Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Side 12
Hendur hennar eru bognar og afmyndaðar. Hún hefur verk í öllum liðum. tbúðin er hrein og nokkuð stór. Þar eru myndir af fjarskyldum ættingjum, af einka- syninum og af nýlátnum eigin- manninum. Hún fær tár í augun, er hún minnist á hann. Konan er lágvaxin. Hárið er þunnt. Á milli örsmárra lokkanna sér í hársvörð- inn. Augun eru dapurleg, en lifna við ef eitthvað vinalegt og glað- legt er sagt. Hún tifar um íbúðina örstuttum sporum og getur ekki tekið upp neitt þungt. Við og við stynur hún lágt. Lykt af nýbökuðu brauði leggur frá eldhúsinu. Klukkan slær á veggnum. Þess á milli bergmálar tif hennar í þögninni. Loftið er fullt af einmanaleika. Hér er of hreint, of mikil regla á öllu. Konan setur á sig gleraugun, tekur þau af sér á ný og stynur. Svo reynir hún að brosa. Hún vill endilega fylgja lækninum til dyra. Hann sýnist ennþá yngri og glæsilegri en venjulega og hún ennþá minni, er þau standa hlið við hlið. Honum tekst að dylja óþolin- mæði sína. Bíllinn stendur fyrir utan húsið. Farið er að rökkva. Töfrar ljósaskiptanna hylja borgina og sundin. Göturnar eru ennþá votar eftir regnið, sem dundi yfir fyrr um daginn og blandaðist lauffall- inu. Nú eru allir stigir og gang- stéttarnar vfða huldar haustlaufi, sem treðst undir fótum fólksins, sem flykkist heim að vinnu lok- inni. Hann ekur hratt. Sýnir enga tillitssemi i umferðinni. Rennir að lokum bílnum inn í hið venju- lega stæði á þriðju hæð í bíla- húsinu í miðborginni. Dyravörður hótelsins ber háan hatt. Hann stendur við glerdyrnar og bugtar sig og beygir. Dyrnar opnast og Iokast í sífellu. Kalt haustloftið streymir inn. Eldur logar glatt í arni rétt innan við dyrnar. Rauðar lampahlífarnar varpa hlýlegum bjarma á óhlýlegt umhverfið; hvítbláan marmara og krómaðar stengur. Hann sezt og leggur hendina yfir augu sér. Fáir eru komnir í matsalinn og þjónarnir hafa ekki mikið að gera. Þungur glæsileiki salarins er óvingjarnlegur í þögn- inni. Allt bíður þeirrar stundar, að glatt fólk komi talandi og hlæj- andi inn í salinn, setjist að borð- um og horfist i augu. Hann er djúpt sokkinn i hugsanir sínar. Það eru ekki vel- komnar hugsanir. Hann getur ekki losnað við þær. Þær ásækja hann. Umskiptin eru of snögg. Tómleg íbúð — veik, gömul kona — myndir af látnum ættingjum — hús gleði og pen- ingavalds — fagurra kvenna — manna, sem tekizt hefur að klifra upp eftir stiga þjóðfélagsins með mismunandi aðferðum. Hann heyrir í huga sér rödd litlu konunnar með þunna hárið. „Dagarnir eru svo langir, læknir. Þeir eru oft svo langir. Hingað kemur samt daglega kona, sem býr í næsta húsi, en við eigum ekki skap saman. Ég get ekki hugsað mér að hafa hana hang- andi yfir mér. En ég vil samt ekki særa hana.“ Andlit hennar birtist fyrir hug- skotsjónum hans. Baugarnir undir augunum og viprurnar við munninn. Hvað getur hann gert fyrir hana? Við hlið hennar birtist mynd dyravarðarins með pípuhattinn. Allir leika sitt hlutverk. Er dyra- vörðurinn kemur heim, tekur hann ofan hattinn og glæsileiki gistihússins fellur af honum fyrirhafnarlaust. Lág tónlist berst að eyrum hans. Þá man hann eftir Dís. Hún er ekki komin ennþá. Hann lítur á klukkuna. Skyldi hún annars ekki ætla að láta sjá sig. Sumir njóta þess að láta aðra bíða. Hún hefur alltaf hingað til getað þurrkað í burtu allar óþægilegar minningar frá vínnudögunum, en nú tekst henni það aðeins að hálfu. Hann sér fyrir sér sólbrenndar, grannar axlir hennar. Hann heyrir yfir- lætislegan hláturinn og hugsar © um, hvernig hún kastar kæru- leysislega til höfðinu, þegar eitt- hvað leiðinlegt berst í tal. Hann er ekki lengur eins frelsaður og áður frá áhrifum utanaðkomandi lífs.-Hann finnur, að nautnin er að renna út á milli fingra hans án þess að hann geti nokkuð að því gert. Hann gefur þjóninum bend- ingu. Sumir láta bíða eftir sér. Aðrir bíða eftir því, að tíminn líði i einmanaleik og vanlíðan. Hrafn Gunnlaugsson HULDA (ég hafði ekki ort ! margar vikur). Þú drepur á urrandi hreyflinum. Allt er hljótt. Aðeins gnauð vindsins við gluggana. Skýin undir vængjum okkar eins og kuðluð bómull. Skyndilega missum við flugið. Sjóndeildar- hringurinn stingst kollhnís. Ég spyrni ! gólfið með vöðvað öskur ! hálsinum og magann á flögri langt fyrir ofan. Hundaþúfur og pollar bólgna i æðandi fjöll og úthöf. Jörðin rFfur i sig himininn. Þá ræsirðu hreyfilinn, sviplaus eins og áður og lyftir flugunni aftur I fang vindanna. En þótt líkami minn rísi úr dýfunni, heldur heilinn áfram að hrapa, hraðar, hraðar. Ég finn hann splundrast á jörðinni langt fyrir neðan og ég flýg áfram með tóma höfuðskel. ELIAS (við gistum eyðibýli á úteyju) Ég hrökk upp við höggdofa sprengingu, og siðan vein og vængjaslátt. Sundurtættar veiðibjöllur féllu framhjá glugg- unum á báðar hendur og á eftir fylgdi drlfa af fiðri. Málningar- hreistur hrundi yfir svefnpokann minn. Ellas stóð hokinn við dyrnar og handfjatlaði tvlhleypuna. Örmjór grár reykur synti i öðru hlaupinu og öskrið i fuglinum fyrir utan bergmálaði i suðandi hlustum minum. Þá byrjaði barningur einhvers staðar utan á þekjunni svo dundi i bárujárninu. Óteljandi haglagöt depluðu i loftinu eins og stjörnuhiminn. Elias kipraði loðna hvarmana, blés reyknum úr hlaupinu, lét dyrnar i hálfa gátt og rölti út. Ég stökk upp úr pokanum og ætlaði á eftir honum, en steig ofan á glerflis og hrasaði á gólfið. Blóðið fossaði úr hælnum. Ég náði glerflisinni úr sárinu og hoppaði á öðrum fæti út. Sól- sterkjan sveið i augun. Elias var að hlaða. Hann kastaði tómu skothylki I átt til min og sagði eitthvað, en hellan fyrir eyrum minum drekkti orðum hans. Limlestir mávar hröktust F dauða- teygjum um hlaðið, og i þakrennunni hékk stærðar veiðibjalla og sneri aftur og aftur upp á brotinn væng eins og hún vildi slita hann af sér. Elias ræskti sig nokkrum sinnum, safnaði kjaftfylli og gleypti hrákann. Þa rölti hann beint undir ufsina og mundaði byssuna. Fuglinn brauzt ofsalegar um við nálægð mannsins, og þar sem Elias stóð hefði hann auðveldlega getað teygt i hann hlaupið. Ég hlýt að hafa einblint á aðfarirnar, þvi að um leið og grár fiðurstrókur þyrlaðist f tvöföldum hvelli upp i loftið, fékk ég glýju i augun. Þegar ég leit aftur upp, dinglaði stór tægja i rennunni og rauðbrúnn blettur teygði sig fram á hvitkalkað bakskeoqiðy Elias var horfinn. Kristinn Magnússon BJARNI MATTHÍASSON DOM- KIRKJU- HRINGJ- ARI Tekur um kaðal og klingir, komin er heilög stund; öldungur uppi i turni aldrei seint kemur á fund. Kirkjan við Kirkjustræti kærleika boðar og von; búinn er bjöilum að hringja Bjarni Matthiasson. Gamall og hokinn í herðum hraðgengur leið sina fer; traustur sitt verk að vinna vildi hann kjósa sér. Mun þeirra daga minnast margur og segja frá. Enginn mun oftar hann lita, aðeins leiðið hans sjá. 14. marz 1974

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.