betur vtð að
eitthvað gangi og er fyrr en
varir farin að segja frá:
Faðir minn andaðist þegar ég
var sjö ára. Hann var Þorsteins
son, og sá Þorsteinn var fædd-
ur á Kálfárvöllum á Snæfells-
nesi. Þorsteinn á Kálfárvöllum
var Jónsson, og sá Jón var fað-
ir Stefaníu móður Jóhanns
Sæmundssonar prófessors og
þeirra mörgu systkina. Móðir
mín hét Þórey Bjarnadóttir, sá
Bjarni var sonur séra Hann-
esar rímnaskálds á Ríp I
Elinborg og Ingimar ásamt tveimur sonum þeirra, Lárusi og Jóni.
afmæli Elínborgar 1951.
Myndin var tekin á sextugs-
*
Oskar Aðalsteinn
DAG SKAL
AÐ KVELDI
LOFA
Skagafirði. Hún var tvígift
en varð snemma ekkja. Alls
vorum við niu systkin-
in, og er ég ein á lífi af
þessum systkinahóp. Ég er
fædd á Tunguhálsi í Lýtings-
staðarhreppi í Skagafirði 12.
nóvember 1891. Ég ólst upp í
Tunguhálsi, svo í Villinganesi.
Við börnin vorum látin vinna,
og uppeldið var miðað við það
að við yrðum sem fyrst sjálf-
bjarga. Þegar ég var níu ára,
var ég látin vaka yfir túninu
nótt eftir nótt með smalahund-
inum mínum sem ég talaði við
eins og lifandi veru, og hef ég
ailtaf haft þann sið að tala upp
hátt við skepnur, eins og mað-
ur talar við mann. Ég tel það
mikið happ fyrir mig í uppvext
inum að hafa alizt upp með
skepnum. Mér þótti þó serstak
lega vænt um hunda, hesta og
kýmar. Ég var mjög óglögg á
fé, og tel ég að smalahundur-
inn minn hafi þekkt það miklu
betur en ég. Það kom alltaf í
minn hlut að reka kýrnar á
morgnana. En einu sinni var
það að Hrefna snýr sér í móti
mér og ætlar í mig. Ég hafði
ekkert barefli, svo ég sneri
heim, en beljan elti mig heim
áð túhgarði. Sannleikurinn var
sá, að hún var mannýg, vildi
hnoða allt sem hún gat. Þetta
atvik hefur orðið mér minnis-
stætt, af þvi ég varð svo af-
skaplega hrædd. Eftir þetta
hafði ég ávallt svipu þegar ég
rak kýrnar, en hef alla tíð síð-
an verið hálf hrædd við ókunn
ar beljur. —
Fimmtán ára fór ég á kvenna
skólann á Blönduósi og var þar
í tvo vetur. Þá hélt ég norður
og var einn vetur við barna-
kennslu í Eyjafirði. Síðan lá
leið mín suður á Kennaraskól-
ann. Þar var ég næstu tvo vet-
ur, en veiktist svo og var sett
á heilsuhælið. Þar bar margt
fyrir augu og eyru mér, og með
al annars atburður sá sem frá-
sögn mín hefst á. Ég hef skrif-
að bók um hælið sem heitir
Hvita höllin. Það er sannsögu-
leg frásögn um veru mína á
hælinu, og þau kynni sem ég
hafði af sjúklingum og starfs-
fólki. Sú bók hefur verið þýdd
á ensku, af Vilhem Kristjáns-
syni, sem er skólastjóri við her
skólann í Winriipeg.
Ég varð mjög glöð þegar mað
urinn minn sótti um prests-
embætti í sveit, Mosfell í Grims
nesi. Ég kunni öll sveitastörf
utan húss og innan. Og mér
fannst það hæfa mér bezt að
vera húsmóðir í sveit. Það var
eina starfið sem mér fannst ég
vera fær um að leysa sómasam-
lega af hendi. Auk þess var ég
sæmilega að mér í matreiðslu.
Ég hafði verið á einu mat-
reiðslunámskeiði á Akureyri,
hjá Jónínu Sigurðardóttur frá
Draflastöðum, en hún var eins
og kunnugt er alsystir Sigurð-
ar heitins búnaðarmálastjóra
. . . Já, ég hlakkaði mikið til
að gerast húsfreyja i sveit. En
gleði mín hefði sennilega ekki
orðið eins mikil, hefði ég vitað
hvernig húsakynnin voru, þvi
að segja má að þetta voru ekki
mannabústaðir það var allt í
falli, og mannhætta að ganga
um bæinn. Sú saga verður ekki
rakin nánar hér. En ég hlaklt-
aði ákaflega mi'kið til þess að
eignast skepnur, sérstaklega
7. nóvember 1971
mmmmm^^^m^m^mmm
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS