Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Síða 9
A myndinni fyrir miðju er málarinn sjálfur, en hér að ofan er eitt af eftirlætis viðfangsefnum hans: Gosið f Eyjum, Eldfellið og kynjamyndir hraunsins. hvar það býr, á erfitt með að skilja svona afstöðu. En Guðni var eins og hestur, sem ekki unir sér I nýjum heimkynnum, verður viðþolslaus og strýkur. Guðni veslast upp og hættir að geta unn- ið, ef hann er ekki f Vestmanna- eyjum. Honum var þetta fulikom- in alvara og gerði sér ljóst, að hann var of bundinn Eyjunurn til þess að geta átt heima annarsstað- ar. Fyrr á árum hafði Guðni byggt veglegt fbúðarhús f Vestmanna- eyjum, en þá var hann ekki far- inn að mála f þeim mæli sem sfðar varð og þessvegna gerði hann ekki ráð fyrir vinnustofu. Þetta hús fór alveg á kaf f ösku og veggirnir sprungu. Viðlagasjóður keypti húsið, en sfðastliðið sumar keypti Guðni það aftur. En þegar það fagnaðarrfka skref var tekið að flytjast aftur út f Eyjar, fór Guðni sjálfur til Noregs og valdi sér sitt eigið viðlagahús, sem reist var á fallegum stalli ofan við bæ- inn með dýrlegu útsýni. Og nú eignaðist hann rúmgóða vinnu- stofu f fyrsta sinn. Húsið er tæpir 200 fermetrar með bflskúr og geymslu og þar af er vinnustofan 48 fermetrar. Áður hafði Guðni aðeins haft kjallaraherbergi til að mála f og gat aðeins unnið þar við ljós. Þau hjónin eru samt að velta þvf alvarlega fyrir sér, hvort þau eigi að flytja aftur f gamla húsið, sem þau byggðu og alltaf togar f þau. En þá verður Guðni að byggja sér vinnustofu. Viðlaga- sjóðshúsið er að vfsu ágætt, en f stórvíðrum nötrar það og miklir brestir kveða við. Guðni Hermannsen hélt fyrst málverkasýningu f Vestmanna- eyjum 1965 og sfðan hefur hann verið atorkusamur og haldið 14 einkasýningar; þar af þó aðeins tvisvar f Reykjavfk. En ekki alls fyrir löngu hélt hann utan til Færeyja og efndi til sýningar f Þórshöfn. Þar fékk hann bæði góð ummæli og seldi myndir. Flestar þær myndir, sem hann hefur selt, eru annars niðurkomnar f Vest- mannaeyjum; hann telst fremur dýrseldur og verðleggur mió- lungsstórar myndir á 200 þúsund. Þegar ég var á ferðinni f Eyjum og hitti Guðna, var hann tilbúinn með sýninguna, sem hann bjóst þó aðeins við þá, að yrði ekki haldin fyrr en einhverntfma á næsta ári. Þar stóðu f stöflum 80 olfumyndir og búið að kosta 700 þúsundum uppá innrömmun, enda ekkert til sparað. Myndefnið var eins og við mátti búast frá Vestmannaeyjum, það sem ekki flokkaðist undir hreinar fantasf- ur. Guðni hefur með árunum ver- ið að mjaka sér f áttina að hrein- um súrrealisma, enda falla vinnu- brögð hans mjög vel að mynd- hugsun súrrealismans. Aftur og aftur bregður fyrir björgunum með þessum sér- kennilegu sandblásnu lfnum, sem þar koma fyrir. Nýja hraunið og fjöllin, Eldfell og Helgafell, eru Ifka hugleikið viðfangsefni, venjulega með fvafi af dularfull- um ffgúrum f anda súrrealism- ans. Veikast þátturinn f mýndum Guðna er myndbyggingin; hann virðist einfaldlega ekki leggja áherzlu á að mynd sé vel upp byggð, eða góð f „komposisjón“ eins og oft er sagt. Aftur á móti eru vinnubrögðin framúrskar- andi og tæknin f bezta lagi. Og Guðni hefur náð þvf marki að vera persónulegur. Hann hefur algerlega sinn eigin svip, sem margir munu þó telja að sé keim- Ifkur þvf, sem fyrir kemur f myndum Sverris Haraldssonar. Það er rétt að vissu marki og raunar eðlilegt. Sverrir er eins og Guðni uppalinn f Vestmannaeyj- um og þeir Guðni og Sverrir hafa alla tfð sfðan verið góðir kunn- ingjar og borið saman bækur sfn- ar. Það kemur ekki á óvart, að Guðni kveðst hafa sérstaklegar mætur á Salvador Dali. Þó segist hann ekki hafa lagt stund á að stúdera Dali sérstaklega, né held- ur aðra súrrealista. En myndir Guðna hafaoft að auki ýmistákn- ræn gildi og umfram allt annað hefur gosið verið áhrifavaldur á verk hans uppá sfðkastið. Raunar hafði einskonar fyrirboði sést áð- ur. Fyrir fjórum árum málaði Guðni mynd, sem hann nefndi „Hefnd Helgafells". Þar er Helga- fell að gjósa og hraunstraumur stefnir á bæinn. En hverju reidd- ust goðin? Um það segir Guðni: „Það var búið að stórspilla Heigafelli með rauðamalartekju f götur og flugvöll. Þetta var orðið eins og svöðusár f fjallinu og ég vildi Iáta stöðva verkið og koma f veg fyrir frekarí óprýði. Mér finnst að við getum ekki haft leyfi til að eyðileggja fjöll fyrir Sjá nœstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.