Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Side 11
ForsfSa bamabókar, sam Kari G. Thorson hafur taiknaS Chcc-Chcc ai>d Kceko Disney. Meðal annars Metro Gold- wyn Meyer, Warner Brothers o.fl. Hann skapaði fleiri en 100 teikni- myndapersónur m.a. ftlinn Elmer, tfgrisdýrið Tilly, Indfánadrenginn Hiawatha og elginn Sniffles. Karl var gæddur þeirri sérgáfu að geta látið dýrin stn birtast á teikni- borðinu eins og þau væru lifandi. Hann gat látið þau hlæja og gráta. vera hrygg eða glöð. reið eða auð- mjúk. Hann virtist geta gætt dýrin öllum þeim geðshræringum, sem mennirnir sýna. í þessari list var enginn fremri Karli Þórðarsyni. En þótt Karl hefði skapað margar teikni- myndir, þá varð samt hans bezta verk barnabók sem hann kallaði Kfkó. Hann semur söguna og teiknar myndirnar. Sagan er um Iftinn Indf- Karl G. Thorson gat látið dýrin hlæja og gráta og sýna allskonar svipbrigði, enda þótti hann góður liðsmaður hjá Walt Disney. Hár getur að Ifta dæmi um teikningar Karls. teknar úr bamabókum. ánadreng, sem vill verða hugrakkur Indfáni og eignast ennisband með arnarfjöðrum. Sagan er einföld og myndirnar dásamlegar. 60.000 ein- tök seldust af bókinni f Bandarfkjun- um og Kanada fyrsta árið. Önnur bók kom út eftir hann, sem hót Tsjí-Tsjí og Kfkó. Karl var mað margar fleiri barnabækur á teikniborðinu, þegar hann dó, þvf að honum þótti mjög vænt um börn. Hann var einnig mikill dýravinur eins og bezt sést á teikningum hans. Hann hafði ferðast vfða um Vestur- Kanada sem ungur maður og fengið mörg tækifæri til þess að athuga dýrin þar f skógunum f sfnu rétta umhverfi. Karl hafði öðlast margvfs- lega Iffsreynslu, þegar hann 44 ára gamall kom til Hollywood, þvf hann hafði sffellt reynt ný störf. Óróleiki og ævintýraþrá ráku hann ur einu i annað. Hann var bankamaður f Sackatshewan, „sjómaður" á Winni- pegvatni, námumaður í kolanámum í Alberta og skógarhöggsmaður f British Columbfa. Loksins gerðist hann atvinnuteiknari í Winnipeg, þangað til hann fluttist til Holly- wood. Karl Gustaf Thorson dó f Vancou- ver f ágúst 1966. Hann hafði verið margbrotinn og sérstæður persónu- leiki f lifanda Iffi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.