Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1975, Page 9
Þessi smá- grein birtist í Lesbók Morg- unblaðsins fyrir 44 ár- um. Brezku kon- ungshjónunum hafði þá fæðzt dóttir og þótti að vonum frá- sagnarvert á kreppuárunum, hvað ein barns- fæðing gat kostað. Mikið kosta kóngabömin Fyrir nokkru eignuðust her- togahjónin af York dóttur. Fæddist hún i Glamiskastala, ættaróðali hertogaynjunnar. — Fluttist hún þangað nokkru áður en hún ól barnió.En þetta hafði talsverð útgjöld í för með sjer eins og nú skal nánar frá skýrt. Sir Henry Simson, sem er lfflæknir konungsf jölskyld- unnar, er vanur að taka 210 sterlingspund fyrir að taka á móti barni og Ifta eftir móður og barni f þrjár vikur. En vegna þess, að hann þurfti nú að fara frá Lundúnum til Skot- lands, horfði málið öðru vfsi við. Honum eru greidd 52‘A Sterlingspund fyrir hvern dag,sem hann dvelur á Glamis, en þar verður hann áreiöan- lega 60 daga, og fær þvf rúm- lega 3000 Sterlingspund auk ferðakostnaðar og þóknunar fyrir að taka á móti barninu. Annar læknir er með honum, Frank Reynolds að nafni. Hann er sjerfræðingur f kven- sjúkdómum, og dvelur jafn- lengi á Glamis og Sir Henry. Hann fær ekki eins hátt kaup, en þó verða það 2000 Sterlings- pund. -Læknishjálpin verður þvf rúmlega 5000 Sterlings- pund ( um 111 þús. krónur). Þegar hertogaynjan af York átti fyrsta barn sitt, Elfsabet prinsessu, kostaði læknis- hjálpin ekki nema 315 Sterlingspund, en hún átti það barn I Lundúnum. En nú koma ýmis önnur út- gjöld lfka til sögunnar. Innan- rfkisráðherrann, Mr. Clynes dvaldi f þrjár vikur hjá lafði Airlie, sem á heima skamt frá kastalanum.Með honum var Mr Boyd, skrifstofustjóri f innan- rfkisráðuneytinu. Þeir voru að bfða eftir þvf að hertogaynjan yrði ljettari. Að vfsu þurfti ekki- að greiða þeim sjerstakt kaup, en lafði Airlie varð að greiða 60 gineur fyrir fæði þéirra, þennan tfma. Þegar barnið fæddist, var öllum landstjórum Bretlands send skeyti um það. Þau skeyti kost- uðu um 300 Sterlingspund, en þann kostnað greiddi nýlendu- ráðuneytið en ekki hertoginn af York. önnur útgjöld eru talin: Sjerstök sfmalfna milli Glamis og bústaðar hertogans f Lundúnum 100 Stpd. Barn- fóstra í 12 vikur 120 Stpd. Tvær aðstoðarbarnfóstrur f .12 vikur 144 Stpd. Konungs- kveðjan, 21 fallbyssuskot á þrem stöðum kostuðu rúm 600 Stpd. Til erkibiskupsins af Kantaraborg fyrir að skfra barnið 500 Stpd. Til skrá- setningarstjóra sem fór til Glamis til þess að gefa út fæðingarvottorð 105 Stpd. Alls nemur þessi kostnaður um 7000 Sterlingspundum eða 155 þús. krónum. Mestur hluti kostnaðarins hefði sparast, ef hertogaynjan hefði viljað ala barnið f London, en hún hjelt að það mundi verða drengur, og þess vegna var henni það metnaðarmál að hann fæddist á ættaróðali sfnu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.