Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1973, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1973, Blaðsíða 11
hefur hann nú horft yfir mann lausa sveit, en kannsM bíSur hann enn um stund eftir því, að hér í Fjörðum fæðist „Nýtt líf með nýja sorg“ Það er fagurt á Hvítárvöil- um, þegar vel veiðist. Af er- indi Bjargar getum við álykt- að, að eitthvað sé misfagurt í Fjörðum. í öðrum sveitum lék á orði að smér drypi hér af 'hverj.u strái, svo væri mál- nyta hér góð. Sauðarsíðan að- eins þykkari, ketfaillið ívið þyngra en í öðrum sveitum. Enn voru hér reka- og beitar- fjörur ágætar, svo að til góðra Munninda mátti telja á þeim jörðum, er til sjávar áttu. Þó teygðu íleiri Mnkjur sína iöngu fingur hingað eftir rék- anum, svo minna gagn var að fyrir ábúendurna en elia. Að síðustu vii ég svo nefna aðeins blessað heilagfiskið hennar Bjargar. Á þnsngiinigar- og humgurtim- um þjóðarinnar, þótti heilagt orð betra en annað orð til lestrar. Var kannski þessi heil- agi fiskur betri en annar fisk- ur til átu? Hungurhrjáðum og efnasnauðum líkamanum gaf hann, aiveg nýveiddur, f.ylli og fjörefni, og kannski forða til næsta vetrar. Komandi vetur gat orðið harður vetur, þannig þurfti fóikið í Fjörð'um að hugsa, hið góða gerir ekki skaða. Eftir lýsingu minni haldið þið svo, að ekki hafi þurft nokkra búhyggju til að búa og lifa í Fjörðum. ÞVí vendi ég mínu kvæði í kross, að háttum Bjargar, og enda þótt þið kunn ið erindi hennar alit getið þið vel haft yfir seinnihluta þess með mér, en hann hljóðar svo: En þegar vetur að oss tekur sveigja, veit ég enga verri sveit urri veraldarreit. Menn og dýr þá deyja. Satt er það, ekki er hún bjartsýn hún Björg á haust- nóttum. Ekki er heldur neitt ósennilegt, að í vetrartoyrjun hafi því hvarflað að eldra fólk inu, að ef til viil iifði það ekki harðan vetur. Á okkar tækni- öld erum við hrjáð efnaskorti yfir alisnægtaborði, og dauð- inn kom víðar við á útmánuð- um, og i voráhlaupunum en í Fjörðum. Kristján Fjallaskáld yrkir ekki sinn Þorráþræi þar. Enn er eftir góan og einmánuður- inn, ef ekki batnar fljótt, er hungurvofan við dyrnar. Tak- ið eftir því hvað hann segir: „Nú er hann enn á norðan". Kannski er hann búinn að blása á norðan allan þorrann, þannig getur íslenzkt veðurfar verið á þeim árstima, ekki sizt i útsveitum norðanlands. Þorrinn var Iþó kannski ekki erfiðasti árstíminn i Fjörðum. Það var ef til vill enn.þá erf- iðara, þegar vorið kom ekki þegar það átti að koma Ef Dumtour konungur þeirr ar fögru borgar á hafsbotni tók völdin, og sendi hvern kólgufoakkann eftir annan upp á himininn, eða sinn hvíta flota „Landsins forna fjanda“ inn fyrir iandhelgi, svo haf og jörð varð samfrosta. Þá gat hjörtum fólksins orð- ið sivoií'tið ihætt, aið verða saim- Lesendur Morgunblaðsins hafa átt þess kost undanfarna mánuði að fylgjast með ferðum Matthíasar Johannessens, ritstjóra, um Evrópu. í mörgum og fróðlegum grein- um sínum hefur Matthías „stöðvazt við það sem tengja má landi voru, íslandi, á einhvern hátt“, eins og hann sagði í einni greininni, um leið og hann bœtti við: „Ég vona það hafi ekki farið í fínu taugarnar á neinum.“ Hér verður ekki fjallað um. það, heldur eitt at?úði, sem Matthías hefur drepið á í a.m.k. þremur greina sinna, þ.e. útgáfu íslenzku fornbókmenntanna á heimsmálunum. í grein sinni 22. febrúar sl. segir hann: „ . . . Samt tímum við ekki að gefa út fornbókmenntir vorar á heimstungum í milljóna útgáfum, sem draga að sér at- hygli, t.a.m. á bókamessunni í Frankfurt, þar sem ,stórhúgur okkar var þvílíkur að bókaþjóðin tímdi ekki að minna á sig. Það þarf enginn að segja mér að hún hafi ekki efni á því. íslendingar ættu að pjá þœr bœkur, þœr gersemar, sem Grikkir hafa látið gera til að mánna á land sitt, þjóð sína og sögu, eða ;Gyðingar; landleysingj- ar öldum saman, en alkunnir fyrir hetju- dáðir og hugrekki — og það sem meira er: að hafa aldrei horft.í skildinginn þegar reisn menningar þeirra hefur verið annars vegar. í menningu sinni lifðu Gyðingar af.“ Þeir, sem sótt hafa bókasýninguna í Frankfurt, vita, að þær útgáfur, er þar vekja athygli vegna glœsilegs útlits, eru miklir kjörgripir og einstœð listaverk. Ekkert eitt islenzkt útgáfufyrirtœki getur staðið straum af slíkri útgáfu á íslenzku fornbókmenntunum, sem Matthías hvetur tjil. Hins vegar gœti það orðið verðugt verkefni fyrir þá aðila, sem að bókagerð vinna, að sameina krafta sina í þessu skyni. Þœr bœkur, sem Grikkir og Gyðingar „hafa látið gera til að minna á land sitt, þjóð sína og sögu“, eru vafalítið unnar að jorgöngu ríkisvaldsins og með fullum stuðningi þess, enda fátt betur fallið tii eflingar þjóðarmetnaði en göfug menning. Ljóst er, að viðhafnarútgáfa á fornbók- menntunum á heimstungum verður tæp- lega til þess að kynna bókmenntirnar al- menningi, er þœr tungur mœla. Ódýrari útgáfur eru betur fallnar til þess. Á þvi sviði hefur brezka útgáfufyrirtækið Penguin unnj.ð merkilegt starf, en það hef- ur gefið út nokkrar af íslenzku fornsögun- um í pappírskiljum. Hefur fyrirtœkið a.m.k. gefið út fimm sögur á þennan hátt, þ.á m. Njálu, Hrafnkelssögu og Laxdœlu, og hefur það boðað, að fleiri bœkur séu vœntanlegar í þessum flokki. Islenzkir bóksalar segja, að þessar pappírskiljur seljist mikið hér á landi. í hinum tilvitnuðu orðum vekur Matthí- as athygli á þeirri staðreynd, að ekki hafi verið íslenzk sýningardeild á bókasýning- unrti í Frankfurt á síðasta ári — en ís- lenzkir útgefendur sóttu sýninguna. í<s- lenzk bókagerðarlist myndi vissulega sóma sér vel á slíkum stað, ekki sízt ef hún gœti sýnt þar bœði gömul og ný verk í fögrum útgáfum. íslenzkir útgefendur hafa kynnt íslenzkar bœkur í Frankfurt áður fyrr með sérstakri sýningardeild,. Á nœstunni verð- ur efnt til alþjóðlegrar barnabókasýningar í Botogna á Ítalíu. Þar verða íslenzkar barnabœkur sýndar í sameúginlegri Norð- urlandadeild, sem Norræni menningar- sjóðurinn mun vœntanlega styrkja. Síðan kemur spurningin um það, hvort í.slendingar tíma að kynna menningu sína og sögu eins og verðugt er. Ágœtt tæki- fœri til þess gefst nœsta ár, þegar þess verður minnzt, að 1100 ár eru liðin frá upphafi íslandsbyggðar. Nú eru þœr yfir- lýsingar tíðari og vinsœlli, sem krefjast • þess, að sem minnstu fé verði varið til stórhuga aðgerða og hátíðarhalda af þessu tilefni. Fyrirhuguö hátíðahöld á Þingvöll- um liafa sérstaklega verið gagnrýnd. Auð- vitað orkar það tvímælis, hvort stefna beri tugum þúsunda landsmanna til Þing- valla. Þar œttu náttúruverndarsjónarmið að koma mjög til álita, einkum þegar haft er í huga, að ráðgert er, að hátíðahöldin á Þingvöllum standi lengur en einn dag, og margir munu því gista vellina. En eigi að efna til þjóðarhátíðar þetta ár er eðlileg ast að hún verði á Þingvöllum. Forsœtis- ráðherra hefur gert Alþingi grein fyrir kostnaðaráætlun um hátíðina á Þingvöll- um. Samkvœmt henni eru útgjöld áætluð 80.907.500 krónur en tekjur 73.400.000 og halhi þvi um 7,5 milljónir. Þessi kostnaður œtti ekki að vaxa mönn- um í augum, þegar haft er í huga að á þeim tvisýnu tímum ,sem við lifum nú, höfum við haft efni á því að láta einhver .stœrstu atvinnutœki landsins, togaran'a, vera bundxn við bryggju. Björn Bjttrnason. frosta við frerann utan dyra, isern oft mun þó hafa náð in.i eftir löngum göngum aila leið til baðstofu. Þá er lika hverju byggðar- lagi mest þörf að eiga stóra menn, stórar konur. Stundum vinnur þetta fólk verk sín í kyrrþey, enginn stormur, en verður þó stórt af verkum sín- um, líkt og litlu dvergarnir fjórir verða stórir í hugum okkar í sínum hlutverkum, að halda uppi himninum. Og einmitt nú er ég staddur á hlaðinu á Tindriðastöðum í Fjörðum. Húsfreyjan þar var ein af þessum stóru konum, sú er si'ðust réð hér níkjium. Hólmfriður á Tindum nefnd daglega miiium manna. Hún fæddist á Gili, innsta bænum í Hvalvatnsfirði árið 1875. For eidrar hennar voru búandi hjón þar Hóimfrfður Jóakims- dóttir og Tómas Guðmundsson. Ætt hennar verður ekki rak inn, en af traustum ættum var hún komin, segir presturinn í líkræðu hennar. Þetta traust erfði hún, og brást þvli aldrei á lifsleið sinni. Ung flyzt hún með for- eldrum sínum að Knarareyri á Flateyjardai, og þaðan gLftist hún sæmdarmanninum, Guð laugi Jónssyni frá Brettings- stöðum þar á dalnum og hófu þau búskap á Knarareyri. Um aldamótin flyzt Hólm- fríður aftur í Fjörðuna með manni Sínum, og þau búa hér á Tindriðastöðum tii ársins 1944. Hér óiu þau upp sín sex börn. en eitt dó enn í reifum. Jörðin Tindriðastaðar var tal in aligóð engjajörð, en engin stórjörð, og því var ekki ium stórbúskap að ræða, en vegna aiúðar þeirra hjóna beggja við fóðrun og í öllu atlæti við bú- peninginn, gaí hann góða af- urð, og þau urðu vel bjargálna fólk. Guðlaugur var verkhagur maður, torf- og steinsmiður. Hann var einn af þessum högu veggjahleðslumönnum, sem voru hjálpartiellur I sveitunum á meðan enn var að mestu eða öllu leyti notað alíslenzkt efni til húsagerðar yfir fóik og fén að. Hann kunni að hlaða vegg úr klömbru og grjóti, torfþekja eða sin'ydiduhl’aða þak, cig hann kunni verk sitt vel. Hann Guðlaugur fluttist a'ldrei úr Fjörðunum aftur, 'hanin' dó i jianiúarmániuðli 1944. Hann hiaut leg siðastur i litla kirkjugarðinum á Þöngla- bakka i Þorgeirsfirði, ikirkju- stað þeirra Fjörðunganna. Þann dag var hann enn á norðan, hriðarbakki til hafsins strax um morguninn, fjúk af norðri þegar á daginn leið og gekk í foyl með kvöldinu. Kannski engan Ólafarbyl, en hann Guðlaugur varð heldur aldrei ríkur, aðeins vel bjarg- álna maður. Þennan kalda skammdegis- dag var líka 1000 ára gömium kirkjugarði lokað. Svo var það um vorið, þetta sama ár, sem mér barst fréttin, að þrjár síð- ustu húsmæðurnar væru að flytjast úr Fjörðunum samtím is með fjölskyldum sínum, árið sem Islendingar stofnuðu sitt lýðveldi. Þúsund ára byggð var lok- ið I þessu afskekkta byggðar- lagi, þar sem hver einstakling ur virðist hafa tekið sína lifs- sögu með sér ,í gröfina. Erindi Látra-Bjargar er kannski einn af fáum, skýrt áletruðum bautasteinunum, sem við ei’gum ium þessa horfnu toyggð. 1 senn hagsæld ■ar- og Iharmsaga, oig imætiti vel meitlast i fallegan sæbar- inn grástein sem lægi við göt- una á miðjum hálsinum á milli fjarðanna. Ég vænti ekki svars, þó að ég spyrji: Hvenær verður land numið aftur í Fjörðum? Hólmfríður á Tindum hlaut sína lífgjöf árið 1875. Ég segi lífgjöf, hún sagði mér það sjálf að lifið væri gjöf. Bernskuár hennar voru isa- og harðindaár, þó bar hún þess engin merki, að hún hefði verið vannærð í uppvexti. Hún var kjark- og þrékkona, átti ágæta greind, sem hún hélt í jiáa elli. Ég man Hólmíríði, þegar hún var enn kona á bezta aldri. Ég kom ásamt fleirum í Tindriðastaði, við vorum þvældir úr göngum, og hún hlúði þá að okkur af aiúð. Það var -alvara og reisn í svip hennar, en brá þó fyrir glettni í augum hennar. 'Baðstofan 'hennar var ekki stór, gluggarnir litlir, en mér fannst bæði bjart og hiýtt inni og mér fannst hka rúm fyrir marga innan hennar veggja þennan dag. Kannski fer rými hússins ekki alltaf eftir hinni raunverulegu stærð þess heldur stærð þess hjarta, sem húsið byggir. Þeir komu líka oftast til okk ar á símstöðina á Grenivík, Fjörðungarnir, þegar þeir voru innan við, sem kallað var. Þeir voru þá oft á leið í eða úr kaupstað, og grennsiuð ust þá gjarnan um ferðir, og tóku póstinn sinn. Framh. á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.