Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Page 13
HINIR KYNLEGU KVISTIR KYNLEGIR kvistir hafa löngum verið lands- mönnum hugstæðir og sögur af einkennilegum mönnum eru enn á vorum dögum vinsælt umræðuefni. Stundum er því slegiðföstu — og með nokkrum trega — að þeir fari nú senn að heyra sögunni til þessir skrýtnu karlar, sem ekki voru eins og fjöldinn. Menn telja víst að skólakerfið, fjölmiðlar og önnur menningar- verkfæri, slípi svo alla agnúa af mannskapn- um, að brátt verði allir eins. Þarmeð yrði upp komin sú meðalmennska, sem að virðist stefnt og gætum við þá farið að hugleiða f alvöru eins og Svfar, að æskilegast væri að allir klæddust eins. Þessi ótti við að einstaklingurinn láti um of að sér kveða og standi út úr hjörðinni, er ríkur f sumum herbúðum. En mikið verður íslendings- eðlið að útvatnast til að sú skoðun verði almennt ofaná. Enn er mönnum líkt farið og Ólafi Kárasyni Ijósvfkingi sem safnaði sögum „Af Einkennilegum Mönnum", til að mynda Jóni almáttuga, manni kynjuðum að sunnan og hafði guggnað á yfirþyrmandi ástríki konu sinn- ar, sem ekki mátti sjá af honum á kamrinum. Þrátt fyrir talsverða viðleitni til að ummynda mannfólkið f einlita hjörð með eina skoðun, virðast ævinlega vekjast upp kynlegir kvistir, sem fara eigin leiðir. Nútfminn á sín eintök af Jóni almáttuga, Æra Tobba og Sölva Helgasyni. Aðstæðurnar hafa aðeins gert þá lítið eitt öðruvísi Skrýtna, en þeir hefðu orðið á fyrri öldum. Slfkir menn eru ónæmir fyrir þunga menningarvaltarans, sem fræðslukerfið og fjöl- miðlarnir draga yfir réttláta og rangláta. Vinsældir Jóhannesar Kjarvals mátti að nokkru leyti rekja til einkennilegra hátta hans. Maður sem lét sauma sér föt úr röndóttu handklæðaefni og birtist þannig klæddur f Austurstræti einhverntíma á kreppuárunum, — hann átti víst að verða Þjóðsagnapersóna i lifanda Iffi. Nú á dögum hins vfðtæka frjálsræð- is f klæðaburði, mundi þess konar tiltæki þó ekki vekja verulega athygli. Það verður að brjóta hefðina til að einhver reki upp stór augu — eins og þegar Dagur Sigurðarson skáld mætti einn manna á duggarapeysu á skólaupp- sögn, þegar hann varð stúdent frá M.R. Menn segja að Einkennilegir Menn séu frem- ur úti á landi en hér á höfuðborgarsvæðinu og má vel vera að þeir þoli hvorki malbik né stimpilklukkur. Þeir sem eru fullkomlega sér á parti, upprunalegir, eða „original" eins og sagt er á alþjóðamáli, geta þess vegna búið í Möðru- dal á Efra Fjalli eins og Jón bóndi, sem var bæði málari og tónskáld. Einn af þeim eftirminnilegri, sem ég hef kynnst um dagana er Marka-Leifi, sem hafði á hraðbergi fjármörk úr þremur sýslum og söng „Ljósið kemur langt og mjótt", þegar hann var við skál í hrossaflutningum yfir Kjöl. Leifi fór á Alþingishátfðina 1930 eins og fleiri. Þegar hátfðahöldin stóðu sem hæst, sáu menn að hanri sat einn inni f Skagfirðingabúð — hann var að lesa markaskrána. Nú eru þeir Leifi og Jón í Möðrudal báðir komnir undir græna torfu. En Norðlendingum leggst alltaf eitthvað til í þessu efni. Lfklega ber engan hærra í hópi kynlegra kvista um þessar mundir en Björn bónda fyrrum alþingismann á Löngumýri. Fyrir tíu eða tólf árum átti ég samtal við Björn f Vikuna. Hann setti að skilyrði að hann fengi sæmilega borgun fyrir — og endilega f ávísun. Að þessu var gengið þótt það væri næsta óvenjulegt. Sfðar fréttist, að Björn hampaði ávfsuninni f kjördæmi sínu og sagði: „Þetta borga þeir nú fyrir að fá að tala við mig fyrir sunnan." Nú hefur „Freiherr von Baden Baden" eins og Svarthöfði Vísis nefnir hann, vakið á sér athygli þjóðarinnar fyrir að þverskallast við að baða rollur. Frfherrann hefur sín eigin lög og reglur og skellir sýslumanninum á lögfræðileg- um mjaðmahnykk með þvf að finna gölluð formsatriði. Svo er safnað liði og hart látið mæta hörðu og ekkert hefur breyzt í þeirri sveit frá því á Sturlungaöld. Sumum norður þar þykir hart að búa við slíkt afríki, enda gæti farið svo að kláðinn héldi Sfram að herja á rollur Húnvetninga. Hér er um forkastanlegt athæfi að ræða og næsta ótrúlegt aS unnt sé að komast upp með annað eins. Samt hafa margir lúmskt gaman af vegna þess að svona er Björn og svona á karlinn að vera; maðurinn í hlutverki þjóðsagnapersónunnar, sem gnæfir uppúr hinum „þungbúna nafnlausa skara", svo notuð séu orð Steins. Kynlegir kvistir dansa ógjarnan eftir nótum og eins er um Björn. Hann hefur löngum haft sérskoðanir og á Alþingi blés hann á flokks- ræðið, sem múlbindur alþingismenn, og leyfði sér að halda fram eigin skoðunum. En kannske er hann síðasti Mófkaninn. Gísli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu ,n" -'i PýR m í“* S i T u P T 1 L S K. R P' ■ Íílhl r*«l bfe L A ri t6u A F % R 0 'A K R 1 .1 • 1 r/Mt, rtu** bii- fcrtu* R r “13- u F U R tíiri A M o R (KoP UHIH N & L A r A Ki-nr Xtct, ’/ 5 1 N hi 5K«- 1F fl S 1 T A IH K fe M u R \ M N K»*MtT <* ép A M A S> i R r tfiN AR ’O r A L fmn. L A Jf'Ni F F V£aJD/| KNK-. K.«U s Ni Ú A u R y L rt-ÍTfl / •* R K U N D A k: 1 N ÍTím? IH*. *r m 'o s KMW UlN> N E 1 T A ■R ‘-.hxr íkVi o R N) N A 8 O <s 1 £> HtlMlll fcftA R A N N ron- Het* E 'O MK' e iwr- AR MlilC UHM R ■ HtT- B L D U>Ui- íýífi W a 'AHMb N E FVfllí U>*»» A' t> A N 'o D M 1 R a A M 1 E B T A R 'o to A teeui ie N rv>- Hlt.t), A u n >** KVRP T K ’o N A £> 1 5wö’ Ir-* t* £ J M I hi % K A T T A R BB| jri 5KEL- ItJ E £ A N KrT* £ T A\ U R. h- ES M ra PrfÁl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.