Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Síða 11
Árni Hólm ÓÐUR TIL ÞRIÐJU PLÁNETUNNAR Þú friðvana Jörð sem svifur í geimnum, hvaða örlög bíða þín? Þú fagurbláa Jörð sem svífur i geimnum og tekur ibúa þína með þér hvert sem leið þín liggur, hvert stefnir þú og hvað bíður þín handan skilveggs augnabliksins og framtíðarinnar? Þú elskandi Jörð sem svífur í geimnum og þrýstir okkur að þér með hinum styrku örmum aðdráttarafls þíns og veitir okkur gleði í litskrúði blómanna, söng fuglanna, dansi norðurljósanna og dýrð sólarlagsins, hvenær mun sá tími koma að það vekji aðeins yndisleik að hallast að brjósti þínu? Þú svipmikla Jörð sem svífur í geimnum og ert skrýdd hvers kyns mannvirkjum og hefur auk þess fjölda gervitungla sem leika sér í aðdráttarsviði þínu, hve lengi ætlar þú samt að vera hnuggin? Þú friðvana Jörð sem svífur í geimnum, hvaða örlög bíða þín? Þú ráðvillta Jörð sem svifur í geimnum og horfir á þúsundir barna þinna deyja úr hungri i hvert sinn sem þú snýrð þér í hring og veizt ennfremur að eftir hverja hringferð þína umhverfis sólina, verðurðu að geta brauðfætt um sjötiu milljónir jarðarbarna í viðbót hvernig færðu leyst þessa þraut? Þú þjakaða Jörð sem svífur í geimnum og veizt, að hundruðir íbúa þinna binda endi á sitt eigið lif á meðan keila næturinnar strýkur hringinn i kringum vanga þinn i viðleitni sinni að hugga hin lifsþreyttu börn þín hve lengi mun þessu halda áfram? Þú sundraða Jörð sem svifur i geimnum og getur ekki fengið að halda Olympíuleika þína í friði vegna glæpaverka sem magnast og þrengja æ meir að f relsi íbúa þinna, hvenær mun línurit glæpseminnar byrja að hallast niður á við? Þú friðvana Jörð sem svífur í geimnum hvaða örlög bíða þín? Þú hrjáða Jörð sem svífur í geimnum og heldur niðri í þér andanum af ótta við að verða sundurtætt af hinum miskunnarlausu klóm vetnissprengjunnar, hvenær muntu geta dregið andann léttar? Þú örmagna Jörð sem svífur i geimnum og minnist auðlinda þinna með söknuði og finnur mátt þinn dvina í réttu hlutfalli við tæmingu orku- og hráefnalinda þinna, hversu lengi munu forðabúr þín endast? Þú dauðvona Jörð sem svífur í geimnum og ert, í siauknum mæli, umvafin hinum loftkenndu afleiðingum iðnvæðingarinnar og kennir flökurleika af völdum óeðlilegrar íhlutunar íbúa þinna, hvernig getur þú umflúið þann efnafræðilega dóm sem yfir þér vofir? Þú friðvana Jörð sem svífur í geimnum, hvaða örlög bíða þín? mm krækiber það eru komnir gestir Oft hefur okkur verið sagt frá gleði barnanna yfir gestakomu í fásinninu í gamla daga. Kæmi gestur á bæ, teyguðu börn og annað heimilisfólk hvert orð af vörum hans eins og af hinni mestu visdómslind og lengi eftir að hann var farinn, var rætt fram og aftur um orð hans, klæðnað og fas allt. Þetta er okkur sagt til að sýna fram á breytinguna miklu, sem orðið hefur frá fásinni þessara gömlu daga og i ys og þys nútimans. En þegar nánar er að gáð, ætli mikil breyting hafi orðið í þessum efnum? Hve margir gestir hafa komið inn á heimili þitt frá áramótum? Þar á ég viS góða vini og kunningja, sem lita bara inn óboðnir. Ef miðaS er viS samgöngu- þægindin nú til dags, er ég hrædd um að gestafjöldinn sé ef til vill ekki eins mikill tiltölulega og var i gamla daga í samgönguerfið- leikunum. ViS sjáum aS visu miklu fleira fólk i skól- um, á vinnustaS, á skemmtistöSum, að ég nú tali ekki um allan gesta- fjöldann á sjónvarpsskján- um. En hvernig stendur á þessu gestaleysi? Allir eru óánægðir yfir þessu. Hvar- vetna heyrir maður setninguna: ,,ÞaS lítur aldrei nokkur maSur inn". AuSvitaS er ástæSan þessir gerbreyttu þjóS- félagshættir, aukin at- vinna, meiri skemmtanir — og sjónvarpið. IVljög skiljanlegt er, að fólki, sem kemur þreytt heim eftir vinnu, finnist þaS hvíld að setjast við sjónvarpið. Kannski ætlar það aðeins að horfa á fréttirnar, en, æ, það situr svo þægilega, hvað skyldi koma á eftir — og þar næst? Og allt í einu er kvöldið liðið. Hvernig væri nú að setja sér þá reqlu að briötast út úr fangelsismúrum sjón- varpsherbergisins, þó ekki væri nema einu sinni til tvisvar i mánuSi? Líta alveg óvænt og óboðiS inn hjá gömlum vinum og kunningjum og spjalla viS þá eina kvöld- stund yfir molakaffi eða glasi af isköldum Pilsner, Thule eSa kóki. Margar húsmæður hika viS aS biðja fólk að líta inn nema þær eigi einhverjar kræsingar meS kaffinu. Ef einhver lítur óvænt inn, þarf alls ekki að setja slíkt fyrir sig og allt verður miklu óþvingaðra heldur en ef fólki er hátiðlega boSið i heimsókn. Já, hvernig væri að gera alvöru úr þessu, leggja strax af stað i heimsókn, vera ekki að biða eftir heimsókn frá öðrum. Láta setninguna. „Það eru komnir gestir" heyrast á heimilunum sjálfum — ekki aðeins i sjónvarpinu. Anna María Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.