Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1976, Page 11
Fyrsti fiski- róðurinn Saga eftir KRISTMANN GUÐMUNDSSON Þetta var fyrsti fiskiróðurinn hans Gríms litla, og mikið hafði hann hlakkað til þessa dags. Árum saman hafði hann beðið afa sinn, sem var formaður á stærsta bátnum f Víkinni, að lofa sér með í róður. En gamli maðurinn sagði allt- af, að nógur væri tíminn; hann yrði nú að fermast fyrst. Og á meðan skyldi hann læra landvinnuna: gera að fiskinum og verka hann, beita linur og annað þessháttar. En allt þetta fannst Grími litla ósköp leiðin- legt. Hann ætlaði sér að verða sjó- garpur, eins og afi hans, verða for- maður á stórum bát og tyggja skro og skipa fyrir, ganga í klofháum stígvél- um og með gulan sjóhatt. Á sunnu- dögum ætlaði hann svo að standa gleiður fyrir framan sjóbúðina sfna, tala við hina kallana og spýta rr.ó- rauðu. En árin liðu seint og hann hafði oft verið óþolinmóður. Loksins fermdist hann svo f vor. Þá sagði afi: „Nú jæja, kannski best að fara að kenna þér sjóinn, lagsi. Þú færð að fljóta með í næsta róðri." Og nú var hann kominn út á mið; Og fram að þessu hafði allt verið gleði og gaman. Þeir sigldu snarpan byr út Vikina i sólskini morgunsins og hvað eina gekk eins og í sögu. Enginn þurfti að hreyfa ár, fyrr en komið var út á miðin og farið að leggja lóðina. Þetta var alveg eins og Grfmur litli hafði hugsað sér það: skemmtilegt og spennandi, og einhver munur á þvf eða þræla i fiskverkun og beitningu I landi. Hann sat á þóftu frammf, að- gerðalaus, og horfði á afa sinn, hann Gamla-Grim, síðskeggjaðan, brúna- þungan og svipmikinn, þar sem hann sat við stýrið og skipaði fyrir, hvass nokkuð og stuttur í spuna. Hann þótti sjókaldur, gamli maðurinn. En ein- mitt svona ætlaði litli Grimur að verða, alveg eins og afi hans, sem var djarfasti, en jafnframt öruggasti for- maðurinn ÍVÍkinni. En — æ — hver skollinn var nú þetta? — Grfmur litli hafði ekki veitt veðrinu neina eftirtekt siðan þeir felldu seglin, en þá var glaða sólskin og svo lítill vindur. Og meðan verið var að leggja lóðina kom snöggvast blæjalogn. En nú var sólin allt i einu horfin, himinninn hulinn skýjum og farið að hvessa á norðaustan; Bátur- inn hjó, og allt um kring var sjórinn tekinn að freyða, hvitir öldukambar svo langt sem augað eygði og sást varla til lands, rétt grillti í Vikurhorn- ið. Grfmur litli hafði oft og mörgum sinnum heyrt um það talað, hvað hann gæti verið snöggur að rjúka upp á norðaustan úti fyrir Vikinni; hann átti til að skella á með manndrápsveð- ur á nokkrum minútum; Og nú var útlitið svo annarlega ekki gott. Grim- ur litli leit rannsóknaraugum á kallana — höfðu þeir ekki orðið varir við þessa veðurbreytingu? Jú, ekki bar á öðru; það voru tveir komnir i andófið, en hafði verið einn rétt áðan; og þeir urðu bersýnilega að taka fast á árun- um til að halda i horfinu. Hinir rjáluðu við matarskrinurnar sinar, en voru alltaf að líta hver á annan og gefa formanninum hornauga, það var ber- legt að þeim var alls ekki rótt. — Gamli-Grimur afi varafturá móti hinn rólegasti; hann sat við stýrið sem fyrr, hélt bátnum upp í vindinn og gaf gaum að öllu, en var likt og hálfleti- legur á svipinn. Allt í einu kom þó hvöss og köld skipun úr skutnum: „Róið að belgn- um og byrjiðað draga," Þá skildist Grími litla að hætta væri á ferðum, því að svo mikið vissi hann að lóðin var enn ekki búin að liggja nærri nógu lengi. Þeir voru tæplega hálfnaðir að draga, þegar komið var ofsarok. Þá var ekki nokkur leið lengur að verja bátinn við drátt, og formaðurinn gaf skipun um að skera á lóðina. Nú fór að fara um Grim litla. Afi hans var orðinn svo hvass og harður i framan, og skipanir hans skullu gegn um stormgnýinn, eins og hamar á steðja: „Seglið upp; Þrifiðað; Fokk- una stífa; Jón og Hannes í austur- inn;" Það var þegar kominn haugasjór og skvettirnir gengu yfir bátinn. Grímur litli fékk saltbragð í bunninn, þar sem hann húkti á fremstu þóft- unni, og aldrei á ævi sinni hafði honum fundist hann vera jafnlitill og þessa stundina. Hann starði á afa sinn, sem var orðinn eins og grjót i framan, en virtist annars rólegur og hvergi smeykur. Stýrissveifin lék í höndum gamla mannsins, og bátur- inn beinlínis flaug áfram gegnum öidurótið. En alltaf var að dimma og hvessa; Þetta var voðaveður, og stöð- ugt gaf meira á. Það var kominn kökkur í hálsinn á Grimi litla, því að hann þóttist viss um að þetta gæti ekki endað vel. Og nú var alvara á ferðum, þvi að mennirnir tveir í austrinum höfðu ekki undan. „Nafni," kallaði Gamli-Grimur allt í einu. „Þú tekur við fokkustaginu; Haltu þvi stifu, en vertu eldsnöggur að fíra, þegar ég segi til. — Þorsteinn, þú ferð með þeim i austur- inn; Og látið þið nú hendur standa fram úrermum," Þorsteinn, sem var ungur og hraustur sjómaður, hafði gætt fokku- stagsins, og sýndi nú Grimi litla, hvernig hann ætti að halda I spott- ann, án þess að þreytast, og hvernig væri firað. Og þarna var þá drengur- inn tekinn við ábyrgðarmiklu starfi um borð. En nú var hann lika orðinn alvarlega hræddur. Báturinn virtist alltaf öðru hvoru vera að sökkva í sælöðrið og hvit froðan skófst yfir hann að staðaldri. Þeir voru augljós- lega að því komnir að farast; Það fóru hitastrokur um hann allan og það var krampakenndur tiringur i maganum. Snöggvast hvarflaði hugurinn til lands og hann minntist Ingu, ferm- ingarsysturinnar fallegu með gula hárið Hann hafði fyrir löngu ákveðið að giftast henni; þau höfðu alla tíð verið svo góðir vinir. Skyldi hún gráta þegar— nei, það mátti ekki henda; Hann sem átti allt lifið sitt eftir, og ef að hann færist núna, þá myndi hún sennilega giftast Kalla smiðs, sem ætið var að sníglast i kringum hana; Grímur litli hleypti brúnum og roði hljóp fram i kinnar hans. Hann sá i anda Kalla þennan, stuttan og digran strák með ógeðslegt háðsgoltt á vör- um. Nei; Aldrei skyldi hann fá Ingu; Skollinn hafi það; Ingu ætlaði hann sjálfur að eiga, hvað sem tautaði og raulaði. Þeir yrðu að komast af, það varekki um annaðað ræða; Hann var enn svolitið smeykur, en hræðslan hafði stórum minnkað, og nú hvessti hann augun út í særokið, Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.