Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Page 9
 Efst til vinstri: Á fallegum grjóthól ofarlega í garðinum gnæfir „Napóleon", sem nánar er sagt frá í greininni. Til hægri: Huldufólkskletturinn, sem upp kom úr lóðinni. í skugganum við klettinn fellur dálltil lækjarsytra fram af klettastalli. Að neðan til vinstri: „Steinblómið", tréð úr garðinum við Túngötu, sem flutt var í Kópavoginn og steypt niður. Til hægri: Séð yfir garðinn að Fögrubrekku 47. íbúðarhúsið stendur neðst f lóðinni. Fossvogshverfi I baksýn. Þessi bátavinda blasir við, þegar komið er ( hlað I Fögru- brekku 47. skrúfa fyrir hann inni í húsinu, enda er hann til kominn á þann hátt, að Gunnar leiddi vatn upp t brekkuna til þess að geta hlýtt á lækjarnið á sfðkvöldum. Auk þess er fallegur gosbrunnur niðri við húsið; bunan stendur uppúr fallegri hellu, sem þau hjón fundu f Grindavfkur- hrauni. Efst í brekkuna er raðað þvf fræga Kópavogsstórgrýti, en þarnæst tekur við ýmiskonar trjágróður, sem dafnar vel. „Ég keypti öll tré vel við vöxt“, sagði Gunnar, „ég nennti ekki að bfða fram á gamals aldur eftir þvf að þau yxu úr grasi“. En garðurinn er lfka að tals- verðu leyti grasi gróinn og stallar gerðir f brekkuna með gömlum sfmastaurum, sem liggja láréttir. Eitt tré er þó f þessum ævin- týragarði, sem yfirskyggir flest annað, enda með stærstu trjám, sem vaxið hafa á Islandi. Eitt allra trjáa f garðinum ber það ekki lauf og skýringin á þvf er sú, að rætur trésins urðu eftir á þeim stað, þar sem það óx og lifði, — en hér er það steypt niður og kallað „steinblómið". Forsaga málsins er sú, að vegna nýbyggingar varð að farga garði með einkar falleg- um, stórum trjám á horni Garðastrætis og Túngötu. Við innganginn eru nokkur listaverk eftir húsbóndann úr járni og öðru varanlegu efni, og kvarnarsteinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.