Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Page 10
„Ég skrifaði það inn í huga minn, likt og tölvu: Ég skal þrauka," segir Hildegard Knef. „Þegar ég var tæpra sjö ára að aldri fékk ég barnalömun. Siðan veiktist ég hastarlega af liðagigt, og var mjög illa haidin. Svo skall stríðið á, og sprengjuregnið dundi yfir borgina, og að lokum hófust svo götubardagarnir hér i Berlín. Úr öllum áttum var skotið á mig — ég var þó ekki skotmarkið, vitanlega, en samt sem áður reið á að sleppa lifandi." „Síðan var ég í rússneskum fangabúðum. Ég veiktist mjög illa þar. Ég býst við, að þá hafi öll ósköpin byrjað fyrir alvöru. Ég flýði og síðan gekk ég á milli Iækna og gekkst undir hvern upp- skurðinn á fætur öðrum. Þetta var eins og snjóbolti, sem varð að snjóskriðu." Sumarið 1973 gekkt Hildegard Knef undir 56ta uppskurðinn á tæpum þrjártíu árum, á einka- sjúkrahúsi í Salzburg. Ástæðan var krabbamein í brjósti. Enn virðist hún hafa sloppið, en hún gerir sér engar gyllivonir um að snjóskriðan hafi að lokum stöðv- ast. „Við vitum ekki einu sinni hvað krabbamein er — hvernig getum við þá talað um lækn- ingu?“ Frá því í fyrra hefur það verið lýðum ljóst, að hún hafði gengizt undir krabbameinsuppskurð og hygðist skrifa um það bók. Síðan hefur Hildegard Knef verið nafn- kunnasta kona Þýzkalands. Raunar hefur hún alltaf verið í fréttunum: Á fimmta áratugnum brosti þessi ljóshærða og bjart- eyga stúlka, sem þá var, frá kvik- myndatjaldinu í lítt eftirminni- legum kvikmyndum um hið striðshrjáða Þýzkaland, og um nokkurt skeið stóð um hana mik- ill styr hneykslunar þegar hún birtist nakin í kvikmyndinni „Syndarinn“, á næsta áratug lék hún undir nafninu Hildegard Neff (Bandaríkjamenn áttu auð- veldara með að bera nað fram) í allmörgum bandarískum og brezkum kvikmyndum eins og „Decicion before Dawn“, „Diplo- matic Courier", „The Man Bet- ween“ og „Trilby", og síðar meir lék hún í tvö ár í Broadwayupp- færslunni á „Silkisokkar". Síðan sneri hún heim til Þýzkalands og hóf þar nýjan og glæsilegan feril sem söngkona. Áratug seinna skrífaði hún „Hestinn fékk ég að gjöf“, endurminningabók, sem hingað til hefur selzt í yfir tveim- ur milljónum eintaka úti um allan heim, sem er langtum meira en nokkur bók, sem gefin hefur ver- ið út í Þýzkalandi eftir stríð, get- ur státað af. Af bókinni varð hún stórrík. En f fyrrasumar og haustið sama ár, komst allt umtalið í kringum hana á það stig að fárán- legt mátti teljast. Það leið varla svo dagur, að þýzk æsifréttablöð birtu ekki yfirlýsingu, sem hún hafði ekki gefið um þann lög- fræðilega styr, sem stendur um hina nýju bók hennar, eða þá við- tali, sem ekki hafði verið tekið við hana um hið stormasama hjóna- band hennar og Bretans David Cameron-Palastanga, og um það hvað yrði um hina sjö ára gömlu dóttur þeirra Christínu. Einnig voru ljósmyndir af henni, á leið inn eða út úr sjúkrahúsi, mjög kærkomnar þýzkum blaðalesend- um. „Ég hef ekkert ráð gegn þessu,“ sagði hún. „Ég gæti reynt, en það bæri engan árangur, svo til hvers að vera að því? Við höfum ekki lög ykkar um friðhelgi einkalífs- ins hér í Þýzkalandi. Ég er það, sem kallað er „öffentlich" per- sóna. Hvernig mætti þýða það — opinber persóna? Það hljómar fáránlega, en það er ég. Ber- skjölduð gagnvart öllum. Það ger- ir ekkert til, svo lengi sem þetta fer ekki út í einhverja ónáttúru. Annars hef ég ekki lesið allt slúðrið. Hví skyldi ég eyða pen- ingum i eitthvað, sem mun gera mig reiða?“ Það sem almenningur virtist gleypa í sig af svo mikilli áfregju, var einfaldlega afbrigðilegur áhugi á því, hvort hún komist af eða ekki. Þann 28. desember sl. varð hún fimmtug. Klaus Schiite, borgarstjóri Berlínar, hringdi til hennar og færði henni árnaðar- óskir sinar; Walter Scheel, forseti Vestur-Þýzkalands, sendi henni heillaóskaskeyti. Þjáningar og barátta Hildegard Knef fyrir líf- inu voru orðin að föstum lið í vestur-þýzku þjóðlífi. Hún býr ásamt dóttur sinni, einkaritara og lifvörðum i „Belle- vue“-svitunni á elleftu hæð Kempinski-gistihússins í miðborg Berlínar, og þar hitti. ég hana. Leigan á íbúðinni er um 750 þýzk mörk á dag og úr gluggunum sést bæði Vestur- og Austur-Berlín. Það er löng leið þangað ofan úr öngstrætunum, þar sem hún fæddist og ólst upp. Þegar líða tekur á daginn, er fyrirferðarmikill, þykkur andlits- farðinn orðinn of þyngslalegur. Þung, fölsk augnhár drjúpa fyrir sægrænum augum hennar eins og skopstæling á tízkunni fyrir tveimur áratugum — þetta er dul- argríma sem hún notar, svo fólk stari ekki á hana í leit að augljós- um sjúkdómseinkennum. Að baki farðanum býr virðulegt prúss- neskt andlit. Við fyrstu kynni er framkoma hennar ýkt og leikaraleg. Það einnig ber einkenni dulargervis- ins; nokkurs konar íburðarmikill slappleiki svo fólk hætti að leita að merkjum um tap hennar. Hún er óhraustleg til að sjá, en þó harðskfeytt; furðanlega tilfinn- inganæm, og ákaflega áleitin: Móðir Courage í Balmain-kjól. Við ræðumst við á ensku og með- an á viðtalinu stendur, þömbun við kampavín. Nýja bókin hennar nefnist „Dómurinn“, en þar er þó ekki endilega átt við dauðadóm. Ung- frú Knef sagði: „Ég á við, kannski var úrskurðurinn í Salzburg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.