Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 3
 . -'-¦:':¦¦. slóðir og sagði honum frá þvi hve mikið þeir heíðu lagt af mriörkuim í þágu bæjarins, og þar með til almennra heilla. Eitt sinn er aíi Max vakn- aði af síðdegisblundi sagði Ihann við Max: „Nú hefur Guð hjálpað þér, barnið mitt, þú hefur vaxið og þroskazt Jangt fraim yfir það, sem ég bjóst við og þorði að gera mér vonir um." Þessá unraiæli afans höfðu í sér fólginn töframátt, kannski varð Max þá að Maginó, hann tók ekki aðeins undraverðum framföruim, heldur fékk jaín- íraimt sjálfstraust, sem hann bjó að æ síðan og varð honutm mikil náðargjöf. Sonur verkamannsins vakti Max til um'hugsunar um þjóð- félagsimál. Manimúð og meðlíð- an var Max eðlislæg, en raún- ar þróaðist hann í þá átt með árunum að vera haíinn yfir all ¦ar flokkadeilur uni markmið og leiðir, þjóðmálasjónarmið hans grundvölluðust á óskinni um írið á jörðú og háþróaða menningu, sem göfgaði áillt mannlíf, á hvaða þjóðfélags- þrepi sétm yæri. Þegar Max höf skólanám hafði hann enn ekki náð fulíu valdi yfir talfærum sínum. Skóláféiagar hans sýndu hori- um fuMan skilning, ertu hann aldrei neldur sýndu honum vin semd L hvivetna, en umsjónar- maður skólans sló á tennur hans með vasahnífnum sínum og skipaði honum að tala rétt, hann gæti það ef hann vildi. Með timanum iaigaðist málfar- ið, svo að hann varð ekki að- einis vel máli farinn heldur eft irsóttur ræðumaður og fyrirles ari. 1 starfi hans kom þetta sér vel, alJa tíð var hann slyngur við að fá menn á sitt mál. Auk þess seiíi hann var máisnjall og sannfærandi hafði hann til að bera ómótstæðilegan persónu- þokka. Það var sem allar leið- ir lykjust upp fyrir horuum; hef ur það margsannazt í lífi hans og starfi. Það er freistandi að segja meira frá bernsku hans, ekki sizt vináttu hans og Pauls Pav leovski og viðræðuim þeirra, sem voru í meira lagi fullorðinsleg- ar, þvi að báðir náðu skjót- um gáfnaforoska og mynduðu sér skoðanir, að einhverju leyti fyrir mikinn bóklestur. Þegar Max gat ekki sótt skóia, eða raunar hvenær sem hann hafði tíma til lá hann í bókum. En þrátt fyrir þrásækið vanmætti komst hann upp á iag með knattspyrnu og hafði af henni mikla skemmtun, og áhugi hans fyrir þessari íþrótt hefur reynzt endingargóður. Þegar eitthvert tiiefni var til gjafa, og þurfti raunar ekki. til, féklk Max bækur. Tau kaupimað ur ætiaði Max að taka við verzlun sinni, vel yrði ævistarf ið í hendur hans búið, en hann hafði þá óvart aiið upp bók- omenntafræðing, i staö kaup- manns, hlynnt hafSi verið að bókaáhuga Max ai öllum, sem stóðu honum nærri, raunar knattspyrnuáhuga hans einn- ig- — Max var ekki kaupmann- lega vaxinn, hið innra, hann skorti gjörsamlega áhuga á stærðfræði, gat biátt áfram ekki lagt hugann að henni og því hreint fráleitt að hann gæti lært stærðfræðipensum sitt til stúdentsprófs, en rekt- or skólans bjargaði málinu, hann gerði sér ferð til Berlín- ar til að tala við viðkomandi aðiia i menintamálaráðuneyt- inu; þó að slikt hefði aldrei áo- ur gerzt, yrði hér að gera und- amtekningu, það mætti ekki eiga sér stað, að nemandi með óvenju þroskaða sérgáfu yrði felldur á stúdentspröfi fyrir það eitt að hann gataði i náms- grein, sem hann mundi aidrei á lifsleiðinni færa sér í nyt. Rektor hélt fast á sínu máli og hafði fram málamiðlun. Þýzku- verkeflni Max skyidú þyngd iangt fram yfir það, sem gerð- ist í menntaskóla, eri hónum yægt með reikninginn. • Meðan Max sat yfir verkefni sinu, sem mun hafa náJgazt það að ver'a ritgerð til meistara- prófs, kom rektor inn til hans með kaffi, sagði að kona sín sendi honum það og vænti þess, að það hjálpaði honum að fá hréssingu. Max sat einn eftir yfir kaffi og skriftum uppljómaður af gleði. Ritgerðin þrótti hreinasta af bragð. Hálfum mánuði eftir að skólaféiagar Max höfðu lokið stúdentsprófi kom hann einn í skólann til munniegs prófs i sögu og þýzku. Sérlegur sendi maður kom frá menntaoiála- ráðuneytinu í Berlín til að prófa Max, sem stóðst prófið með yfirburðum. Að því loknu sagði fuiltrúinn, sem sjálfur var stærðfræðingur, við stærð- fræðikennara skólans: „Þér æt'l ið þó ekki að koma þvi inn hjá mér, að nemandi sem hefur skil að jafn snjallri ritgerð og sýnt þviilika hæfileika i öðrum úr- lausnum geti ekki lært stærð- fræði. Ég ætla sjálfur að prófa hann." Prófið stóð í tiu mtoútur, þá hristi menntamálaráðuneytis- fulltrúinn höfuðið og lét nem- andann, alls hugar feginn, sleppa við frekari prófþrautir. Stúdentspróí Max Tau mun hafa verið algert nýmæJi í Þýzkalandi á þeim tíma, en varð fordæami, er síðar var far- ið eftir, er líkt stóð á. — Það er algengt fyrirbæri, að vamheiisa og þrótttleysi i bernsku efli listgáfu og mennta þrá. Dýrðarheimur bókmennt- anna laukst snemma upp fyrir Max Tau og þegar út í skipu- legt nám 'kom varð hann, nem- andinn, öðrum leiðarijós, hann samgiJti alfræðiriti um bók- menntir og flutti marga fyrir- iestra fyrir samnemendur sina og kennara. Meðan á skóla- námi stóð skrifaði hann bók E»orgeir Sveinbjarnarson Ánamaðkurinn Mér er sagt, að ánamaðkurinn hafi verið uppi fyrir mitt minni. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja. En eitt er víst: Gamall er hann. Og vitur. Ég veit, að fljótur yrði hann að skríða niður í móldina, ef eitthvað kæmi fyrir. Nei, ég fullyrði ekkert um framtíð ánamaðksins. Kn líklega á hann eftir að lifa mig. Sköminu fyrir lát sitt valdi Þorgeir Sveinbjarnar- son tvö Ijóð úr verkum sinuin til birtingar í Lesbók. A 1111:10 Ijóðið birtist strax, en hitt Ijóðið, sem bar yfir- skriftina Anamaokurinn og hér birtist, kvað Þorgeir betra að hirtist aðeins síðar, eða einhvern tinia á ár- inu 1972. Lesbókinni var að sjálfsögðu ljúft að verða við þessari beiðni skáldsins. Þorgeir Sveinbjarnarson lét dálitla skýringu íylgja Ijóðinu. Hún er svohljóðandi: „Ég vel ánamaðkinn af því að við erum gamalkunnugir. Ég er sveitamað- nr og kannast vel við gagnsemi hans og þekki marga hans eiginleika nokkuð. Mér fannst hann þægílegur félagi, þegar ég var að labba 111 um ti'in á kvftldin, sérstaklega ef vel rakt var í rót. Aftur á móti hef ég aldrei tekið upp þann hátt veiðimannsins að eltast við hann heilar nætur til þess að geta notað hann sem beitu. 11111 '¦¦"' :-V:' :! ¦ :¦.•.-•.¦.;.-.-'--.•-¦.-: :.*JV-';VJ um slésviska rithöfundinin Bruno Arndt og greiddi götu hans með þvi að stuðla að því að hann fengi þá viðurkenn- ingu, sem honum, við þær þröngu aðstæður, sem hann bjó gekk treglega að afla sér. Doktorsritgerð Max Tau f jall aði ucm samlanda hans, Theó- dór Fontane (1819—98), hann var stórbrotinn rithöfund ur, þýðandi með ágætum, blaða maður og striðsfréttaritari. Að loknu háskdlanámi starf- aði Max Tau í Berlín sem bók- merantaráðgjafi, tengst af við forlag Brunó Cassirers, þar sem hann hafði mikilvægu hlut- verki að gegna, ennfremur var hann lengi bókmenntagagnrýn aTwii stórblaðsins Frankfurter Z«itung. Max Tau tók á móti ara- grúa handrita, las þau og valdi úr þeim í samráði við Brunó Cassirer, en fékk sjálíur cmiklu ráðið. Hann var ungnr og djarf ur og fús til að koma til móts við nýja og ópekkta höfunda, ef honum fannst grunntónn þeirra sannur og verk þeirra spá góðu. Hann var óþreytandi að leiðbeina og greiða gotu þeirra höfunda, er hann tók að sér. Þegar hann var nýkom inn til Brunós Cassirers heyrði hann þeirri spurningu varpað fram: „Hver er hann eiginlega þessi Max Tau? Ég hef aldrei heyrt hans getið." „En þér muriuð heyra um hainn," svaraði Cassirer. Það leið ekíki á löngu, að Max Tau ynni sér stórt nafn í bókmenntaheiminum, hann lét sér ekki "aðeins annt um þýzk- ar bókmenntir heima íyrir, heldur opnaði hann útlendutm höfundum leið inn á þýzkan bókamarkað, þannig byrjaði hann á unga aldri miðlun sína á bökmenntum þjóða í miQIi, hann var ótrauður að taka sér ferð á hendur til að hitta rit- höfunda, kynnast þeim sjáif- um og högum þeirra, semja við þá, koraa út verkum þeirra og íylgja þeim síðan eftir, hann vissi sem var, að bækur selja sig ekki sjálfar og kynna þarí höfunda. Hann var ekki hlut- drægur og stefndi ekki að því að efla einn höfund til höfð- ingja í andans riki, heldur sem flesta, þvi fleiri snillingar, þvi Framhald á bls. 14. 10. september 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.