Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 10
Er æskubrunnurinn í sjónmáli? Finch telur að Parkinsonsveiki sé sama eðlis og venjuleg ellihrörnun en mun hraðari og að það sé almenn tilhneiging til minnkandi áhrifa dópamíns í flestum spendýrum. Minnkandi áhrif dópamíns í undirstúkunni vera I miðkjarna hennar (median eminence) rétt fyrir ofan heiladingulinn. Þar er stjórnstöð er stýrir rennsli hormóna frá heiladinglinum. í músum er þessi mikilvægi hluti heilans líklega gerður úr 100 þúsund frumum, en I manns- heila gæti hann verið gerður úr milljón frum- um. í báðum tilvikum er hann aðeins litill hluti heilans en getur samt verið sá hlutinn, sem ræður ellihörnun alls Kkamans. Ekki er enn vitað hvað veldur þv( að hrörnun- in hefst. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á rannsóknastofu Finch, benda til þess að flutn- ingurá dópamíni um himnur taugafrumnanna truflist á einhvern hátt. „Unnt er að Imynda sér, að einhverjar breytingar, sem heilinn stjórnar, verði á starfi innkirtlanna og að hann verði sjálfur fyrir sams konar breytingum um leið," segir Finch. „Þannig gætu orðið keðju- breytingar er valda röskun á jafnvæginu." Hvernig sem þvt er varið, hefir verið sýnt fram á, að unnt er að ná jafnvæginu aftur. George C. Cotizias 4) sem fyrstur notaði L-dópa við meðferð á Parkinsonsveiki, hefir gefið mús- um misstóra skammta af lyfinu. Hann og starfsmenn hans hafa komist að þvi, að mýs, sem fá stóra skammta af lyfinu (160 milligröm á dag), lifa lengur en ella eða sem nemur einum tlunda af venjulegri meðalæfi músa, sem er 28 mánuðir. Margar músanna halda auk þess fullri heilsu lengurfram eftir æfinni en ella. Ef skammturinn er fjögur milligrömm á dag, virð- ist hann hafa lltil áhrif. Á tímum er almenningur væntir kraftaverka af læknavísindunum, gæti slík uppgötvun kom- ið mikilli notkun á L-dópa af stað. En Cotzias er mjög varkár og vill ekki draga of miklar álykt- anir af tilraunum sinum á músum, jafnvel þó að vitað sé, að margir þeirra sjúklinga sem þjást af Parkinsonsveiki og taka L-dópa, geta vænst þess að ná eðlilegri æfilengd. Lyfið hefir líka sina galla. Sumir þeirra sjúkl- inga, sem fá L-dópa við Parkinssonsveiki, hafa orðið fyrir geðröskun er minnir á geðklofa (schizophrenia). „Eins og er," segir Cotzias, „ætti aðeins að nota L-dópa, sem er mjög áhrifamikið lyf, við þeim sjúkdómum sem til er ætlast og ekki til neins annars." Aldraðir (leikfimi. Verð- ur hægt að tefja fyrir öldruninni svo að brátt verði menn f svipuðu ástandi tfræðir eða eldri eins og þeir eru nú al- mennt um fimmtugt eða sextugt? Línuritið sýnir IFfslíkur manna fyrr á tímum, á okkar tímum og eins og þær geta kannski orðið í framtíðinni. Góð tíðindi fyrir grænmetisunnendur Lyfjaverksmiðjur hafa framleitt afbrigði af lyfinu, sem eiga ekki að hafa slikar aukaverkan- ir. Grænmetisunnendur fagna vafalaust þeim tiðendum, að eitthvað af L-dópa er i gamla góðvini þeirra, hveitikliðinu. Enn meira er jafn- vel af þvi i svartbaunum, sem voru einu sinni ræktaðar sem fóðurjurt. Enn sem komið er veit enginn hvort neysla slíkra fæðutegunda hefir áhrif á það hversu mikið dópamín er i heilanum og enn siður hvort þær hafa nokkur áhrif á hrörnunarsjúkdóma. Það er álit lifeðlisfræðing- anna Paolu S. Timiras og Pauls E. Segall, 5) sem hafa mjög fengist við rannsóknirá þessum efnum, að v' 3 séum kannski nær því marki að finna lyl. sem getur lengt meðalæfi manna, en almennt er talið. En þó að nú hilli kannski undir miklar upp- götvanir á þessu sviði, hafa menn öðlast næga vitneskju um hrörnunarsjúkdóma til þess að gera sér Ijóst að baráttan gegn þeim verður stöðug leit gegn straumi náttúrunnar. Með berum orðum sagt virðist náttúrunni ekki vera neinn akkur i þvi að lengja æfiskeið einstakl- inga eftir að þeir hafa getið af sér afkvæmi og komið þeim á legg. Einn vísindamannanna hefir lýst þvi með þessum orðum: „Ef við getum ekið gamla bilnum til bilasalans og lagt hann inn sem hluta af greiðslu fyrir nýjan bil, er okkur sama þó að hann hrynji daginn eftir. Segja má að náttúran sé sama sinnis." Þessi sama miskunnarlausa afstaða kemur einnig fram við rannsóknir á áhrifum L-dópa á tiðalok (menopause). Engin önnur breyting, sem verður I lífi kvenna með aldrinum, er eins greinileg og þessi. Hún erekki tengd neinum sjúkdómi og er gott dæmi um breytingu, sem er ákveðin fyrirfram. Þá hættir myndun tiltekins kvenhormóns (estrógens) en myndun annars eykst (prolactins). Náttúran lætur sig engu varða, að prolactin virðist geta valdið krabba- meini i brjósti. Til skamms tima var talið að tíðalok yrðu um leið og eggfrumurnar tæmdust úr eggjastokk- unum. Joseph Meites og samstarfsmenn hans6) hafa sýnt, að tiðalok lúti fyrst og fremst stjórn heilans, eins og aðrir áfangar, sem fylgja aldrinum. Meites hefir gert tilraunir á gömlum rottum. Honum hefir tekist að gera þær frjóar aftur með tveim aðferðum, annað hvort með því að gefa þeim L-dópa og skyld lyf eða með þvi að örva tiltekið svæði í undirstúkunni með rafmagni. Lækning á krabba- meini í brjósti Meites og samstarfsmenn hans komust að þvi að L-dópa dró úr tíðni krabbameins í mjólk- urkirtlum i rottum. Með þvi að auka dópamin i undirstúkunni virtist L-dópa hafa þau áhrif, að meira myndaðist af gonadótrópíni, sem örvar egglos, en prólactinið i blóðinu minnkaði um leið. Einn árangur þessara tilrauna á dýrum er sá. að nú eru læknar farnir að nota L-dópa gegn tilteknum tegundum krabbameins I brjósti. En þó að lyf þetta geti dregið úr tiðni krabbameins, er ekki þar með sagt að það geti einnig læknar krabbamein. Þetta er mikilvægt atriði þvi að varnir likamans gegn krabbameini og öðrum sjúk- dómum byggjast á ónæmiskerfinu, og er það enn ein sönnun þess hversu lítið náttúran

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.