Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Blaðsíða 4
Ilér á landi munu ekki jafn- mörg örnefni kennd við neinn mann sem Guðmund bisku]) góða (sbr. ritgerð eftir próf. Ölaf Lárusson f Byggð og saga bls. 244—279). En næstur mun svo koma Grettir sterki Ásmundar- son. „I’að er of langt uj>p að telja öll þau örnefni, sem við hann eru kennd,“ segir Jón Árnason í bjóð- sögunum. Fæst af þessum örnefn- um eru í Grettissögu, en þó skal byrjað á þeim: Grettishaf. Svo eru nefndir þrir stórir steinar, sem Grettir setti „á hlóðir". Þetta ber að skilja svo, að hann hóf upp stóran stein og setti hann ofan á tvo eða þrjá minni steina jarðfasta, svo hann sykki ekki niður í jarðveginn. Þessi Grettishöf eru hjá Sleðaási á Hrútafjarðarhálsi (>g hjá Fagra- skógarfjal li og segir sagan svo frá: Þegar Grettir var 15 ára að aldri, reið hann til þings með Þor- keli kröflu. Og, er þeir riðu af þingi, áðu þeir uppi undir Sleða- ási (undir Ármannsfelli). Þá hóf Grettir stein þann, er þar liggur í grasinu og nú heitir Grettishaf. Þá gengu til margir menn að sjá steininn, og þötti þeim mlkil furða, að svo ungur maður skyldi hefja svo mikið bjarg. (Þessi steinn er nú ekki lengur við al- faraveg). á Ilrútafjarðarhálsi, vestur frá Búrfelli, stendur steinn einn mik- í 11, er kallaður er Grettishaf. Ilann fékkst við lengi um daginn að hefja steininn. (Þá var hann fulltiða maður). 'Undir Fagraskógarfjalli er steinn, sem nefnist Grettishaf, þar sem fundum þeirra Gísla Þor- steinssonar bar saman (en ekkert er meira sagt frá honum og steinninn lfklega týndur nú ). Vfðs vegar um land eru stórir steinar, sem standa á hlóðum og eru þeir nú'allir kallaðir Grettis- liik. Mönnum hafa þótt steinar þessir einkennilegir, og vegna frásagnanna í sögunni uin steina- t(ikin; hafa inenn litið svo á, að þarna mundu vera handaverk Grettis. En náttúran sjálf mun hafa sett flesta þessa steina á hlóðir. Grettisþúfa. Þorbjörn öngull hjó höfuð af Gretti dauðum í Drangey og hafði með sér til lands. Þegar heím í Viðvík kom, lögðu þeir höf'úðið í salt i útibúri því, er Grettisbúr var kallað. (Það nafn er týnt fyrir löngu). Þor- björn ætlaði að hafa höfuðið ineð sér til Alþingis, en er þeir komu suður áStórasand, þorði hann það ekki og lét grafa höfuðið niður i sandþúfu eina; það er kölluð Grettisþúfa. — Seinna segir frá því, að höfuð Grettis hafi verið grafið heima að Bjargi að kirkju. — Nú fer tvennum sögum af, livar kirkjan á Bjargi hafi staðið, en í dalverpi norðan við bæinn, á sléttri grund, var til skamms tíma stór grasi gróin þúfa, sem nefnd var Grettisþúfa. Fylgdu nafninu þau munnmæli, að þar hefði höfuð Grettis verið grafið, enda þótt þar hafi aldrei kirkja staðið. Það kom svo í ljós, þegar átti að plægja grundina, að þetta var ekki venjuleg þúfa, heldur jarð- fastur steinn, með jarðtorfu yfir sér. — Önnur sögn hermdi, að Öngull hefði grafið höfuð Grettis í Viðvíkurtúni og seinna hefði hann svo urðað hina fjölkunnugu fóstru sina, er olli dauða Grettis, þarna hjá höfðinu. Var þar enn, langt fram á þessa öld, stör þúfa; sem ýmist mun hafa veriö kölluð Grettisþufa eða Völvuleiði. En það fór alveg eins fyrir þessari þúfu og þúfunni hjá Bjargi, að undir henni var jarðfastur steinn. Býst ég því við, að horfin séu örnefnin á báðum bæjunum. Grettisoddi er enn til. Það er tangi, sem myndast, þar sem lækurinn Talmi fellur f Ilítará. Þar barðist Grettir við bændur, sem ætluðu að ná af honum fé, sem hann var á leið með til bælis síns í Fagraskógarfjalli. Þá eru upp talin þau örnefni, er sagan getur um. En svo koma munnmælin með sín nöfn og er þar um auðugri garð að gresja, og sýna þau mörgu nöfn, hvílíkt dá- læti þjóðin hefir haft á Gretti. Mörg nöfnin eru frá þeim dvalar- stöðum hans, er sagan getur um, en sum eru frá stöðum, sem alls eigi eru nefndir i sögunni, og á slíkum nöfnum væri ef til vill nokkuð að græða fyrir þá, sem rannsaka vilja Grettissögu. Grettir var einn vetur á Keyk- hólum og þar eru enn örnefni við hann kennd. Skammt utar en gamli bærinn stóð heita Hellishól- ar. Eru þar tveir klettar og breitt skarð á milli þeiira. Þetta skarð kallast Grettishlaup, því að sagt er, að hann hafi leikið sér að þvf að stökkva á milli klettanna. Sunnan í bæjafhólnum, eru nokkrar heitar uppsprettur og kallast ein þeirra Grettislaug. Einhvern tíma i fyrndinni hefir verið hlaðið i kringum þessa upp- sprettu og var sú hleðsla talin handaverk Grettis, en er nú víst horfin af mannavöldum. Frá veru Grettis f Vatnsfirði eru þar þrjú örnefni, Grettis- hjalli, Grettisvarða og Grettis- tangi f Selvatni, þar sem bændur handtóku hann. i Drangey eru og örnefni við hahn kennd, svo sein Grettiskofi, Grettisbrunnur og Grettissteinar. Hjá Arnarvatni eru örnefnin Grettishöfði, Grettistangi og Grettistöftir. Iljá Sandhaugum í Bárðardal hafa verið örnefnin Grettislág og Grettisstöðvar. I Hitardal eru auk þeirra ör- nefna er áður var getið, Grettis- bæli í Fagraskógarfjalli og Grett- isstillur í Hítará, og mun þar átt við „stéttir þær“, er þeir Björn Hítdælakappi færðu í ána og „aldrei síðan hefir úr rekið, hvorki með vatnavöxtum né ísa- lögum eða jöklagangi", eins og í Grettissögu segir. — Annað Grett- isbæli er einnig í Suðurárdal f Dölum, því að þar hafðist hann við um hríð og sat fyrir íerða- mönnum, sem fóru Brattabrekku. Norður í Öxarfirði hefir Grettir haft aðsetur um hríð, enda þótt þess sé ekki getið í sögunni. Þar er merkilegt Grettisbæli í Öxar- núp, og hjá Vígabjargi suður með Jökulsá ,er annað Grettisbæli og þar heiúr líka Grettishiaup, þar sem hann stökk yfir Jökulsá. Grettisskarð og Grettisgat eru örnefni undir Eyjafjöllum og segja munnmælin svo um þau: A brún Hrútafellsfjalls norðarlega var fyrrum heljarmikið bjarg. Grettir átti eitt sinn léið um þarna og gerði það þá að gamni sínu að hann hratt bjarginu fram af fjallinu og liggur það ennþá þar fyrir neðan og kallast Drangur. En skarð varð eftir f fjallinu og dregur bærinn Skarðs- hlíð nafn af því, en Drangshlfð dregúr nafn af bjarginu. Svo segiri gamalli vísu: „Drangurinn hjá Drangshlíð, datt hann yfir Skarðshlíð". — Grettisgat er aft- ur á móti i Holtsnúp. Það er gat í fjallsbrúninni og á Grettir að hafa rekið fingur þar í gegn. Grettishellir heitir i Kjal- hrauni. I þeim helli var aldrei kalt, þvi að þar er jarðhiti. Gangnamenn leituðu þar oft skjóls á haustin, en nú hefir fok- sandur fyllt það skjól. Grettishlaup eru nokkuð víða. Eitt er hjá Haffjarðará, annað hjá Blöndu inni á öræfuin. Um hið seinna segja munnmæli: Grettir var þarna á ferð með fjöra hrúta, sem hann ætlaði sér til matar. Kom þá að honum tröllskessa og ætlaði að taka hrútana af honum. Þetta var þar sem Blanda fellur f gljúfrum. Grettir hafði snör hand- ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.