Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Blaðsíða 5
 f. J tMf I SPARAKSTUR: BRAGGINN VANN Nýlega fór fram sparaksturskeppni á vegum danska blaSsins Bilen og bád- sn. Eins og nærri má geta urðu minnstu bilamir I sérflokki og af þeim stóðu sig bezt Fiat 126. sem er minnsta gerðin af Fiat og Citroen 2CV, ódýrasta gerSin frá Citroen og venjulega nefndur Citroenbragginn. Raunar varð bragginn sigurvegari; hann eyddi ! þessari keppni sem svaraSi 4.5 lítrum á 100 km. Enda þótt bragginn sé á ýmsan hátt frum- stæður, er svo mikil eftirspurn eftir honum I Frakklandi, aS verksmiSjan getur naumast annaS eftirspurninni. Sparakstur I Danmörku. Bllnum er ýtt inn á bensínstöSina til að spara lekann. NLIER ÞAÐ SPARAKSTUR í STAÐ HRAÐA Kappakstur er gífurlega vinsælt sport erlendis. En til eru svo margar greinar kappaksturs, að þar er fátt sameiginiegt nema nafnið. Til dæmis er ekki nándar nærri alltaf keppt á svo- nefndum kappaksturs- bílum samkvæmt fyrstu, annarri og þriðju formúlu. Kappakstur á venjulegum fólksbílum er ekki síður vinsæll og stundum með þvi formi, að alls ekki má fara yfir löglegan hámarks- hraða, enda fer slík keppni fram á hverskyns vegum. Hér á íslandi hefur ríkt einhverskonar forpokuð bannhugsjón í sambandi við sport af þessu tagi, enda þekkist það ekki nema af afspurn. Af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum er ekki óhætt að keppa í bílakstri á íslandi, jafnvel þótt reglum sam- kvæmt verði að halda sig innan ákvæðanna um hámarkshraða. Þar sem venjulegir, íslenzkir öku- menn gera það sjaldnast, mundu þeir þar af leiðandi fara framúr keppendum. Venjulega er keppt í flokkum og ræður vélar- stærð flokkuninni. Lítið sport þykir í að keppa á hraðbrautum, en vegir af því tagi, sem víðast má sjá á voru landi, þykja mjög eftirsóknarverðir til að keppa á. En tímarnir breytast og mennirnir með. A fáeinum mánuðum er oliukreppan orðin staðreynd, hraðatak- mörk hafa verið færð niður og auk þess er sem betur fer i tizku að taka tillit til umhverfisins og spilla þvi ekki að óþörfu — ekki einu sinni með hávaða. Af þessum sökum hefur ný grein i ökusportinu verið endurvakin: Sparakstur. Þegar bensínlítrinn kostar 30 krónur er eðlilegt, að sú hugsun verði ofaná, hvernig koma megi farar- tækinu sem lengst á lítran- um. Meðfylgjandi myndir eru frá sparakstri, sem nýlega fór fram í Danmörku. Að sjálfsögðu er keppt í ftokkum og þá flokkað eftir vélarstærð, venjulega miðað við rúmtak. Þegar sparaksturskeppni fer fram á verulega mis- hæðóttu svæði, reynir miklu meir á hæfni ökumannsins. Hægt er að drepa á vélinni niður í móti, en hvernig á að aka á brattann svo dropinn nýtist sem bezt? Þá kemur sú spurnining upp, hvort betra sé að eyða aukaorku á jafnsléttunni við að ná upp hraða, sem síðan fleytir bílnum upp brekk- una. Sumir hafa þær hug- myndir um sparakstur, að bezt sé að aka sem hægast. Það er alrangt. Hagkvæmust verður út- koman, ef hægt er að aka á minnsta mögulegum snúningshraða í hæsta gír. Á flestum fólksbílum er það á hraðabilinu 60-70 km á klst. Þá er hægt að vera í fjórða gír og fleytir það bílnum lengst á til- teknu eldsneytismagni. Sérfræðingum í spar- akstri ber saman um, að galdurinn sé að verulegu leyti fólginn í að hreyfa fótinn sem minnst á bensíngjöfinni. Þeir benda á, að ekki sé rétt að gefa eftir á bensingjöfinni, þegar skipt er um gír. Hver eftirgjöf hefur í för með sér nýtt ástig og þar með gusu af bensíni. Aðeins einu sinni hefur keppni í sparakstri farið fram á íslandi. Fyrir þeirri keppni stóðu í sameiningu vikublaðið Vikan og Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Mikil þátttaka varð í þess- ari keppni, en ekið var úr Reykjavik og austur fyrir Fjall unz þrutu þeir 5 lítrar af bensíni, sem hverjum þátttakanda voru útmældir í byrjun. Úrslitin urðu að ein- hverju leyti tilviljunar- kennd vegna þess að menn voru óvanir þesskonar akstri, en úrslit urðu, að þrjár gerðir af Citroen komust lengst, eða tals- vert austur fyrir Þjórsá, en skemmst fór ameriskur Ford, sem hikstaði á síðasta dropanum við Hveragerði. Væri ekki úr vegi að endurtaka keppni af þessu tagi, þar sem all- mörg ár eru nú um liðin og nýjar gerðir af spar- neytnum bilum hafa séð dagsins Ijós. Mundi það ef til verða til þess að örva þá stefnu að spara fremur bensinið, sem nú er farið að koma óvægilega við pyngju hvers bíleiganda. tok, hann krækti hrútana saman á hornunum, kastaði þeim um axlir sér og stökk svo yfir gljúfriö. ,,Vel stokkið, ef maðurinn hefði verið óhræddur," mælti skessan þá. „Lítið er það, sem gangandi manninn dregur ekki," mælti Grettir, ,,og stiikktu betur, þú ert laus og óhrædd.“ Skessan stökk, komst ekki yfir á hinn gljúfur- barminn, en náði i víðirunna, sem (>\' þar, og hékk svo. Grettir hjú þá á hrislurnar. Við það steyptist skessan niður f gljúfrið og beið bana. — Þannig segja Húnvetn- ingar frá, en setningin: „Litið er það, sem gangandi manninn dreg- ur ekkivarð að máltæki. Grettisskyrtur eru tvær, önnur í Reykjabybbu í Húnavatnssýslu, hin í Staðarfjöllum f Skagafirði. A báðum stöðum eru ljósieitir blettir og lfkjast þeir tilsýndar skyrtu, sem hengd 'er á stag. Munnmæli herma, að á báðum stöðum hafi Grettir breitt skvrtu sína til þerris, en við það hafi blettirnir skipt um lit og fengið á sig lit skyrtunnar og hann hafi ekki máðst af sföan. Grettisnýpa er sagt að sé í Öxnadal og er það annað nafn á Hraundranga. Sagt er, að Grettir hafi klifið upp á Dranginn og hengt þar til sannindamerkis knif sinn og belti og sagt, að hvort tveggja skyldi eignast sá, er sækti það. Þá koma ýmis örnefni, sitt úr hverjum stað: Grettishjalli í Stöðvarfirði. Grettissteinn hjá Háfi. Grettissker hjá Reykjum á Reykjaströnd. Grettisklöpp hjá Dagverðarevri. Grettishella á Skjaldbreið og önnur á Rit. — 0 — Eflaust eru Grettis-örnefnin langtum fleiri og dreifð um allt land. Lesbók væri mikil þiikk á, ef lesendur vildu senda henni þau nöfn, sem þeim eru kunn, os munnmæli, sem þeim fvlgja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.