Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 16
Á hinni sönglausu tlö EITT af því sem fylgir mannkindinni gegnum þykkt og þunnt er söngur. Hver þjóð á sinn sérstaka söng og hver tími á sinn sérstaka tón eða tizku i söng. Það er lika kynslóðabil i söng; mér skilst að sumir afar verði í senn gramir og hneykslaðir á þeim söng. sem hljómplötuiðnað- urinn lætur flæða yfir réttláta og rangláta — hvort heldur það er okkar eigin Megas, sem er kominn af hagyrðingum og ættaður vestan af Snæfellsnesi, eða kallar eins og Bob Dylan eða Tom Jones. Einstaka söngelskur afi, sem alinn var upp við að kyrja aldamótaskáldin, harðneitar meira að segja að það sé söngur, sem kemur út þessum frægu mannsbörkum og geymist um aldur á milljón hijómplötum. Siðari tímafólk verður trúlega jafn tregt til að viðurkenna þessa snillinga skemmtanaiðnaðarins, þvi þá verður komin ný tizka og nýjar stjörnur og gamlar lummur.frá vorum tímum verða bæði fúlar og þreytandi. Unga kynslóðin sem hlustar á poppstjörnur kreista uppúr sér rámar stunur, fer að einu leyti mikils á mis. Þetta unga og gáfum prýdda fólk kann varla eitt einasta brúklegt sönglag; stereógræjukynslóðin er líklega sú fyrsta frá ómunatið, sem er svo sönglaus, að hún getur ekki tekið lagið. þegar komið er saman. Sum- part er það vegna þess að eldri kynslóðin hefur trénast upp á heimilissöng við hátiðleg tæki- færi; fólk er orðið afvant því að syngja, — og sumpart vegna þess að það kann ekki textana, sem voru ungum sem gömlum tiltækt fyrir svo sem tveimur áratugum. Það er verið að afhenda alla hluti sérfræðing- um, — sönginn þar á meðal. Fólk er orðið svo vant þvi að láta mata sig, að því finnst að einungis lærðir söngvarar og atvinnusöngvarar eiga að syngja. Aðrir eiga að halda kjafti og hlusta. Láta rétta sér sönginn eins og annað uppi hendurnar og forðast að vera þátttakend- ur. En að koma saman á góðri stund og sitja þegjandi eða skvaldrandi við óminn af hljóm- plötusöng, þykir oss þunnur þrettándi borið saman við þá stemningu sem verður, þar sem menn geta tekið lagið. Þá á ég við frambærileg- an söng en ekki það fyllirýsorg, sem stundum heyrist i partýum. Þegar ég var að alast upp austur i Biskups- tungum um og fyrir 1950, var ótrúlega góð söngmenning þar i sveit. Þar var til dæmis hver tenórinn öðrum betri: allt óskólaðir menn í söng. En sönggleðin var þeim mun meiri og sjaldan komið saman svo að ekki væri tekið lagið. Og þá þótti ófært að syngja ekki marg- raddað. Svo rikt var þetta orðið og ræktað, að venjulega var ágætur kór saman settur I hverri fjatlferð og sungið í hverjum næturstað langt framá nótt. Margar ánægjulegustu minningar, sem ég á úr minni heimasveit, eru tengdar söng; ég heyri hann ennþá fyrir mér og miklu betur en margan þann söng, sem útvarp og sjónvarp og grammófónplötur láta glymja í eyru manns gegnum skvaldur daganna. Sem betur fer er ennþá viða tekið lagið, þar sem fólk kemur saman við meira og minna hátiðleg tækifæri — en þvi aðeins að þar sé fullorðið fólk saman komið. Mér eru minnis- stæð tvö afburða skemmtileg fimmtugsafmæli ekki alls fyrir löngu, þar sem mannskapurinn afgreiddi „fjárlögin" hressilega. En þar sem unga fólkið kemur saman, hefur mér virzt, að hvorki væru sungin fjárlögin né önnur lög. Sennilega samræmist það ekki poppinu. Og l þvi samhengi kemur mér i hug poppsöngvari, sem var i fjörugum hópi íslend- inga erlendis. Þar var mikið sungið, en sá eini sem ævinlega þagði þunnu hljóði var popp- söngvarinn. Annaðhvort var Hliðin mín friða, Vatnsmýrin hans Tómasar og aðrir álíka textar og lög langt fyrir neðan hans virðingu, eða þá að hann hefur ekkert kunnað af því — sem mér þykir öllu liklegra. Gisli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu —— iKÓLfl- itTufL FTBrr >m» 1T A L L A R S c R !■ S I roC ffíb- A. F 1 votJ r A l'" R e i T T fiiopli Hofí - H>*> A H m TPTT- L A Ð A í> HL>r í>i e 1 R £> \ HÉÝ K e T T 3 R Vt IKT Mitnö L A s 1 i> Sff Ý l •j F 0 F A R o £PA B U N A -•■y 3 M O R F \ r/iyn’iC : N I D —Tr R b A R * Pu« R A F A L L. A TTiÁT { ( A R A R s Js VA R L ’ÍS'- <S í’AMT nO 1 >1N1I N s Ifll A s N o T u f> U í S A j=± M o N i M 1 K 1 H ii' t-rr- UB. ?«r <K e k k- A p öMIJcC r 7 £> á. N ý # A L u RL e £ H AJ A K e « s V A R A k A í',rn 5 K A R £> 4u£> H l e U L xeve/ 5 R 1 fíL ffcV'. T U M a 4 R V 'o L A R wm e ± L Aj A UlT- ifluS- K A N 6. A iál TlL £ k A T A öTU . PigwR I/kT. 4V UlK- Mtm- 5£M| EKKl Kl£f) —» "T* 1» —Fiy tírtTff 7 R.O'.K fAUrJNý- NOFMS, fl 5K- 'V tÆRPI HlTR M lllll!I!LP" >Sr' HUTÓD- um HAáult Fol2.« 1 Hv'Tw & ókyizfl Pý'R l£> 5K-^'PU- l* 0.l£> U ivi HC- einí- LTóeiÐ Vhtt- UR Sro- MtUtCI <5lfr KeTefi ífó'fl- ffoV- Ufí. ÍKKI ártva- ue. Ky áoRTfl W.n * / *■ 1 1 MrtL- fíVfííZ Jt tneur- /N Cflí?- '/ L 'f\ T < ’f/ í/nwn C.HL- <áDFQ UKl- HVÍ474. b VerT ■ ÍMR - oRf) SPIL. KAhSM £ KK 1 Ai> Lein £TTfí <£> P Tnéllí eiNs Hí:RF- AN 5KYLP- fRUjA - £ifni WflT FUUL \<(Z- UK'K'/Í 1 FlTÓT $iíAk'in £fJDIK. tr/eein 6*. MbN' UÐUR - 1 H N + Í(I£/M* - Ú.C.FIH- IR 'm- RNM J a

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.