Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 14
spyrnu, eöa leikið ekki —
alveg eins og hann óskar,
en í nautaati á skepnan
ekki um neitt að velja. Og
hún er drepin.
S: Ef þér viljið harma dauða
nautsins og gleyma dauða
ungra manna, þá er það yð-
ar mál. Við gætum sagt, að
niðurstaðan væri sú, að
nautaat sé tiltölulega ör-
ugg, gróf íþrótt, sem Spán-
verjar hafa ánægju af.
Knattspyrna er tiltöiulega
hættuleg, gróf íþrótt, sem
Ameríkanar haí'a ánægju
af.
A: Já, en nautaat er á ein-
hvern hátt niðurlægjandi.
S: Ef þér viljið hafa það svo.
14.
Þótt ég hafi þekkt flest stór-
mennin meðal nautabana, su ;:ia
allvel, hefur aðaláhugi minn
ætíð beinzt að nautinu, því mér
þykir þetta göfuga dýr eitt hið
lofsverðasta allra dýra. Þegar
það er látið vera innan um
sína, er það spakt og auðsveipt.
Sé það skilið frá hópnum ræðst
það á allt, sem hreyfist. Hinn
ósveigjanlegi hetjuhugur þess
á sér engan samanburð, því
það hefur ráðizt á og stundum
borið sigurorð af bifreiðum,
járnbrautarlestum, flugvél-
um, vörubílum. I skipulögðum
bardaga við ljón, tígrisdýr, fíla,
birni og hunda er sjaldgæft að
það hopi á hæl. Það hefur
seiglu og einbeitni, sem á sér
engan samjöfnuð í dýraríkinu.
10. júlí 1966 var nauti, sem
ræktað hafði verið af César
Moreno, att á móti nautaban
anum Tinín á leiksvæðinu í
Pamplona í þriðju umferð. Það
sýndi eftirtektarverðan bar-
daga, var eins hraust og naut
gat verið, og var drepið með
góðu sverðslagi. Ég segi drep-
ið, því nautið var tæknilega
dautt, en meðan líf þess fjar-
aði út síðustu augnablikin,
gekk það rólega næstum tvo
hringi á sviðinu og leitaði að
stað, þar sem það gæti varizt
á þessum vígvelli, þar sem það
hafði sýnt af sér svo mikinn
sóma. Miklar klaufirnar hreyfð
ust upp og niður, hraustlegt
höfuðið reyndi fyrir sér hér og
þar. Ef menn angruðu það,
hrakti það þá burt og sparaði
krafta sína, en afgreiddi þá
eins og þeir væru nærgöngul-
ar flugur. Áfram hélt það og
neitaði að deyja, marséraði
eins og rómversk hersveit, sem
hefur orðið fyrir árás í norð-
urhluta Spánar, einbeitt, sigr-
að og mikilúðlegt. Menn, sem
stóðu við hliðina á mér, voru
með tárin í augunum, og ótta-
sleginn Englendingur hvíslaði,
„Guð minn góður, þetta er
Winston Churchill nautanna.“
Þegar nautið fann ekkert vígi
til að verjast úr lokastundina,
sneri það bakhlutanum að
veggnum, fæturnir stóðu gleitt,
hornin ennþá hættuleg. Giæsi-
legt höfuðið drúpti lægra og
tægra unz yfir lauk. Múlasnar
drógu nautið inn í hringinn
svo að menn gætu látið blóm-
um og lofsyrðum rigna yfir
það, en þessi dauða sigurför
var ekkert í samanburði við
þær tvær sem það fór lifandi.
Það eru svona dýr, sem sjást
stöku sinnum í hringnum, og
það minnir okkur á þann eig-
inleika, sem býr með ölium
skepnum.
15.
Bardaganautið er af sér-
stöku kyni, og meðal minna
hamingjusömustu daga á
Spáni og i Mexíkó voru þess-
ar löngu og kyrrlátu siðdegis-
stundir, sem ég notaði til að
fylgjast með nautunum í þeirra
upprunalegu heimkynnum. Þau
eru eins og dökkir hópar minn-
isvarða, sem ber við brúnar
lendur, óraskanlega sama
um menn og menn á stangli,
sem nálgast þau. Ógleymanleg
endurminning um slika daga
er flokkur Concha y Sierra
nauta í Las Marismas, sem
lyftu höfðum þegar ég nálgað-
ist, horfðu á mig nokkur and-
artök og héldu svo áfram að
bita. Mér hefur alltaf þótt
vænt um dýr og hef eytt mörg-
um stundum í að bera þau sam-
an: Fíllinn er tignarlegri en
nautið; ljónið er líflegra; tígris-
dýrið er vissulega hræðilegra;
en vegna hinnar meðsköpuðu
göfgi dýraríkisins, göfgi, sem
ég hef tekið eftir hjá hundum,
hestum, fálkum, maurum, múr-
meldýrum, antilópum og hjá
hinum áðurnefndu þrem kon-
unglegu dýrum, te'k ég nautið
framyfir, eins og heimspeki-
lega sinnaðir menn hafa gert
frá alda öðli. Það er ekki af
neinni tilviljun að naut mar-
séra yfir kletta Aitamira
og Lasceux; hinn ungi aðall á
Krít hefði getað reynt hæfni
sína móti ljónum og björnum,
en andstæðingurinn, sem hann
kaus, var nautið; og hægt hefði
verið að sníða hina leyndar-
dómsfullu helgisiði 1 Mithras
utan um hvaða velskapað dýr
sem var, en það var aðeins
nautið, sem gaf þeim kraft og
meiningu. Viðbrögð mín gagn-
vart bardaganautinu frá Anda
lúsíu eru nákvæmlega eins og
viðbrögð forfeðra minna gagn-
vart forfeðrum þess í Altamira
og á Krít.
16.
Hvað hef ég fundið í
spánsku nautaati? Fegurðar-
glampa, hraða rás hins óvænta,
rökkvaða endurminningu um
frumstæðan tíma þegar menn
mættu nautum í trúarlegri at-
höfn. Ég hef fundið tákn um
afl og tign í nautunum; hjá
mönnunum hef ég séð kunn-
áttu, sem yenjulega er heiðvirð
þótt ekki sé alLtaÆ hrósað sigri.
Ég hef aldrei séð „corrida",
sem kenndi mér ekki eitthvað
eða fékk einhvers staðar
óvænta framrás, og ég er fús
til að láta mér þessa takmörk-
uðu reynsiu nægja. Það gildir
einu hversu ógæfuleg viður-
eignin er, og snmar þeirra geta
verið óhugnanlegar, þetta er
hin forna saga hins vonglaða
manns og hins villta dýrs og
hins dularfulla bands, sem
tengir þau.
Af hverjum þúsund drengj-
um, sem byrja að læra nauta-
atshandbrögðin við tólf ára
aldur, komast ef til vil'l hundr-
að svo langt að beriast við
gamlan bo'a á „capea"; miklu
frerri munu nokki-u sinni fást
við kvígu á nautabúi. Af hverj
um hundrað, sem í raun og
veru ná þvi markí að hafa bar-
izt við naut sem byrjendur,
verða aðeins fjórir eða fimm
fuilgildir nautaibanar. Og af
hverjum hundrað fullgildum
nautabönum vei’ða aðeins fjór-
ir eða fimm stórar stjörnur.
Hinir óhagstæðu möguleikar í
þessari grein eru yfirþyrm-
andi.
Bezta einstök heildai’viður-
eign, sem ég hef séð hingað til,
vsir það, sem E1 Viti fram-
kvæmdi með nautabanaklæð-
inu dag einn i Madrid. Heppn
in hafði fært honum illan bola,
dálítið verri en þá, sem hinir
nautabanarnir höfðu gengið
burt frá með fyrirlitningu eft-
ir að haifa slátrað þeim blygð-
unarlaust. E1 Viti tók við ön-
ugum bolanum og byrjaði að
gefa honum bæði stefnu og ör-
yggi með snilldarlegum lágum
höggum. Bolin þurfti aldrei
að gera árás af meira en fárra
feta færi og horn hans voru
alltaf þannig staðsett, að ekki
þurfti nema slæma sveiflu til
hægri eða vinstri til að reka
E1 Viti í gegn. Hægt og rólega
og með óendanlegri nákvæmni
hélt viðureignin áfram, og
smátt og smátt gerði nautaban
inn göfugt dýr úr þessum bola,
sem gerði árásir í bræði og
fylgdi klæðinu eins og til var
ætlazt. Leikurinn stóð lengi, og
E1 Viti framkvæmdi öll þau
handbrögð, sem nautabani á að
gera með klæðinu og hélt
óstýrilátum bolanum eins ná-
lægt sér og ég hafði manninn,
sem sat við hliðina á mér. Þetta
var íþrótt svo af bar, svo dá-
samleg, að áhorfendur voru
farnir að öskra af aðdáun á
þessari hreinræktuðu snilld.
Loks tók E1 Viti sér stöðu
fyrir framan bolann, sem áður
var hættulegastur allra bola,
og lyfti sverði sínu til bana-
lagsins. Hann beið. Bolinn
vildi ekki gera árás. Hann beið
enn um stund, sem aldrei virt-
ist ætla að líða. Loksins gerði
bolinn árás, og það var hættu-
legasta aiugnablik atsins, þvi
maðurinn þurfti að færa sig
fram á við, komast fyrir horn-
ið og komast einhvern veginn
undan um leið og sverðinu var
lagt. En í þetta sinn hreyfði
E1 Viti sig ekki. Hann stóð
teinréttur og Íeyfði nautinu að
komast að sér; um leið og
skepnan geystist fram með öll-
um þunga, stóð maðurinn föst-
um fótum, lokkaði bolann til
hægri með klæðinu og beindi
sverðsoddinum að hinum ban-
væna bletti, þar sem sverðið
stakkst á kaf fyrir þunga bol-
ans við árásina. E1 Viti hafði
drepið með „recibiendo", það
er, tekið á móti nautinu meðan
hann stóð föstum fótum, og
maður getur verið viðstaddur
hundrað viðureignir án þess
að sjá þetta gert vel eða gert
yfirleitt eða jafnvel reynt. En
að hafa beitt þessu með fullum
árangri við slíkt naut nálgað-
ist kraftaverk.
Á þessu timabili kom fram
ungur fuHhugi, sem átti eftir
að setja svip á samtíð sína.
Það var E1 Cordobés, ólæs
götustrákur frá borg nálægt
Córdoba, sem raifmagnaði
nautaatsheiminn með dýrsleg-
um hfskrafti, sem hann sýndi
á nautaatsvöllunum. Hann bar
í senn einkenni fjöliistamanns-
ins, skógarguðs og innblásins
túlkanda og seldi gífurlegan
fjölda aðgöngumiða og heillaði
fólk í rikum mæli, en þó ekki
mig. 1 afiskekktustu borgum
Mexíkó, þar sem umboðsmenn
höfðu lent í erfiðleiikum og
ekki fengið nema hálfa aðsókn
einu sinni á ári, var nú hægt
að halda þrjár sýningar
á þremur dögum og fylla áhorf
endastúkurnar með því einu
að auglýsa nafn E'l Cordobés.
Hann blés nýjum lifskrafti i
nautaatið með sinn óstýrláta
hárliubba, rokk-háttalag og sín
ar óvenjufallegu tennur, en ég
er eklki viss um að það hafi
lengur verið list. Það var eitt-
hvað annað.
17.
Hin nýja lögskipan, sem leyf
ir frelsi að vissu marki til
handa þeim, sem ekki eru
kaþölskir, er þýðingarmeiri en
virðist við fyrstu sýn, og satt
að segja bjóst ég ekki við
slíku frjálsræði svo skjótt.
Fyrir aðeins fáum árum var
mótmælendaprestur við amer-
íska herstöð 1;ekinn fastur þeg-
ar hann stóð fyrir skógarferð
sunnudagaskóla í almennings-
garði nokkrum, því þetta var
talið brot á löguim þeim, sem
banna öllum trúarstefnum
nema kaþólskum að halda
messur eða trúariegar samkom-
ur opinberlega. Reyndar hef
ég sagt frá því þegar ég kom
til Santiago de Compostela,
sem er sjálft hjarta kirkjunn-
ar á Spáni, að kirkjan sjálf
bauðst til að greiða fyrir þvi
að ég gæti sótt guðsþjónustu í
mótmælendakirkju. Og þeg-
ar ég var síðast í Madrid
birtu blöðin langar mynd-
skreyttar greinar um skipan
innLends mótmælendabiskups,
að vísu með tilvitnuninni
„Kvæntur með tvö börn.“
Spánn mun halda áfram að
vera kaþólskur og það í rífc-
ari mæli. en bæði Frakkland og
ítalía; blöðin munu halda
áfram að skrifa um þróunar-
mál kirkjunnar í aðalfréttum
sínum; og kirkjan mun halda
áfram að vera meginafl í land-
inu. En liíllegar kappræður
innan kirkjunnar munu
ákvarða þá félaigslegu og póli-
tisku stefnu, sem hún tekur. í
síðustu ferð minni til Spánar
veittu blöðin til dæmis óhóf-
lega mikið rúm fyrir umræður
í ítalska þinginu um takmörk-
uð hj'ónaskilnaðarlög. Ég
spurði, „Hvað veldur þessum
skyndilega áhuga á ítölskum
stjórnmálum?" og blaðamaður
svaraði mér, „Okkur stendur
hjartanlega á sama um Ítalíu.
En við höfum mikinn áhuga á
tilraunum kaþó'sks lands til að
eigna:st framkvæmanLeg skilnað
arlög. Okkur er bannað að
ræða spánsk lög. Þess vegna
ski’ifum við u,m Ítalíu eins og
hún væri Spánn og allir skilja
hvað átt er við.“
Smásagan
Frainhald af bls. 15.
ílg gekk kviðafullur að smá
matarklefa aftast i vagninum.
Þar var snyrtilega lagt á borð
en Elsa svörunum rigndi
yfir mig — en ég varð að visa
þeim á bug. Elsa hsfði aldrei
farið augnablik frá vélinni.
Ekki gat henni hafa dvalizt
við nágrannarabb þeir voru
engir. Þá heyrði ég skyndilega
veikan andardrátt bak við lok
rekkjuhengið.
„Elsa!“
Ég snerist á hæli og þreif
hengið frá.
Þar lá hún föl og hljóð. Ég
kraup vdð rúmstokkinn hún
dró naumast andann.
„Elsa,“ hvíslaði ég.
Hún svaraði engu, og bærði
ekki á sér, þó heyrði ég að
hún andaði Ég neri gagnaugu
hennar og úlnliði, ýtti varlega
við henni — og hristi hana síð-
an til i ofsahræðslu. Þá
hreyfði hún sig lítið eitt. Það
var að mér komið að hlaupa
eftir lækni, en ég þorði ekki
að yfirgefa hana. Þá mundi ég
eftir koníakinu. Ég fálmaði
skjálfandi höndum inn í skáp-
inn, helti í glas og dreypti smá
sopa milli vara hennar. Það
hreif að lokum. Hún bærði var
irnar, yfirbragðið breyttist —
smá hóstakjöltur, síðan hálf-
opnaði hún augun.
Þau voru starandi. Er ég
hafði haldið um hendur henn-
ar langa stund, virtist hún
komast til meðvitundar, augun
fylltust af ótta, og hún stundi.
Þegar ég tók hana í faðm
minn, féll sængin, og ég sá
að hún var nakin.
Líkami hennar var þakinn
áverkum, hrottaleg fingraför
á herðunum, og blettir eft-ir
barsmíðar.
Mér er ekki léttbært að rifja
upp þessi þögulu augnablik við
hlið konu minnar. Ég þrýsti
henni að mér, og leit undan þeg-
ar hún hreyfði sig að lokum, til
þess að hún sæi ekki þjáning-
una, sem brann í augum mín-
um. Hún nötraði langa stund,
síðan brast hún í örvæntingar
fullan grát. Um siðir færðist yf
ir hana ró, og hún sagði í svo
eðlilegum rómi að það skelfdi
mig: „Hann drap mig. . . liann
drap inig.“
Ég man ekki lengur hvernig
ég rakti flækju þessarar skelfi
legu stundar. Ég gældi lengi
við EIsu og huggaði hana eins
og barn. Seint og síðar meir
færðist yfir hana ró, en þegar
hún fór að skjálfa á nýjan leik,
óx bræði mín um allan helming,
ég missti alla sjálfsstjórn og jós
yfir hana ofstopafulLum spurn-
ingum. „Hver var það? Hver,
og hvenær? Hvernig vildi það
til ?“ Og þanni-g áfram, þar til
öll smánarsagan var rakin.
Hvernig farandsalinn laust. . .
„Farand,sali?“
„Já.“
„Ertu alveg viss? Var hann
með þessa venjulegu tösku og
sýnishorn?"
„Já.“
Hún lýsti því er hann drap
á dyr og ónáðaði hana við verk
in, vatt sér brosandi inn um
dyrnar, glápti dólgslega á hana
meðan hann blaðraði um matar
áhöld, þreif til hennar og hélt
henni fastri. . . hvernig hún
veitti mólspyrnu þangað til
hún missti meðvitund. . .
Meðan hún sagði frá var
hún gripin ótta, sem gjörði
hana einkennilega æðrulausa
— eða svo var að sjá. Hún
Útgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavik
Framkv.stJ.: Haraldur Svelnsson
llltstjórar: Matthfas Johannessen
Eyjólfur Konr&ð Jónsson
AóstoftarrltstJ.: Styrmlr Ounnarsson
RitstJ.fltr.: Glsli Sigurösson
Auglýslngar: Árnl Garftar Krlstlnsson
Ritstjórn: ASalstræti 6. Slmi 10100
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
7. nóvember 1971