Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Page 3
Ggnnar Gunnarsson •JÚFl Reynir Sveinsson við nám. Nemendur (12 ára bekkjadeildum HKðaskóla. veröi lítiö hús viö skólann í sum- ar, þar sem betri aöstaða verður fyrir börnin að matast og sjúkra- þjálfarinn fær þar einnig inni. Á vegum menntamálaráðuneyt- isins er starfandi sérstök stjórnar- nefnd til aö fjalla um málefni barna meö sérþarfir. í henni eiga sæti Haukur Þórðarson yfirlækn- ir á Reykjalundi, Sævar Halldórs- son barnalæknir og Þorsteinn Sig- urðsson, sérkennslufulltrúi Reykjavíkurborgar. Nefndin fjallar t.d. um, hvaða börn eigi að sækja kennslu í Hlíðaskóla og fylgist með þeim heilsufarslega. Við hittum aö máli þá Hauk og Þorstein og spurðum þá hver til- drög heföu verið að stofnun þess- arar deildar. Þeim fórust orð eitt- hvað á þessa leið: Forsöguna má rekja til skólans fyrir hreyfihömluð börn, sem rek- inn var í Reykjadal í Mosfells- sveit á vegum Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra og var Kristbjörn Tryggvason læknir helzti for- göngumaðjar þess skóla. Starfsem- in þar hóíst 1969 og var skólinn rekinn I sex ár. Þetta var heima- vistarskóli og þangað voru tekin börn, sem gátu ekki vegna líkam- legrar fötlunar sótt venjulegan skóla eða vitað var að skólaganga þeirra var í molum. Eftir að hreyfihömluðu börnin fengu námsaðstöðu í Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi og deildin í Hlíðaskóla tók til starfa lagðist skólahald í Reykjadal niður. Þró- unin hefur sem sé verið, eins og oft er í slíkum málum, að áhuga- mannasamtök eiga frumkvæðið að framkvæmdum en sfðan koma opinberir aðilar til. Brýnasta verkefniö framundan í þessum málum sögðu þeir vera að komið yrði upp greiningar- og ráðgjafarstöð fyrir þessi börn og er nú að mótast vísir að slikri stöð. Sömuleiðis væri aðkallandi að gerð yrði vönduð spjaldskrá yfir verulega þroskaheft börn hvar sem er á landinu þannig að hægt væri að koma þeim í nám og uppeldi sem fyrst — löngu fyrir venjulegan skólaaldur. Með þvi einu móti væri hægt að tryggja að þau fengju jafnan skólaaðstöðu. sem hentar þeim bezt. En i slíkum tilfellum þyrfti að vera um ýmsa kosti að velja, bæði innan og utan skólakerfisins. Báðir sögðu þeir Haukur og Þorsteinn að árangurinn af starf- inu i Hliðarskóla væri mjög já- kvæóur og samstarfið allt til fyrir myndar. Takmark og tilgangur með þessu væri að sem flestir einstaklingar fengju að búa við eðlilegar aðstæður varðandi heimili, skóla og starf. Einstakl- ingnum liður bezt ef lifi hans hagar þannig til að það sé sem likast því sem kallast eðlilegt og honum tekst að öðlast nægilega lífsfyllingu. Þetta er liður i fyrirbyggjandi starfi, því það er vissulega bæði einstaklingnum og þjóðfélaginu til bóta, ef hægt er að fækka þeim, sem þurfa að dvelja á stofn- unum við algera umönnun ann- arra, sögðu þeir að lokum. Við hittum að máli skólastjóra Hlíóaskóla, Ásgeir Guðmunds- son, og gefum honum orðið: Oddný og Guðrún. Skóladegi lokið. Þessi þáttur skólastarfsins hófst í fyrra i litlum mæli en starfið hefur aukist í vetur. Á döfinni er að gera enn betur, þ.e.a.s. ekki fjölga nemendum — við teljum 15 hæfilega einingu í einn skóla — heldur er áætlað að fjölga starfsfólki á næsta ári vegna frekari dreifingar barn- anna i almenna bekki, en það veldur auknu álagi á kennarana eins og gefur að skilja. Starfið í vetur hefur gengið al- veg ótrúlega vel og er það fyrst og fremst að þakka samstöðu allra starfsmanna skólans að leysa þetta vandamál. Hvað börnunum sjálfum viðvík- ur, þá háfa báðir hópar haft geysi- mikið gagn af samskiptunum. Börnin í almennu bekkjunum hafa ekki síður haft'gott af að kynnast vandamálum hreyfihöml- uðu barnanna. Og hvað hreyfi- hömluðu börnin varðar, þá hef ég tæpast séð þau öðruvísi en ánægð. Um aðstöðuna hér í þessum skóla má segja að hún sé erfið vegna þess hve börnin þurfa oft að fara á milli hæða og vildi ég i því sambandi hvetja til þess að skólar verði í framtíðinni þannig hannaðir að þessu fólki sé ekki gert of erfitt fyrir. Skoðanir hafa verið skiptar um það, hvort leyfa eigi hreyfihöml- uðum börnum að vera í samfylgd annarra nemenda og sumir hafa talið mörg tormerki á því að hægt væri að leysa þann vanda. En ég er þeirrar skoðunar að þessi til- raun hafi sýnt, að það er hægt að gera mikið fyrir þennan nent- endahóp. Krakkarnir tengjast ekki bara við almenna kennslu heldur einnig við aðra nemendur. Sömuleiðis hef ég orðið var við að foreldrar almennt bera starfsem- ina hér mjög fyrir brjósti. Mér finnst það segja sina sögu um afstöðu barnanna til þeirra hreyfihömluðu, að 12 ára börn í skólanum efndu til tombólu i vet- ur en ágóóinn skyldi renna til þessarar deildar. Ágóðinn varð 86.000.00 krónur, sem þau hafa afhent stjórnarnefnd deildarinn- ar til ráðstöfunar. h.V. Jóna keyrir Hildi út (frfmfnútur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.