Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Síða 2
Hiilda Valtijxdúttir rœðir ri<) ÞÓR JAKOfíSSON veömfræöiuij, sem starfar ri<) eeöiirfrœöiriirinsákiiir í Kanada Þ6r J akobsson Veður og veðurfar hefur löngum haft mikilvæg áhrif á afkomu íslendinga, bæði til sjávar og sveita, þð auðvitað enn meiri og al- mennari áhrif áður fyrr en nú orðið. Sama gildir eflaust um aðrar þjóðir heims. Þ6 er til efs að veðrið sé nokkurs staðar eins vinsælt umræðuefni og hérlendis, enda veðrátta óstöðug og síbreytileg. Menn ræða sín á milli um rigninguna í gær eða sólar- glennuna f morgun og hverjar horfurnar séu hinn daginn. Og allir vita sínu viti upp á gamla mát- ann. Áður fyrr var það dag- legur þáttur f lffi manna að gá til veðurs og voru menn misjafnlega veður- glöggir. Þá var ekki stuðst við vfsindalegar athuganir heldur ályktanir dregnar af fyrri reynslu eða „sjötta sansinum“ svokallaða. Ský voru skoðuð og blikur á lofti og kvöldroði og morgunroði sögðu sitt. Sumir fengu líka gigtar- sting og vissu þá hverslags veður var í nánd. Veðurfræði er ekki gömul vísindagrein, í mesta lagi 100 ára og veru- legur kippur kemur ekki í þróun hennar fyrr en með fjarskiptunum, en nú fleygir henni fram. Gervi- tunglum er skotið á loft til að fá skýjamyndir og eru þau gott hjálpartæki f sam- bandi við veðurspár varðandi lægðir. Nú á síðustu árum er mikið stuðst við tölvur við alls- kyns útreikninga í sam- bandi við veðurfar því f þessarri grein ku vera feykimikið um tölur. Þrátt fyrir mikið skraf manna á meðal og almenn- an áhuga á veðrinu, eru menn ef til vill ekki vanir því að hugsa um veðurfar f stærra samhengi — hverj- ar séu orsakir veðurfars- breytinga — hvað miði rannsóknum úti í heimi á veðurfari hér á jörðinni — og hvort veðurspár geti orðið áreiðanlegri eða muni ná til lengri tfma í náinni framtfð. Nýlega voru stödd hér á landi dr. Þór Jakobsson og kona hans Jóhanna Jóhannesdóttir ásamt börnum sfnum. Þór stundaði veðurfræðinám í Noregi, í Ósló og Bergen en fluttist að námi loknu til Kanada og varði doktorsritgerð sina við McGill-háskólann í Montreal. Síðan hefur hann starf- að við Rannsóknardeild Veður- stofu Kanada (The Atmospheric Environment Service) í Toronto. Á vegum veðurstofunnar í Toronto starfa 700 manns, 600 við veðurþjónustustörf en um 100 manns við rannsóknardeildina. Þar af eru 50 vísindamenn og sérfræðingar á ýmsuin sviðum sem að veðurfræði lúta, s.s. loft- mengun og veðurspám til lengri eða skenmri tíma svo nokkuð sé nefnt. Þór, svo að við byrjum á byrj- uninni: Hvað er eiginlega veður- far? Hugtakið veðurfar táknar meðalástand andrúmsloftsins og eru þar með talin frávik, sveiflur og hreyfingar miðaðar við meðal- lagið. Á veðurfar má líta á tvennan hátt. Annars vegar er það eins konar landfræðileg lýsing byggð á athugunum margra ára. Hins vegar er veður- far jarðkúlunnar eðlisfræðileg heild, þar sem veðrið á hverjum stað frá degi til dags er ekkert nema hverful stundarhegðun loft- hjúpsins í veiðleitni hans til að fullnægja láréttri og lóðréttri til- færslu á efni og hreyfi- og hita- orku. Hér reynir því á skilning á tiltektum andrúmsloftsins um- fram það; sem einskær lýsing get- ur gefið. En hverjar eru þá orsakir veðurfarsbreytinga? Orsaka veðurfarsbreytinga þarf að leita út fyrir andrúmsloftið sjálft og gildir því annað um þær en daglegar breytingar eins og gangi lægða og hæða frá degi til dags. Orsakirnar hljóta að vera af ýmsum toga og mætti skipa þeim í tvo meginflokka, innri ferla og ytri. Innri ferlar eru víxláhrif andrúmslofts og úthafanna, íss á höfum úti og á þurru landi yfir- borðs meginlandanna og jafnvel lifandi náttúru. Þetta er býsna flókið kerfi, sem við getum kallað veðurfarskerfið. Hverjir eru ytri ferlar? Meðal ytri ferla má telja jarðeðlisfræðilegar breytingar utan þessa veðurfarskerfis, sem eru þá ýmist af jarðneskum eða himneskum toga spunnar, ef svo mætti segja, af manna völdum eða náttúrulegar. Áhugi er talsverður á hugsanlegu samhengi sólarat- burða annars vegar, svo sem sól- areldgosa og breytinga á geislun og orkuflutningi með svonefnd- um sólarvindi og hins vegar veðurbreytinga hér á jörðu niðri. Sjálfur er ég við annan mann að dútla að vinstrihandarverki á þessu sviði og byggjum við athuganir okkar á gögnum um breytingar á segulsviði og enn- fremur þykkt andrúmsloftsins. Til ytri ferla teljast líka áhrif af völdum agna eftir meiri háttar eldgos, en það er tilgáta sumra að gosaskan hafi tilfinnanleg áhrif á geislunarbúskap jarðar eða örvi skýjamyndun og úrkomu til muna. Aukning koltvísýrings i andrúmsloftinu vegna oliu- brennslu siðan í upphafi iðn- væðingar á siðustu öld er mörgum áhyggjuefni, þar sem enn frekari aukning gæti valdið veðurfars- breytingum. Fleiri spennandi spurningar um ytri ferla mætti telja, en nær- tækasta verkefni veðurfræðinnn- ar er þó að mínum dómi að kom- ast til botns I samspili innyflanna I dýrinu, hinna innri ferla veður- farskerfisins, en þeir eru lík- legastir til að valda árstiða- sveiflunum, styttri veðurfars- sveiflum. Hver er áhrifamestur meðal innri ferlanna? Umfangsmiklar rannsóknir fara nú fram á vlxláhrifum lofts og hafs og hefur samhengið verið kannað milli stórra svæða.á höf- um úti, þar sem frávik frá meðal- lagi yfirborðshita er teljandi og langvarandi, og hringrás andrúmsloftsins hins vegar. Eng- inn vafi er á þvi að þessi frávik sjávarhitans hafa gagnger, áhrif og vel gæti verið að orsakanna að afbrigðilegu veðurfari á Islandi sé stundum að Ieita til sjávarhita við miðbaug jarðar í Kyrrahafi 3—6 mánuðum áður. Eitt af verkefnum okkar við veðurstofu Kanada er einmitt að athuga þetta samhengi og höfum við til þess gögn um háloftin, veður og sjávarhita á norðurhveli jarðar siðasta aldarfjórðung. Hvað um haffsinn? Annar mjög mikilvægur innri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.