Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Side 5
þessari frásögn til að lýsa
þeirri ferð sem tók tvo daga.
>ó má nefna rómaða staði, svo
sem Banff og Lake Louise, sem
er í svipaðri hæð yfir sjó og
Heklutindur og laðar til sín
gesti víðs vegar að. Skammt
vestar eru vatnaskil og við tek
ur fylkið British Columbia. Það
á sér firna auðlegð skóga, sem
viða ná til hæstu tinda og
standa í slíku brattlendi, að lít
il von er að nýta þá. Töluvert
skyggði það á ánægju ferðar-
innar, að víða geisuðu miklir
skógareldar og reykjarmistrið
frá þeim byrgði að mestu alla
útsýn á stórum svæðum. Við
þetta bættist ofsahiti, allt að
35 stig á C. Einnig má nefna
hinn fræga Okanagandal, þar
sem frekar hrjóstrugu landi
hefur verið breytt í viðáttu-
mikla aldingarða með áveitu-
vatni.
Chilliwak er nokkuð óvenju-
legt bæjarnafn enda kojmið úr
indíánamáli og þvi miður veit
ég engin deili á merkingu þess.
Þessi bær er í fögrum og frjó-
sömum dal með háreistan fjaila
hring, er nefnist Fraserdalur,
um 80 km fyrir austan Van-
couverborg á Kyrrahafs-
strönd. Þar vissi ég af kunn-
ingja mínum, Gunnlaugi B. Jó-
hannson, er ég kynntist sum-
arið 1968, er hann kom til Is-
lands í ferðahóp. Ég bað þau
að hreinni íslenzlku. Þarna átti
ég minnisstæða íkvöldstund og
ég fann það einnig greinilega,
að nú var ég kominn í gjör-
ólíkt umhverfi, raunar loftslag
líka. Ofsahiti undanfarinna
daga var horfinn, það var
mýkt i hinni hlýju kvöldgolu
og mér fannst næstum, að ég
fyndi i henni einhvern vott af
angan frá hafinu vesturundan,
sem ég átti nú loksins að lita
augum næsta dag.
Næsta morgun stóð fjalla-
hringurinn tær og fagur vörð
um dalinn, hæstu tindamir lið-
lega 3000 m, og þá kom Davíð
Eggertsson, gamall vinur frá
Siglunesi, akandi frá Vancouv
er til að sækja mig og hjá hon
um og Sesselju konu hans gisti
ég á meðan ég dvaldi í þeirri
fögru borg. Þar er raunar
sannmæli að segja, að ég hafi
gist þar en naumast meira, því
að í borginni og nágrenni henn
ar beið mín fjöldi vina og
kunningja frá fomu og nýju.
Þeir kepptust um að bjóða mér
heim, aka með mig um allar
trissur og greiða götu mína á
allan hátt. Og þeir voru aldrei
að gera mér greiða, minn var
greiðinn til þeirra að lofa þeim
að gera þetta. Þennan dag,
nokkru fyrir hádegi rann upp
hin langþráða stund, ég leit
Kyrrahafið augum í fyrsta
sinn. Nú var ég búinn að sjá
eru fátið. Það fcr því naumast
nema eðlilegt, að maður finni
þarna fyrir glaðvært fólk með
frjálslega framkomu og að af-
staða þess til lífsins sé tölu-
vert frábrugðin þvi, sem gerist
hjá íbúum kanadisku sléttunn-
ar. Þetta fólk þarf ekki að
þrauka af langvarandi vetrar-
hörkur og heldur ekki á stund
um horfa á vorgróna akra
blása upp í þurrastormum eða
skrælna í regnlausri sumar-
breiskju. Allt þetta hafa þeir
þó staðið af sér, en gjarnan
leita þeir vestur í hlýindin
með f jölgandi árum.
Viðstaða min i þessari feg-
urð var þvi miður allt of stutt
til þess að ég gæti skoðað mig
um eins og hugur minn stóð til,
en ég notaði tímann til hins ýtr-
asta. Mér tókst t.d. að heim-
sækja Vancouvereyj-u, sem er
skamm/t undan ströndinni.
Þetta er afarstór eyja, um 500
km á lengd, var eitt sinn vax-
in mjög stórvöxnum skógi, sem
nú hefur látið mjög á sjá fyrir
stanzlausri ásókn skógarhöggs-
manna. Mér tókst ekki að heim
sækja höfuðborg fylkisins,
Victoria, á suðurenda eyjarinn
ar, en sú borg er rómuð fyrir
mikJa fegurð og veðursæld,
enda eftirsóttur dvalarstaður
eftirlaunafólks. Þar er töluvert
slangur af fólki af islenzkum
ættum og einna kunnastur af
eftwsjá en þó vitandi þess,
að enn sterkari bönd tengdu
mig við eyjuna norður í Dumbs
hafi. Mér datt í hug hann
nafni minn á Saurum, sem bjó
í sátt og samlyndi við tvær
konur, þótti vænt um báðar og
vildi hvorugri sleppa.
Isiendingafélagið á staðnum,
The Icelandic Canadian Club
of B. C. tðk mig raunar að sér
þennan dag. Einn af forystu-
mönnum þess, Konni Anderson,
kom strax um morguninn ásamt
konu sinni, Violet, akandi á bif
reið sinni, buðu mér upp i og
báðu mig ráða ferðinni. Einu
hafði hann þó ráðstafað, hádeg
isverðarboði hjá Erik Erikson,
lögfræðing; þar var einnig
mættur Óskar Sveinson báðir
embættismenn í félaginu. Þessi
stund varð mér til mikillar
ánægju, þennan síðasta dag
minn í Kanada, þvi að kynni
min af þessum mönnum styrktu
trú mina á framtíð íslenzkra
þjóðernissamtaka í Vestur-
heimi. Allir eru þessir menn
fæddir vestra og íslenzkukunn
átta þeirra er töluvert glopp-
ótt. En áhugann fyrir landi
feðra sinna skorti þá vissulega
ekki né heldur viljann, til að
leggja af mörkum óeigingjamt
starf til að viðhalda tengslum
við það og menningu þess. Eig
inkonum þeirra má ég sannar
lega ekki gleyma, en engin
fyrir margra ára blindu, og
þakkaði mér fyrir orð min á
svo tærri og hreimlausri ís-
lenzku, að ég næstum viknaði
við. Ti'l Seattle komum við ekki
fyrr en kl. tvö um nóttina, það
var setið yfir 'kaffiboila á hót-
elinu dálitla stund, svo kvöddu
þau hjónin og lögðu af stað í
sína þriggja stunda ökuferð
heim, stuttur svefntími hjá
þeim nóttina þá en dæmigerður
endir á þeim móttökum og fyr
irgreiðslu er ég hafði notið í
þriggja vikna Kanadaferð.
Mínum síðasta viðkomustað í
Norður-Ameriku, Seattleborg,
verð ég að gera einhver skil,
enda er borgin sjálf, borgar-
stæðið og allt umhverfi hennar
eitt hið fegursta, er ég hefi aug-
um litið, hefur jafnvel vinn-
inginn yfir Vancouver. Borg-
in stendur innarlega við geysi
mi'kinn, vogskorinn flóa, Puget
Sound, á töngum og landræm-
um milli hans og fagurra vatna.
Fjalllendi er til allra átta, mest
af því er skógi vaxið en upp
úr gnæfa tígulegir, snæviþakt
ir tindar. Hæstur þeirra er
Mount Rainier, um 4200 m á
hæð. Mér gafst tækifæri til að
horfa út yfir borgina og um-
hverfi hennar ofan úr hinni
frægu „Geimnál" eða Space
Needle, sem var reist i tilefni
heimssýningarinnar i borginni
árið 1962. Þetta er stálgrínda-
Vatnspóstur við bæ Stefáns G. Stefánssonar, skálds.
Við minnisvarðann um Stefán G. Stefánsson, Rósa
dóttir skáldsins stendur tii hægri, en með henni eru
greinarhöfundur og kona hans.
Hér er yfirleitt flatt um að litast. Myndin er tekin
við járnbrautarstöðina í Heritage Park.
hjónin um að lofa mér að koma
við hjá honum, ef hann væri
heima, og gerðu þau það fús-
lega. Þetta var gert en með
þeim afleiðingum, að ég var
kyrrsettur þar, það kvöld,
komst ekki til Vancouver eins
og ég hafði gert ráð fyrir. Það
átti einnig að hertaka þau
Walleweinhjónin en þau
reyndust erfiðari viðfangs en
ég. Þau höfðu ákveðið að aka
nokkuð áleiðis austur þetta
kvöld og höfðu undirbúið
álcvéðinn gististað á leiðinni
vestur. Þvi voru þau nú
kvödd með miklum virktum og
innilegu þakklæti. Gunnlaugur
var áður bóndi í Geysisbyggð
í Nýja-íslandi en nú eyðir hann
sínum efri árum í hlýviðri
Kyrrahafsins, skrifar skorin-
orð lesendabréf til ýmsra blaða
um heimspólitík og kveður fast
yfir Kanada, frá Ganderflug-
velli til Vancouverborgar og
gat tekið undir einkunnarorð-
in: „Ad mare usque ad mare.“
Skaparinn hefur verið „í
stuði“ eins og táningarnir
myndu segja, er hann var að
ganga írá þessum hluta Kyrra-
hafsstrandar Norður-Ameríku,
skapa honum landslag, loftslag
og aðrar lífsaðstæður Á landi
eru þar háreist fjöll og miklir
dalir, stórfljót og fjöldi vatna;
þar eru firna skógar, frjósöm
mold og fjölbreytt dýralif.
Ströndin er laufskorin ótal
f jörðum og henni skýlir aragrúi
eyja, beltaðar sólfáðum sund-
um, kvikum af alls konar góð-
fiski. Veðurfarið er sjaldan of
heitt og aldrei kalt, einna helzt
að vetrarregnið geti orðið hvim
leitt, það fellur þó oftast lóð-
rétt niður, því að sterkviðri
þvi er dr. Richard Beck, i ára-
tugi mikill leiðtogi í þjóðernis-
málum vestra. Eitt kvöldið í
Vancouver heimsótti ég Höfn,
dvalarheimili aldraðra af is-
lenzkum ættum og einn £if þess
um stöðum, sem þjóðarbrotið
vestra má vera svo hreykið af.
Þar sýndi ég myndir og sagði
frá íslandi og hlaut miklar
þakkir að launum.
Mánudagurinn 16. ágúst var
siðasti dagur minn í Kanada, að
þessu sinni, og þvi er ekki að
leyna, að ég bjó við nokkra
innri togstreitu þann dag. Árin
mín í Kanada höfðu ætíð verið
mér hugstæð og landið átt í
mér töluverð ítök. Þessi heim-
sókn á fomar slóðir, og siðan
hin langa ferð um fögur lands
svæði mér áður ókunn, höfðu
vissulega treyst hin fornu
tengsl, ég kvaddi landið með
þeirra er af íslenzkum ættum.
Þær virtust rækilega smitaðar
af áhuga bænda sinna.
En þau hjónin létu sér ekki
nægja að fórna mér deginum,
þvi að eftir kvöldmat lögðu
þau af stað með mig áleiðis til
borgarinnar Seattle í Banda-
rlkjunum, um 230 km vega-
lengd. Suður að landamærun-
um eru aðeins 55 km og rétt
sunnam línunnar er bærinn
Blaine. Þar eru töluverðar leif
ar af fornri íslenzkri byggð og
enn eitt heimili aldraðra. Staf
holt. Þar stönzuðum við og ég
hafði í frammi mitt venjulega
prógram. Þeirrar heimsóknar
mun ég lengi minnast, þvi að
þar mun ég hafa fengið inni-
legasta þakklætið í allri ferð-
inni. Til mín kom 94 ára gömul
kona, enn með reisn sinna ís-
lenzku formæðra í fasi þrátt
tum, um 230 m hár, efst á
honum töluvert stórt veitinga-
hús og gólfið í því snýst, heil-
an hring á klukkustund. Þang-
að kom ég fyrir ljósaskiptin,
náði því að fara fyrst heilan
hring í björtu og svo annan á
meðan rökkrið var að færast
yfir og borgin að skrýðast ljós
um. Skyggni var ágætt og af-
bragðs matur og þjónusta jók
mjög á ánægju stundarinnar.
Næsta dag sveif ég með flug
vél í austurátt, í fögru skyggni,
hátt yfir tindum Klettafjalla og
siðan flatneskjum sléttunnar.
Svo tóku við hrjóstur heim-
skautasvæðanna, haf'isbreiður
á sundum og siðast jöklar Baff
inslands í jaðri skýjahafs.
Svona rétt í kveðjuskyni hafði
þetta fagra og viðáttumikla
land sýnt mér enn eina ásýnd,
er ég haf ði ekki áður séð.
28. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5