Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Qupperneq 3
— Og þér líkar vel að búa hér?
— Mér hefur liðið hér vel, eins
vel og gera má ráð fyrir, þegar
maður er orðinn einn síns liðs.
fbúðin er björt, nægur hiti og
rúmt um eina manneskju í
heimili. Útsýnið er frjálst og
fallegt. Um fyrirkomulag í húsinu
má segja, að það sé eins óað-
finnanlegt og hægt er að ætlast
til, þar sem svo margir einstakl-
ingar búa við mismunandi
ástæður.
— Þú kýst þá fremur að búa
hér en á dvalarheimili?
— Já, ég geri það. En margt
kemur þó til álita í því sambandi.
Það hefur ýmsa kosti að búa á
dvalarheimili. Það er vafalaust
áhyggjuminna, meiri aðstoð og
öryggi þar, sérstaklega ef eitt-
hvað óvænt ber að höndum. Frá
mínu persónulega sjónarmiði kýs
ég þó að búa hér eins lengi og mér
er það fært. Mér þykir vænt um
að geta haft mína gömlu búshluti
i kringum mig og þá muni, sem
hafa verið að safnazt á heimili
okkar frá því það var stofnað
fyrir rúmum fimmtíu árum. Þetta
er eins og áþreifanlegur tengi-
liður við þýðingarmestu árin og
atburðina í lífinu.
— Hélzt þú áfram að sauma
eftir að þú komst hingað?
— Ég var að miklu leyti hætt að
stunda sauma sem fulla atvinnu
um það leyti, sem ég fluttist
hingað og eftir það lagðist það
alveg niður. Það kom af sjálfu
sér. Heilsubrestur og ástvina-
missir eru flestum. svo þung
áföll, einkum þegar aldurinn
færist yfir, að kjarkurinn dvínar
um leið og starfsþrekið. Og erfitt
reynist að taka þráðinn upp að
nýju, þó að heilsa og vilji séu
fyrir hendi, sérstaklega ef breyta
þarf um starf og starfstilhögun
eins og oftast er, þegar fólk er
komið yfir þennan svokallaða
starfsaldur.
— Hefur þú haft einhver við-
fangsefni síðan þú hættir að
sauma?
— Ég vil nu ekki segja, að ég
hafi setið alveg auðum höndum
sfðan. Þegar ég treysti mér ekki
til að sníða og sauma á sama hátt
og ég gerði áður greip ég í að
sauma gluggatjöld og sængur-
fatnað, mest fyrir kunnuga. Svo
fékkst ég dálítið við að vinna úr
basti, t.d. að hnýta lampaskerma,
körfur og fleira af því tagi.
— Var það eingöngu tóm-
stundastarf?
— Já, það var mest dægradvöl
fyrir mig, um tekjur af þess
háttar er varla að tala. En nú í
seinni tíð verður mér lítið úr
verki, enda er af engu starfsþreki
að taka lengur.
— Hefðir þú kosið að hafa meiri
verkefni á meðan þú hafðir þrek
til?
— Ég býst við því. En það er
ekki svo auðvelt að verða sér út
um þau verkefni, sem helzt henta,
og þá er ekki um annað að gera en
sætta sig við það, sem verður að
vera.
— En hvernig tekst þér þá að
sóa timanum, eins og stundum er
tekið til orða?
— Ég býst við, að margur sé
verr settur með það en ég. Ég er
svo lánsöm að halda góðri sjón og
hafa óseðjandi lestrarþörf. Áður
hafði ég alltaf of lítinn tíma til að
lesa, en nú fer mest af mínum
tíma í það. Bókabíllinn hefur
verið mér eins og öðrum mikil
þjónustubót. Ég er þar fastur
viðskiptavinur, enda er aðstoðar-
fólk þar einstaklega lipurt og
fyrirgreiðsla með ágætum.
— Hvað lest þú helzt?
— Ég hef mikið yndi af Ijóðum.
Ég les fræðibækur, ævisögur og
sumar skáldsögur. Sjálf á ég orðið
talsvert af bókum, margar góðar
og sumar sjaldséðar. Það hefur
orðið að venju, að vinir og
kunningjar gefa mér bækur við
ýmis tækifæri. Þeir vita hvað þær
eru mér mikils virði.
— Hvernig skiptir þú deginum?
Krefst það ekki nokkurrar ein-
beitni að halda daglegum venjum
í horfinu, þegar ekki er nema
einn i heimili?
— Það má segja það, en mér
tekst það furðanlega. Ég fer
venjulega á fætur um níuleytið.
Þá fæ ég mér kaffisopa. Síðan tek
ég til í íbúðinni, huga að
blómunum og vökva þau.
— Talar þú kannski við þau?
— Ég tala mikið við blómin
mín, enda ekki við marga aö
mæla. Svo les ég dagblöðin og
þegar ég er búin að því er venju-
lega komið fram að hádegi.
— Býrð þú þá til hádegismat
fyrir þig?
— Já, við skulum segja það. Þó
vill verða misbrestur á matreiðsl-
unni, þegar fyrir engan er að elda
nema sjálfan sig. Eftir hádegið fæ
ég mér gjarnan smáblund, sfðan
les ég eða vinn eitthvað smávegis
í höndunum. Þegar fært er fer ég
út að ganga, kaupi mér í mat og
rek önnur erindi. Færðin í vetur
var afar óhagstæð, þá saknaði ég
þess mikið að geta ekki farið út á
hverjum degi.
— Eru kvöldin hjá þér lengi að
líða?
— Nei, það er ekki vandamál
fyrir mig. Ég horfi á sjónvarp og
hlusta á útvarp eða les. Þetta
styttir timann á kvöldin.
Stundum á ég bágt með að sofa,
en það venst eins og annað. Ég
þarf ekki að kvarta. Maður á
ekkert með að kvarta á meðan
heilsan endist það vel, að maður
hefur fótavist og getur farið sinna
ferða og erinda og verið að mestu
leyti sjálfum sér nógur.
— Nú hringir síminn. Ingi-
gerður talar nokkra stund í
símann. Það er verið að bjóða
henni í fermingarveizlu. Það
leiðir hugann að félagslegum mál-
efnum aldraðs og einstæðs fólks.
Um þetta atriði spyrjum við Ingi-
gerði.
— Sjálfsagt er þeim málum
misjafnlega háttað eftir því hver
í hlut á. Margir eru vafalaust
miklu verr settir en ég í þeim
efnum. Þó finnst mér kyrrðin i
kringum mig stundum of mikil.
Það er mér mikil ánægja og upp-
örvun, þegar vinir og vandamenn
líta inn til mín. Sömuleiðis er það
mér afar mikils virði, þegar skyld-
fólk mitt og vinir bjóða mér til
sín, sem oft er og ekki sízt á
stórhátfðum. Þá finnur maður
meira til einverunnar en annars.
I þessu felst mitt félagslega
samneyti við annað fólk, að mestu
leyti.
— Stundum heyrast til-
kynningar um samkomur, sem
efnt er til sérstaklega fyrir aldrað
fólk. Hefur það aldrei náð til þín?
— Mér hefur ekki verið
kunnugt um neitt slíkt samkomu-
hald i seinni tíð. Það var einu
sinni starfrækt að einhverju leyti
í Tónabæ. Ég kom þar einu sinni.
Um annað er mér ekki kunnugt.
— Fyrir nokkrum árum var
starfandi hér í borginni
fámennur hópur fólks, sem hafði
það að markmiði að veita ein-
stæðum, öldruðum og sjúkum
samhygð með heimsóknum og
þeirri aðstoð, sem það gat veitt.
Gætir þú hugsað þér að taka á
móti slíkum heimsóknum, ef um
það væri að ræða?
— Það gæti ég vel hugsað mér.
FORFEÐUR
VORIR
Halldör
Pétursson
teiknaði
FriSarsinnar voru ákaflega sjald-
gæfir ð gullöld þjóSarinnar, þeirri.
sem frá segir f gullaldarbók-
menntum. Auk þess greina gull-
aldarbókmenntir einkum frá
hverskonar garpskap og friðar-
sinnar þóttu blauðir f meira lagi.
Þeir eiga sór samsvörun f þeim
nútfmamönnum, sem á banda-
rfsku heita „Flower Children",
eSa blómabörn. Hirða þesskonar
börn einatt meira um raddir
náttúrunnar en herkvaðningar og
vestra áttu þau til að brenna
herkvaSningartilkynningar f stað
þess að gerast sjálfviljugt fall-
byssuf óður. Hafi það mætt litlum
skilningi, varsá skilningur nánast
enginn ð dögum garpskaparins f
tfð forfeðra vorra. Hér hefur Hall-
dór Pétursson teiknað eitt friðar-
og blómabarn, sem hlustar á nið
hafsins úr kuðungi og nýtur
blómailms, þegar hver sanngjam
og réttsýnn maður getur séð. að
hann á að grfpa til vopna og
reyna að minnsta kosti að höggva
mann og annan.
Ég þarf ekki mikla aðstoð eins og
er, en alltaf er hægt að móttaka
hlýhug og velvilja. Jafnvel
ökunnugt fólk, sem kæmi í
þessum erindagjörðum, gæti ekki
verið nema velkomið, þótt ekki
væri til annars en viðræðna litla
stund. Það gætu skapazt
sameiginleg áhugamál og við-
kynning orðið báðum til gagns og
ánægju.
— Ber ekki við, að sóknar-
prestar líti inn til ykkar?
— Nei, þess hef ég ekki orðið
vör. En það lítur hérna inn til mín
öðru hvoru ungur prestur úr
annarri sókn. Ég hef mikla
ánægju af að ræða við hann. Það
lífgar upp mitt hversdagslíf.
— Hefur þú kynnzt sambýlis-
fólkinu hér í húsinu?
— Eg þekki fátt af því nema í
sjón. Fólkið hér er allt vingjarn-
legt, en ég hef ekki daglegt
samband við marga.
— Er gert ráð fyrir einhverri
aðstoð við ykkur hér, t.d. ef þið
þurfið á hjálp að halda vegna
veikinda eða annarra óvæntra
atvika?
— Það er ekki. Þegar þannig
stendur á verðum við að leita til
vina og vandamanna. Um annað
er ekki að ræða.
— Fjárráð aldraðra er það
atriði, sem er fáum kunnugt.
Enda er fjárhagur þeirra, eins og
annarra einstaklinga, ærið mis-
jafn. Sumir eiga meiri eða minni
eignir að lifa af, auk ellilífeyris,
sem er öllum tiltækur hvort sem
þeir eiga nokkuð eða alls ekkert.
I upplýsingabæklingi frá
Tryggingastofnun ríkisins segir,
að heildartekjur einstaklings á
ellilaunum skuli ekki vera lægri
en kr. 13.196.00 á mánuði. (Þetta
er miðað við 1. júlí 1973 og
siðan hefur þessum tölum verið
breytt til samræmis við hækkun
framfærslukostnaðar). Nú leikur
okkur hugur á að vita, hvernig
tekizt hefur að láta þessa upphæð
mæta nauðsynlegum útgjöldum.
Um það spyrjum við Ingigerði.
— Það er vitanlega ekki hægt
að leyfa sér neitt óhóf. Það kemst
i vana að velta fyrir sér, hvenhig
komizt verði hjá því að eyða-um
efni fram. Kröfur og neyzluþörf
fara minnkandi og útgjöldin þá
um leið.
— Við fáum að vita, að helztu
mánaðarlegir útgjaldaliðir Ingi-
gerðar hafa verið: Húsaleiga kr.
4.200.00, afnotagjald af síma og
rafmagn til eigin nota samtals
u.þ.b. kr. 900.00, dagblað kr.
360.00, sem verður lauslega
reiknað alls nálægt kr. 5.500.00.
Þá koma fargjöld með strætis-
vögnum (þau eru lægri fyrir
aldrað fólk ), einhig lyf og læknis-
hjálp, sem getur munað misstórri
upphæð eftir heilsufari.
Varla er ofreiknað, að þessir
útgjaldaliðir ásamt þeim, sem
ótaldir eru, og önnur óvænt
útgjöld hafi numið allt að kr.
7.000.00. Verða þá eftir að fyrr-
Framhald á bls. 16.
©