Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Qupperneq 14
voru myndir af fólki, sem gerði til kola i skógi og verkafólki, sem hvíldi sig eftir máltið úti í náttúr- unni. Þessum myndum fylgdi svo- lítið greinarkorn, sem lauk með þessum orðum: „Hvenær skyldu íslenzkir myndlistarmenn gera slikar myndir sem þessar?" Síðar sá hann ' bókum og tímaritum myndir eftir Christian Krogh, sem einnig var af þessum raun- sæisskóla og hafði djúþ áhrif á Gunnlaug. Unnt væri að nefna fjöldann allan af málurum, sem heyrðu þessum skóla til, eins og Skagamálarana dönsku, og má vel minnast á þá í sambandi við list Gunnlaugs. Stefna þessara mál- ara átti sér jafn djúpar rætur í listalífinu og abstraktlistin nú á dögum. Gunnlaugur Scheving fluttist tii Gríndavfkur 1940 og byrjaði að mála þar. Árín á undan hafði hann unnið að list sinni í Reykja- vík, en fjárhagurínn var þröngur. Þá bauð Sigvaidi Kaldalóns, tón- skáld og iæknir f Grindavik, hon- um að dveijast hjá sér og mála. Upp úr þvf hefst nýtt, gróskumik* ið timabil f listferli hans, Grinda- vfk verður honum nærtækt myndaefni, þorpsgöturnar, húsin, fólkið. Og þá ekki sízt þorpsbúðin. 1 Grindavík minnti nábýiið við sjóinn á fyrri daga. Sfðar byggði Gunnlaugur sér hús í Hafnarfirði og bjó þar um hrfð. Þar málaði hann margar smámynda sinna, en honum þótti gaman að ferðast og heimsækja vini sfna úti á landi. 1 þessum ferðalögum málaði hann margar myndir frá Stykkishólmi, Eyrarbakka, Múlakoti... Mér er einkar minnisstæð ferð, sem við fórum saman norður í iand sum- arið 1962, eins og segir frá, með nokkrum skáidaleyfum, f Lands- hornamönnum Guðmundar Danfelssonar. 1 þessari ferð var Gunnlaugur oft einn og málaði, dróst einkum að Kinnarfjöllun- um. Siðustu áratugina, sem Gunn- laugur Scheving lifði, bjó hann i Reykjavik. Hann lifði og hrærðist i list sinni, ef svo mætti að orði komast, gekk upp I málverkinu og komst i röð fremstu myndlistar- manna landsins. Máiverk hans nutu mikillar viöurkenningar sið- ustu árin og Gunnlaugur Schev- ing var þakklátur fyrir þær hlýju viðtökur, sem hann hlaut bæði heima og erlendis. Hann um- gekkst vini og kunningja og var hrókur alls fagnaðar, meðan honum entist heilsa. Hann hafði gaman af að vera í þröngum vina- hópi, segja sögur og tala um list, en að jafnaði var hann fámáll og feiminn. Eitt sinn þegar ég spurði Gunn- laug um nútímalistina, svaraði hann: „Hún er bara nokkuð góð. Ann- Bóndinn segir þá prestinum allt af létta og segir svo að síðustu: „Og nú á Palli ekkert lengur inni, því óskastundin er liðin.“ „Illa fór hún óskastundin þín,“ segir prest- ur. Þá reis bóndinn upp og segir: „O, nei séra Benjamín, því nú er Palli mjúkur og hvað eru auðæfi þessa heims á við heila brenni- vinshryðju, sem guð sendir manni pf sínum kærleik frá himni of- an?“ Jú, listin í dag er fín — en slank,“ hélt Gunnlaugur áfram. „Ég skal útskýra betur fyrir þér orðið slank. Það merkir grannur á íslenzku. Og það er bara fínt á dönsku, mundu það. Ég held mik- ið upp á suma nútímamálara — Léger, Picasso, Miro, Juan, Gris og fleiri. En hreinir abstraktmál- arar eins og Kandinsky, Herbin og Mondrian falla mér síður í geð. Mér finnst abstraktion ekki list, heldur aðeins hluti af listinni — segðu ekki afstrakt, það minnir mig alltaf á aftrekt. ars hafa viðhorf manns til málefn- anna mikið að segja. Margir eru gramir yfir listinni og geysilega kröfuharðir og menn segja oft að fidusar og glanskúnst séu i meiri- hluta. Maður var ákaflega strang- ur í gamla daga, þegar maður var ennþá óþroskaðri og verri en í dag. Þá umgekkst maður unga menn, sem hnykluðu brýrnar. Og f dag eru menn kaldir og útbýta ísmolum sannleikans ofan f háls- mál hinna útskúfuðu. En þessu ergelsi er ofaukió. Sviplaus list er algerlega normalt fyrirbæri, góð list undantekning frá reglunni. Og þegar maður sér góða list, verður maður glaður og hissa likt og maðurinn fyrir austan, sem lenti i brennivinshryðjunni á heið inni forðum. Þú hefur efalaust heyrt talað um kraftaverk. 1 min- um gömlu átthögum rigndi stund- um áfengi. Og stundum voru sagð- ar sögur við flatningsborð og i lambhúskofum, svona til sjós og lands. Þær voru vist ekki allar eftiröpun og náttúrustælingar, svo að ég held, að þú sem nútima- maður gælir afborið að heyra einaslika Einu sinni var bóndi á bæ. Hann hét Páll. Hann var nokkuð drykkfelldur, heldur fátækur, nokkuð laus i rásinni, en gaman- samur. Þegar hann var unglingur, hafði hann kynni af huldufólki, og ijúflingur gaf honum óska- stund. Þess vegna hafði bóndinn fyrir orðtak: „Þaðvildi ég að Palli yrði ríkur.“Enhannhittialdrei á óskastund sína og varð ekki ríkur. Og svo liðu árin. Þá var það, að bóndi fór eitt sinn í kaupstað. Það var heitt i veðri og á bratta að sækja. Nú dettur bóndanum i hug, að mikið væri gott að fá brennivínslögg, þegar hann er kominn upp á heiðarbrúnina. Hann segir við sjálfan sig: „Það vildi ég að nú rigndi brennivini." Þá hitti hann loks á óskastund ljúflingsins. Og bóndinn fórnaði höndum til himins og brennivínið flaut í lófana, en hann saup drykkinn alls hugar feginn. Síðan hélt hann áfram ferðinni. En er hann kom niður af heiðinni og í fjörðinn, þar sem honum var ætlað að verzla, rann á hann höfgi og lagðist hann fyrir og sofnaði. Þetta var stutt frá prestssetri. En fólkið á bæn- um sá til ferða bóndans og bar kennsl á hann. Nú hverfur hann fólkinu sýnum og fer prest- urinn út fyrir túnið og finnur bónda sofandi upp við þúfu. Presturinn vakti hann og sá þá, að hann var drukkinn. „Þú kemur fullur af heiðinni," segir prestur. grein um Gunnlaug Scheving sex- tugan, að Asgrimur Jónsson hafi verið „einn fyrstur manna að dásama snilld hans.“ „Scheving fer fram úr okkur öllum," sagði Ásgrimur við Ragnar. Hann bætir þvi við að Gunnlaugur hafi verið nánasti vinur Jóns Stefánssonar síðustu árin, sem hann lifði. „Jón fór ekki dult með að hann teldi Scheving einn stórbrotnasta mál- ara, er hann hefði kynnzt," segir Ragnar Jónsson. Landalagsmyndir Asríms voru, eins og kunnugt er, mjög skyldar þeirri lotningu fyrir fegurð náttúrunnar og landinu, sem er einkennandi fyrír skáldskap Steingrims Thorsteinssonar og annarra rómantiskra skálda, „sem mér finnst hafa tekið upp þráðinn frá Jónasi Hallgrims- syni,“ sagði Gunnlaugur. „As- grimi var einkum hugleikið að seiða fram það, sem var fagurt og ósnortið i landinu. 1 myndum hans er yfirleitt gott veður og mikil birta. Hann er sprottinn úr jarðvegi impressjónismans. Þang- að sótti hann liti og ljósbrigði, ekki síður en i landið. Island, Mnoet, Cézanne og van Gogh voru hans fyrirmyndir." Impressjónisminn er talinn upp- haf nútímalistar, hann hófst kringum 1870—’80. Hann var naturalískur, náttúrueftirlíking, en nýjabrumið er í því fólgið að málararnir nota hreinni og sterk- ari liti en áður. Ur þessari náttúrueftirlíkingu sprettur abstraktlistin, „en ekki dettur mér í hug að impressjónistar eins og van Gogh, Cézanne og Gauguin hafi séð fyrir um þessa þróun eða hefðu orðið ánægðir með hana, “ sagðj Gunnlaugur. Þegar Gunnlaugur Scheving kom heim frá námi, voru fá hús á Islandi, sem ástæða var til að mála, og þá helzt litlir sveitabæir, sem voru eins og þústir í stórri landslagsmynd. Gunnlaug langaði sfzt af öllu til að mála landslags- myndir. Honum fannst það eins og að koma að berjalyngi, þar sem áður hafði verið krökkt af berjum og nóg að tína, en nú var ekki um annað að gera en leita að nýju lyngi. Og hann valdi fólkið. Hann hafði mesta ánægju af að mála myndir affólkienþóekki andlits myndir, heldur fólk að störfum. Þegar hann var á Hofi í Vopna- firði, var hann sendur á engjar. Þær voru svo langt frá bænum, að ekki þótti borga sig að fara heim i mat, svo að fólkið hvíldi sig, þar sem það var úti á engjunum. Hon- um þótti skemmtilegt að vera úti allan daginn. Það var einhverju sinni, þegar hann var að borða, að hann fann rifrildi af blaði, sem hafði verið sett utan um flösku eða mat, sem fólkinu hafði verið fært á engjar. A þessu rifrildi Nei, nútimalistin er hreint ekki sem verst. Annars lenti ég á vit- lausu plani þar. Ég fékk einhvern veginn þá hugmynd, að nútíma- listin væri vísir að einhverju stór- kostlegu. Þú kannast við þetta. Það er likt og trúlofun. Maður gerir sér ekki grein fyrir öllu baslinu, sem síðar kemur á dag- inn. Ég hélt sem sagt, að ný- klassík, hrein og sterk, væri í upp- siglingu og að nútíminn mundi skila stórfelldum verkum, eitt- hvað likt og Assyríumenn, hinir fornu Egyptar, Michelangelo og Donatello. En þetta voru skýja- borgir, þó að Pcasso og Léger héldu merkinu átt. En á eftir þeim, eða samtímis, birtust hugs- uðir eins og Kandinsky og Mondrian, miklir spekingar, en leiðinlegir listamenn að mfnum dómi. Mér finnst eldmóðurinn sem maður fann i verkum Léger og Picasso vera horfinn úr list- inni. Hún er horfin að artistiskum vangaveltum. Geometrisk abstraktion var orðin heldur dauf og útslitin, áður en hún var yfir- gefin. Ljóðræn abstraktsjón og tassismi tóku við. Það var ágæt tilraun að endurnýja málverkið, en mér finnst hún vera að falla um koll. Poppið er heldur leiðin- legt, en það er ekki að efa, að einhverjir hugsuðir geti komið því á fram færi við heimsviður- kenninguna. En það eru til dásamleg verk i nútimalistinni, oft eftir einhverja menn, sem fara sínar eigin götur og stundum einhverjar utan meginstraumsins í nútímalist. Rousseau, Miro, Chagall, Salvador Dali, og fleiri eru hver á sína vísu ákaflega skemmtilegir málarar. Mér finnst stefnur i nútima- málaralist ósköp leiðinlegar og allar þessar aðvaranir um, að það megi ekki gera þetta eða hitt. Það má ekki líkja eftir náttúrunni. Það má ekki segja sögu í mynd, ekki vinna að táknrænni list. Mað ur má ekki vera „litterer", ekki túlka pólitík eða trú af neinu tagi. Listin á að vera óhlutkennd og óháð öllu — nema sjálfri sér. Menn eins og Léger, Picasso og Miro eru einhvern veginn fjöl- breyttari en frumherjar abstrakt- listar eins og Mondrian, Herbin og Kandinsky. Mér er nær að halda, að það liggi betur á þeim. Það er talað um, að nútímalist eigi að vera abstrakt og sú list sé einhvers konar frelsun undan áþján og kúgun þessarar gömlu listar. En mér fyrir mitt leyti finnst abstraktsjónin áþján og af- neitun, nokkurs konar svelti: ég held upp á rómantik, natúra- lisma, ég vil vera sentimental. Ég elska stef nuleysi og lauslæti í list- inni. Ég hef ánægju af symbólisma, draumum og súrrelisma og sveitarómantik. Sem sagt: ef ég ætti að aíneita öllu þessu og neita mér um að mála ský á himni, fjall eða tungl, þá gæti ég ekki málað. Eg legg ofar öllu öðru áherzlu á vondan smekk. Án hans væri ég ekki til, eða réttara sagt: ég mundi fá hægt andlát af tómum leiðindum. Eg er ekki að boða neina trú eða kenningu með þvi að segja þetta við þig og ég fer þess ekki á leit við nokkurn mann, að hann sé mér sammála hvað þetta snertir. En það, sem kallað er góður smekkur, hefur smám saman orð- ið i minum augum eins og ein- hvers konar rolukast þeirra sem vilja tolla í tízkunni.” Eg spurði, hvort hann vildi ekki „tolla I tizkunni". „Jú endilega,” svaraði Gunn- laugur, „svo lengi sem mig lystir, en ekki lengur. Ég er ekki að binda mitt trúss við eitthvað, sem aðrir eru að elta, ef ég sjálfur er orðinn leiður á þvi.“ „Ertu leiður á nútímalist," spurði ég. „Nei, en ég er leiður á mörgu, sem er gert í hennar nafni. Ég heif mikið uppáhald á henni og hef lært mikið af góðum og miklum listamönnum nútimans. Þeir eru dásamlegir, þótt ýmsilegt megi að þeim finna. Þeir eru alveg jafn góðir og miklir, þó að þeir séu ekki alfullkomnir. En nútiminn framleiðir svo mikið af hvers- dagslegum verkum, sem eru hvorki góð né vond. Og maður verður svo hundleiður á þessu, vegna þess að þvi er ýtt að manni með frekju og væmnu lof|i. Og ég kalla það góðan smekk að taka undir alla lofrolluna, þvi það þyk- ir fínt hjá intelligensiunni að vera á sama máli. En ég vil ekki taka undir þetta lof, því mér finnst það vera óverðskuldað með öllu og þar með liggur ekki annað fyrir en aðhyllast sinn vonda smekk með sveitarómantik og rimnakveðskap með löngum són og rykkjum."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.