Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1973, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1973, Blaðsíða 10
1 'kvöld flýg ég sem snöggv- ast norðtur fyrir jökla, til tveggja lítiUa eyðifjarða, og kannski kem ég þá aðeins við hjá kunningjakonu, seon er að vísu nokikuð löngiu liðin, og komin undir grœna torfu. Þorgeirs- og Hvalvatnsfjörð- ur heita firðirnir. í 'heima- hreppi 'Grýtubakkahr. stund- um nefndir Aiustari og Vestari fjörður, oftast þó sínu stutta samnefni Firðir, og svo nefnir Látra-Björg þá í sinni mynd- riku Ijóðlýsingu er hún segdr: „Fagurt eir í Fjöcrðum, þá frelsarinn gefur veðrið blítt Heyið grænt í görðum, grös og heilagfiski nýtt.“ Nöfn þeirra ber ekki oft á góma nú, sumir vita ef til vill ekki að þeir eru til, aðrir ekki hvar ,þeir liggja. Ég lái það engum, sjálfur hefi ég elkki í kollinum nöfn, eða legu smæstu f jarða í oíkkar vogskornu strönd. En þarna liggja þeir, skerast norðan i landið, nokkru austan Eyja- fjarðar. Þorgeirsfjörðurinn vestar, alldjúpur og góð höfn kunnug- um, ef vars leitar af hafi. Hval vatnsfjörðurinn grynnri, og líkist meira sveigmyndaðri vík en firði, og þar brotnar oft þung úthafsaldan við malar- kambinn, svo að gnýr hennar berst langt inn í land. Við vitum að strax á land- námsöld var iþarna land num- ið. Landnáma segir okkur það, en ekki 'hvar landnámsmaður- inn bjó. Þorgeir hét hann, og svo segdr hún okkur ekkert meira um byiggðfesti í Fjörðum, og það ríkir nokkur þögn um fólkið og byggðarlagið um ald ir. 1 höfuð lamdniáim'smannd'ns er fjörðurinn vafalaust skirð- ur, og einnig lágur algróinn höfði, Þorgeirshöfði, sem skil- ur þessa bræðrafdrði, og um leið að nokkru þessar litlu systursveitir upp frá þeim. Inn af Þorgeirsfirði liggur Hóls- og Þönglabakkadalur til suðurs í fjallgarðinn. Hér er það ekki fjall eða háls er döl- um skiptir, aðeins ádn, sem er oftast ekki í kvið, en getur vafalaust orðið að skaðræðis fljóti, þar sem hún fellur eftir dalbotninum. Nafnfesti dalsins er við kirkjustaðinn Þönglabakka að austan, staðinn Hól að vestan, þó mun kirkjustaður þeirra Fjörðunga, sem við nokkuð ör V eðurbarin kona úr fjörðum uggt getum talið fyrstu land- námsjörðina, hafa átt nolckurn hluta vestan ár. Á þessum dal þykir mjög góð afrétt, og bregzt ekki fallþungi þess f jár, sem á honum gengur sumarlangt, og jafnvel innst í grjótum hans, héldu fjallalömb in áfram að fitna fram yfir vet urnætur, ef vel haustaði. Hér finnum við engan Þjófa dal, aðeins Afvikið úr botni hans, skemmtilegt örnefni, en ekki í hvers manns leið hér. Úr þessum daladrögum var þó far inn Einbúi sem kallað var, milli Fjarða og Látra á Látra- stiönd við Eyjafjörð stöku sinnum. Ti'l suðvesturs úr Hval- vatnsfirðinum liggur Þverár- dalur, gróðurrikur neðar, og fyrr nýttur til slægna, en skriðuhruninn og ber, er inn- ar dregur. Affall hans er Þver- áin, sem fellur i Gilsána, og með henni S Hvalvatnið. Dalinn og ána er vel hægt að hugsa sér ríkjamörk þeirra fjalljöfranna Lúts að norðan og Darra að sunnan. Ég nefndi Hvalvatnið. Við eigum Fiskivötn, Veiðivötn, Sel ár og Laxár víða, en Hval- vatn, o.g engin þjóðsögn. Hefur þetta vatn haft þá dýpt fyrr, að hvalvöður gengu í það? Áttu hindr gömlu Fjörð- ungar kraft fjölkynnginnar til að seiða hvali í vatnið? Eða trúarmátt Látra-Bjarg- ar, þegar hún knýr á hjá sín- um himnaföður, og fær lúðu, fyrir sporðinn alin, eða fjóra hvali á Knarareyrarfjöru til endurgjalds fátæfkum bónda þar, fyrir velgjörð hans við fátæka förukonuna. Hvers vegna ekki Hva'l- fjörður og Hvalffjarðacrvatn? 1 hásuður er svo Leirdals- heiðin í átt til Höfðahverfis, og mun það hafa verið fjöl- förnust leið við aðra sveit úr Fjörðunum. Að vetrarlagi, þeg ar skíðafæri, eða rifahjarn gerði rnunu þó Fjörðungar með byrðar i fötlium eða á baki oft 'hafa sveigt fyrir Sveigsfjall, og tekið Trölladal og Grenjárs dal til Grenivik'ur, en það var eittlhvað styttri leið milli byggða. Há fjöll, klettótt og gneyp fjöil. Og nú lítum við aðeins til fjáila í Fjörðum, horfum jafn- vel örlítið að tengslum fólks- ins við þau. Hvar sem þú ert fæddur pg alinn, tengist þú umhverfi þínu, litur það öðrum augum en ókunnugur, Hka bratt og ögrandi fjallið á ibak við bæ- inn þinn. Meðan þú ert enn ekki úr grasi vaxinn, áttu orðið það takmark, að komast upp á fjallið. Jafnvel hæð þína og stærð mælir þú ekki I sentimetrum, heldur við ömefni þess og kennileiti. Dúlmögnuð fjöll. Ef gull- kálfurinn og Guð almáttugur eru undanskildir, beinist trú og tilbeiðsla fólksins oft til fjallanna. Ekki aðeins voru þar heimkynni hollvætta byggðanna, einnig þaðan brugðu sér skessur á kreik, ef þeim varð mannvant eða ann- ars. Við sjáum kannski ekki leng ur hamarinn .upplýstan, 'heyr- um ef tii vill ekki stnokkhljóð í hól, eða messusöng frá fagur- skreyttri kirkju, þar sem dyr standa opnar og skrýddur prestur skírir barn fyrir alt- ari, þó fullyrði ég ekkert þar um. Þarna var heimur huldu- fólksins, hinna góðu granna, ef ekki var gert á hluta þess. Þesssj fólks, sem stóð mönnum mjög framar í tækni og list. Hin fegurstu klæði og skartgripir voru frá því komn- ir yfir þessi raunar ósýnilegu landamæri. Fyrir kom og að kynni við þetita fólik Jledddu til' -S’tundar ástleika svo líf kviknaði af. Væri nokkur fjarstæða að álíta að kynni og samskipti við þetta fólk hafi gefið umhverf- inu Mf, ekki sízt í fámenni og í afskekktum sveitum. Ég verð þó að gá að sjálf- um mér, að villast ekki inn í þessa hálflókuðu 'hulduheLma, ef ég á að ná háttum til henn ar vinkonu minnar, sem ég nefndi í upphafi. Kannski er ég Mka bæði klukku- og áttavitalaus eins og þeir, gömlu Fjörðungarnir. Þarna þekki ég Bjarnarfjallið, svipmilkiið og hriikaflegit, stund- um nefnt Björninn fyrr af heimamönnum. Það hefur hasl- að sér völl austan megin Fjarð- anna iog er sem st'aifii -aff því nokkrum skugga. Að vestan systurnar tvær, Háa-Þóra og hún Lága-Þóra, enda léttbrýnni og mildari á svip en Bjöminn eystra. 1 þúsund ár hefdr fólkið þarna mælt daginn við þessi fjöll, markað þau eyktamörk- um frá sínu heima. Láka S þús- und ár hefur þetta árrisula fólk gengið út á varidhelluna fyrir dag, ef velja þurtfti sjó- eða ferðaveður, hver og einn eftir þekkingu sinni á háttum veðurguðanna. Það mældi skýjafar og vind- stöðu við fjöllin, leit eftir rosabaug um tunglið, horfði eftir bakka í hafinu, og það hlustaði eftir brimhljóðinu. Á nokkuð langri ævi eignað- ist þetta fólk þroskaöa eðlisvit und, sem ýmist í vöfcu eða draumi sagði þvi fyrir um veð ur og ókomin atvik, boðaði ekki aðsóknin gestkomu eða stórfrétt, gigtin storm? Einstaifclingurinn, sem ef til vill var ekki stafstautandi á bók, gat þó lesið þetta veður- kort á sjálfa bók náttúrunnar. Sá sem ekki þótti stíga í vit- ið, átti kannski þessa sterku eðlisvísun. Þegar Höfðanum sleppir sem fyrr getur, rís Lúturinn i öndvegi sínu, þessi veðurbitni og öldurmannlegi Fjörðungur með byggðina á báðar hendur, á meðan það var. Hann man alla byggðina, fólkið allt í gleði sinni og sorg. Um raðir aldanna hefur hann horft á reyki bæjanna, þennan lífboða, stíga í átt til himins, 'hlustað á hljóm litlu kirkj ukluikknanna, tekið jafn- vel undir og verið þátttakandd í gratfarsöng systra og bræðra. Og víst gæti hann hafa verið verndari byggðarinnar, þar sem hann horfir fráneygur, og nokkuð hvassbrýnn til hafs og himins. 1 nær þrjá tugi ára í ÞORGEIRSFIRÐI.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.