Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 6
Jón S. Nikódemusson utan við verkstæðið sitt á Króknum Húsið er gamalt og stendur þar undir Nöfunum sem byggð hófst á Króknum. Það er eitt af þessum ör- litlu húsum, klætt með bárujarni, þar sem stofan er ámóta stór og barna- herbergi eru höfð nú a dögum. Skorturá gólfrými kemur þó ekki að sök þarna og hús af þessu tagi hafa einatt eitthvað til að bera, sem vantar í nútíma íbúðarhúsnæði. Mérfinnst ævinlega eftirminnilegt að koma i þessi gömlu hús, þar sem timinn líkt og stendur kyrr þótt klukkan tifi á vegg. Svona hús eru orðin eins og hluti af nátturunni samt er allt strokið og hreint og marrar viðkunnanlega undan fæti i fjalagólfinu. Þannig er húsið hans Jóns Nikodemussonar á Króknum, og þar bar fundum okkar saman stutta stund í sumar. Ég hafði heyrt um þennan dverghaga mann sem nú er orðinn 71 árs og hefur sett svip sinn á staðinn meiripart þessarar aldar. Ekki svo að skilja að Jón Nikódemusson slái um sig eða skeri sig úr. Hann er þvert á móti fullkomlega yfirlætislaus fremur lágur í loftinu en vel á sig kominn og elskulegri maður í viðmóti er vandfundinn. Þótt Jón ætti að vera kominn á karlagrobbsaldurinn fyrir þó nokkru, heldur hann ekki afrekum sinum á loft; aðrir höfðu sagt mér af þeim. Til dæmis hafði ég heyrt getið um hitaveituborinn, um fallbyssuna og bátinn sem er nýjasti smíðisgripur Jóns. Við komum að því síðar. Fyrst er að geta um uppruna Jóns Nikódemussonar; setja völundinn bak við verkin á sinn stað í tíma og rúmi að gamalli og góðri venju. Þá er þar til máls að taka að Jón er Skagfirðingur, fæddur i Holtskoti i Seiluhreppi, en fluttist á Krókinn átta ára gamall. Snemma hneigðist hugur hans til smíða og ungur að árum komst hann i kynni við Pétur Sig- hvatsson úrsmið, sem var „altmulig- mand” á staðnum og sá bæði um símann og vatnsveituna fyrir utan úrsmíðina. Á verkstæðinu hjá Pétri kenndi að vonum margra grasa og þar voru þessi dýrindis verkfæri, sem fátækur drenghnokki gat engan veginn eignast né yfirhöfuð fengið aðgang að. Þarna datt Jón litli Nikódemusson í þann lukkupott að fá aðdunda sérá verkstæðinu hjá Pétri úrsmið;, hann fékk meira að segja að renna í úrsmíðarennibekknum. Um fermingaraldur hafði Jón náð þeirri færni I málmsmíði að hann smiðaði á eigin spýtur litla gufuvel, sem var í öllum atriðum rétt gerð og vann samkvæmt því. Utan um vélina smiðaði hann bát og allt var þetta svo smátt i sniðum, að báturinn var aðeins 50 cm á lengd. Það var mikil eftirvænting að sjósetja bátinn og tæknilegur sigur, þegar kom í Ijós að þessi örsmáa gufuvél knúði hann áfram. Smíðaði sjölfur höggbor til að bora eftir heitu vatni Sagt frð völundinum Jöni S. Niködemussyni ö Sauöörkröki — Eftir (jiísla Sigurðsson ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.