Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 3
Frægur? Hann svitnaði af innri vellið- an við tilhugsunina. Bókin hans, hans sjálfs, mundi standa í öllum búðargluggum á morgun. Bókin hlaut að fljúga út. Fólk mundi standa i biðröðum til að komast að, og allir spyrðu eftir bókinni hans, hins nýja upprennandi skálds. Margir kaflar i henni voru áreiðanlega á borð við hið besta, snjallasta sem skrifað hafði verið á íslenska tungu. Hann hafði lesið það i blöðum, að næstum önnur hver bók sem kom út, væri það snjallasta, sem skrifuð hefði verið á islenska tungu, að Snorra Sturlusyni ólöstuðum. Allar setningarnar voru samfelldar, meitlaðar og margar hverjar stuðlaðar, svo að Jóhann Sigurjónsson hafði ekki gert betur. Hann sá í huga sér brosið á kennara sinum, þegar hann læsi í einhverju blaðinu, að hann væri búinn að gefa út bók. Nei, hann var miklu snjallari en kennari hans. Samt ætlaði hann að senda honum eitt eintak og skrifa efst á saurblaðið hægra meginn eða á ská — nú var víst farið að gera það: Með kærri kveðju frá höf. með löngu listamannsstriki út úr eff- inu á höf. — Mikið helvíti er þetta gott hjá stráknum, mondi fplk segja. Strákn- um, mundi fólk segja. Stráknum? Hver gat vitað að hann var gamall kúasmali úr Skagafirði. íslenskan var svo glæsileg. Fyrsti kaflinn hét: Haustkvöld. Og svo ekki meira í þeirri línu. Svo kom hin snilldarlega náttúrulýsing, sem hann einn kunni að orða: Þögul og hátignarleg kyrrðin hvilir yfir láði og legi. Söngfuglinn þagnað- ur í mýri og mó. Allt býr sig nú í ró undir snjó. Döpur fjallkonan drúpir Mein eftir munuð Smásaga eftir Svein Bergsveinsson Á morgun. Skáldið snéri sér i rúminu af hægri hliðinni yfir á þá vinstri án þess að nema staðar á leiðinni. Þetta var hraðferð sem or- sakaðist af hugaræsingu. Og engar likur til að hann sofnaði fyrsta kastið. Stærsta stund lifs hans beið hans á morgun. Klukkuna vantaði núna 21 mínútu í tvö, og hann hafði lagst fyrir kl. 11. Fórfram úr, opnaði gluggann. Kalt næturloftið streymdi inn. Honum varð litið til stjarnanna og hins hverf- andi tungls, sem betur fór á að kalla mána i skáldskap — miklu betra rímorð — og hóf nú leit að vel \^j|dum orðum um þessi himindjásn. Glitra nú hin gullnu stjörnulog Já, það mátti með sanni segja, að þau glitruðu, glömpuðu, tindruðu. En næsta lína varð að byrja á g: gjóla, gola — Þárna kom sko rétta orðið. og golan svalköld næðir mér um barm (eða baðm) eftir því hvort hann notaði rimorðið arm eða faðm á móti í því lá listin, að sjá fram i timann hið rétta rimorð. Á móti ,,log" var til sog, vog, trog. Nei, þetta gekk ekki, að standa fá- klæddur í kuldanum fyrir opnum glugga til að biða eftir innblæstrin- um, þó að bestu listaverkin yrðu til með fyrirmyndina fyrir augum. Titian — Hann varð að reyna heldur í rúminu. Hann steypti sérafturá höfuðið i rúmið og skall með höfuðið á rúmbrikina. „Æ, mikið ■— ", Hann néri auma blettinn góða stund, og breyddi svo sængina upp yfir höfuð. Þegar hann kom aftur til sjálfs sín, var hann búinn að gleyma uppfitjun- inni, sem hann ætlaði að prjóna við. Þetta var svo ágæt byrjun: glampa, titra. Hann gat ekki munað neitt, dýr fjársjóður farinn forgörðum. Föður- landið yrði einu listaverkinu fátækara. Skáldið fann það á sér, að hann var of óstyrkur til að skapa listaverk á þeirri nóttu. En hvað gerði það til, ef hann vaknaði frægurað morgni? höfði við dvínandi birtu og lækjarnið. Trén standa nakin og einstæðingsleg eins og ekkja syrgjandi ástkæran mann og mög. Og sonur hennar kallar sig líka Hjartarmög. Bliknaður foldarbaðmurinn blundar í faðmi haustgyðjunnar, hörpustrengirnir brostnir og tónarnir horfnir út I ó- endanleik geims og tima. þaðan sem þeiraldrei aftur hverfa! Og andi hans sveif um leið út í óminni svefnsins. H : nn hélt hann væri dauður. Og þó — Hann dreymdi, að hann væri að fremja sjálfsmorð. En ekkert gekk né rak. Stundum var hann að kafna i sjó, stundum að hengja sig uppi í hey- hlöðu. En alltaf vaknaði hann aftur um leið og hann dó. Og það var allt út af stúlkunni, sem hann elskaði. Stundum var hún prinsessa i Indía- löndum, sem bauð honum að drekka af tveim bikurum, og alltaf valdi hunn eiturbikarinn, stundum var hún dóttir hreppstjórans, og þegar hann ætlaði að ná henni, hljóp hún burt og snara kom niður úr þakinu, hann reyndi að hlaupa burt, en snaran kom alltaf á eftir. Loksfann hann hana aftursof- andi í rúmi sínu. Var þetta veruleiki eða draumur eða kannski úr skáld- sögunni, að minnsta kosti kom þetta upp i draumvitund hans með snöruna tilreidda yfir höfði sér: Hann tók hendinni yfir um hana og vafði hana að sér. Hún fann seiðandi straum seitla inn í sál sina alla leið niður i hjartagróf. Hið ómótstæðilega afl ástarinnar. Hann beygði sig niður að henni, og varir þeirra mættust gagnkvæmt. Hún drakk kossaregnið af vörum hans eins og skrælnuð jurt, sem sýgur i sig fyrstu regndropana. Hún reis upp í rúminu og hallaði höfði sinu upp að brjósti hans eins og í draumi, lémagna af sælu. Sálir þeirra runnu saman í eina samstillta verund, í órjúfanlega eining og þau voru bara tvö ein í veröldinni. En ekkert gekk eða rak. Og hann var meistari í að lýsa svölun kynferðislífsins. Ég elska þig, ég elska þig, tautaði hann. Hvort sem þetta va? draumur eða veruleiki, þá vissi hann, að hann hafði skrifað djörfustu lýsing á svölun ástarinnar eins og til dæmis þetta. Hann var ekki lengur í rúminu, heldur sat við skrifborðið og las sina eigin ástarlífslýsingu með sælubrosi á vör: „Ég breiddi yfir okkur rekkvoðina og þrýsti og þrýsti, og það var min sælasta stund. Algleymið greip okkur bæði föstum tökum. Ég lyfti upp hægra fæti------------. Og svo komu strikin, fjögur löng strik. Þau sögðu meira en margar blaðsíður eða kvik- mynd á tjaldi. Það hafði engin komist svona langt, áðuren strikin komu. Og það vissu allir, hvað strikin þýddu, óþarfi að hneyksla fólk með þvi að skrifa það, sem það sagði sérsjálft. Ef það hneykslaðist á því samt sem áður, þá var hægt að benda á, að þetta væru bara strik, fjögur meinlaus strik. Bara að lífið væri allt eintóm strik, já strik. - Hann svaf illa um nóttina. Hann dreymdi, að það sem hann hélt vera veruleika, væri draumur, og draumurinn væri veruleiki. Sagan hans varð að afskræmdum draum, sem hann lifði sem veruleika, því hlaut veruleikinn að vera draumur. Um morguninn lá lakið fyrir framan rúmið hans. Hann var óútsofinn og ónotalegur i höfðinu. En nú dugði enginn kveifarskapur. Frægurá morgun, nei, frægurí dag. Það hressti hann upp. En það var öðru-vísi að vera frægur i gærkvöldi eða í dag. Það var ein- hvers hversdags blær yfir því að vera frægur í dag — og vita þó jafn lítið. í öllu falli hypjaði hann upp um sig skárri buxurnar. Sem skáld hafði hann keypt sér hatt, staf og gula hanska i tilefni af útkomu bókarinnar. Hann néri hökuna fyrir framan spegil- inn, noj, hann þurfti ekki að raka sig, því að honum var enn ekki vaxin grön. Hann tók stafinn á vinstri arminn, hanskana gulu i hægri greip sína, kiptti upp frakkakraganum að aftan, gekk út og lokaði. Æ. það var rétt, hann hafði gleymt gámasíunum hvitu, allir heldri menn gengu í gáma- síum í Reykjavík, þótt það þekktist ekki í öðrum löndum. Hann varð að taka upp lykilinn og ómaka sig inn aftur. Honum fannst, þegar hann gekk bíspertur niður Vesturgötuna, að fólk Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.