Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 14
/ Bragi Asgeirsson Svar við sendingu Gunnlaugs Halldórssonar GUNNLAUGUR HALLDÓRS- SON arkitekt sendir mér og Gísla Sigurðssyni smápistii i Lesbók 26. september. Tilefni þess eru ummæli okkar varð- andi sýningu Arkitektafélags Islands á tillöguuppdráttum og likönum (er aldrei voru út- færð), að Kjarvalsstöðum á sl. Listahátlð. Kinkurn virðist Gunnlaugur hafa misvirt um- mælin um Sigurð heitinn Guð- mundsson arkitekt og hug- myndir hans að framtlðarskip- an „Grjótaþorps". Þessi pistill var nafnlaus vegna mistaka við prentun, svo sem fram hefur komið, og Gfsli Sigurðsson er sá um það eintak Lesbókar, var farinn ut- an, svo að upplýsingar um greinarhöfund lágu ekki á lausu og er þvf svar mitt sfðbú- ið, en ég svara ekki nafniaus- um greinum. Mig furðar að jafn upplýstur maður sem Gunnlaugar skuli skoða ummæli okkar Gfsla sem ádeilu á Sigurð Guð- mundsson sem húsagerðar- meistara og mann. Slfkt var hér vfðs f jarri og fer vel á þvf að Gunnlaugur lýsir starfs- bróður sfnum jafn loflega og fram kemur f pistlinum, með þvf að slfkt er fremur sjald- gæft meðal fslenzkra á listasviði. Persónulega kynnt- ist ég Sigurði Guðmundssyni ekki að marki, en fundum okk- ar bar þó saman nokkur skipti að heimiii Jóns Stefánssonar listmálara að Bergstðastræti 74. Hreyfst ég af hans aðlað- andi og Ijúfu persónu og menningarlegri reisn. Jón Stefánsson ræddi af mikilli virðingu um Sigurð, lofaði hann sem arkitekt, —og var það f líka veru og lýsing pistilshöfundar: „Sigurður arkitekt var fórnfús fagurkeri, svo að við höfum vart átt ann- an meiri og f jölhæfari á þess- ari öld, né hinni nftjándu nema ef vera skyldi frændi hans og alnafni Sigurður mál- ari. Hann horfði hvorki á fé né fyrirhöfn þegar fegurð og nyt- semi borgarinnar þurfti lið- sinnis við“. Jón Stefánsson ræddi við mig um Sigurð langa stund, og hef ég jafnan borið virðingu fyrir þeim heiðurs- manni sfðan, og einkum eftir að ég vissi að hann var höfund- ur Austurbæjarskólabygging- arinnar, sem mér hefur alltaf þótt svipsterk bygging. Mistök verða á ölium sviðum og enginn er hafinn yfir gagn- rýni, sem sett er fram mál- efnalega og f þvf skyni að ieita af einlægni beztu lausnar mála hverju sinni og með fyllstu virðingu fyrir þeim sem f hlut á að baki þess er gagnrýni hef- ur sætt, — enda er maður oft ókunnur persónunni. Pistill Gunnlaugs Ilaildórs- sonar gefur til kynna að enn ver var frá sýningunni gengið, að þvf er upplýsingar snerti, en ég leyfði mér að gagnrýna (hvorki var þar sýningarskrá né leiðarvfsir, — einungis fag- iegar og þurar upplýsingar), en slfkt er að sjálfsögðu mikill ókostur við slfkar sýningar og býður misskilningi heim. Þannig kemur fram f pistlin- um að tillaga Sigurðar var ekki rétt nefnd (skilgreind) og hefði frekar mátt heimfæra sem „Austurstrætishugmynd- ir“. Ekki verðum við Gfsli Sig- urðsson sakaðir fyrir þau mis- tök!.. Þrátt fyrir velþegnar og skil- merkilegar útlistanir pistils- höfundar á hugmynd Sigurðar Guðmundssonar, á ég erfitt með að meðtaka hið „sfgilda fegurðargildi“ að baki hennar, — mér þykir byggingin þung og yfirbragð rammgert og ein- hæft og bera að nokkru svip af hallarbyggingu, og þvf var mér það á að nefna fallbyssurnar. Bæði hugmynd Sigurðar og hugmynd Guðjóns Samúels- sonar að byggingum á Skóla- vörðuhoiti þykir mér f ætt við strauma þeirra tfma frá Evrópu f þá veru að endurnýja glæsileik og traustleika bygg- inga fyrri tfma, og þannig séð má tala um sfgild viðhorf, en t.d. enganvegin um nýsköpun. Byggingartillaga Sigurðar verður þó ekki vænd um glæsi- leik né fburð og má frekar heimfæra hana við sambýlis- blokkir f Breiðholti f dag nema að það er ávinningur Sigurðar að hugmynd hans er stflfegurri.— — Til að fyrirbyggja hugs- anlegan misskilning um, að ég sé hér einnig að ráðast per- sónulega að Guðjóni Samúels- syni tek ég fram að ég er ein- lægur aðdáandi Sundhallar- byggingar hans, sem vafalftið er enn f dag fegursta og best skipulagða sundlaugarbygging okkar, — kostir byggingarinn- ar hafa þó illu heilli ekki verið nýttir til fulls, t.d. kjallarinn, sem ætlaður var fyrir gufuböð og aðra heilsurækt, að mér skilst. Litlu gömlu sundlaug- arnar voru vel skipulagðar, væri vel ef slfkt yrði sagt með sanni um þær nýju. Um hönn- uð gömlu sundlauganna veit ég ekki, en ég hefi oft velt því fyrir mér, af hverju mátti ekki að einhverju leyti taka mið af hinu eftirtektarverða nýting- arskipulagi gömlu lauganna, — stemningunni þar gleyma fæstir er þær sóttu að staðaldri Um langt skeið bar mikið á þvf, að menn f Evrópu dreymdi um að reisa fburðar- miklar hallir og framkvæmdu menn það á ttalfu og Þýska- landi, — og smituðust ýmsir hér af slíkum draumum um ljóma fortfðarinnar. Held ég að slfk óskhyggja hafi risið hæst f brjósti þess mæta fþróttafrömuðar er staddur var á „Fóró Italiaco“, — eða „Fóró Mússolíni", svo sem menn nefna þær byggingar f Róm, og áttu að vera hliðstæða „Forum Romanum“, sem reist var fornum herkonungum til dýrðar. Þessi íþróttafrömuður andvarpaði og hvað svo að orði f hrifningarvfmu: Þannig ætt- um við að hafa það á Þingvöll- um!“ — Hann hefur sjálfsagt átt við, að tslendingum bæri að reisa fornköppum vorum slfkt veglegt hof á þeim forn- helga stað ... Ég held að við getum verið sammála um, að slfk ósk- hyggja er byggjast á evrópsk- um grillum um endurvakinn fortfðarljóma, hafi ekki verið né verði til hollrar uppbygg- ingar, og ég er þeirrar skoðun- ar að tillaga Sigurðar hafi ver- ið angi slfkra hughrifa. — Gunnlaugur Halldórsson vfkur að Alvar Aalto og at- hugasemd hans um byggingar á Háskólalóðinni — „betur hafi farið á að láta byggðina rfsa f hlfðunum beggja vegna“, þ.e. f takt við landið. Eg er honum fullkomlega sammála, og alltaf hrffst ég af þorpum á Spáni og Italfu, en þau eru sem samgróin landinu, og hafa þó engir hálærðir arkitektar komið þar nærri með reglu- striku, kvarða eða kenningar. Það er einmitt til slfks og nátt- úrunnar sjálfrar er meistar- arnir sækja hugmyndir sfnar sbr. Saarinen, Aalto. Þá er vikið að því, að við Gfsli ættum að stuðla að björg- un hins fagra austurhluta Hafnarstrætis, sem enn mætti takast og er ég allur af vilja vilja gerður að veita hér lið- sinni mitt, og þakka ég þessa ábendingu, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir að til stæði að hrófla hér við bygg- ingum. Þvf miður er of seint að bjarga fegursta beltti f mið- borginni, þ.e. stjórnarráðstún- inu, og get ég aldrei borið sök af Arkitektafélagi tslands fyr- ir að hafa ekki brugðizt harðar við þeim spellvirkjum er þar voru framin f nafni „blikkbelj- unnar“, en sú er á góðri leið með að verða hér sá átrúnaður sem skákar þeirri indversku. Ég vil svo nota tækifærið og leiðrétta misritun frá minni hendi í pistlinum „Skýaborgir og Loftkastalar" en þar nefni ég Þorlákshöfn og Eyrarbakka sem sfðustu vfgi gamla tfmans á Suðurlandi". — Hér átti að sjálfsögðu að standa Stokks- eyri og Eyrarbakka, þvf f jarri fer þvf að ekki hafi nútfminn með húsakössum sfnum „stöðl- uðum“ byggingum náð til Þor- lákshafnar. Ég þakka Gunnlaugi Hall- dórssyni pistil hans, og það er skoðun mfn að ábendingar um eitt og annað og opinber um- ræða, sé f þessum málum eðli- leg og nokkurs virði við lausn mála. Bragi Asgeirsson. Tillaga að nýskipan Grjóta- þorps og Austurstrætis, Erlendur Sigmundsson AÐ VETURNÓTTUM Buni lækir mínir, beri strá mín að ósum. Blási vindar mínir burtu ilminn af rósum Sindri nóttin mfn f norðurljósum VIÐ LEIÐI í þögn ég kem f þennan reit, sem þagnar minnar bfður, og ekkert nema eina minning veit um angursstund, sem aldrei bfður, en fer um brjóst sem fiðlubogi og strýkur sérhvern streng, unz yfir líkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.