Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Qupperneq 15
Mazda 929 hardtop. Sitt lítið af hverju: Andlitið amerískt barok, en hliðarlínan af itölskum ættum með austur- lenzku ornamenti. BÍLAR MAZDA 929 MAZDA telst nýgræðingur á Islenzk- um bllamarkaði. Engu a8 slSur er verulegur fjöldi þessara bFla kominn ( umferð hér, og þessvegna er varla út F bláinn a8 huga ögn a8 þessari framleiðslu japanska iðnrisans Toyo Kogyo. Japönum tókst ekki að leggja undir sig heiminn með vopn- um, en þeir, sem ekki dóu fyrir keisarann, hafa gerzt á einn eSa annan hátt hluthafar F japanska efnahagsundrinu og unnið þar miklu þýðingarmeiri sigra. Fáir munu telja japana frumlega F framleiBslu sinni. En þeir eru meistarar F að endurbæta iðnvarning annarra þjóSa og geta venjulega boSiS sfna útgáfu af hljómtækjum, myndavélum og bllum á ögn hagstæSara verSi en hinir. í bllaframleiSslu hafa japanar ekki innleitt neitt nýtt. Þrátt fyrir sór- stöSu japanskrar listhefSar, hefur þeim sFzt af öllu tekizt aS móta sinn eigin stll F bllaframleiSslunni. Þeir gætu þessvegna einvörðungu veriS meS hönnuSi frá Ford eSa General Motors. Af þessu leiSir, aS japanskir bFlar falla vel aS hinum almenna smekk, sem hinir stóru eru löngu búnir aS móta. Þeir falla saman viS fjöldann f umferSinni og skortir alveg þann „karakter", sem Ftalskir og franskir bFlar hafa til dæmis. En þetta karakterleysi I útliti er áreiSanlega ekki út F bláinn. Þv( er framar öllu öSru stefnt aS Amerfku- markaSnum, sem japanski bflaiSnaS- urinn hefur aSallega lifaS á. Sumir japanskir btlar eru eins og „minea- túr" útgáfur af amerFskum bflum; þaS er allt eins nema stærSin. Þann- ig fara japanar aS þvF aS leggja undir sig heiminn. lengd 4,32 breidd 1,66 hœö 1,38 hœö undir lœgsta punkt 17,5 cm vél 110 hestöfl þyngd 1035 kg verö 730 þus. Mazda 929 að innan Mælaborðið eftir kunnum fyrirmyndum frá Detroit, en fallega unnið I smáatriðum og frágangur allur nægilega vandaður til að sæma miklu dýrari bíl. Utan Þýzkalands varS Toyo Kogyo fyrstu tii aS notfæra sér Wankel-vél ina og setti hana F Mazda. Þessi Wankel-Mazda seldist eins og heitar lummur F BandarFkjunum. en hann eyðir nokkuS miklu, og salan datt niSur F olfukreppunni. VerksmiSjan hafSi samt avar á reiSum höndum: Mazda 929, millistærSarbfl meS venjulega 110 hestafla vél, rfkuleg- an búnaS og frágang, sem heyrir til dýrum bflum. j fáum orSum sagt: Mazda 929 er alveg óvenjulega skemmtilegur bfll F akstri meS miklu snarpari vinnslu en beinsFneySslan gefur tilefni til og miklu betri aksturseiginleika en ég hef áSur reynt F japönskum bFI. Þess ber aS gæta. aS Mazda 929 kostar F óSaverðbólgunni á sFSustu dögum vinstri stjómar 730 þúsund krónur. Næst þvF aS vera F sama verSklassa eru Saab 96 (712 þús- und), Volkswagen Passat (714 þús- und) og japanskur keppinautur, Toyota Corona Mkll (750 þús). Þann slðastnefnda hef ég ekki prófaS upp á sFSkastiS, en hinsvegar verS ég aB viSurkenna, aS okkar gamalgróna EvrópuframleiSsla frá Saab og Volks- wagen stenzt þessum btl ekki snún- ing, þegar dæmiS er gert upp. AS aka Mazda 929 minnir óneitanlega talsvert á minni gerSirnar af BMW, sem þó eru miklu dýrari. Sé fariS yfir Mazda 929 liS fyrir liS, tel ég honum eftirfarandi til kosta: Vólin er hreint frábær, fjög- urra strokka meS yfirliggjandi knastás, hljóSlát og vinnur jafnvel enn betur en hestaflatalan gefur til kynna. i allra hánda akstri er meSal- eySslan á milli 10 og 11 IFtrar á hundraSiS. HingaS til hefur japönsk- um bllum ekki veriS hátt á loft haldiS fyrir aksturseiginleika, en hér hafa þeir tekiS á honum stóra sfnum. Mazda 929 er F senn lipur og örugg- ur á hverju sem gengur og gerir engar kúnstir, sem koma manni á óvart. Til aS kanna áhrifin brá ég honum F140 og einnig á þeim hraSa lá hann vel og var langt frá að komast ( nokkuS uppnám. StýriS er svo gott, að ég heid hreinlega, aS betri stýring sé vandfundin og ekkert hef ég út á hemlana að setja. GFr- skiptingin er Iíka eins og bezt verSur á kosiS; stöngin stutt, en skiptingin snaggaraleg og lauflétt f senn og samstilling niSur F fyrsta er alveg snurðulaus. Mazda 929 er svo rFkulega búinn aS innan, aS undrum sætir, og hirSi ég ekki að telja upp allan þann búnaS. Þar eru allir nauSsynlegir mælar; hiti, olta, rafmagn, snúnings- hraSi og klukka, fyrir utan þá mæla, sem alltaf þykja sjálfsagSir. Mæla- borSiS er aS vlsu stoliS úr ákveSinni gerS af amerfskum bFI; mælarnir inn- felldir F boga á bak viS stýriS. En allt er þetta svo vel gert og nostursam- lega, hvert smáatriSi fallega smFSaS og traustlega saman sett. En engar rósir eru án þyrna og kemur þá aS þvf, sem ég tel, aS miSur hafi heppnazt. Ekki vil ég segja, aS ytra útlitiS sé Ijótt, en mér finnst aS svona skemmtilegur blll hefSi átt betra útlit skiliS. ÞaS er svo sem hvorki fugl né fiskur, en talsvert miS virSast teiknararnir hafa tekiS af þeim smábFlum, sem amerlsku verk- smiSjurnar framleiSa I útibúum sfn um F Evrópu. Afturendinn er I ætt viS Ford Capri, en andlitiS nokkurnveg- inn eins amerFskt og viS verSur kom- iS. Séreinkenni eru varla nein, nema þá ef vera skyldu ýmiskonar orna- ment, sem ekki hafa veriS spöruS. AftursætiS er ófullkomiS nema fyrir börn og svo lágt er til lofts þar, aS gluggakarmurinn kemur vokkurn- veginn viS skallann á meSalmanni. ViS afturhornin er gluggaflöturinn rofinn með tilgangslausum stælum og takmarkast útsýni aftur úr veru- lega vegna þess. Baksýnisspegillinn er aS vfsu góSur svo langt sem hann nær, en þama er hinsvegar óþæg- inda- og hættuatriSi, sem verður til af einskærum klaufaskap. FjöSrunin er góð á meSan maður heldur sig viS malbikið. Raunar er allt F bezta lagi á þokkalegum malar- vegi, jafnvel F lausamöl. En fjöðrunin er nokkuS hörS, þegar verulega reynir á og mér finnst þessi bfll engan veginn taka holur eins og æskilegt væri. En hann er ekki einn um það. Framsætin eru frekar lág, meS sæmilegri setu og háu, en þvF miSur, full beinu baki. Ekki má misskilja þetta á þann veg, að hallinn sé ekki stillanlegur. Ég á viS, að lagiS sé ekki teiknað samkvæmt anatómfu mannslfkamans. Þó ber þess að gæta, aS hryggurinn getur verið alla- vega F mönnum og kannski er hér einmitt sætisbak, sem hentar sum- um vel. ÞaS er svo einstaklingsbund- iS atriði, aS um það verður naumast fjallaS á almennum grundvelli. í fema dyra útgáfunni, sem miklu meir er sniðinn fyrir fjölskylduþarfir. eru öSruvFsi sæti, sem ég hygg, að henti betur fyrir hinn almenna hrygg. Þetta atriSi hefur verið sorg- lega vanrækt og er til dæmis F flest- um amerFskum bFlum fyrir neSan allar hellur. Enda eru afleiSingarnar allt F kring: ótúlegur fjöldi fólks þjá- ist af bakveiki ýmiss konar, allt frá króniskum vöSvabólgum til brjósk- loss. Léleg bFlsæti eiga áreiSanlega ekki Utinn þátt T þvf. Mér finnst ekki beinlfnis ástæSa til að kvarta yfir sætunum F Mazda 929; þau eru mjög eindregiS látin gefa væntanlegum kaupanda hugmynd um, að hér sé sportbfll á ferSinni. Enda er það að verulegu leyti rétt. Þá hygg ég að upptalið sé flest þaS, sem mér þótti miSur. Kannski finnst einhverjum, aS Mazda 929 sé bfla fallegastur og þá er ekkert viS þvF að segja. Mér finnst hann aftur á móti meðalmennskan uppmáluð, hvergi örlar fyrir frumlegri hugmynd eSa dirfsku. Framúrstefna er bann- orð F japanskri bFlaframleiðslu. En sé bíllinn ófrumlegur I útliti, þá fyrir- gefst það vegna hinna augljósu kosta, sem koma F Ijós viS akstur og þegar öllu er á botninn hvolft, er bfllinn vél, sem sniSin er til að gegna ákveSnu hlutverki, fremur en vera listgripur eSa augnayndi. Sé litiS þannig á máliS, er Mazda 929 góð- ur fyrir sinn hatt. Sá maður, sem á annaS borS hefur tilfinningu fyrir bFI, hlýtur að hafa ánægju af að aka Mazda 929. Þrátt fyrir smávægilega annmarka, er þaS, sem mestu máli skiptir, I góðu lagi. GIsli SigurSsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.