Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Síða 10
Jóhannes Kjarval á góðri stund. KJARVAL í Fljótshverfinu Framhald af bls. 9 | Þegar rigning var og þó eitt- hvert sýni, málaði hann Lóma- fjnúp út um austurgluggann á íbúðarhúsinu. Og þar var það, ísem litla heimasætan hún Sigur veig hellti rauðum lit ofan f lista- ýerkið hjá meistaranum. En Kjar- val bjó til rósir úr þessu og málaði andlit dömunnar ofan í Núpinn. Hann gaf foreldrunum síðan myndina. En auðvitað mátti ekki trufla meistarann. Það mátti ekki sækja hann í matinn og hann borð aði mest kvölds og morgna. Stund- um var hann suður undir þjóð- vegi að mála og þar var ekki alltaf gott að vera. Því ferðafólkið var að hnýsast f myndirnar. „Svona áttu ekki að hafa þetta, þú átt að mála þetta öðru vísi,“ hafði Kjar- val eftir því og vár ekki hrifinn af samfélaginu. En Sigurveig var að- eins 4 ára gömul og það mátti alls ekki banna henni að snigglast kringum meistarann. „Hún trufl- ar mig ekkert," sagði Kjarval. Og sama var með nautkálfana tvo, sem voru þarna í girðingu þar sem Kjarval málaði oft. Þeir komu stundum að þefa af meistar- anum og listaverkunum. Eitt sinn sleiktu þeir allan lit af málverk- inu, er hann vék sér frá, og hafði Kjarval gaman að. Var hann hinn vinsamlegasti við kálfana og bannaði, að þeir væru nokkuð styggðir. Og eitt sinn er Kjarval fór austur að Kálfafelli fann hann dauðan lóuunga á veginum, hann málaði hann. Það var hans erfi- ljóð. Þessa mynd gaf hann Helga Bergssyni bónda í uppbænum á Kálfafelli. Helgi kom að Kálfa- fellskoti og skoðaði málverkin hjá Kjarval. Varð Helga starsýnt á myndina af lóuunganum. Hefur ef til vill fundist verkefnið nokk- uð sérstakt. Kjarval hefur líklega tekið eftir þessu og gaf Helga myndina. Svo leið að því, að Kjarval færi frá Kálfafellskoti. Hann var far- inn að mála fossinn þarna hjá bænum. Róshildur hafði heyrt það á honum, að hann ætlaði að gefa henni myndina og Valgerður á Kálfafelli átti líka að fá mynd, en þar kom Kjarval oft, sem fyrr er sagt. Róshildur fór hjá sér að taka við listaverkinu, þar sem Kjarval var þá búinn að borga þeim fyrir veruna þarna. Hún segir þvf við Kjarval. „Viltu nú ekki láta Val- gerði hafa þessa mynd, ég get alltaf séð fossinn." „Valgerður getur ekki átt þessa mynd, hún er handa þér,“ sagði Kjarval. En Valgerður fékk auðvitað mynd. Hún var af sama fossinum. Kjarval fór þegar til að mála hana, er hann hafði lokið við þá fyrri en málaði þá frá öðrum stað. Stefáni Þorvaldssyni pósti, tengdaföóur Valgerðar, hafði Kjarval áður sent mynd af Lóma- gnúpi eftir sig og víðar hér í Vest- ur-SkaftafellssýsIu prýða lista- verk Kjarvals veggi heimilanna. Ég hef ferðazt um Fljótshverfið og reynt að safna minningum fólksins um veru Kjarvals þar. Nú er ég að síðustu staddur á Hörgs- landi. Þar búa nú hjónin frá Kálfafellskoti ásamt Ólafíu dóttur sinni og Kristni Siggeirssyni tendasyni. Þarna í borðstofunni er listaverkið, myndin af fossin- um í Laxá hjá Kálfafellskoti. Myndin er í dökkum litum og það hvílir feiknalegur svipur yfir henni. Hamraveggirnir leysast í sundur og verða lifandi, breytast í myndir af mönnum og hulduver- um. „Myndirnar voru f berginu, en ég skýrði þær upp,“ sagði Kjar val. Myndirnar eru þrjár, sem þekkjanlegar eru. Yzt til hægri er mynd af Jakobi og Kjarval er við hliðina á honum, en fyrir miðju í hinum gljúfurbarminum er Ste- fán Þorvaldsson póstur á Kálfa- felli og skfn á hvítan skallann. Kjarval hafði mikinn áhuga á að mála Stefán en gamli maðurinn vildi ekkert með það hafa. Þarna er hann nú samt kominn. í horn- inu til vinstri er tröllaukið andlit f berginu. Þarna gæti verið kom- inn Járngrímur úr Lómagnúpi með sitt lið. Yfir mynd Valgerðar á Kálfa- felli hvílir mýkri svipur. Þarna eru andlitin ungleg og ekki eins lífsreynd. Kjarval sagði henni, að Stefán póstur tengdafaðir hennar sæti þarna á kletti. Þarna er hann ungur og bergbúinn hinum megin við fossinn horfir á hana og er tortryggni f svipnum. Kannski er það dóttirin, sem er fyrir miðju á myndinni og horfir á Stefán. Báð- ar þessar myndir eru að mínu mati f fremstu röð verka lista- mannsins. Sama er með aðra eða jafnvel báðar myndirnar á Núp- um. Eflaust er öll mikil list skyld. í 25. Passfusálminum „um útleiðslu Krists úr þinghúsinu,“ þar sér Hallgrimur sig kominn til Para- dísar. Og þar í hópi englanna syngur hann Kristi lofsöng sinn, sem forsöngvari í Himnarfki. En hér á myndinni er listamað- urinn við hliðina á bóndanum á bænum. Þeir eru þarna f samfé- lagi við Stefán gamla póst og dul- magn byggðarinnar. Það er heið- rfkja yfir félagsskapnum; samfé- lagi manna og vætta f stórbrotnu umhverfi. Þetta er list, tengd menningú norðursins, tengd hugsjóninni um vináttuna, sem enginn skyldi verða fyrri til að rjúfa. Það hallaðist ekki á í samskipt- um bóndans og listamannsins. Jakob tók að sér hlutverk liðlétt ingsins við heybindinguna og er hann kom með fjárrekstur aís Klaustri um haustið, illa til reika í vondu veðri, þá var Kjarval þar á hótelinu, sem var yfirfullt. Þá Iánaði hann Jakobi rúm sitt og svaf sjálfur á gólfinu, annað kom ekki til greina. En Jakob kom ekki einn þarna að Klaustri. Snati var með honum. Kjarval mætti þessum ferfætta vini sfnum þarna á hlaðinu og þekkti þar hvor annr an. Kjarval fór þegar inn á gisti- hús að fá kjöt handa Snata. Sá Kjarval síðan fullkomlega um að hann skorti ekki mat meðan hanp var þarna. í Fljótahverfinu er listamaður- inn í sátt við lífið, börn, dýr og blóm. Var ekki málverkið af lóu- unganum samúðartákn, „lotning- in fyrir lífinu". Listamaðurinn er þarna mitt í stórbrotinni náttútu. Hann er þarna inn á heimilum, sem sjálfsagt hafa minnt hann á hverju hann fórnaði listagyðj- unni. Og listamaðurinn er kominn í sátt við mennina. Eftir þetta átti hann ekki á hættu að menn fyndu að myndum hans. Það var liðin sú tfð, er hann gat ekki selt mynd þegar hann átti ekki málungi mat- ar. Haustið 1945 hélt hann sýning- una frægu, þegar allar myndirnar seldust uppp á hálftfma og marg- ar þær myndir voru úr Fljóts- hverfinu. Eftir þetta gat hann selt gagnrýnislaust, hvað sem hann málaði. En heimilin þrjú, sém hýstu Kjarval þegar hann málaði í Fljótshverfinu, hafa sfðan verið prýdd listaverkum hans. Lista- verkum, sem eru hafin yfir alla gagnrýni. Þar tjáir listamaðurinn þakklæti sitt og af engum vanefn- um. Heimildamenn: Heimilisfólkið á Núpum, Kálfafelli, báðum bæj- um, Hörgalandi (áður í Kálfa- fellskoti), Maríubakka og Selja- landi. landic—Canadian". Dýrateiknarinn KARLG. frá Bryggju í Biskupstungum Eftir Oddnýju Thorsteinson 'i t 1 ; SjónvarpiS hefur nýlokið við að áýna tvær barnateiknimyndir (þann 6. og 20. október), sem teknar voru eftir barnabókum eftir Charles Thorson. Höfundurinn var kynntur lítillega á undan lestrinum, en þar sem barnamyndirnar fara fram hjá flestum fullorðnum og þar sem ævi höfundarins er jafn ævintýraleg og myndirnar, er ástæða til þess að kynna höfundinn nánar, sérstaklega þar sem hann var af íslenzku bergi brotinn og fáir hér munu vita margt um þennan hæfileikamann, sem ól allan aldur sinn I Kanada og Banda- rlkjunum. Charles var sklrður Karl Gustaf. Hann fæddist I Winnipeg árið 1890 sonur hjónanna Stefáns Þórðarsonar (Stephen Thorson) Jónssonar frá Bryggju I Biskupstungum, sem flutt- ist vestur um haf árið 1886, og konu hans Sigrlðar Þórarinsdóttur frá Ása- koti I Biskupstungum. Bróðir Charles er Joseph Thorson, fyrrverandi dóm; ari, forseti hæstaréttar og ráðherra I Ottawa, sem enn er á Iffi og margir munu kannast við. Snemma sýndi Charles óvenjú mikla hæfileika við það að teikna dýramyndir. En það var ekki fyrr en árið 1934, að hæfileikar hans fóru að njóta sín til fulls, þegar hann hóf teiknistörf hjá Walt Disney I Holly- wood. Hann var ráðinn daginn eftir að hann sótti um starf hjá þeim. Hann vann að mörgum teiknimynd- um, meðal annars teiknimyndinni „Mjallhvlt og dvergarnir sjö". Hann skapaði margar „dýra-persónur". Sú frægasta þeirra varð „Bugs Bunny" — kanlnan fræga. Walt Disney lét Karl hafa persónulegt bréf, sem hann undirskrifaði og tók þar fram að „á meðan Charles Thorson var I starfi hjá honum, skapaði hann dýra- persónuna „Bugs Bunny"." Charles vann fyrir fleiri en Walt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.