Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 8
ÞRJÁR KYNSLÖÐIR AMERÍSKRAR RAUNSÆISHEFÐAR Svo sem fyrr getur eignaðist N.C. Wyeth 5 börn, er upp komust, með eiginkonu sinni, Carolyn Brennemann Boekius, en frumburður þeirra hafði fæðzt andvana Eiginkonan mun hafa verið óvenjulegur kvenskörung- ur, sem veitti manni sínum þann stuðning og staðfestu, sem hann þarfnaðist svo mjög vegna tíðra veðrabrigða í skapgerð hans og áleitinnar sjálfsrýni. Það hefur vafalaust þurft sterkbyggða konu til að standa við hlið slíks manns, sem svo óvægnar kröfur gerði til sjálfs sín og umhverfisins. Líkt og Howard Pyle hafði N.C. andúð á viðvaningum og liðleskjum (dilettöntum). Þeim fannst, líkt og flestum atorkumönnum innan myndlistar er fást við kennslu, að kák væri jafnvel verra en að að- hafast ekkert. — Athafnasemin og virðingin fyrir viðfangsefninu Var þeim allt ogþeir kröfðust þess að nemendur gengju óskiptir inn í vinnu sína. N.C. var þannig óvæginn og strangur lærifaðir og hlifði hvorki vandalausum, er hann tók til náms, né sínum eigin börnum. Frá fyrsta degi er nemendur stigu fæti inn í vinnu- stofu hans, tók við skipuleg og agasöm þjálfun. Grundvallar- reglan var að frumform náttúrunnar skyldu rannsökuð svo gaumgæfilega sem kostur væri á, og hér var hvergi slakað á kröfum, komið með mála- miðlunarlausnir né sýnt um- burðarlyndi líkt og gert er í svo mörgum listaskólum. Hlutirnir skyldu takast í réttri röð, því að án staðgóðrar undirstöðu þekkingar og teiknikunnáttu væri skapandi vinnu ekki að vænta. „Hlutur sem er rétt gerður verður það fyrir vald þekkingar að við- bættri skapgerð viðkomandi. Menn lenda því aðeins í erfiðleik- um að þá skortir þekkingu á því raunsanna, sem er þekking á iðn- greininni jafnt sem náttúrunni — skýr sjón er undantekningalaust nauðsynleg áður en skapandi öfl eru leyst úr læðingi..." Þessi framsláttur er mjög svipaður og hjá Henri Matisse, er hann árétt- aði nauðsyn teiknikunnáttunnar og að menn ættu ekki að rembast við að vera frumlegir, þvi að víst væri að ættu menn til þann neista þá kæmi hann fram.. . Börn N.C., Hanriette, Carolyn og Andrew, sem öll höfðu sýnt myndræna hæfileika unnu á vinnustofu hans í marga klukku- tíma daglega. Öll höfðu börnin mætur á tónlist og systirin Ann, lagði stund á hörpuslátt og varð bæði tónskáld og tónlistar- kennari. Má þess geta að aðeins 19 ára samdi Ann tónverk, sem var frumflutt af symfóniuhljóm- sveitinni í Fíladelfíu undir stjórn Leopolds Stokowsky. En bróðir- inn, Nathaniel Convers, sýndi snemma mikinn áhuga á samsetningu véla og bjó til vönd- uð skipalíkön. N.C. sagði þá, að á þessu sviði væri einnig hægt að skapa og hann hafði rétt fyrir sér, því að Nathaniel varð verk- fræðingur með teikningu og út- litshönnun mannvirkja sem sér- grein. Sem slíkur varð hann einn af þeim fáu í þvi landi sem stór- fyrirtæki réðu í þjónustu sína til frjálsrar mótunar hvers þess verkefnis sem hann hafði áhuga á. Hann er kvæntur Carolyn Pyle, sem vafalítið er komin frá Howard Pyle, þar sem eitt barna þeirra (af sex) ber nafn hans. Frumburður þeirra var einmitt Newell Convers II, sem var með afa sínum í hinni örlagaríku öku- ferð sem réð skapadægri beggja. Lífsferill barna N.C. Wyeth beindist þannig inn á svið skapandi athafna, og vissulega hefur það ekki verið auðvelt verk og kostað sjálfsfórn, átök og út- sjónarsemi að hlúa að þessum hæfileikum og þroska þá. Sem dæmi um strangan aga, og að N.C. fór ekki í manngreinarálit þar sem fóru nemendur hans, er þess getið, að eitt sinn er dóttirin Caro- lyn kom klukkustundu of steint á vinnustofuna, sneri hann henni hiklaust aftur með þeim ummæl- um, „að hún skyldi ekki gera sér þá fyrirhöín að vera yfirhöfuð að mæta ef hún kæmi ekki á réttum tíma". Hann lét á sér skilja að hann hefði hvorki tíma né áhuga á að þjálfa liðleskjur og þetta tóku nemendur hans sannarlega til greina. Agi N.C. hafði mikil áhrif á börn hans og lagði grund- völl að framtíðarvinnubrögðum þeirra á sviði skapandi vinnu. © A8 ofan: Mynd af Juan Reynes, 1941, tempera. Eftir Peter Hurd. Til vinstri: HlaSa. oliumynd eftir Carolyn Wyeth. AS neSan: Mynd af DaviB eftir Henriette Wyeth, oltumynd frá 1972. Þau fundu líka fljótlega að þau áttu frábæran uppfræðara að föður, sem var einkar sýnt um að einfalda hlutina og útskýra þá á auðskilinn hátt með orðum og at- höfnum. Hann brýndi fyrir börnunum að helga sig verkefn- inu, svo sem hann lærði sjálfur hjá Howard Pyle að sökkva sér inn í sjálft verkið og verða hluti af því. Öll börnin lærðu að búa tíl yfirvegaða myndbyggingu, sem einnig gat staðizt þótt höfð væri endaskipti á myndinni. Undir um- sjá N.C. efldist persónuleiki nemendanna, sjálfstæði og þroski. Wyeth léði ekki máls því er nefnt er „að gera mund“. Skapandi túlkun er ef á allt er litið, einfaldlega sjónlifun og skjalfesting sálarhrifa lista- mannsins. Þess vegna hlaut ræktun listamannssálar að vera ennþá mikilvægari en þjálfun augna og handa. Svo mjög var N.C. börnum sinum og tengdasonum hug- stæður, að jafnvel 30 árum eftir lát hans hugleiddu þau sín á milli hvaða afstöðu hann hefði tekið varðandi ýmis einstök vandamál Ijóss, lita og myndbyggingar, er á vegi þeirra urðu. Borg er ekki staður fyrir mynd- listarmenn að áliti N.C. Wyeth og því var aðsetur fjölskyldunnar annað tveggja við Port Clyde I Maine á sumrin, en við Brandy- wine-fljótið í Chadds Fords, Pennsylvaniu. á vetrum. — Gönguferðir um sveitirnar urðu eins konar helgiathöfn fjölskyld- unnar, leiðangrar N.C. og barna hans til að uppgötva undur og unaðssemdir náttúrunnar, finna angan blóma í röku lofti og ilm úr grasi, líta leiki ljóss og skugga og speglun fljóts og himins, rann- saka geislun sólar á gáruðum vatnsfletinum eða hvernig þeir endurvörpuðust og flöktu á vatnaliljum fljótsins..... — Morgungangan varð ferð á fund þess þekkta og óþekkta, inn i heima froska og álfa, skýja og heiðríkju, furðuhallir prinsa og ófreskra vera i skýjabólstrum, heima rómantíkur og raun- veruleika, en allt þetta upphefst og tvinnast Chadds Ford-skógi meðfram bökkum Brandywine- fljótsins. Lítið laufblað, sem féll af tré, varð táknræn og mikilfeng- leg upplifun, og bergnumin af seiðandi ákafa N.C. urðu börnin þátttakendur I leyndardómum sem virtust utan tima og rúms en þó svo nálægir. Slíkar uppgötvan- ir og upplifanir í óspjölluðu ríki náttúrunmar höfðu þroskandi og varanleg áhrif á hinar ungu næmu sálir og vöktu áhuga þeirra fyrir hinu óræða og mikilfeng- lega, ævintýri lífsins og snart þeirra listrænu kviku. A þennan hátt uxu börnin upp frá frum- bernsku með djúpa samkennd fyrir leyndardómum náttúrunnar og sérhvert þeirra þróaði með sér persónubundna og einlæga ást til móður náttúru. Hér var traustur grunnur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.