Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Page 4
Þór Jakobsson veðurfræðingur ( rannsóknar- leiðangri í íshaf- inu við Baffins- land. Skipið er fast f (snum og sjálfur stendur Þór á (snum framan við skip- ið. Olíklegt að tæknin breyti veðurfarinu Öraunhæf draumsýn, f bili að minnsta kosti: Stundum hafa menn fmyndað sér, að vfsindamenn gætu með háþróaðri tækni ráðið gangi lægða og hæða. En á þvf bólar ekki, kannski sem betur fer. álíka að stærð og Reykjanesið. Kunningi minn einn vinnur ein- mitt við slíkar rannsóknir. Fyrir þeim vakir aðallega að koma í veg fyrir mikla þurrka eða slökkva skógarelda, en slikt getur verið mikils virði. Ný heyrast stundum raddir um að ný fsöld sé f aðsigi? Ég held að menn ættu að vera varkárir í slíkum fullyrðingum. Að minu áliti er frekar um veður- farssveiflur að ræða en nýja ísöld. En mér dettur i hug dæmi um það, hvernig visindapólitík er stundum rekin á röngum grund- velli. í slíkum málum er oft um að ræða milljónir dollara, sem deilt er um hvernig eigi að veita. Þá getur það gerst að talsmenn hinna ýmsu vísindagreina fara að skelfa fólk og fullyrða eitthvað sem þeir vita þó alls ekki með vissu og án þess að hafa sína visindamenn með í ráðum. Þetta er barnaleg ákefð og höfð í frammi til að klófesta fjármagn. En þvi er likt farið um visindamenn og skáldin — allt kemst upp ef það sem undir býr er ekki „ekta“. Nýlega var gerð tilraun til þess að koma á áberandi þingi i Ottawa, þar sem útlista átti mikil- vægi veðurfarssveiflna og hversu áriðandi væri að taka tillit til þessa í sambandi við verklegar framkvæmdir. Til þingsins var boðið 1200 stjórnmálafrömuðum og viðskiptajöfrum, en þeir voru ekki fleiri en 18 sem fannst ástæða til að þiggja boðið. Þarna var sem sé skotið yfir markið, því enn er langt í land þar til hægt er að spá fyrir um veðurfarssveiflur í framtíðinni. Geturðu sagt okkur nokkuð sér- stakt um ný viðhorf varðandi veðurfræði? Ef til vill mætti nefna það ný viðhorf, að nú er farið að tala um ýmsar greinar náttúruvísindanna i meira samhengi en áður var. Aður var þeim vandlega skipt í sérstakar greinar. Nú skilja menn betur samhengið í þessu náttúru- kerfi okkar — andrúmsloftinu, hafinu, hafísnum, jöklunum, lífrænum efnum, sólinni o.s.frv. Allt hefur þetta áhrif á orku- búskapinn, svo þessar greinar eiga því saman. Mönnum er sem sé farið að skiljast æ betur að jörðin er ein heild. Um veðurfræðina má segja að þar bíða vissulega mörg og að- kallandi verkefni. Hún er heillandi framtíðarfag fyrir menn, sem vilja leggja fyrir sig náttúruvísindi, ekki síst fyrir þá sem áhuga hafa og ánægju af jarðeðlisfræcji, stærðfræði, tölvum, eða umhverfinu yfirleitt. © Hrafn Gunnlaugsson GRAFARINN MEÐ FÆÐINGAR- TENGURNAR i öxina brýnir ískaldur vindur liggja nú hálshöggnar útlendar rósir flaksast um gapastokk gráar hærur gular af blóði s föl ert þú ástin fálát og hljóð finnurðu ekki lyktina af lyfjum og blóði langt er F upprisu langur er svefninn láttu þig dreyma um Ijóshærða elskhuga III þegar hendur þínar vaxa inn F hár mitt heitir skuggar F svartasta skammdeginu þegar stormurinn steytir hnefann og húsið stynur af gleði þegar viðatturnar opnast F örmum þínum rís heimurinn úr ösku sinni VI ó hlátrar sem nötra niður F iður jarðar og brotna F brimi hafsins hverja nótt reyndum við að þrýsta okkur hvort inn F annað engdumst F krepptum örmum eins og ormar F feitu kjöti Your worm is your only emperor for diet: we fat all creatures else to fat us, and we fat ourselves for maggots: yourfat king and your lean beggar is but variable service — two dishes, but to one table: that's the end svart hár þitt ský af glansandi fiskiflugum flaksast F vindinum suðandi út um brotinn glugga fyllir vit mín hvltum vtum fjötraður F örmum þinum fjötraður F IFfi þFnu fjötraður við dauðann fjötraður við dauðann fjötraður við dauðann grafarinn beitir fæðingartöngunum af öryggi yfir opinni gröf og erfið fæðing glýja og myrkur grafir eftir grafir á fleygiferð um himingeiminn fæða nýja IFkama nýtt Ijós, nýtt efni F nýjan dauða J’ai essayé d'inventer de nouvelles fleurs, de nouveaux astres, de nouvelles chairs, de novelles langues. J'ai cru acquérir des pouvoirs surnaturels. Eh bien! je dois enterrer mon imagination et mes souvenirs! Une bella gloire d'artiste et de conteur emportée.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.