Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Side 4
1 i V Hér eru hjónin Edda Ólafsdóttir og Þráinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri veitingahússins, The Round Tabie Gísli Sigurösson EIN KIPPA Síðasti hluti í greinar- flokki um október- daga í Indíána- landi. AF ÍSLENDINGUM sem fíestir eru nýkomnir á malbikið í Winnipeg — sumir ákveðnir í að setjast þar að, en aðrir hálfvolgir. kosti sunnanlands. Þau Edda og Þráinn voru búin að búa um nokkurra ára skeið, þegar þessi þáttaskil urðu og haustið 1970 héldu þau utan tii Bandaríkj- anna, þar sem Þráinn lagði stund á það sem nefnt er á ensku „management.“ Kannski mætti kalla það stjórnunarfræði; um sérnám f veitingafræðum var þá ekki að ræða við þennan háskóla. Þau bjuggu á stúdentagarði og Þráinn var við þetta nám f ár. Þá bauðst honum stvrkur til náms f veitingafræðum við Minnesota- háskóla, sem talinn er með beztu skólum f þessari grein. Boðið var háð því skilyrði, að Þráinn tæki að sér kennslu f evrópfskri þjónustu við skóiann; gerði hann það og lauk tveggja ára námi á einu ári með ágætiseinkunn og kenndi þó með. Eftir það stóð ekki á freistandi tilboðum um störf, m.a. hafði efn- aður Bandarfkjamaður, Dan Schmaltz að nafni, samband við hann og vildi fá hann til liðs við sig f að koma á fót veitingahúsa- fyrirlæki, sem starfaði bæði f Kanada og Bandaríkjum. En Þráinn var ennþá nógu mik- i 11 Islendingur til þess að vilja umfram allt komast heim til ís- lands að námi loknu og þau hjón- in voru samhuga í þvf. Heima á Islandi hafði verið auglýst eftir hótelstjóra til að veita Hótel Esju forstöðu og hótelrekstur var einmitt það, sem Þráinn vildi starfa við. Hann sótti um og skrif- aði, en áhuginn var ekki meiri en svo, að bréfum var ekki einu sinni svarað. Það varð þessvegna úr, að hann tók boði um að verða framkvæmdastjóri fyrir stóru Framhald á bls. 15 Veitingahúsið stcndur á flat- ’endi við Pembína-þjóðveginn utantil í Winnipegborg og sést »angt að: Svart bindingsverk sker sig eins og pennastrik frá veggj- unum, þakið bratt, gluggarnir rneð steindu gleri. Inni er dökkt jfirlitum og enginn a:tti að fá ofbirtu í augun, en nautasteikin <r þykk og rauö svo sem hún getur orðið í Amerfku og hvergi annarsstaðar. Enda þólt hér sé hvaðeina í enskum Tudorstfl, er húsið harla nýtt og á skiltinu utan dyra slendur: The Round Table — Hringborðið. Hugmyndin er fengin úr sögunni um Arthúr konung og riddara hringborðsins. Sá sem hefur veg og vanda af ickstri The Round Table, er einn ,f nýju Vestur-lslendingunum: Þráinn Kristjánsson veitingamað- ur. Hann og kona hans, Edda Olafsdóltir, eru reyndar íslenzkir rfkisborgarar ennþá. Þetta er nútfma ævintýri, þar sem færni, t’irfska og heppni eiga hlut að riáii. Þráinn er fæddur f Reykjavík 1940 og er því 35 ára. Faðir hans7 Kristján Gfslason, brallaði margt um dagana; rak sfldarútgerð á Vopnafirði, var gestgjafi í Kefla- tfk og rak Selfossbíó á Selfossi. Þráinn byrjaði ungur að aðstoða íöður sinn við framreiðslustörf og Uegar Kristján tók við rekstri Tjarnarkaffis var Þráinn með Itonum, unz hann hóf nám við Veitingaþjónaskólann f Reykja- vfk. Þaðan lauk hann prófi 1963 og starfaði eftir það á ýmsum veitingahúsum borgarinnar, Lido til dæmis og Glaumbæ. Jafnframt fór hann að fást við nýja og ókunna starfsgrein á ís- landi: Umboðsmennsku fyrir skemmtikrafta. Fór svo, að á ára- bili tóku þau störf tfma hans all- an; auk þess var hann f rúman áratug formaður Jassklúbbs Reykjavfkur og flutti inn þekkta skemmtikrafta. Samt sem áður fannst Þráni sem ekki væri trygg framtíð á þessum vettvangi og þar að auki æði erilsamt. Hann sneri sér aftur að framreiðsiustörfum og varð aðstoðaryfirþjónn á Borg- inni. Ogeinngóðan veðurdag átti > sér stað ein af þessum tilviljun- um, sem ráða oft svo miklu um framvinduna. Þráinn fór að tala við erlendan mann, sem var gestur á Borginni. Hann reyndist norskættaður prófessor f norrænum málum við háskóla Norður Dakola, Arne Brekke að nafni. Þeim fundi lauk með þvf að Arne bauðst til þess að útvega Þráni styrk til náms í vcitingafræðum við háskóiann, þar scm hann kenndi. Slíkt boð var óvænt en kærkomið vegna þess að Þráinn hafði skrifað og leifað eftir upplýsingum um skóla f Sviss, Bandaríkjum og víðar. Edda Olafsdóttir, kona Þráins, er dóttir Ólafs sem Iöngum var kenndur vð Álfsnes og var tals- vert þekktur maður, að minnsta © Veitingahúsiö The Round Table stendur ð áberandi stað og er byggt i enskum Tudor-stil Hér búa þau Edda og Þráinn. Husiö er I út- hverfi I Winnipeg og kostaði sem svarar 6,5 milljónum Islenzkrá króna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.