Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Blaðsíða 11
LlFSTYKKJA- BOÐIN Teikningin er eftir höfund sögunnar. Smasaga eftir Ingimar Erlend Sigurösson Borgin kom honum ókunnuglega fyrir sjónir. Þó var hann fæddur f henni — fæddur til hennar. Hann kom þangað beina leið úr himna- rfki þegar hann fæddist; það var hann viss um. Svo hafði móðir hans flutzt með hann upp í sveit. Hann hafði ekki komið til borgarinnar sfðan; fyrr en nú. Hún kom honum ókunnug- lega fyrir sjónir. Samt hafði hún ekki breytzt: hún var söm. Eins og kona er söm þótt hún skipti um flík og farða. Sjálfur var hann samur, þótt hann hefði legið f grasi. Ekkert hafði breytzt. Nema tilfinningin. Hann vissi ekki — hvernig. Tilfinningin streymdi innf honum. Eins og umferðin lægi f gegnum hann. Sveitin hafði ekki vaxið innf honum. Þar átti hann ekki heima. Hann var — borgin. Torg og götur, beygjur og gangstéttir, og menn; allt þetta óx f honum. Samt kom borgin honum ókunnuglega fyrir sjónir. Hann vissi ekki hvers vegna. Það var gáta sem hann varð að ráða. Hann nálgaðist lausnina. Þá togaði móðir hans f hann og sagði: „A hvað ertu að glápa?“ „Ekkert,“ sagði hann. Það var satt. Hann var ekki að glápa. Þótt hann sæi allt: hús, götur, bíla, fólk. Það var eins og sjón hans væri ekki sjón — heldur tilfinning. „Stattu ekki eins og þvara," sagði móðir hans. Hann vissi ekki hvað það var — þvara. Orð sem heyrði til sveitinni. Ekki borginni. Orð hennar voru öðruvfsi: dular- full, æsandi, blóðug. Hvers vegna sagði móðir hans ekki: stattu ekki eins og hús; stattu ekki eins og gata? Það hefði hann skilið. Þannig vildi hann standa; og láta um- ferðina streyma gegnum sig, bfla og menn. Eins og áin streymdi f gegnum Rósu f sveitinni. Þau höfðu verið að fljúgast á. Hann lenti ofan á henni. Þau lágu grafkyrr og önduðu. Eins og þau væru að uppgötva að þau önduðu. Þá heyrði hann f ánni — inní henni. Hann fann að hún hlustaði eftir þvf sama f honum. Ef hún hefði heyrt árnið f honum hefðu þau gert þaðsem má ekki gera. En það var engin á, ekki einu sinni lækur, innf honum. Hann var öðruvfsi en hún; af öðrum heimi. Þau stóðu á fætur, horfðust í augu. Ökunnugar manneskjur. Hún strauk niður kjólinn. Eins og hún væri að strjúka af honum, ósýnilega snertingu. Hrollur í augum hennar. Eins og hún hefði heyrt eitthvað voðalegt innf honum. Hún forðaðist hann uppfrá þvf. Þá vissi hann ekki, hvað hún hafði heyrt. Hann vissi það núna. Það voru hljóð — óhljóð borgarinnar. Hann hafði ekki vitað það sjálfur; aldrei heyrt þau í sjálfum sér. Nema þegar hann var sof- andi. Systir hans sagði að hann æpti upp úr svefninum. A hverri nóttu. Eins og einhver væri að limlesta hann. Hann rámaði í drauma sína: sveif yfir borginni — og hrapaði. Þá vaknaði hann eða systir hans vakti hann. Nú var hann lentur f borg- inni. 1 vöku en ekki draumi. Hann heyrði óhljóð hennar innf sér. Véladyn, hlátur, öskur. Djúpt inní húsunum, djúpt innf manneskjunum heyrði hann grát. Óstöðvandi og blóðugt fljót. Hann stóð ásamt móður sinni fyrir utan rakarastofu, nvklipptur. Hvernig gat ailt átt sér stað — án hans vit- undar; án hans þátttöku? Meðan hann var í sveitinni hafði umferðin streymt um borgina. Eins og hann væri ekki til. Kakarinn hafði klippt með skærunum. Allt hefði átt að vera í þyrni- rósarsvefni. Meðan hann var f burtu. Þvf hann — var borgin. Hann yrði að fvlla upp f þann tfma, þótt það tæki hann allt Iffið. Hann myndi dýfa fingrum ofan f blóðf 1 jótið; skrifa á veggi húsanna: sögur húsa og sögur manna í húsum. Þær sögur yrði að lesa gegnum stækkunargler — úr tári. Ef maður tæki varlega eitt tár. Gætti þess að sprengja það ekki. Legði það á blað með letri sem sést ekki þurrum augum. Þá birtust orð borg- arinnar. Gæti hann framkallað þau orð — einhverntíma? Borgin kom honum ókunnuglega fyrir sjónir. Það var eins og að þckkja ekki sjálfan sig. Móðir hans dró hann frá einni búð til ann- arrar. Hún þekkti hann ekki. Hann stóð fyrir utan búðirnar og beið — beið að þessi tilfinn- ing um ókunnugleika hvrfi; drukknaði f umferðinni. Hann beið svo lengi að hann var farinn að örvænta; svo gerðist það. Hann stóð fvrir utan búð, þar sem stóð á skilti: Lffstykkjabúðin. Þá heyrði hann fskur sem skar f gegnum merg og bein. Bifreiðin á fleygiferð, stöðvaðist svo snöggt að hún hentist til; lá grafkvrr ofan á fórnardýri. Ekkert hljóð heyrðist frá stúlkunni — sem lenti undir bifreiðinni. Ilún lá með lff- sprengd augu. Blóð streymdi úr höfði henni eftir götunni. Östöðvandi fljót — og streymdi gegnum hann. Hann dýfði fingrum f blóð. Móðir hans kom þjótandi út úr búð, þreif til hans og æpti: „Ertu orðinn brjálaður?" Borgin kom ekki framar ókunnuglega fyrir sjónir. Aftökuglaðasti foriiigi koiiun- únista var André Maity. Ilann játaði á sig einar 500 aftiikur. en suniir telja óluelt að margfalda |>að með íiinm eða tiu. Marty var sjúklega tortrygginn niaður. Ilann taldi alla sjálfboðaliða. sem til lians konui. hugsanlega n.jósn- ara. Yfirheyrslur stóðu daglangt í stöðvum hans. Hann hafði i'yrir sið að láta aflil'a alla. sem ekki gátu fiert siinnur á sak- leysi sitt — að ekki sé minn/.t á þá. sein játuðu á sig sakir. (íuslav Kegler. koininissar i alþjóðafylk- ingunni. þekkti lil Martys og hann sagði lleiningway allt af lélta. En Heiningway nunntist aldrei á þetta einu orði. 11 inn l'rsegi rithiil'undur John I)os Eassos var að vinna með Hemingway að gerð kvikm.vndar uin Spán. l)os l’assos var um þetta leyti að grennslast fyrir um ai'drif Jose Koblex I’a/os. selll þýddi hiekur hans á spænsku: þeir hiilðtt verið nánir vinir i tuttugu ár. Kobles hal'ði gengið i lýðveld- isherinn. en verið handtekinn fyr- ir\ aralaust i deseinher 1930. Ilemingway hauðst til að h.jálpa við eftirgrennslanina og hafði ITjöllega þier l'regnir aö ftera. að Rohle/. yrði dæindur af fyllsta hlutleysi — yl'irmaður gagn- njösnadeildar lýðveldishersins hel'ði l'ullvissað sig um það. Rohi- ez hal'ði þá þegar verið líl'látinn. Kr lieiningway I'rétti það. sagði liann ekki annað en Koble/ lilyti að hafa verið sekur. Ilemingway sýndi Dos l’assos ekki aðeins liina grófustu ómergietni i liarmi iians. heldur þóttisl hann þess umkom- inn siðar að ráðast á liann fyrir það. sem hann nefndi harnaskap og ..diemigerða afstöðu frjáls- lynds Handarikjamanns". Dos I’assos fyrirgaf liiinuin þetta aldrei og er ekki el'l'itt að skil.ja það. Ileiningway hélt raunar skýrsl- ur um allt. sem haiín sá og hcyröi. Það. sein hann skráði var hið framhald á bls. 12 Arösin ö ^Guernica Framhald af bls.6 þvi. að hentast vieri að stööva framsókn l'asista þar. el' það ætti að verða á annað borð. En hann var l'ullbjartsýnn á það. að lýðveldis- hernum tækist þetta. Það kann að skýra ýmislegt i fregnritun Hem- ingways, að einn helzti sögumað- ur hans var Mikhail Koltzov, fréttamaður Fravda og Izvestia. A hlaðamannafundi i New York sagðist Heiningway svo frá. að Franeo vieri orðinn liðfár og sundurþykki erlendra aðila í her hans ylli honiiiu einnig mikluin erfiðleikum: á lýðveldishernuin vteri hins vegar fyrirmyndarskip- an og sigurvonir hans góðar. Þetta var hálfu ári fyrir ósigur lýðveldishersins. En þetta er smá- ræði. Verstu afglöp Hemingways voru þau. að hann minntist aldrei orði á ol'sóknir og handtökur koinihúnista og aftökur „óáreið- anlegra al'la" úr l'ylkingu lýðveld- issinna. þölt hann vissi vel um þelta og liel'ði getaö hundið eiuli á það með þvi að seg.ja frá þvi í blööum. ALLIR DREPNIR SEM EKKI GÁTU SANNAÐ SAKLEYSI SITT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.