Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Side 9
villast, þarna kemur stálpaður strákur í úlpu, sem hann dregur á eftir sér, svo síð er hún. Einnig ná ermarnar fram fyrir hendur, svo þær sjást ekki. Hann var lítill vexti og hafði töturlegan, og ; að því er virtist, götóttan hatt á höfði, og slúttu börðin niður, svo illt var að greina andlit hans. Mér þótti hann liöa átram og vera í hæsta máta kynlegur náungi. Ég kallaði til hans, en hann lét sem hann heyrði ekki til mín og fór fram hjá mér í á að gizka 20 eða 30 metra fjarlægð. Ég var þess fullviss, að ég hafði aldrei séð þennan strák fyrr, og nú vaknaði forvitni mín fyrir alvöru. Skyldi það ekki vera bezt, að ég heilsaði upp á piltung þennan og athugaði, hvaðan hann væri, hvort þetta væri einn af þessum sérvitringum úr Flóanum, sem við kaupstaðarkrakkarnir hentum oftast gaman að, þegar þeir komu til Stokkseyrar í fylgd með foreldrum sínum. Já, máski væri þetta eitt þessara Flóafífla, og gaman væri að taia við peyja! Ég tók undir mig stökk og ætlaði að koma honum að óvörum, því hann hafði augsýnilega ekki veitt mér neina athygli, þó ótrúlegt væri, þar sem ég hafði kallað til hans hárri raust. En áður en ég vissi, stakkst ég á hausinn og það svo illa, að mig logverkjaði um allan skrokkinn. Samt tókst mér að rísa á fætur og huga að pilti, en þá var hann horfinn, gufaður upp. Hvílík undur! Ekki kom til mála, að hann gæti dulizt í þýfinu, nei, horfinn. Hvorki eftir af honum tangur né tetur. Nú greip mig óþægilegur geigur og eins og þyrmdi yfir mig. Ég varð eins og negldur við jörðina og mátti ekki hreifa legg né lið. Ekki veit ég, hve lengi ég stóð þarna lam- aður og bjargarlaus, en þegar ég loks rankaði við mér, var ég fljótur að hnýta upp í klárinn, sem með mér var, og reið heim í einum spreng. Eftir þetta þorði ég naumast að fara einn á fund. mófuglanna af ótta við dularfull fyrirbrigði. Ég sagði Bjarna afa mínum einum frá þessu, hann skildi mig ávallt og léði mér eyra: „Já, drengur minn," sagði hann, „það er margt hulið fyrir skynjan vorri, en ekki skaltu veitast að honum, þó þú sjáir hann aftur." Ekki bar fundum okkar Skerflóðsmóra saman eftir þetta. En nóttina áður en ég sá hann, kom hann til mín í draumi. Þar sem ég var að leika mér í Iragerðistúni, gekk að mér lítill strák- ur í skósíðri kápu með hatt á höfði, glotti við mér og brá fyrir mig fæti. Hvarf síðan og ég vaknaði. STEFÁN Stefánsson skipstjóri a Halkíon frá Vestmannaeyjum hefur oft séö atburöi fyrir. Hann dreymir oft fyrir atburðum, fyrir fiski og hann er sá lánsmaður að hafa bjargað tugum sjómanna af sokknum skipum. Alls hefur hann bjargað um 30 sjómönnum. Hann bjargaði Blátindi frá Kefla- vik árið 1961, þar sem skipið var á reki stjórnlaust við Færeyjar. Ári seinna bjargaði Halkíon enn tveimur skipsbrotsmönnum af Bergi, þar sem skipið hafði sokkið á skammri stundu i Faxaflóa, en áhöfnin komizt í björgunarbát á síðustu stundi. Margir bátar leit- uðu að áhöfn Bergs, en ónægilegt skipulag var á framkvæmd leitar- innar, þar til Stefán á Halkóon kom með þá hugmynd, að hver bátur tæki stefnu á Reykjavík þaðan sem hann var og þannig myndaðist röð vökulla augna sjó- manna, sem leituðu félaga sinna í nauðum. Það var einmitt Halkí- on, sem sigldi fram á áhöfn Bergs. Stefán fann fyrir mörgu undar- legu, tengdu eldgosinu í Eyjum áður en það hófst. Hann dreymdi fyrir dauóa litillar dóttur sinnar sex stundum áður en hún fórst í bifeiðarslysi og einu sitt rak eitt- hvert óþekkt afl hann á sjó, en þá bjargaði hann 8 mönnum af sokknu skipi. Ég rabbaði við Stefán um þessi mál: „Mig dreymdi einkennilegan draum á vertíðinni 1963, djöful- legan draum í vertíðarbyrjun. Mér fannst ég koma inn í Friðar- höfn, þar sem Halkíon lá, og þeg- ar ég kom að bátnum sá ég, að bæði akkerin voru slitin af hon- urn og horfin. Fólk er berdreym- ið í minni ætt og þessi draumur lagðist illa í mig. Ég gat ekki ráðið hann á annan veg en þann, að ég myndi missa tvo menn af bátnum á vertiðinni. Ekki hafði ég orð á þessu við marga, ég held aðeins konu mína og bróður minn. Alla vertíðina var ég logandi hræddur út af þessum draumi, en þann 22. rnarz rættist hann, ekki þó eins og ég hugði, en hann rættist samt. Dagana fyrir 22. marz höfðum við átt netin okkar á Selvogs- banka. Það óhapp hafði hent okk- ur, að gallaðir netateinar höfðu slæðzt með og af þeim sökum átt- um við í mesta basli með að draga netin þarna á hrauninu, því að við vorum alltaf að slita úr festunum. Að kvöldi 21. marz spáði hann vaxandi austanátt og fylgdi hún eftir með auknum þunga, er á leið nóttina. Vissi ég þá, að vonlaust myndi að reyna að ná netunum meðan veðrið var í þessum ham, en samt sem áður hafði ég sagt strákunum að mæta heima í Gerði eins og venjulega, þegar átti að róa. Um nóttina, þegar veðrið færðist ennþá i aukana, var al- gjörlega vonlaust að huga nokkuð að róðri. Eitthvað var þó á könn- unni og skeggræddum við í róleg- heitum, Gunnar bróðir minn og Gísli stýrimaður. Allt i einu var eins og eitthvert afl hlypi í mig, ég rýk upp og segi strákunum að fylgja mér. Ég hafði lagt bátnum yzt í höfn- inni, nálægt hafnarmynninu, en margir bátar höfðu lagt utan á okkur. Voru þeir að tínast út; þeirra á meðal var Erlingur IV. Allan timann var ég að tvistíga uppi á bryggju, klæddur spariföt- um, en þegar aðeins lágu eftir tveir bátar utan á Halkion gat ég ekki setið á mér lengur, stökk niður í annan bátinn og bað há- seta þar að ræsa skipstjórann út því að ég yrði að komast út úr höfn á stundinni. Nokkuð voru menn hissa á þessum asa, en skip- stjórinn var vakinn, bátarnir los- aðir og svo rukum við af stað, þótt enginn vissi hvers vegna og til hvers eins og veðrið var og við með þessi net i hraunkantinum. Klukkan var um þrjú, þegar við héldum af stað vestur fyrir Eyjar og keyrðum fulla ferð án þess að líta aftur. Höfðum við keyrt góða stund, þegar hásetinn við stýrið kallaði á mig aftur í kortaklefa og snaraðist ég þá fram í brú. Háset- inn sagði mér það, að hann hefði séð skært ljós, sem hefði horfið skyndilega í hafið. Ég spurði, hvort hann hefði tekið kompás- stefnuna, en áður en hann náði að svara, sá ég bregða fyrir rauðu ljósi, sem mér þótti hálf skrítið. Birtist það og hvarf nokkrum sinnum með jöfnu millibili. Á þessum slóðum átti einhvers stað- ar að vera bauja, en ég var viss um, að hún átti að sýna hvitt ljós. Ég kallaði nú upp Vestmanna- eyjaradíó og hina bátana, lét breyta um stefnu og keyra fulla ferð í þá átt, sem ég hafði séð ljósið í. Einnig bað ég Marzinn að koma með okkur á vettvang, en hann var næstur okkur og skip- stjóri á honum var Grétar heitinn Skaftason. Eftir nokkra siglingu og án þess að verða varir við nokkuð snerum við skipinu við til þess að kanna málið betur, en rétt a eftir kallaði Marzinn, að hann hefði séð neyðarblys stiga upp af hafinu rétt fyrir aftan okkur. Þar sem við snerum í öfuga átt, sáum við ekki ljósið frá rakettunni en sner um við á stundinni og sigldum fulla ferð. Rétt á eftir sáum við gúmmíbjörgunarbátinn og höfð- um þá verið komnir anzi nálægt Arni Johnsen rœöir við STEFÁN STEFÁNSSON skipstjöra ö Halkion □ULRŒn EFni „FANNST SVARTUR HUMAR BITA MIG í LITLA FINGUR"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.