Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 12
Er æsku- brunnurinn í sjónmáli? hrörnar og deyr kyrrahafsiaxinn á tveim vikum eftir að hann hefir komist á hrygningarstöðv- arnar og hrygnt. Sama hormón veldur dauða fisksins og músanna. W. Donner Denckla 7) heldur þeinri kenningu fram, að eitthvað áþekkt eigi sér stað meðal manna þó að það verði ekki á jafnáhrifamikinn hátt. Hann álítur að strax eftir að kynþroska sé náð, fari heiladingullinn að gefa frá sér sérstakt hormón, eins konar „hrörnunarhormón". Hann telur þetta fyrbæri á einhvern hátt vera tengt kynþroska því að náttúran hljóti að tryggj viðhald tegundarinnar. Denckla heldur því fram, að þegar kynþroska sé náð, hefjist hörnun lífverunnar smám sam- an. Hann telur einnig að stjórn heilans á myndun skjaldkritilshormóna komi þar við sögu, það sé engin tilviljun að maðurinn sé tápmestur um 19 ára aldur og þá stjórni skjald- kirtilshormónin viðbragðsflýti og styrk hans. Ef kenning Dencklas á við rök að styðjast, eru það sömu hormón sem stjórna því að maðurinn hættir að hafa f fullu té við sér yngri menn um 25 ára aldur og þau sem valda dauða hans að lokum. Denckla fékk áhuga á þessum rannsóknum þegar hann var ungur aðstoðarlæknir. Hann tók eftir því að algengasta dánarorsökin var sú, að hjarta- og æðakerfið eða ónæmiskerfið brást. Svo virtist sem skjaldkirtillinn væri á einhvern hátt tengdur starfi þessara kerfa og þvi fór hann síðar að rannsaka áhrif skjaldkirt- ilshormónanna. Auk þess kom f Ijós, að þegar afköst skjaldkirtilsins voru ónóg. brugðust bæði þessi kerfi. En Denckla naut einnig góðs af fyrri rannsóknum. Við upphaf aldarinnar vakti það mikla athygli er uppgötvað var, að einhverjar hliðstæður virtust vera milli eðli- legra ellimarka og skorts á skjaldkirtilshormón- um f ungu fólki. Tilraunir til að yngja gamalt fólk með skjaldkirtilshormónum mistókust samt og þá dofnaði áhugi manna fljótt. Á þeim tfma vissu menn ekki hvers vegna tilraunir þeirra mistókust. Snemma á sjöunda áratugnum uppgötvaði Denckla ástæðuna til þess. Sér til mikillar furðu uppgötvaði hann. að enda þótt skjaldkirtillinn virtist ekki mynda minna af hormónum f gömlum rottum en ungum, minnkuðu áhrif þess á Ifkamsvefi þeirra niður í um það bil þriðjung þess sem þau voru meðan rotturnar voru yngri. Svo virðist sem þetta eigi einnig við um menn, að skjald- kirtillinn f gömlu fólki myndi nægilega mikið af hormónum þó að þau komi ekki að þvf gagni, sem þeim er ætlað. Nú fyrst eru menn farnir að eygja skýringar á þessu fyrirbæri. Svo virðist sem viðtökunum (receptors) f yfirborði frumuhimnanna annað hvort fækki að þeir verði sljóari gagnvart hormóninu. Viðtakarar þessirfara um frumu- himnurnar eins og skip á hafi og ferja hormóna- sameindirnar inn f frumurnar. Denckla álftur að minnkandi svörun frumn- anna við skjaldkirtilshormónum verði fyrir áhrif hrörnunarhormóns, sem heiladingullinn sendi frá sér. Hann hefir tekið eftir því að þegar rottur eru sveltar, eins og McCay gerði f tilraunum sfnum, dregur mjög úr myndun hormóna f heiladinglinum. Denckla komst Ifka að raun um það, að þegar heiladingull er numinn burt úr gömlum rottum, endurheimta þær ýmis ein- kenni yngri ára. Það á til dæmis við um fjölda átfrumna (phagocytes) ónæmiskerfisins er f gömlu rottum fækkar þeim niður f einn sjötta af upprunalegum fjölda. Með því að nema heiladingulinn burt og gefa dýrunum thyroxin, sem er eitt helsta hormón skjaldkirtilsins, tókst Denckla að auka fjölda átfrumnanna fimm og hálfu sinni. Brottnám heiladingulsins virðist stöðva myndun hrörnunarhormónsins. Fyrir tveim árum tókst Denckla að einangra efni úr heiladinglum úr nautgripum og nefnir hann efnið DECO (decreasing oxygen con- sumption factor — þáttur er dregur úr notkun súrefnis). Áhrif þessa efnis á Ifkamsvefi dýra urðu þau, sem Denckla átti von á, það kom f veg fyrir myndun thyroxíns. Efni þetta missti áhrifamátt sinn fljótt og nú reynir Denckla að vinna þetta dularfulla hormón hreinna. Endanlega lyfið Denckla telur leit sfna að dauðahormóninu ekki vera skuggalegt verkefni. Hann segirað takist okkur að finna dauðahormónið, sé það fyrsta skrefið f átt til þess að koma í veg fyrir áhrif þess. Segja má að hann sé reyndar að leita að sjálfum æskubrunninum. „Ef við getum gefið mönnum aftur jafnvirkt ónæmiskerfi og þeir höfðu við 10 ára aldur, en á þeim aldri er það virkast, geta menn vænst þess að lifa i 200, 300 eða jafnvel 400 ár. Það verður viðfangsefni okkar næstu hundrað árin." Með nýjum aðferðum er nú reynt að komast fyrir orsakir þess að menn eldast og deyja. Ekki er ólfklegt að rannsóknir a efnafræði heilans, ónæmiskerfi líkamans og leitin að dauða- hormóni Dencklas eigi eftir að leysa þá gátu. Kannski kemur að því að draumur Ponce de Leons um aðfinna æskubrunninn eigi eftirað rætast. 1) Baltímore research center of the new National Institute on Aging 2) Roy L. Walford, meinafræðingur við U.C.L.A. School of Medicine. 3) Andrus Gerontology Center, University of Southern California. 4) Memorial Sloan-Kettering Cancer Center in New York City. 5) University of California, Berkeley campus. 6) Michigan State University. 7) Roche Institute of Molecular Biology, Hoffman-La Roche, Nutley, New Jersey. Guðmundur Karl LJÓÐHEIMUR i. Ljóðheimur Eins og afdala afdrep var hans Ijóð. Á flótta f felum frá lágróma ræðu hins rislága dags. Og frelsið var leiftrandi Ijósbrot af hvítfyssandi hafi hugans. II. Kúrir í rökkri: Dulheims einsetumaður vakandi við hugvakinn eld f fágistum háfjalla helli. Og dreymir: Svalandi tónslátt djúpt — djúpt f dimmu nætur í Þorstans eyðimarkar vin. Fullkomnun. Andvaka augnaráð f ráfandi leit að strengjum tóngjafans. III. í hellisheimi dansar eldurinn ögrandi hreyfingum eins og afklæddur klútur berbrjósta konu. Og sjá: Heitar eru samfarir Iffs og dauða á átakafleti Ijóss og skugga. Og heyr: Þytinn f sköpuninni f formi fljúgandi fugls sem flýgur hærra — hærra (og faðmar himininn f trylltri gleði). Og Ijóðið var frelsi frelsið Ijóð. V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.