Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Side 11
lætursig varða einstaklinginn. að varnir ónæmiskerfisins fara að gefa sig löngu áður en þeim aldri er náð, er tlðalok verða. Þar sem L-dópa getur lengt æfiskeið músa, virðist það seinka hrörnun ónæmiskerfisins. Enn er þó margt á huldu um það hvort L-dópa getur endurvakið eigin varnir líkamans i ellinni. Ónæmiskerfið, annað meginrannsóknarefni þeirra er fást við rannsóknir á ellihrörnun, er einkum bundið eitlafrumunum (lymphcytes) sem myndast af stofnfrumum I beinmerg. Nokkrar stofnfrumur flytjast I hóstakirtilinn, sem er undir bringubeininu og verða þar að T-frumum. Frá hóstakirtlinum fara T-frumur út I blóðrásina og eitlana. Þær eru varnarliðið, sem ræðst gegn krabbameinsfrumum jafnt sem veirum, sýklum og öðrum innrásaraðilum. Nokkrar aðrar stofnfrumur úr beinmergnum fara beint út (eitlakerfið sem B-frumur eða B-eitlafrumur. Þær mynda mótefni, sem bind- ast aðskotahlutum og gera þá óvirka. B- frumurnar verða ekki virkar nema þær verði fyrir einhverri örvun frá T-frumunum, en ekki er vitað hvernig það verður. Stórar átfrumur (macrophages) fjarlægja slðan úrgangsefni frá varnarorrustunum, eins og hverjir aðrir sorp- hreinsunarmenn. Minnkandi hóstarkirtill. Margt bendir til þess að hóstakirtillinn gegni mikilvægu hlutverki I minnkandi ónæmisvörn- um Kkamans. Fyrir nokkrum árum vissu menn jafnvel ekki hverju hlutverki hóstakirtillinn gegndi (líkamanum. Hann fer að minnka snemma á æfinni og lengi var talið að hann væri á einhvern hátt tengdur kynþroska. Ein- hver tengsl virðast vera milli undirstúkunnar, heiladingulsins og hóstarkirtilsins. Hvernig sem þv( er háttað, virðist T-frumum fækka eftir þvi sem hóstarkirtillinn minnkar. Afleiðing þess er sú að eldra fólk er berskjaldaðra fyrir fjölda sjúkdóma, allt frá krabbameini til sykursýki. Sumir vlsindamenn eru jafnvel farnir að halda, að hjartasjúkdómar stafi á einhvern hátt af minnkandi vörnum ónæmiskerfisins. Rangsnúin áhrif ónæmiskerfisins, sem kalla mætti „sjálfsónæmi" (autoimmune response) koma fram þegar ellin tekur að sækja á menn. Þá ráðast eitlafrumur á eigin frumur Kkamans eins og þær væru aðskotahlutir og valda sjúk- dómum eins og liðagigt, einni tegund blóðleys- is og tilteknum nýrnarsjúkdómum. Á fjórða áratugnum rakst Kffræðingur við Cornellháskóla, Clive McCay, á aðferð til að lengja áhrif ónæmiskerfisins. þó að sú aðferð nái vart almennri hylli. Hann fóðraði rotturá mjög fitu- og kolvetnasnauðu fóðri. Rotturnar þroskuðust seint, hrörnunarsjúkdómum ell- innar var frestað og sum dýranna lifðu helmingi lengur en þeim var annars eðlilegt. Það er þá kannski ekki svo furðulegt, að (samfélögum þar sem menn ná háum aldri, eins og i Kákasus, Ecuador og vlðar, virðist fólk lifa á fæði, sem gefur stundum litlu meira en helming þeirra 2600 hitaeininga, sem taldar eru æskilegar fyrir fullorðinn karlmann I starfi. McCay rannsakaði ekki sérstaklega ónæmis- kerfið I rottunum slnum, enda hefði hann ekki orðið margs vlsari við það I þá daga. Framfarir á sviði ónæmisrannsókna eru svo nýjar, að á sjötta áratugnum voru eitlafrumunum eignaðar allar ónæmisvarnir án nánari skilgreiningar. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að farið var að greina eitlafrumur I tvo flokka eftir áhrifum þeirra. Ónæmisfræðingar, sem hafa á seinni árum beint athygli sinni að hrörnunarsjúkdómum ellinnar, hafa ekki aðeins beitt nýrri og betri tækni til að rannsaka minnkandi varnir ónæmiskerfisins, heldur hafa þeireinnig reynt að vinna gegn breytingunni með betri og væn- legri aðferðum en að svelta rottur. Menn eru jafnvel farnir að tala um að stjóma ónæmis- vörnum Kkamans. Markmlðið er ekki að fjölga karlægu fðlki, heldur að fjölga til muna árunum og jafnveg áratugunum, sem maðurinn er I fullu fjöri. Onæmi flutt milli einstaklinga. Á slðastliðnu ári náðist merkur áfangi. Takashi Makinodan og samstarfsmönnum hans tókst að flytja hóstakirtil og beinmerg úr ung- um músum I gamlar mýs. Þeir notuðu náskyldar mýs og þv( hafnaði llkami músanna (græðslunni ekki. Mýsnar fengu nú báða þætti ónæmiskerfisins endurnýjaða og virtust fara að mynda mótefni að nýju. Nltján mánaða gamlar mýs fengu ónæmiskerfi úr fjögurra mánaða gömlum músum. Miðað við venjulegt æfiskeið manna væri þetta sambærilegt við að flytja ónæmiskerfi úr tvltugum manni I sextugan. Við þessar tilraunir bættist það, að faraldur, sem Sendai veira veldur I músum og svarar til inflúensu I mönnum, braust út meðal 9000 músa I Baltimorestofnuninni. Margaraf mús- um Makinodans, sem höfðu fengið nýtt ónæmiskerfi, héldu lifi þó að fjöldi annarra músa dræpust. Nokkrar þeirra lifa enn og eru þó orðnar þriðjungi eldri en nemur venjulegu æfiskeiði músa. þessi góði árangur hefir vakið miklar vonir meðal vlsindamannanna við Baltimorestofnunina. „Við getum seinkað klukkunni," sagði Marguerite M.B. Kay, ungur ónæmisfræðingur, sem starfar með Makinodan. „Viðgetum látið mýs lifa lengur en þær hafa gert." Velheppnaður flutningur á beinmerg I börn, sem hafa hlotið hvltblæði og aðra blóðsjúk- dóma I arf, bendir til þess að nota megi sömu aðferð við gamalt fólk. Nú vinna að minnsta kosti 10 starfshópar lækna að þvl að flytja beinmerg milli manna (beinmergsfrumum er sprautað inn I blóðrásina) og sumir sjúkling- anna lifa enn, sex árum eftir sllka aðgerð. Makinodan hefir lika tekið eitlafrumur úr ungum músum, geymt þær frystar og sprautað þeim slðar aftur inn I sama dýr eftir að það hefir náð háum aldri eða orðið 25 mánaða gamalt. Hann telur að einhverntlma komi að þvl, að yngja megi gamalt fólk méð þv( að sprauta I það eigin eitlafrumum. sem voru teknar úr þvl á táningsaldri. Leitin að dauðahormóninu En sá möguleiki er enn fyrir hendi, að náttúr- an sé ekki aðeins áhugalaus um langllfi ein- staklingsins eftir að hann hefir komið afkvæm- um á legg, eins og dvlnandi varnamáttur ónæmiskerfisins virðist benda til, heldur gæti hún beinllnis verið andvlg langllfi eftir það. Þekkt eru athyglisverð dæmi um það úr náttúr- unni, að dauði einstaklingsins sé fyrirfram ákveðinn og verði fyrir áhrif hormóna. Til dæmis deyr karldýr tiltekinnar ástralskrar músategundar strax eftir mökun. Dýrið deyr vegna mjög aukinnar myndunar heiladinguls- hormóns (ACTH-húfubarkarvaka). Á sama hátt „Við erum hérna frá sjónvarpinu, Guðmundur, í til- efni af 130 ára af- mælinu þfnu. Hverju þakkarðu nú helzt, að þú hef- ur náð þessum háa aldri?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.