Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Qupperneq 9
1 brekkunni ofan við LauKarvatn. Barrtré gnæfa upp úr birki- kjarrinu. Ekki ern l>ó allir sammála nm að barrtré séu til feg- urðarauka, þar sem birkiskógur er fyrir. í Þjórsárdal. Hvort hér hefur einhvern tíma verið skóffiir er ekki g-ott að segja um. En siðan Hekla kaffærði byggð í Þjórsúrdai í gosi skömmu eftir 1100, hefur verið eyðimörk þarna og ekki batn- aði ástandið við gosið 1970. a-llt og þekkti af eigin sjón öll helztu skógarsvæði á landinu. Þá kannast allir við draumsýn Jönasar Hallgrimssonar : Fagur er dalur og fyliist skógi, og frjálsir menn, þegar aldir renna. En svo seint sem á tímabil'inu milli þeirra Eggerts og Jónas- ar, Eggert er fæddur 1726, en Jónas 1807, varð stórfelid eyð- ing s-kóga og skóglendis. Þriðja skáldið, sem hér skal nefnt er Hannes Hafstein, sem segii í aldaimótaljóðum sínum: „brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex i luridi nýrra skóga.“ Og sérstök var gæfia skáldsins Hannesar Haf- stein. 22. nóv. 1907 voru hin fyrstu lög um skógrækt og varnit' gegn uppblæstri lands staðfest af Friðriki konungi átt unda í viðurvist Hannesar Haf steins, ráðherra. En skógrækt hafði hafizt í verki átta árum áður fyrir for- gönigu og óeigingjarnt s'.arf dansks manns, Carl Ryders, skipstjóra, er sigldi einu af skipum Sameinaða gufuskipa- féiagsins hér við land. Hann var víðsýn og mikilhæfur mað ur, og honum ægði svo skóg- leysi Islands, að hann hófst handa um tilraunir með skóg- rækt. Hann aflaði mikils fjár á þeirra tima mælikvarða með samskotum og styrkjum frá ýmsum aðilum og fékk til liðs við siig þrófessor í skógrækt, Carl Prylz að nafni, og ungan skógfræðing, sem starfaði við Heiðafélagið danska, Christian Flensborg, og það kom í hans hlut að annast skógræktarstörf in hér á landi frá 1900 til 1906. Á þessu tímabili var komið upp stöðvunum við Rauðavatn, á Þingvell'i, og við Grund í Eyjafirði, en auk þess var Hall ormsstaðarskógur keyptur úr ábúð og friðaður, jafnframt þvi sem þar voru gróðursettar ýmsar trjátegundir, og loks var Vaglaskógur keyptur. Þegar hér var komið sögu, þótti sfálf sagt, að stjórn skógræktartjtála kæmist á fastan grundyöll og efti-r tÖLuvert þóf og hodaiegg- ingar á tveim þingum voru lög- in samþykkt á Alþingi J907 Enginn átii meiri þátt í því að koma lögunum á en Hannes Hafstein. Og meðan hans naut við, miðaði skógræktarmálun- um vel áfram, og hinn fyrsti skógræktarstjóri, Agnar Kofo- ed Hansen, tók til óspi'lira mál anna. En síðar varð þyngra fyrir fæti, og Kofoed Hansen varð að vinna við hin erfiðustu skilyrði. En hann sýndi mi'kinn dugnað og þrautseigju, og það er fyrst og fremst honum að þakka, að ýmsir fagrir staðir eru nú ekki eyddir að skógar- gróðri og jafnvel örfoka. Vlá í þvi sambandi nefna Þórsmörk, Goðaland og Ásbyrgi. Eftir 1935 var á ný horfið að innflutningi erlendra trjáa og hin síðari ár hefur aðalstarf Skógræktar rikisins verið upp- eldi og gróðurse ning barrtrjáa. Á árunum 1903 til 1922 höfðu verið gróðursettar nokkrar teg undir barrtrjáa, einkum á Hall- ormsstað, en einnig á Akureyri og fáeinum öðrum stöðum fyrir norðan og austan. Og á meðan menn í Reykjavik voru að bollaleggja um það, að barrtré myndu aldrei geta vaxið á Is- landi, uxu mörg þessara trjáá stillt og hægt ár frá ári, eins og þeirra eðli er. Nú standa þau sem sönnun þess, að ræikt- un barrtrjáa í íslenzkri moid sé ekki að'eins framkvæm.inleg heldur jafnvel fyrirheit þess, sem koma skal. Reynslan sýnir, að á íslandi er hægt að rækta um eða yfir 20 tegundir :rjáa til nytja, ef þess er gætt, að teg undirnar komi frá þeim stöð- um, er hafa svipað veðurfar og hér er. Með þessu er einf.ald- lega fetað í fótspor náttúrunn- ar sjálfrar, því að víða uiti heim vaxa skógar við nákvæm lega sömu skilyrði og eru hé'r á landi, og sums staðar vaxa skógar, þar sem eru styttri suni ur og kaldari en í byggðum Is- lands. Það er eingöngu einangr un landsins eftir ísaldarlok um að kenna, að hér voru ekki og eru ekki barrskógar. Og til þess að nefna mjög nær ækt dæmi til samanburðar, vel ég það úr góðri grein, að það muni jafnvel enn auðveldara að rækta barrskóga á Islandi en kartöflur. Barrtrén hafa nær eingöngu verið gróðursett und ir vernd hins íslenzka birkis, þar sem gróðursetning þeirra á bersvæði væri miklum erfiðleik um bundin. Islenzka birkið er til af ölluim hugsanlegum gerð- um, allt frá litlum runnum til stæðilegra trjáa. En það er sjaldgæft, að það ná' eð!ilc-g- um þroska án aðstoðar manna Fyrir 30 árum voru hæs'u birki tré um 10 m á hæð. En með frið un og umönnun hefur b'rkið náð eðlilegum þroska, og hæs.u trén eru nú um 13 m há og.eru enn í vexti. En þau vaxa míklu hægar en innfluttu tegundirn ar og hafa þvi ekki svo mikið gildi, hvað framleiðslu viðar snertir, en svo sannarlega margt annað. Skógrækt rikisins hefur starf að frá 1907, en á Alþingishá ið- inni á ÞingvöMum 1930 var Skógræktarfélag íslands stofn að. Innan þess eru nú um 30 s-kógræktarfélög um land ailt. Hér er ekki rúm til að rekja sögu þess, en þær 500.000 plönt- ur, sem undanfarin ár hafa ver ið gróðursettar ár hvert, eiga eftir að auka stórum við lauf- græna og ilmrika sögu þess fé- lags. Skógrækt er ræktarsemi við landið, sem okkur var gef- ið og skyldurækni við kom- andi kynslóðir. Þess, sem við sá um, njóta þegar börn okkar í rikum mæli og þó enn fremur barnabörn. Þess skyldum við allir minn- ast og hafa hugfast, hvort sem einhver þakkar það eða eklci. Það er svo margt, sem ber þakklætið í sjálfu sér. En þó vart nokkuð fremur en ræktar- semi. Birkikjai-rið er ekki hávaxið, en það gerbreytiv landinu og á sunirin hópast fólk saman á þeini fáu stöðum, þar þar sem birkið er til skjóls og augnayndis. 28. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.