Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1976, Page 16
Hempers skipamálning getur varnað því að stál og sjórinætist Sérfræðingar telja að viðhaldi íslenzkra fiski- skipa sé ábótavant, og þess vegna gangi þau fyrr úr sér en nauðsynlegt sé. Viðhald kostar peninga, en vanræksla á viðhaldi er þó dýrari. Málning er einn þýðingarmesti liðurinn í við- haldi skipa. Málningin ver skipin ryði, fúa og tæringu. HEMPELS skipamálning er ein mest selda skipamálningin á heimsmarkaðnum. Það er engin til- viljun. Það er einfaldlega vegna þess hve góð hún er. Tugir vísindamanna í mörgum löndum vinna að stöð- ugum endurbótum á henni, og þeir hafa búið til marg- ar tegundir, sem henta við misjafnar aðstæður, þar á meðal við okkar aðstæður hér á íslandi. Látið mála skip yðar með HEMPELS skipamálningu og réttu teg- undinni af HEMPELS og þér munute um að þér hafið gert rétt. n komast að raun Framleióandi á íslandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiójan Dugguvogi—Símar 33433 og 33414 Upplausn fjölskyldunnar Framhald af bls. 3 átt ekkert, sem þú hefur ekki þegið. Rfki Guðs tilheyrir þeim einum, sem viðurkenna smæð sína og allsleysi frammi fyrir Drottni, viðurkenna, að þeir eru í öllu háðir ást hans og umhyggju, — náð, smábörn í föðurörmum. 20. öldin hefur verið nefnd „öld barnsins“, því sagt er, að aldrei fyrr í sögunni hafi jafnmikili gaumur verið gefinn barninu, uppeldi þess, menntun og velferð allri. Ef tii vill er það enn einn gleði- legi vottur þess, að 2000 ára boðun Jesú Krists hefur ekki ver- ið til einskis í þessum heimi, heldur hefur leitt til aukinnar mannúðar og umhyggju fyrir minni máttar. Þó er þessi mikla athygli, sem beinzt hefur að barninu því miður önnur hlið annars máls, sem eflaust er skýrara einkenni þessarar aldar og afdrifaríkara, en það er upp- lausn fjölskyIdunnar. Þegar iðn- ríkið krefst vinnuafls beggja foreldra, og hamingjuhyggjan mötar hugsunarhátt fjöldans, þá eru börnin byrði, vandamál, sem samfélaginu ber .að leysa. Sam- félagið axlar meir og meir þær skyldur, sem heimili og fjölskyld- ur báru áður fyrr hvað uppeldi og velferð barnsins varðar. Sífellt stærri hópur barna hefur vart önnur kynni af fjölskyldulífi en að vera rifin upp úr rúmum fyrir allar aldir til að fara á barna- heimili eða leikskóla, og sótt úr gæzlu að kveldi af örþreyttu foreldri og látið matast og sofna undir ærandi hávaða sjónvarps- ins, til þess eins að vera rifinn upp að morgni nýs dags. Heirnilið verður þeim vart meir en svefn- staður, en ekki það athvarf og skjól, sem það ætti að vera. Upplausn fjöiskyldunnar er al- varlegasta meinsemd íslenzks samfélags í dag. Skólar og dag- vistunarstofnanir, hversu góðar og nauðsynlegar sem þær eru, geta aldrei komið í stað heilbrigðs heimilis og fjölskyldulífs. Enn er það svo, að flestir foreldrar bera börn sín til skírnar. Um allar aldir hefur kirkjan hlýtt boði meistara síns og lagt ungbörnin i faðm hans í heilagri skírn. Það hefur þó ávallt verið gengið út frá því að þeim væri síðan veitt kristið uppeldi og fræðsla á heimilum og skólum. Fram á þessa öld var það líka sjálfsagður hlutur. Svo er ekki lengur. Kirkjan getur ekki búizt við, að meir en brot af þeim börn- um, sem hún fær til skírnar, fái nokkru sinni kristna fræðslu í heimahúsum. Og sú kennsla, sem skólarnir veita á þessu sviði, er afar mikið f molum. Þetta er þegar augljóst hverjum þeim presti, sem fær börn til fermingar undirbúnings hér i Reykjavík, að undirstöðu þeirra er stórlega áfátt. Það er meir að segja ails ekki sjálfsagður hlutur lengur, að 13 ára barn kunni faðir vor, hvað þá trúarjátningu og boðorðin. Greinileg vísbending um, að af- kristnun þessa þjóðfélags er örari og geigvænlegri en flesta hefur órað fyrir. Svo mikil vá er fyrir dyrum kristni þessa iands, að kristnum söfnuði og einstakling- um er nauðsyn og skylt að halda vöku sinni. Kristin trú er ekki aðeins safn kennisetninga, sem unnt er að læra i skóla, heldur umfram allt lífsskoðun og lifsmáti. Foreldrar og heimili eru afgerandi þáttur í mótun lífsmáta barnsins, mikil- vægari en allt annað. Þess vegna eru skóli og kirkja máttvana án stuðnings og þátttöku foreldr- anna. „Menn báru börn til Jesú, til þess að hann skyldi snerta þau...“ Hann lét sér það ekki nægja. Hann tðk þau sér i fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. Það barn, sem borið er til frelsarans, kemst ekki aðeins í snertingu við hann. Hann vill um- lykja það allri blessun sinni, mildi og náð. Hann veitir því hlutdeild í öllum gjöfum sínum um tíma og eilífð. Endurfæðir það í heilögum anda svo allt þess líf megi bera hans mót. Þessa blessun má ekkert barn fara á mis við, og ekkert barn glata fyrir vantrú og kæruleysi þeirra, sem eldri eru. Þau öfl eru áhrifamikil I íslenzku þjóðfélagi i dag, sem með öllum ráðum vilja meina börnum aðgang að honum og blessun hans. En orð Jesú er ótvirætt: „Leyfið börnunum að koma til mín!“ Þessi orð eru alvarleg áskorun til vor, kristinna manna. Gleymum þeim ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.