Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Page 7
ÞAÐ ER stundum talað um hinar miklu breytingar, sem gerst hafi I þjóðlffi okkar Islendinga á þess- ari öld. Það er ekki furða þótt eldri kynslóðinni verði tfðrætt um þetta. Svo mjög sem allt hef- ur tekið stakkaskiptum. Lffs- kjör og atvinnuhættir hafa breytzt svo að undrum sætir. — Mörg störf, sem menn unnu og algeng voru og hvert mannsbarn þekkti og kunni fyr- ir 50 til 60 árum heyra nú fortfðinni til. Og spyrji maður yngra fólkið um þessa hluti, veit það ekki hvað við er átt. Það kannast víst flestir eldri menn við svo sjálfsagt og algengt starf að sækja vatn. Vatnsleiðslur voru fátiðar fyrir hálfri öld. Allt vatn varð að sækja í brunn eða lindir. Oft var þetta starf ætlað unglingum. — Það þurfti oft að sækja mikið vatn, — því búpen- ingurinn þurfti einnig sinna muna með. I kaupstöðum var þetta oft starf eldra fólks, og sumt gerði ekki annað en sækja vatn. Þetta fólk var sífellt á ferli á milli húsanna með föturnar og berann — burð- artréð. Allir kannast við Sæfinn á 16 skóm, hinn Iandskunna vatnsbera Reykvíkinga. Það voru ýmsar manneskjur í þorpum og kaup- stöðum um allt land, sem fengust við þennan starfa, að bera vatn. Ég ætla nú að minnast með fá- einum orðum á einn vatnsberann, sem ég þekkti og kynntist um nokkurra ára skeið. Það eru nú um 40 ár síðan ég sá hana Bjöggu gömlu í fyrsta sinn. Mér varð starsýnt á hana, þar sem hún rogaðist áfram með vatnsföt- urnar. Klæðnaður hennar var all- ur hinn nöturlegasti. Gúmmiskó- garma hafði hún á fótunum, þrí- hyrnu á höfði. Pilsgopinn trosnað- ur og óhreinn, treyjugarmurinn var einnig mjög snjáður. Stund- um klæddi hún sig i háleista utan yfir skóna, einkum er sleipt var. En oft vildi verða sleipt í kringum brunninn, ef frost var. Þannig var nú útgangurinn á henni Bjöggu gömlu daglega. Ég sá hana nærri daglega um 15 ára skeið og alltaf eins klædda. — Hún Bjagga gamla var ekki marg- mál, en ansaði þó glaðlega, ef á hana var yrt. Hún sást venjulega á ferli um götur þorpsins frá því fyrir há- degi og langt fram á kvöld. Hún bjó ein í ofurlitlum timburskúr, innarlega í þorpinu. Kofinn var rétt niðri á sjávarkambinum. Fyr- ir neðan var stórgrýtis fjara. Þeg- ar hvasst var, eða brim, heyrðist þungur niður, þegar hafaldan skall á fjörusteinum. — Þetta surg gerði slíkan hávaða að að- komufólk sem svaf í húsum á sjávarkambinum, gat ekki sofið. En íbúar þorpsins létu þetta ekki á sig fá. Þeir voru þessu svo vanir. Þetta verkaði á þá eins og rokkhljóðið, sem mörgum fannst i gamla daga svo gott að sofna við. Það sást aldrei reyk leggja upp úr röykháfnum á kofanum hennar Bjöggu. Aldrei vissu menn til að hún keypti neitt í verslunum, enda kannski átt fáa aura til að kaupa fyrir. Þó voru það allmarg- ir, sem gáfu henni aura fyrir vatnsburðinn. En enginn vissi til að hún keypti nokkurn tíma nokk- uð. Hún var alltaf í sömu fötunum, að því er virtist, en þegar þau biluðu hefur hún líklega fengið einhverjar notaðar flfkur gefins hjá góðhjörtuðu fólki. — Menn voru stundum að undrast hvernig hún Bjagga gamla héldi starfs- kröftum, þar sem hún keypti aldrei neitt matarkyns. Ekki svo að skilja að henni væri ekki boð- inn biti í húsunum sem hún kom í, er hún var að sækja vatnið, — en mat þáði hún næstum aldrei. Ef henni var boðinn biti sagði hún oftast: „Nei þakka þér fyrir. En áttu ekki kaffisopa? Er ekki heitt á könnunni?" Hún drakk þau ósköp af kaffi að undrum sætti. Það var sama i hve mörg hús hún kom, — aldrei neitaði hún kaffi. En aldrei vildi hún neitt með kaffinu, ne'ma sykur og mjólk. — Menn ályktuðu að hún lifði næstum eingöngu á kaffi. Marga langaði til að gleðja hana, einkum fyrir hátíðir, þar sem sýnt var að hún hugsaði lítt um matargerð og keypti aldrei neitt. — Þeir bjuggu stundum út matarpinkil handa henni, hangi- kjöt, svið og þessháttar góðgæti og ætluðust til að gamla konan hefði þetta fyrir sig yfir hátíðis- dagana. Hún þakkaði hlýlega fyr- ir sig, gamla konan, tók pakkann. — En sá brátt að þetta var til- gangslaust þvi venjulega skildi hún pakkann eftir einhversstaðar á leið sinni um þorpið og gjöfin kom því að litlu haldi. Aldrei vissu menn til þess að hún Bjagga gamla hleypti neinum inn í kofann sinn. Hún hafði hlað- ið nokkurskonar garð umhverfis kofann, tint steina upp úr fjör- unni og hlaðið upp með veggjun- um. Líklega hefur þetta átt að vera til skjóls. Menn undruðust hvernig hún fór að því að lifa í þessum gisna timburskúr óupp- hituðum. Menn spurðu stundum: Er ekki ansi kalt í skúrnum þinum, Bjagga mín? Vantar þig ekki kol? Á ég ekki að gefa þér kolablað? — Nei Bjagga sagði að það væri ekki neitt kalt. Hún ætti nóg í eldinn. Ef hún var spurð hvar hún fengi eldsneyti fór hún undan i flæm- ingi. — Það þýddi eiginlega ekki að spyrja hana Bjöggu að neinu. Hún hafði eitthvert undarlegt Iag á að fara undan i flæmingi, svo ekkert var á svörum hennar að græða. — Hvort hún var greind eða ógreind, var eiginlega ekki gott að segja. Hún var svo ótrú- lega lokuð og innibyrgð. Ef menn spurðu hana t.d. hvað hún væri gömul, sagði hún venjulega: „Ég er orðin ansi görnul." Ef spurt var: „Eru orðin sjötug sagði hún: „Já, já, ég er orðin sjötug." Hún svaraði á sama hátt, þótt spurt væri hvort hún væri orðin sextug. Ég hygg hún hafi vel vitað hve gömul hún var. Hitt var annað mál, henni fannst að fólk varðaði ekki neitt um þetta. Það kæmi henni einni við. — Ef menn ætl- uðu að grennslast eitthvað um lifshlaup hennar, var það alveg eins. Ef spurt var hvar hún hefði alist upp, svaraði hún vejulega: „Ég ólst upp í sveit.“ Hvar? Langt í burtu? Já, hvar hún hefði verið? Ég hef verið víða. Varstu inni í djúpi? Já, ég var inni i Djúpi. Varstu þar lengi? Já ég var þar lengi. Eg var þar ansi lengi. Sem sagt, Bjagga gerði sig að hálfgerð- um kjána til að komast hjá nær- göngulum spurningum. Hún vildi aldrei láta spyrja sig að neinu, sem snerti hana sjálfa. Um fortið sína var hún þögul eins og gröfin. Stundum gátu hrokkið út úr henni meinlegar setningar, sem bentu til allgóðrar greindar. Það gat komið fyrir að hún Bjagga yrði heiftúðug, einkum ef krakk- arnir urðu of nærgöngulir við kof- ann hennar á síðkvöldum og voru að kikja á gluggann hjá henni. Annars var hún dagfarsprúð. Þannig var nú lífið hennar Bjöggu gömlu, — á sífelldu ferða- lagi með vatnsföturnar og beranri) — burðartréð. Þau áhöld skildi hún aldrei við sig, — enda þau tæki sem hún mátti síst án vera. Ár eftir ár kom hún inn í sömu húsin, skilaði sama vatnsskammt- Ágúst Vigfússon VATt BERI Svipmynd af einni af hinum nafnlausu hefjum hversdags- lífsins inum, drakk sinn kaffiskammt og talaði við sama fólkið. — Þrátt fyrir löng kynni þekkti fólkið hana sáralítið, — vissi nánast sára lítið hvað drifið hafði á daga þess- arar sérkennilegu, dulu og ómannblendnu manneskju. Og árin liðu. Ellin setti mark sitt á hana Bjöggu gömlu, eins og alla sem háum aldri ná. Henni varð þyngra um gang, og vatnsföt- urnar sigu meira í, en gert hafði meðan hún var yngri. Það var auðséð að hún átti erfiðara með burðinn en áður var. — En ekki kvartaði hún. Það var venja í þorpinu að halda einn skemmtifund á ári fyr- ir gamla fólkið. 1 daglegu tali nefnd Gamalmennaskemmtunin. Á þessa skemmtun fékkst hún Bjagga gamla aldrei til að koma. Einangrun hennar varð ekki rof- in. Það varð fátt um tilbreytingar í lífi hennar. Þó var eitt, sem hún virtist njóta og vanrækti aldrei. Hún sótti flestar jarðarfarir i þorpinu. „Það verður nú í seinna lagi sem ég kem með vatnið núna,“ sagði hún stundum. „Ég ætla að skreppa til jarðarfarar að gamni mínu.“ Eins og hún orðaði það gamla konan. Þetta þótti nú sumum alleinkepnilega til orða - tekið. En kannski hefur nú gömlu konunni fundist þetta tilbreyting, sem lífgaði upp hennar fábreytta líf. En svo tók þrekið að bila. Hún hætti að koma reglulega með vatnið í húsin, og suma daga kom hún alls ekki. „Varstu eitthvað lasin í gær, Bjagga mín?“ spurði fólkið. Nei, nei hún sagðist ekki hafa verið neitt lasin. „Ég var eitthvað sein fyrir,“ sagði hún. En svo hætti hún að koma. Þetta þótti öruggt merki þess, að gamla konan væri meira en lítið lasin. Þótt hún fengist ekki til að viðurkenna það, eða segja neinum frá því. En brátt urðu menn vissir ijm að gamla konan væri sjúk. Var nú oddvitanum tilkynnt þetta, og að einhverra aðgjörða væri þörf. — Var nú farið inn að kofanum hennar Bjöggu gömlu. En hún gegndi ekki, þótt knúið væri dyra. Varð nú að stinga upp dyrnar. Þar var ömurlegt um að litast. Gamla konan lá þar í fata- hrúgu á gólfinu. Það var auðséð að hún var orðin fársjúk. Var henni nú sagt að þarna gæti hún ekki verið eins og hún væri á sig komin. Hún andmælti og sagðist ekki vilja fara neitt. Kofinn var hennar heimur, þrátt fyrir allan nöturleikann. — Hún lét sig þó brátt og var studd út i bilinn og flutt á sjúkrahús. — Þar lést hún skömmu síðar. Þegar farið var að þrífa til í kofanum og moka út ruslinu, fannst þó nokkuð af peningum innan um fatahrúgur og annað rusl. Sumir peningarnir voru orðnir svo gamlir, að þeir voru fallnir úr gildi. Hún hafði aldrei keypt neitt fyrir peningana, sem henni voru fengnir. Og hefur líklega aldrei hugsað um peninga eða skilið gildi þeirra. Hún lifði ekki fyrir þeninga. Bjagga var orðin gömul mann- eskja er ég sá hana fyist. Þrátt fyrir tötralegan klæðnað hennar, og að hún var litt snyrtileg, var þó auðséð að hún mundi hafa verið lagleg á yngri árum. En hver var í raun og veru saga hennar. Og hvers vegna varð hún svona einmana og einræn. — Um það vissu víst fáir. Hún minntist aldrei einu orði á fortíð sína. Hún var oftast köld, þögul og hrjúf eins og blágrýtishnullungarnir í Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.