Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Side 13
liirgfir 1. vélstjóri og Magnús 2. vélstjOn.
Alltaf var skipstjórinn jafn-
hress og sprækur hvort heldur
ég heiansótti hann að morgni
eða kvöldi og alltaf jafnvak-
andi fyrir siglingunni og skipi
sínu. Það er sannarlega ekki
sofið á verðinum á Mánafossi.
1. stýrimaður er Finnbogi
Gislason frá Akureyri. Hann
er sonur Gísla Magnússonar,
sem látinn er fyrir nokkrum ár-
um og var þekktur og mjög
vinsæll borgari á Akureyri.
Hann starfaði í marga áratugi
hjá Eimskip á Akureyri. Gisli
var mikiil húmoristi og sjór af
sögum og þjóðlegum fróðleik,
enda safnaði hann bókum af
því tagi — og las þær. Hann
var mikil afkastamaður við
störf og snaggaralegur í tilsvör
um og gat verið gustmikill,
þegar í mörgu var að snúast
en alltaf hlýr og hjálpsamur ef
leyisa þurfti einhver meiri hátt
ar vandræði manna.
Finnbogi virðist hæglátari
maður er faðir hans, en samt
fannst mér af stuttum kynnum,
að margt væri lifet með þeim
feðgum. Það virtist að minnsta
kosti stutt i glettnina i augum
Finnboga ekki síður en föður
hans. Finnbogi réðst til Eim-
skip 1950, þá á Goðafossi, og
hefur síðan verið samfellt hjá
félaginu, nema þá vetur, sem
hann var i skólanum, en þaðan
'lauk hann prófi 1956.
1. vélstjóri á Mánafossi er
Þór Birgir Þórðarson (alltaf
nefndur Birgir) fæddur og
uppalinn á ísafirði en Inn-
Djúpsmaður að föðurætt. Þórð
ur Þórðarson, faðir hans, rak
vélsmiðju á Ísafirði. Þórður
lézt áður en ég þekkti til á
Isafirði, en mér er sagt, að
hann hafí verið hinn mætasti
smaður og góður vélsmiður.
Sonum hans þremur kippir í
kynið. Þeir eru allir þekktir
vélstjórar í flöíanum. Sigurjón
er þeirra etetur. Hann er 1. vél
Útgefandl; H.f. Árvakur, Rcykjavik
Framkv.stJ,: llaraldur Svelnsson
Rltstjórar: Mitdifu Johanncsscn
Eyjölfur Konráð Jónsson
ASstoSarritstJ.: Styrmir Gunnarsson
RltstJ.fltr.: GUU Sifnrflsson
Auglýsingar: Arnl GarSar Krlstlnsson
Kltstjórn: ASalstrætl 6. Síml 1010«
stjóri á togaranum Vík-
ingi. Jens er næstur og
var lengi vélstjóri hjá Rifeis-
skip en nú farinn í land — rétt
einn í Straumsvíik — og þriðji
er Birgir. Allir eru þeir bræð-
ur mifeilsmetnir vélstjórar.
Þeir eru með hæstu mönnum á
vöxt og þeir Sigurjón og Jens
voru alþekkt hraustmenni, þeg
ar ég var til sjós, og sjálfsagt
er Birgir það lika, en
til hans þefeki ég minna á því
sviði. Þeir voru margir sterk-
ir Inn-Djúpsmennirnir, sem ól-
ust baiði upp við árina og mik-
inn burð og langan gang með
sjófang fram í dalina, og kraft
ar hafa gengið í ættir þar sem
vxðar.
Birgir lauk prófi frá Vélskól-
anum 1950 og var þá eitt og
háíft ár á togurum, en hefur
verið hjá Eimskip síðan.
Ekki má gleyma brytanum,
ÁrsasLi, síbrosandi og elskuleg
um og svo næmum fyrir mann-
legum þjáningum, að hann sá
það langleiðis, ef eitthvað
þjáði mann. Ársæli er Norð-
firðingur og kann ég ekki nein
deili á hans fólki, þar sem það
er að austan en það hiýtur að
hafa verið gott fólk. Ársæll er
sístarfandi um borð en alftaf
jafn rólegur og reiðubúinn til
að gera að gamni sínu, þó að
í mörgu væri að snúast.
Yfirmatsveinninn á Mána-
fossi er Þórarinn Friðjónsson,
en hann þekkti ég frá ungfflngs
árum hans á Akureyri. Það
þóttiu mikiJ tíðindi á Akureyri,
þegar sýslumannssonurinn
lýsti því yfir, að hann ætlaði
að vera matsveinn því að Ak-
ureyrimgar telja eðlilegt að
höfðiingjasynir feti i fótspor
feðra sinna, þar sem Þórarin
skorti heldur ekki hæfileika til
bóknáms, ef hann vildi.
En hann tók nú þetta í sig
og í báðum ættum hans er fölk.
sem ógjarnan lætur stjórnas:
af öðrum. Ég hef oft spurzt fyr
ir um Þórarinn, því að mér var
farvitni á að vita, hvernig hon
um reiddS af með þetta tiltfeki
sitt. Það vill nefnilega oft mis-
lukkast fyrir ungum mönnum,
að hundsa umhverfi siitt og
fara eigin götur. Þórami hef-
ur hvarvetna, það ég veit til,
verið borið háð bezta orð og er
mjög vel látinn um barð i
Mánafossi og ekki verr settur
í iifinu, en þó að hann liefði
gerzt athafnamaður svo sem
móðurfrændur hans eða emb-
RABB I
FYRIR nokkm átti ég orðrœður við eina
ágœtis móður, sem viðraði meðal annars
þá skoðun sína, að hún vildi láta leggja
niður kristindómsfrœðslu í skólum í
þeirri mynd sem hún vœri nú. Og ekki
nóg með það, þessi unga nútíma móðir
kvaðst einnig vera ákaflega andvíg því
að fræðsla um kynferðismál vœri tekin
upp í framhaldsskólum. Þar sem hvor
tveggja málin hafa verið tálsvert á dag-
skrá er ekki úr vegi að kynnast örlítið
nánar þessu mati konunnar og íhuga,
hvaða forsendur liggja til afstöðu henn-
ar.
Hún hélt því fram að þessi frœðsla
œtti ekki að fara fram í skólunum, ein-
faldlega vegna þess að það vœri í verka-
hring heimilanna að fjalla um þau við
börnin. Kristinfrœðikennslu vildi hún
ekki láta leggja í hendur meira eða minna
misviturra og mistrúaðra kennara, hversu
gagnmerkir sem þeir væru að öðru leyti.
Trúarbragðafræðsla lilyti að vera það
mikið og viðkvœmt einkamál hverjum
foreldrum, sem á annað borð tækju krist-
in frœði hátíðlega að í rauninni hlyti for-
eldrum að óa við því að geta ekki í friði
og upp á eigin spýtur frætt börn sín um
þau. Sama máli gegndi í raun og veru um
frœðslu í kynferðismálum; slíkar hópleið-
beiningar gætu brugðið til beggja
vona og hugsanlega orðið til þess
að börnin fengju meira og minna öfug-
snúnar hugmyndir í stað raunhœfrar
vitneskju.
Ég minnist á þetta hér, vegna þess að
mér þótti afstaða hennar verð athygli,
ekki vegna þess að ég sé henni sammála
að öllu leyti. Að vísu get ég — og ég efa
ekki að svo sé um fleiri foreldra — fall-
izt á að kristinfrœðikennsla í barnaskól-
um að minnsta kosti er ákaflega yfirborðs-
kennd og alls ekki að mínum dómi fallin
til þess að glœða með baminu þann skiln-
ing og þá tilfinningu fyrir kristinni trú,
sem foreldrar hljóta að óska eftir, ef trú-
aðir eru í hjarta sínu. Það er ákaflega
vafasamt, hversu þroskandi það er
trúarkennd ungs bams að lœra utan að
dœmisögur, sem það botnar takmarkað í,
eða lœra að þylja boðorðin tíu upp
eins og páfagaukar án þess að
nókkrar viðhlítandi skýringar fylgi. 1
þeirri kristinfrœði, sem börn læra á
barnaskólastigi er siðfrœði kristinnar trú-
ar nánast afskipt; þar gildir lögmál utan-
bókarlœrdómsins út í œsar. En kristin
frœði eiga elcki að vera undir sama hatti
og önnur „kjaftafög“, til þess eins að hækka
aðaleinkunnina, vegna þess að biblíusög-
ur eru svo auðvelt fag, vegna þess hvern-
ig þær eru matreiddar og bornar á borð
fyrir hina ungu nemendur. Því get ég
að öllu samanlögðu veriö sammála kon-
unni um það, að annað tveggja verður að
gera gangskör að því að gerbylta því
fyrirkomulagi sem hefur ríkt í kristin-
frœðikennslu í barnaskólum, fela hana í
hendur sérfróðum mönnum eða leggja
hana hreinlega niður og taka þess í stað
upp almenna trúarbragðafrœðslu — rétt
eins og mannkynssaga er kennd. Því er þó
ekki að leyna að ég vantreysti heimilun-
um ákaflega mikið til að taka að sér hlut-
verk uppfrœðarans um kristinfræði, vegna
hins almenna doða, sem um þau mál ríkir
og e.t.v. líka þekkingarskorts.
Og raunar gegnir þar sama máli um
frœðslu í kynferðismálum. Það er vitað
að foreldrar hafa ekki fram að þessu
treyst sér til að ræða þau mál við börn
sín. Slík feimni hefur ríkt að nánast er
með ólíkindum. En feimni dugir ekki
lengur. Nútíma böm telja sig eiga heimt-
ingu á að fá skýr og skilrnerkileg svör
við spurningum sínum og þau eiga rétt
á þeim.
En þá er komið að hliðstœðu vanda-
máli, þar sem er þekkingarskorturinn.
Jónas Bjarnason læknir, sem hvað ötul-
legast hefur unnið að því á síðustu árum
að frœðsla um þessi mál verði tekin upp í
framhaldsskólum, hefur látið hafa eftir
sér, að foreldrar, sem komnir eru um
og yfir 35 ára aldur, séu margir það fá-
fróðir sjálfir, að ekki sé við því að bú-
ast, að þeir geti veitt afkvœmum sínum
frœðslu, hvort sem bundið væri við kyn-
fœrafrœðslu eða álmennar leiðbeiningar
um kynferðismál. Meðan svo er hlýtur
að vera óhugsandi að búast við
að foreldrar geti leitt börn sín í nokkurn
sannleika. Sjálfsagt er þetta að breytast
og ætti að vera komið í sœmilegt horf með
næstu kynslóð. En meðan svo er ekki, fæ
ég ekki séð annað en fela veröi þetta
hlutverk sérfróðum mönnum í skólunum,
og þá vœri auðvitað langæskilegast að
lœknar fengjust til að taka það að sér.
Að þessu öllu samanlögðu lilýtur svo
hugurinn að hvarfla að einu atriði til við-
bótar og ýmsar spurningar að vakna um
ábyrgð heimilisins í samfélaginu.
Við fjöllum um stöðu konunnar í nútíma-
þjóðfélagi. Venjulega fylgir slíkri fyrir-
sögn meira og minna djúphyglisleg könn-
un á fyrirbœrinu. Venjulega finnst mér
þar aðallega vera vikið að þeim kröfum
sem nútímakonan telur sig geta gert á
hendur þjóðfélaginu — sem oftast reynist
vera í karlmannslíki — hún er beitt slíku
misrétti að það nær' engri átt og verður
úr að bœta. Allar slíkar jafnréttisraddir
eiga fullan rétt á sér, en í framlialdi af
þeim vœri kannski ekki úr vegi að taka
fyrir og gera úttekt á ábyrgðartilfinning-
unni í nútímaþjóðfélagi. Segja mœtti
mér að þá gœti ýmislegt forvitni-
legt komið upp úr kafinu.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
Þvi er ekki að neita, að ég
er snobbaður fyrir skipstiórn-
armönnum, kannski af því að
mig langaði eitt sinn til að
verða skips'jóri, það var
reyndar draumur allra ungra
manna i sjávarþorpinu, sem
ég ólst upp í — en það er
þó ekki vegna snobbs, að ég
umgekkst fáa nema skipstjórn-
armennina á Mánafossi, heldur
voru þeir oftast í færi.
ættis- og lærdómsmaður
svo sem föðurfrændur hans.
Öðrum og þriðja stýrimanni
kynntist ég Mtið. Þetta eru
ungir menn, Magnús Sigurðs-
son, 2. stýrimaður er ættaður
frá Stykkishólmi og l'auk
prófi úr skólanum 1962 en 3.
stýrimaður, Ingvi Friðriksson,
sem er Reykvíkingur að upp-
runa, lauk prófi 1967. Þetta
eru hvort tveggja mjög geð-
felldir ungir menn og eiga von
andi fyrir sér aukinn frama
hjá Eimskip.
2. vélstjóri er Þorsteinn Pét-
ursson frá Hellisandi. Honum
kynnitist ég efekert, af því
að ég hætti mér sjaldan, eins
sjaldan og ég get, niður i vél-
arrúrn skipa sem ég er á. Þar
hringsnýst allt fyrir augunum
á mér og ég kann engin deili
á neinu á þeim stað.
21. nóvember 1971
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13