Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1974, Qupperneq 16
Axel
Springer
Framhald af bls. 14
Springer sagði m.a.: — Þér
eruð vafalaust sammála mér um
það, að frjálst þjóðfélag fái ekki
staðizt án frjálsrar blaðaútgáfu.
Spurningin er aðeins, hvort hið
frjálsa þjóðfélag vilji láta blöðin
lifa. Hvort það sé reiðubúið að
greiða það, sem frjáls blaðaútgáfa
kostar. Áskriftargjaldið, sem
blöðin fá, nægir engan veginn
fyrir útgáfukostnaði. Fyrir Die
Welt fáum við nú 6.80 mörk á
mánuði frá hverjum áskrifanda,
en það kostar 21 mark að fram-
leiða blaðið fyrir hann. Mismun-
inn, 14.20 mörk, verður að fá með
auglýsingum. Ef við myndum
prenta Die Welt án auglýsinga,
myndi blaðið kosta meira en 15
mörk á mánuði. Sem sagt f stuttu
máli: Auglýsingarnar tryggja
frelsi og sjálfstæði Die Welts.
Þetta er hættulegt ástand, eða
eins og Cecil King hefur orðað
það: „Staðreyndin er einfaldlega
sú, að lífsmöguleikar blaðanna
byggjast ekki á hinni þjóðfélags-
legu nauðsyn þeirra, heldur á
getu þeirra til að afla sér aug-
lýsinga.“
Og Springer sagði ennfremur:
— Dagblöðin hafa mikilvægu
hlutverki að gegna í þjóðfélaginu.
En við hlið þeirra hafa nú komið
fram aðrir fjölmiðlar. Þess vegna
verða blöðin að leggja meira á sig
til að standast aukna samkeppni.
Það táknar síaukin útgjöld.
Lesendur eru ekki reiöubúnir til
að greiða það verð, sem kemst
nálægt því, sem það kostar að búa
til blöð handa þeim. Þess vegna
verða auglýsingar að standa undir
meginhluta framleiðslu-
kostnaðarins. Það er auðvelt að
gera sér grein fyrir afleiðingum
þess, ef auglýsingatekjurnar
minnkuðu. Það myndi tákna:
samruna, ef dagblöðin eiga að
halda áfram að vera efnahagslega
og stjórnmálalega sjálfstæð. Það
myndi tákna: opinbera styrki, ef
menn vilja koma í veg fyrir sam-
runa.“
Frá tilkomu sjónvarpsins, og þá
sérstaklega eftir að auglýsingar
tóku að birtast þar, hefur Axel
Springer oft vakið máls á sam-
bandinu milli blaða og sjónvarps
nú og f framtfðinni. Hann efast
ekki um, að dagblöðin hafi varan-
legri áhrif á fólk en sjónvarp, án
þess að hann á nokkurn hátt vilji
gera lítið úr áhrifum þess. Hann
telur óhjákvæmiíegt, að leiðir
verði fundnar til samvinnu blaða
og sjónvarps, því að ella muni
blöðin eiga í vök að verjast.
Springer og blöð hans hafa háð
harða baráttu gegn þeirri einokun
araðstöðu, sem útvarps- og sjón-
varpsstöðvar hafa í Þýzkalandi,
og sýnt fram á hina ójöfnu að-
stöðu blaða og þeirra í samkeppn-
inni. Springer krefst þess, að dag-
blöðunum verði gefinn kostur á
að stofna hlutafélag um sjónvarp,
sem rekið sé með auglýsingum.
Hann hefur réttilega bent á, að
tekjur frá sjónvarpsstöðvum sem
•þannig séu reknar, hafi stutt dag-
blöðin í Englandi og Bandaríkjun-
um, en hinar ríkisreknu stöðvar f
Þýzkalandi og Frakklandi hafi
reynzt verstu óvinir þeirra.
Stjórnmálamaður Axel Spring-
er, hvað vill hann?
Vafasamt er, hvort Springer
hafi haft neinn sérstakan áhuga á
stjórnmálum á fyrstu árum
sínum sem blaðaútgefandi.
Blöð hans voru óháð flokk-
um f fyrstu, en þau hafa orð-
ið æ pólitískari, eftir því sem
eigandi þeirra fór að hafa
meiri afskipti af stjórnmálum.
Ilann telur sig hafa köllun. Ef
hannhefði einvörðungu sótzt eftir
peningum, hefði verið hyggileg-
ast fyrir hann að vera varkár og
hlutlaus eins og í upphafi. En
hann hefur tekið æ ákveðnari
afstöðu í innan- og utanríkis-
málum Þýzkalands, og það
hefur dregið úr upplagi nær
því hvers einasta blaðs hans.
Bild-Zeitung var um tfma að
nálgast 5 milljónir, en 1970 hafði
upplagið minnkað um eina
milljón.
Axel Springer hefur sett rit-
sjórum blaða sinna 4 grundvallar-
reglur, sem þeim ber að fylgja:
1) Að vinna að friðsamlegri
sameiningu Þýzkalands, helzt inn-
an sameinaðrar og frjálsrar
Evrópu. 2) Að vinna að sáttum
milli Gyðinga og Þjóðverja og um
leið að stuðningi við þá f lffshags
munamálum þeirra. 3) Að vinna
gegn einræði í hvaða mynd sem
er. 4) Að verja frelsi einstaklings-
ins í þjóðfélaginu.
Springer hefur sfðan að sjálf-
sögðu oft á tfðum rökstutt þetta
og skýrt nánar. Um þriðju regl-
una hefur hann sagt m.a.: — Þeg-
ar ég snýst gegn sérhverri mynd
einræðis, þarf ég f rauriinni ekki
að rökstyðja það nánar. Ég hef
aldrei haft nein samskipti við fas-
ista. En ég hlýt að grípa um höfuð
mér, þegar ég heyri fólk, sem
maður tekur mark á, segja, að ef
það yrði að velja milli kommún-
isma og fasisma, hlyti það að velja
kommúnisma, því að hann sé
byggður á mannúðlegum grund-
velli. Ég ætla bara að vona að
friðarsinnar vorra daga verði
ekki valdir að eins miklum hörm-
ungum og fyrirrennarar þeirra
fyrir þremur áratugum...
Með þessu sjónarmiði sínu
hlaut Springer óhjákvæmilega að
lenda í æ hatrammari andstöðu
við hina stöðugt róttækari þýzku
vinstrisinna. Blöð hans hafa for-
dæmt uppþot og óeirðir æskulýðs-
ins og hinn pólitíska undirróður í
háskólum og menntaskólum. Þau
hafa ráðizt gegn þeim hryðju-
verkaflokkum, sem hafa vaðið
uppi f Þýzkalandi undanfarín ár
með sprengjutilræðum og morð-
um. Og loks varð ósættanlegur
fjandskapur milli Axels Spring-
ers og þýzka sósíaldemókrata-
flokksins. Þegar helzta stefnumál
Springers var sameining Þýzka-
lands, hlaut honum að finnast
austur-stefna Brandts kanslara,
vera ógæfa. Hvort hann hafi á
réttu að standa f þvf efni, getur
tfminn einn leitt f ljós. En af-
staða hans, eins og málum
er háttað núna, hefur leitt
til þess, að með öllu hefur slitn-
aðl upp úr gamalli vináttu
þeirra Willys Brandts og Axels
Springers og að þýzki sósf-
aldemókrataflokkurinn og
verkalýðsfélög, sem honum eru
tengd, hafa lagt bann við öllum
skiptum við blöð Springers. Sér-
staklega hefur þetta bitnað á
Bild-Zeitung, sem höfðar einmitt
til hins breiða fjölda.
Hinir róttækustu hópar meðal
vinstrisinna hafa lýst Axel
Springer höfuðóvin sinn, helzta
fulltrúa kerfisins, sem þeir vilja
brjóta niður. Það er ekki hættu-
laust að vera sá maður, sem vill
halda uppi röð og reglu og berst
fyrir þvf, að þýzka Sambandslýð-
veldið verði áfram lýðræðislegt
réttarríki. Róttækir rithöfundar
hafa haft f heitinum við blöð
Springers og Ullstein-forlagið.
1968 gerðu yfir þúsund stúdentar
í Berlín árás á Springer-húsið að
áeggjan og undir stjórn — eins og
síðar kom í ljós — félaga úr þeim
hópi, sem morðingja- og sprengju-
tilræðaflokkurinn Baader-Mein-
hof kom úr. Þeir brutu glugga,
brenndu bfla og mölvuðu allt og
eyðilögðu, sem þeir gátu. Lögregl-
an fékk ekki við neitt ráðið. Það
var starfsfólk hússins sjálft með
prentarana í broddi fylkingar,
sem ráku árásarmennina á flótta.
Og tilraunirnar til að ganga af
Springer dauðum í bókstaflegum
skilningi urðu enn hættulegri en
áður. 1972 sprungu tvær sprengj-
ur á 2. og 3. hæð f blaðahúsi hans f
Hamborg, og sautján manns særð-
ust, flestir setjarar og prófarka-
lesarar. Sama kvöld fannst
ósprungin sprengja í húsinu og
seinna tvær í viðbót.
Sjálfur getur Axel Springer
hvergi farið nema í fylgd lífvarð-
ar. Vörður er stöðugt hafður um
hans eigin hús og byggingar
blaðasamsteypunnar. Hann ekur
aldrei tvisvar í röð í sama bíl og
fer aldrei tvisvar sömu leið. Þegar
hann ætlar að mæta á fundi, er
aldrei tilkynnt fyrirfram um
væntanlegan komutfma hans.
Við slík skilyrði verður blaða-
kóngur Þýzkalands að lifa, — af
því að hann er frjálslyndur, hægri
sinnaður lýðræðissinni og yfir-
lýstur andstæðingur kommúnista.
Fólk, sem þekkir Axel Springer
vel, segir, að hann muni ekki
hvika frá stefnu sinni. Andstæð-
ingar hans, sem bera hann alls
kyns illum sökum, neita honum
þó ekki um einn góðan eiginleika:
að hann sé hugrakkur maður.
AJAX með sítrónukeim I
nýja uppþvottaefnið, _ I
fjarlægir fítu
fíjóttogvel.
Nýja AJAX -
uppþvottaefnið
fjarlægir fituleifar án
fyrirhafnar. Teskellur
- eggjabletti - varalit.
Vinnur bug á lykt -
jafnvel fisk- og
lauklykt - heldur
uppþvottavatninu
ilmandi.
AJAXmeð
sítrónukeim -
hin ferska
orka.