Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Side 6
Siprður Bjarnason frá Vigur y ÆVIMRI IINDIR FELLI I þúsund ár hefur þetta Kamla fjall séð söjíu tslands streyma frain. I þúsund ár hefur það séð júreyki rísa víd rætur sínar. Allar leiðir lágu til Þingvalla, utn Blá- skóga og Lyngdalsheiói, um Hrafnabjargaháls og Velland- kötlu, um Kaldadal og Hoff- mannaflöt, Botnsheiði, Leggja- brjót og Gjáhakkahraun. Um gjár og hraun, jöklaskörð, heiðar og hálsa opnast leiðir til hinna víðu valia. þar sem örlög þjóöarinnar ráðast. Ur öllum áttum hugðast þangað öruddir götuslöðar og troðningar. En án hestsins, þarfasta þjóns- ins, hefðu Islendingar aldrei stofnsett allsherjarþing sitt á Þingvöllum. An hans var þessi fagri staöur óhæl'ur sem þingstað- ur, er öll þjóðin sótti til. Þannig er saga inanns og dýrs tengd örlagaþráðum, sem ahlrei slitna á hinni eilífu giingu kynslóðanna móti nýjum tima og nýjum við- horfum. í dag, hinn 20. júlt' árið 1958, vefst ntild blámöða miðsumarsins um Ármannsfell. Knn rfsa jóre.vk- ir í Skögarhölum. Moldin rýkur og skögurinn ilmar. A annað þúsund gæðingum úr nærsveitum og fjarlægum héruðum hel'ur ver- ið stefnt hingað. Sji) til átta þúsund inanns sækja þetta möt. En hvað er að gerast hér á þess- um heiöríka og fagra sumardegi? IIvi ríða kappai' um héruð. hví rís nú tjaldborg í BolabásV Mitt i vélagný og læknidýrkun 20. aldar minnist Islendingurinn aldalangrar samferðar og þjónustu hestsins, saTnferðar I blíðu og stríðu, við vetrarhiirkur og í sumarsól. I Skógarhólum er í dag háð fegurðarsamkeppni. ()g keppendurnir eru hr.vssur, kvn- bótahestar og góðhestar. I>að ér ekki aðeins keppt um þá fegurð, sem fellst í útliti og svipmöti. heldur fræknleik, spretthiirku og vekurð. hanmg endurtekur hin gamla saga sig. Maðurinn dýrkar fegurð- inti og þróttinn. Hann ann ekki hestinum sinum aðeins vegna þess, að hann hefur borið byrðar hans og hann sjálfan yfir beljandi fljót og grýttan götuslóða, heldur vegna þess, að hann hel'ur glætt fegurðarskyn hans og verið yndi augna hans. þegar 400 gæðingar tiiltu inn á sýningarsvæðið í Skógarhölum i bjartri morgunsól, var sem bjarma frá liingu liðnum tíma br.vgði yfir fólkið og hið siigurika umhverfi. Fjórir og fjörir ríða samsíða. Hestarnir bryðja mélin. Lifsþróttur og metnaöur ólgar í æðum manns og dýrs. Þandir vöðvar og reistur makki og traust taumtak skapa samræmi og jafn- vægi í þessa svipmiklu mynd. Þessi friða f.vlking er fulltrúi margra kynslóöa, sem riðið hafa á Þingvöll. Hún er órækt tákn þess að lengslin milli manns og hests hafa ekki slitnaö í hraða atóm- aldar og að vélaaflið, hversu gagn- legt sem það er, hversu mikla framfaramöguleika sem þaðskap- ar, getur aldrei leyst hestinn endanlega af hólmi. Vélarnar geta unnið nauðsynleg störf og létt margvíslegu erfiði af manneskjunni, bælt aðstöðu hennar í baráttunni f.vrir daglegu brauði. Fn þær geta aldrei veitt henni það vndi og þá líísf.vllingu, sem samvistir við lifandi veru skapa henni. Landsmót Landssambands hestamannafélaga á Islandi. sem háð var undir Ármannsfelli s.l. sumar, verður öllum minnisstætt, er það sóttu. Þar hittist fólk úr fjarlægum héruðum, úr sveitum, kaupstöðum og sjávarbyggðum. Þar gat að líta fegursta og stærsta hóp úrvalshesta, sem kontið hefur saman á Islandi, e.t.v. í hundruð ára. Þetta sýnir að ræktun hests- ins er í stórkostlegri sókn í landinu. Þjóðin hefur tek- ið tæknina I þjónustu bjarg- ræðisvega sinna til sjávar og sveita. En hún hefur ekki gleymt þeirri íþrótt, sem þjóð- legust er allra íþrótta, hesta- mennskunni, Bændurnir beita dráttarvél fyrir plóginn og herfið, fara í kaupstaðinn á jeppa og auka þar með ræktunina og gera landið betra og byggilegra. En margir þeirra unna hestinum eft- ir sem áöur, gleöjast við að fóðra hann við stallinn og njóta listar hans. þegar önn hversdagsins le.vfir. Og fleiri og fleiri kaupstaða- búar eignast gæðinga og verja tómstundum sínum til þess að annast þá og njóta með þeim úti- vistar og heilbrigðrar gleði og ti 1- bre.vtingar. Vel má vera að slíkt megi kalla óþarfá eyðslu á tímum, þegar úrvalsgæöingur er jafnvel metinn á tugþúsuncþr króna. En gætum þess |)ó að hestahald, miðað við efni og aöstæöur, er lykill að iðkun ágætrar og heilbrigðrar iþröttar, sem sönn sálubót er að. Sú íþrött skapar ekki aðeins fölskvalausa gleði al' umgengni við yndislega skepnu heldur náið og lifandi samband við náttúruna, landið og sveitina. Án þess sam- bands getum við. kjöltubörn bif- reiðarinnar, og mér liggur við að segja ánauöugir þrælar hennar, ekki verið. Bifreiðin er glæsilegt og nauðsynlegt samgöngutæki. En þegar svo er komið, að þekking okkar og kvnni af landinu, af hinni gröandi náltúru, fegurð fjalla og dala, er fyrst og fremst eða eingöngu byggð á þvi útsýni, sem við höfum út um bíl- rúðuna — þá höfum við misst mikiö. Þessi skoðun er ekki bvggð á neinskonar römantík, heldur á raunhæfu mati á þeim verðmæt- um, sem hverjum einasta Is- lending stendur til boða að njöta. Verömætum, sem ævinlega verða sameign okkar allra, hvort sem við búum í sveit eða við sjó, fegurö landsins okkar, hið hreina og tæra loft út við strönd og upp til fjalla, friður og töfrar , öbyggðanna inn við jökla og fjallávötn. I Skögarhölum undir Armanns- felli, þar sem á annaö þúsund hestar, ferðal'élagar þessarar þjóðar í þúsund ár, eru saman- komnir, vakna einmitt hug- leiðingar um þetta. ()g niður- staöan verður sú. að við megum ekki láta tækifærin önotuð til ]>ess að njóta okkar eigin lands, kynnast töfrum vonbjartra nátta eða sólheitra daga, l'yrir ol'an byggð, eða við ilm úr grasi og Ivngi i fagurri sveit. Það er hollt að hafa átt heiðra (li auma vökunætur Séð með vinum sínum þrátt sólskinsrönd um miðja nátt aukiö clegi í æviþátt aðrir þegar stóðu á fætur, segir Klettafjallaskáldið. Og vissulega er sú „nöttlausa vor- aldar veröld, þar sem vtðsýnið skín", sem hann einnig kvað tii tregðablandinn lofgjiirðaröð, okk- ur öllum opin. En þarna undir Armannsfelli vakna einnig margar persönu- legar minningar um hestinn. horfinn gæðing eða gamlan og slitinn áburðarklár. Mér kemur hann Oráni gamli í hug. Hann var kominn hátt á fertugsaldur, þegar ég var tólf ára gamall. Okkur börnunum þótti vænt um hann eins og náinn vin og félaga. Ilann hafði skokkað með okkur um eyna, ýmist berbakt eða undir reiðingi. Það var einkar þægilegt að detta af baki al' honum. Það varð aldrei neinum að Ijóni eða meiðslum. Hann hafði sjálfur gát á öllu. Honut,n kom ekkert á övart. Ef maður stakkst fram af honum, stökk hann léttilega yfir strák- pattann eða stóð rólegur með hann, dálítið ringlaðann. milli framfötanna. En það var heldur fábrotið lífiö lians Orána, svona úti í litilli e.vju. Um nokkurra vikna skeið var hann þó fluttur í land á afrétti. Það var á vorin meðan æðar- varpið stöð sem hæst. Þá var átt- æringurinn settur á flot og Oráni teymdur niður í fjöru. Hann vissi þá hvað til st'ns friðar he.vrði, og stiikk léttilega út í bátinn. Líklega hel'ur hann þá hlakkað til að kom- ast i hrossahópinn inni i Ilest- l'irði. En þegar hann var sóttur aftur kom hann á móti þeim, sem sendur var eftir honum, reiðubúinn til þess að leggja upp í nýja sjóferð. Ekkert raskaði jafnvægi hans, nema þegar hann heyrði leik- ið á orgel. Það líkaði honum ekki, Þá lagði hann á rás lrá bæn- um með frísi og hneggi. En eitt vorið. þegar sent var eftir Orána, kom hann ekki. Hann fannst fötbrotinn i afréttinni. Þar varð svo ævi hans öll. En börnun- um i eynni var harmur í huga. Báturinn kom tömur til haka. Aldrei framar mundi |)essi trvgga og skynuga skepna borða brauð- mola úr hendi okkar, aldrei mundi mjúki flipinn hans hnusa við öxl okkar, hvað þá heldur að hann myndi spara lötum strák nokkur spor eftir kenjöttum kvía- rollum. Nei Oráni var horl'inn og mundi aldrei koma aftur. Hvers vegna þurfti þetta að verða svona. Hvers vegna þurfti þessi tryggöarvinur að bera beinin inni á afréttum en ekki heima i e.vnni sinni, þar sem hann hafði lifað langa ævi, virtur og elskaður al' iillum, ungum og gömlum. Þelta var ranglæti og harð- neskja heimsins. En ein var huggun harmi gegn: Ef nokkurt réttlæti var til, ef nokkurt sam- hengi var I þvi, sem manni var kennt. þá hlaul þetta indæla dýr, sem engum hafði illt gert en unn- ið alla ævi al' stökum trúleik, að eiga góða heimvon. ()g þá var ekki vonlaust um að hitta Orána gamla aft ur á landi lifenda. Þannig hugsa börnin meðan þau enn eru nægilega hjartahrein til þess að hafna þeirri heimspeki, Framhald á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.