Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1976, Page 15
Þorskastríð -
öröðursstríð
Þegar samið hafði verið i fiskveiðideilu Breta og
íslendinga lét málgagn róttæka vinstri flokksins I Dan-
mörku svo ummælt i forystugrein, að hinn raunverulegi
sigurvegari i þorskastríðinu hefði orðið Atlantshafs-
bandalagið. Þetta má að vissu leyti til sanns vegar
færa, þvi að málalyktir voru að verulegu leyti árangur
sáttaumleitana á vettvangi bandalagsins. Þessi árangur
ber órækan vott um þann styrk bandalagsins að geta
knúið fram friðsamlega lausn deilumála sem ekki er
siður merkilegur en hernaðarstyrkur. Endalok þorska-
striðsins færðu islendingum enn heim sanninn um að
fátt er smáþjóð mikilvægara en samvinna við nágranna-
og frændþjóðir, og ekki er vafi á því að við farsæla
lausn þessarar deilu vó aðildin að Atlantshafsbandalag-
inu þungt á metunum. Þar var sá vettvangur sem bezt
dugði. Þar var aðstaða til að beita Breta þrýstingi. Slik
aðstaða var ekki fyrir hendi I Norðurlandaráði þótt
stuðningsyfirlýsing þess væri vissulega mikils virði.
Kæra okkar til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna var
ekki einu sinni tekin til umræðu hvað þá að þaðan
kæmi stuðningur við málstað okkar. Hjá NATO var hins
vegar allt kapp á að knýja Breta til undanhalds þótt
andstæðingar samninga vilji af augljósum ástæðum
ekki viðurkenna þátt bandalagsins í lausn deilunnar.
Þetta þriðja og harðasta þorskastrið hefur um leið
verið magnað áróðursstrið hér innanlands. Hávær öfl
kröfðust þess að undir engum kringumstæðum yrði
gengið til samninga við Breta. Sllkur málflutningur
dæmir sig auðvitað sjálfur enda hefur komið i Ijós á
eftirminnilegan hátt að hann átti sér formælendur fáa
þegar öll kurl voru komin til grafar. Það kom meðal
annars i Ijós með fámennri samkomu sem andstæðingar
samninga boðuðu til á Lækjartorgi daginn eftir að
samningar voru undirritaðir I Osló. Þessi sömu öfl eiga
nú Itka i vök að verjast eins og lesa má i aðalmálgagni
þeirra um þessar mundir. Hvernig ætti Ifka að vara
hægt að verja málstað sem andmælir allt að halminga-
aflaminnkun Breta á miðum þar sem mikilvægustu
fiskstofnar eru að verða uppumir? Og hvamig ar hægt
að mótmæla viðurkenningu Breta á 200 milunum og
tollalækkunum hjá Efnahagsbandalaginu. sem opna
munu að nýju markaði fyrir útflutning okkar? Hvemig
var hægt að mótmæla þvi að friður kæmist á á
miðunum þar sem mannslif höfðu verið i bráðri hættu
mánuðum saman? Hvernig var hægt að mótmæla þess-
um atriðum og öðrum, sem samningar hafa nú tekizt
um, og bera um leiðfyrir sig þjóðarhagsmuni? Og hvers
konar málstaður væri það lika sem ekki þyldi samn-
inga?
Tilgangur kommúnista i Alþýðubandalaginu með
áróðursstríðinu hér innanlands liggur auðvitað I augum
uppi. Þeir ætluðu að notfæra sér þessa deilu eins og
hinar tvær fyrri til að reka fleyg i varnarsamstarf
vestrænna rikja, losna við varnarliðið og helzt að koma
Íslandi úr NATO. Það er þvi von að þeim sviði nú sárt að
hafa misst þennan spón úr aski sinum þar sem allar
horfur eru á þvi að nú sé endanlega lokið útistöðum
okkar við aðrar þjóðir út af þorski.
Áróðursstrið þeirra sem börðust gegn samningum fór
viðar fram en I flokksmálgögnum þeirra. Rikisfjöl-
miðlamir urðu slikt pólitiskt vígi þeirra i baráttunni, að
þess munu fá eða engin dæmi. Fréttatimar voru undir-
lagðir af lestri ályktana alls konar aðila mánuðum
saman. Sami boðskapurinn var endurtekinn stöðugt og
hefði sums staðar þótt betri fréttamennska aðfella svo
sem tiu samhljóða ályktanir saman i eina frásögn í stað
þess að þylja i sibylju sömu frásögnina. Það var lika
eftir þvl tekið hvernig fréttaflutningi af Oslóarfundinum
var háttað. þvi að sama morgun og íslenzka sendinefnd-
in fór utan og fundir hófust sá fréttastofa útvarpsins
ekki ástæðu til að nefna það einu orði. Þegar Kefla-
vikurgangan var hins vegar farin nýlega linnti ekki
látum I fréttatimum sömu stofnunar frá morgni til
kvölds. Þetta eru aðeins örfá dæmi þótt af nógu sé að
taka.
Það var þungbær lifsreynsla að sjá unga skipverja á
varðskipinu Baldri verða sér til skammar i sjónvarpi
með tregabundnum yfirlýsingum um „ofsalegt fjör"
sem nú virtist senn vera liðin sælutið. Þessi viðtöl voru
sýnd sama kvöld og fregn barst um sættir í deilunni og
voru þvi þá þegar orðin úrelt sem fréttaefni, enda hlutu
þau að hafa farið fram nokkrum dögum áður. Ekki var
ómerkari þáttur yfirmanns piitanna þegar hann var
kallaður til vitnís i ríkisfjölmiðlunum dag eft>. dag til að
gefa stórpólitiskar og skoðanamótandi yfirlýsingar i
sambandi við samningamálið. Það samræmist ekki
hlutverki manns sem ráðinn er til aðframkvæma stefnu
réttkjörinna stjórnvalda að hafa sig i frammi til að hafa
áhrif á þessa sömu stefnu. Vart er ofmælt að hvar sem
er annars staðar en hér á landi, hefði slik framkoma
orðið tilefni alvarlegrar áminningar fyrir agabrot og
jafnvel brottvikningar úr starfi. Hér er ekki verið að
segja, að yfirmenn Landhelgisgæzlunnar megi ekki hafa
sfnar skoðanir eins og aðrir en þeirra hlutverk er ekki að
tjá pólitfskar einkaskoðanir sinar i fjöimiðium, eins og
hér átti sér stað.
Þeir, sem jafnan hafa haldið þvi fram. að ekki ætti að
blanda saman aðild jslands að NATO og fiskveiðideilu
við Breta hafa fengið sinn skammt ómældan af ásök-
unum um undirlægjuhátt við erlenda aðila og brigzlyrð-
um óþjóðholla iðju. Nýlega varð Josaph Luns, fram-
kvæmdastjóri NATO til þess fyrstur manna að meta til
fjár framlag íslendinga til varnarsamstarfs vestrænna
rikja. Nefndi hann svimandi fjárhæð I þessu sambandi.
og var kannski ekki nema von að siðferðisþrek skamm-
sýnna peningasálna hér á landi þyldi ekki slika freist-
ingu, heldur létu þær eftir sér að fara á andlegt fyllerí.
Við skulum gera okkur grein fyrir því, að verði Ijéð
máls á þvl að farið verði að verzla með öryggi þjóðar-
innar þá er forsenda þess að landið sé varið brostin. þvi
að hvað er þá að verja? Hitt væri svo aftur kaldhæðni
örlaganna ef það yrði næsta verkefni þeirra. sem hingað
til hafa borið gæfu til að standa vörð um öryggi lands
og þjóðar. að kljást við öfl sem vilja selja þá arfleifð sem
er forsenda þess að hér geti lifað frjáls þjóð I frjálsu
landr.
— Áslaug Ragnars.
ftuc- AÐUP. ■ ‘ tT fJfiUL- PiPR roK ■
'i'l 'óMfr m k ii C>H Q- É IN |£' -a x>
m 1l-r kH u ?- &alti (2-. Kví E / M /V C
Kí1?.
'IL’RT TEKuíZ UWPIÍ2. H - í 5
5>Tr) F ~ M C, P/táuí •PclKííAR
y.P i)- u a. 'JZuti HtrruR
i'iTii H'ffíT- AR
r ^ - 3 f' ■ A r< AwaP- l^l'fíL- A £> 1 KiMdh þRnur- i p.
á £ C ' - A'LFUM Hee/iow Ka(?l- X> ýft-
ÍLplSi P/ÍXA ■ £/AJk
ToN- SEKk- uPiWn N'i tK- Af?
M L X. Kflíi.- NÍflFfOS 1
í,TÚLKft e"%
K'JEP- FUG'- V KfíftFT- h
MT(V< irÐ K 1S F U Ca L 3Y6C.- IfJCC
KEl(U\ TéLftO.
KV£ ToTt i
FK.Q i (?«£>- rffufí 4!** Fc C - 5£TN- 1 w O.
SPIL
(áÆLUi /VAFfS IC/Rfc Fdun- e pm i '
I /N M HAWD- Aft- M o l.D **
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
n ,Ji
% ’A s T ft !*(•(»? ro S K A ? L E ö,
K '1 N A K A P A .... T A
«t'•' K U N N á R l N N U «.
■ - r ’o u F Æ- K \ N 6. U R N 6 H 1
E v_ T A. F R A N C \ ■ "■; A N
, ' K A b T A L 3S ó l G. F i N N U R
1 u R S> A v'.v' hA F r R A s írc. 1 ■Ð A
* 1 k R \ N '0 T U R K
r E fi “«’«• 'A . 1,. N E S .. -?• F • •’ S - f'J R. A
u " M 1 i/r K \ G. H \ N d. A R $ Vc Ci *
E r A ' - ' L A ”A R L A .. 4 • Á $
L A L A E K • T *l M A r t
u Á -?> n t O r 1 K 0 N U N N Ij T
H R E i n T i F A N* 1 N K ...» Á m.
©