Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 7
En ungir drengir gátu ekki lengi unað við barnaleiki á þeim árum. Það var þó Ijóst, að Jón var sérstökum hæfileika gæddurog sá hæfileiki var bundinn við vélar og smíðar. Og Jón. var sá lukkunnar pamfíll að komast til Guðmundar Björnssonar vélsmiðs á Siglufirði, þegar hann var 1 8 ára. Þar lærði hann margt, þvi Guðmundur var orðlagður hagleiksmaður í sinni grein. Eftir Siglufjarðarvistina var Jón eitt sumar hjá Bjarna Einarssyni skipa- smið á Akureyri og eftir námskeið í vélgæzlu á vegum Fiskifélagsins var Jón kominn með vélstjóraréttindi uppá vasann — og starfaði áfram f skipasmiðinni hjá Bjarna allt fram til 1928. Þá urðu þau timamót í lifi Jóns Nikódemussonar, að hann staðfesti ráð sitt, flutti aftur á Krókinn og gerðist vélstjóri hjá sláturhúsinu. Jafnframt fékkst hann við hverskonar vélaviðgerðir ýmist i bátunum eað á landi, lagði miðstöðvar og gerði við allt sem til hans var borið. Slikur þúsundþjalasmiður er ómetanlegur í hverju plássi. Þegar iðnlöggjöfin kom til fram- kvæmda 1 937, var þeim gefinn kosturá aðtaka sveinspróf, sem unnið höfðu i iðngreinum. Það gerði Jón á Akureyri og sveinstykkið var 12 tommu rörtöng. Hún átti að vera þannig smíðuð að einstök stykki úr henni pössuðu í sænska rörtöng og öfugt. Prófdómendur gáfu Jóni leyfi til að snitta skrúfuganginn í stað þess að renna hann — en snillingurinn þáði ekki slikt kostaboð og renndi skrúfuganginn. Sem efnivið notaði Jón stál úr bílöxli, sem hann sló stykki úr í eldsmiðju. Hámarkstími til að Ijúka smiðinni var ákveðinn 30 timar og gat Jón lokið við rörtöngina á talsvert skemmri tíma. Sökum asma varð Jón Nikódemus- son að hætta vélgæzlu í sláturhúsinu árið 1 937 en hafði aungvu að síður verkefni upp fyrir haus, enda kom hann sér snemma upp eigin verk- stæði og verkfærakosti. Síðan 1 948 má segja að Jón hafi unnið á eigin verkstæði að undanskildu timabili sem hann var hjá hitaveitunni á Króknum. Það var þá sem hann smíðaði bor- inn. Byrjað var að bora eftir heitu vatni 1 948 og þegar heitt vatn náðist upp nokkru síðar, var leitað ti| Jóns Nikódemussonar og hann ráðinn til að leggja allar lagnir. En vatnið var of litið og talin nauðsyn að bora meira. Jarðboranadeildin hafði notað snúningsbor, nánar tiltekið haglabor, en boranir með honum reyndust erfiðleikum bundnar og þóttu æði kostnaðarsamar. Þá var það að Jóni kom til hugar að smíða höggbor og byrjaði hann á þvi i hjáverkum 1954. í desember 1957 var hann fullbúinn til notkunar og reyndist strax vel. En á 103 metra dýpi varð óhapp; vir slitnaði og meitillinn sat fastur í holunni. Nú voru góð ráð dýr og Jón lagði heilann i bleyti. Á fáeinum dögum smíðaði hann sérstök tæki sem náðu meitlinum upp — og borunin gat haldið áfram, þar til tólf sekúndulítrar af 70 stiga heitu vatni fengust á 1 27 metra dýpi. Borinn var siðan notaður öðru hvoru fram til 1 965, bæði við Sauðárkrók og á Ólafsfirði. Hann hefur nú verið tekinn i sundur og liggur í pörtum á hitaveitusvæðinu. Vonandi verður hann ekki látinn grotna niður og eyðileggjast. Þeir sögðu mér á Króknum, að einhverntíma fyrrá árum hefði Jón Nikódemusson rifið bílvél i sundur stykki fyrir stykki og sett saman aftur. Ég innti hann eftir þessu og Jón Ijómaði við tilhugsunina um ævin- týrið. Mér skildist það samsvaraði einskonar tæknilegu kenderýi að lenda i öðru eins. Þetta varárið 1 928, nokkru áður en segja má að bilaöld gengi í garð. Bíll var þá eins- konar ókunnugt undratæki á mörkum hins dularfulla. Jón komst yfir bílvél, sem hann reif í sundur stykki fyrir stykki og raðaði svo púsluspilinu saman aftur. Það var ekki fyrr en 1934 að Jón eignaðist bíl og jafnvel þá á miðjum kreppuárunum var i hæsta máta óvenjulegt að menn legðu i bilkaup. Þetta var gamli Ford, svartur og gljáandi og ótrúlegt ævintýri að vera allt i einu akandi um Krókinn á slíku farartæki, sem eiginlega heyrði fram- tiðinni til. Ánægjan var þó ekki fyrst og fremst fólgin í að aka honum, heldur kannski öllu fremur i þvi að rifa hann allan i sundur og raða kraminu saman. Bíllinn var þó ekki nýr, enda fyrir löngu hætt að fram- leiða gamla Ford árið 1 934. Hann var dálítið farinn að slitna, en Jón notaði tækifærið og endurnýjaði allt sem slitið var, þegar hann reif hann í sundur. Þennan bíl átti Jón allar götur framyfir 1 943 — og grindin er ennþá til, segir Jón. Liklega hefur Fordinnn þá verið rúmlega tvítugur og ekki alltaf gengíð á lúxusvegum. Eftir löng og góð kynni af gamla Ford, eignaðist Jón Austinbíl af ár- gerð 1 947 og hélt honum i góðu standi i 1 7 ár og að minnsta kosti i þrjú ár eftir það fékk sá bíll skoðun. Það var öndvegisbill, segir Jón og svo efnismikill, að hann vó hálft annað tonn. Nú á Jón nýlega Cortinu, sem hann ryðvarði sjálfurá sérstakan hátt og klæddi hann allan að neðanverðu. Verkstæðið er i sérstöku húsi i brekkunni uppfrá íbúðarhúsinu. Þar er hafsjór af verkfærum, staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað. Þar eru hvorki hefilspænir né Til vinstri: Jón Nikódomusson á verkstæðinu. A8 neðan: Jón með fallbyssuna. sem hann smlðaði að gamni sinu og stendur nú sem skrautgripur inn I stofu. járnarusl og varla rykkorn að séð verði. Og þegar mig bar þarna að garði i sumar, stóð þar ennþá inni báturinn, sem Jón hefur verið að smíða sértil skemmtunarað undan- förnu. Þetta ereiginlega leikfang, sem Jón ætlar að eiga sjálf ur, en engin smásmíði samt: Tveggja og hálfs tonns og 23 fet á lengd. Að hluta fékk Jón þennan bát smfðaðan i Bátalóni i Hafnarfirði. Siðan fékk hann skrokkinn sendan norður; kom fyrir í honum Saab diesilvél og hefur síðan sjálfur smíðað hvaðeina sem til þurfti, stýrið þará meðal. Nú stóð báturinn þarna nálega full- gerður og Jón for um hann höndum; strauk hann varlega meðfingur- gómunum eins og til að fullvissa sig um, að hvergi væru hnökrar á smíð- inni. Hann kvaðst mundi sjósetja hann bráðlega og ég sá, að hann hugsaði gott til glóðarinnar. Jón Nikódemusson hefurekki þurft að kviða aðgerðaleysinu, þótt kominn sé yfir sjötugt. Að jafnaði dundar hann sér á verkstæðinu í átta tima á dag og allt sem frá hans hendi gengur, bersvip þjóðhagans. Að geta lifað og starfað þannig á gamals aldri er öfundsvert á þessum siðustu timum, þegar sæmilega hraustir menn eru látnir hafa pokann sinn við eftirlaunaaldur — til þess eins að verða eins og vél, sem hætt er að setja í gang, — og missa sjónar á tilgangi lífsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.