Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Blaðsíða 7
Alexander
Solzhenitsyn
FJÓRAR
SMÁMYNDIR
Valgerður Þóra þýddi
FRELSI TIL AÐ ANDA
RegniS féll í næturhúminu og nú hrannast svört skýin
um himininn. Vætan strýkst sem mjúk hönd um vanga
minn, þétt en um leiö fínlega.
Ég stend undir eplatré í fullum blóma og ég anda.
EplatréS glitrar af regninu og grasið fyrir neðan það og !
kring tindrar einnig; engin orð fá lýst þeirri angan, sem
fyllir loftið og vit min. Ég anda að mér þessum unaðslega
ilmi með opin augu— með augun aftur, — ég get ekki
sagt, hvort veitir mér meiri unað.
Það sárasta við það að vera fangelsaður er að fá ekki að
draga djúpt að sér tært loftið eins og ég get núna. Ekkert á
jörðunni, hvorki kvennaástir, veigar vins né annað nálgast
ilm úr regnvotu grasi og angan útsprunginna, döggvotra
blóma.
Það skiptir ekki máli, þótt þessi garður sé lítill og
lokaður á alla vegu af fjögurra hæða húsum, sem minna á
búr í dýragarði. Ég heyri ekki lengur drunurnar i mótor-
hjólunum, útvarpshávaða né skræki frá hátölurum. Á
meðan hægt er að anda að sér hreinu lofti eftir nýfallið
regn undir eplatré trúi ég þvi, að við munum fá að lifa
dálitið lengur.
VIÐ MUNUM ALDREI
DEYJA
Við erum öll hrædd við dauðann og alla þá, sem dánir eru.
Ef einhver okkar nákominn deyr reynum við að forðast i
lengstu lög að hringja eða skrifa til þeirra, sem syrgja
mest. Við vitum ekkert, hvernig við eigum að komast að
orði um dauðann.
Við fyrirverðum okkur fyrir að minnast á kirkjugarða.
Það myndi ekki hvarla að þér að segja við vinnufélaga
þinn.,,Því miður kemst ég ekki á sunnudaginn. Ég ætla að
fara að leiði ættingja míns i kirkjugarðinum." Hvi skyldi
maður vera að leggja eitthvað á sig fyrir þá, sem bjóða
manni ekki upp á neitt i staðinn?
Þvilikt og annað eins—flytja lik frá einum bæ til annars!
Enginn myndi vilja lána þér bilinn sinn til sliks. Ef þú ert
aðeins óþekktur borgari verður ekkert veður gert út af
andiáti þinu né jarðarför. Engin heiðursfylking á eftir
likvagninum þinum. Aðeins fljótafgreidd ferð i flutningabil.
Einu sinni fór fólk i kirkjugarða á sunnudögum og gekk
um meðal grafreitanna, söng fagra sálma og kirkju-
garðarnir voru fullir af ilmi. — Það var sem friður færðist
yfir fólkið. Það sefaðist af sinum voðalega ótta við hinn
óumflýjanlega dauða sjálfs sin. Það var likast sem bros
læddist undan einstaka legsteini eins og til að segja: —
„Verið róleg — það er ekkert að óttast."
í kirkjugörðum i dag, ef þeir þá finnast, má lesa á
skiltum hér og þar: „Gangið vel um, grafareigendur". Og
ef skemmdir koma í Ijós i görðunum er fólk látið borga,
eftir þvi hve skemmdirnar eru miklar. Oftast eru kirkju-
garðar síðar jafnaðir viðjörðu með þungavinnuvélum til að
byggja upp leikvanga og iþróttavelli.
Þá eru það þeir, sem dóu fyrir föðurland sitt — það gæti
átt eftir að henda bæði þig og mig, Einu sinni hélt kirkjan
hátiölegan einn dag á ári til heiðurs þeim, sem féllu á
vígvöllum fyrir fósturjörðina. England hefur sinn „Poppy
Day". Allar þjóðir halda einn dag á ári hátiðlegan til
heiðurs þeim, er dóu fyrir okkur öll.
Fleiri hafa fallið fyrir rússnesku ættjörðina en nokkurt
annað land á jarðarkúlunni. Þrátt fyrir það höfum við ekki
tileinkað okkur neinn slíkan helgidag til heiðurs þeim
öllum. Ef hvarla skyldi að þér að hugsa um hina látnu. hver
á þá að halda áfram að byggja upp heiminn? í þrem
heimsstyrjöldum féllu óteljandi heimilisfeður, synir og
ástvinir — samt hristum við af okkur slika smámuni. Þeir
eru dauðir, grafnir undir máluðum trékrossum — hvi
skyldu þeir hafa áhrif á gang lífs okkar? Því að við deyjum
aldrei!
MAURARNIR
OG ELDURINN
Ég henti feysknum viðarbút i eldinn án þess að veita þvi
athygli, að hann var krökkur af maurum.
Það snarkaði í kubbnum. Maurarnir skriðu út ur eldinum
og þutu fram og aftur I mikilli örvæntingu. Þeir stukku
ofan af bútnum og engdust sundur og saman, er eldurinn
snart þá. Ég náði taki á bútnum og snéri honum við. Þá
þutu maurarnir út úr eldinum, út i sandinn og i greni-
nálarnar.
En eitt var einkennilegt. Maurarnir héldu sig i nálægð
við eldinn.
Þeir höfðu ekki fyrr yfirunnið ótta sinn en þeir voru
snúnir við aftur i áttina að eldinum og hlupu þar i hringi.
Það var likt og dulinn kraftur drægi þá aftur til sinna.
glötuðu heimkynna. Og margur maurinn skreið upp á
brenndan bútinn, hljóp þar um stund fram og aftur unz
hann tortímdist í eldinum.
ANDAR UNGINN
Lítill, gulur andarungi veltur ankannanlega um á magan-
um í votu grasinu. Hann hefur ekki hugmynd um, hvernig
hann á að nota litlu, mjóu fæturna sína. Ég heyri hann
kvaka: ,,Hvar er mamma? Hvað er orðið af fjölskyldunni
minni?"
Hann er búinn að missa mömmu sina. Uppeldismóðir
hans var hæna. Andareggjum hafði verið komið fyrir i
hreiðri hænunnar. Hún lá á þeim, ungaði þeim út eins og
þau væru hennar eigin. Og hún ól önn fyrir þeim, þar til
karfan með þeim öllum valt um koll i óveðri. Þessi litli
andarungi fann ekki aftur leiðina til hænumömmu og
uppeldissystkina sinna. Komdu greyið, ég skal taka þig i
lófa minn.
Hvað heldur lifinu í þér? Þú ert léttur eins og fis, augun i
þér eins og ofurlitlar perlur og pipuleggirnir ekki til mikils
liklegir. Mér finnst þeir gætu brotnað við minnsta átak. Þó
er ylur af þessu litla dýri. Litla nefið er fölbleikt og flatt
eins og lökkuð konunögl. Á þessum örsmáu fótum örlar
fyrir sundfitjum, fiðrið er byrjað að dökkna og það má
greina, að vængir eru að byrja að vaxa í dúninum. Andar-
hamurinn er að myndast. Andarunginn verður aldrei eins
og uppeldisbræður hans.
Brátt verðum við öll á hraðferð til Venusar. Ef við
legðum okkur fram gætum við plægt alla jörðina upp á 20
mínútum.
Það væri sama, þótt við legðum allt okkar hyggjuvit
saman á einn stað; þrátt fyrir öll atómin gætum við aldrei
nokkurn tíma skapað örlítinn andarunga í tilraunaglasi.
Ekki þótt í höndum okkar lægju þessir örsmáu fætur og
bein og fíngerður dúnninn hans.