Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1976, Blaðsíða 15
VALENTINO Framhald af bls. 5 hættulegt, ef það yrði fullkomn- að. Endurminningar hennar gefa ekki f skyn, að um neitt kynlíf þeirra hjóna hafi verið að ræða, sem má furðulegt þykja, þegar þess er gætt, að hún var þó gift hinum „Mikla elskhuga“ kvik- myndanna. Hún hugsaði yfirleitt um hann eins og „krakka“ — en slfkur hugsunarháttur útilokar eðlilegar, kynferðislegar tilhneig- ingar — sem hafi gaman af nýj- um hlutum, myndavélum og sportbflum og öðrum dýrum hlut- um, sem dekurbörn sækjast eftir. Hann virðist heldur ekki hafa haft kynferðislega þörf fyrir hana að neinu marki — en aftur á móti getur hún hafa fullnægt þeirri hvöt ftalskra karlmanna að búa við þægilegt heimilislff, sem kvenmenn stjórna f einu og öllu. Til afþreyingar frá Natacha Rambovu umgekkst Valentino vini sfna meðal piparsveina, það var fastur hópur leikara, Ijós- myndara, listmálara og forstjóra, og sumir þeirra að minnsta kosti voru örugglega kynvilltir. Natacha hæddist oft að þessum karla samkvæmum, en þar sem þar voru aldrei neinar ungar stúlkur, hafði hún ekki yfir neinu að kvarta að því leyti. En hvað áttu þau þá sameigin- legt? Bæði voru afburða dansarar — Natacha hafði verið f ballett- skóla og Valentino verið atvinnu- dansherra — og þau notuðu þá hæfileika sfna til að vinna fyrir sér, meðan Valentino átti f deil- um við Paramount, en dómstóll úrskurðaði, að hann mætti ekki koma fram f kvikmyndum neinna annarra eða á leiksviði — en eng- inn bannaði honum að dansa. Önnur veigamikil tengsl voru skuldir. Bæði voru þau óhemju- lega eyðslusöm á tfmum óhóflegr- ar neyzlu, og á ferðalögum sfnum um Evrópu sprengdu þau upp verð á listaverkum og listmunum á frægum uppboðsstöðum og sendu heilu farmana af dýrindis drasli heim til Faicon Lair, feiknastórs húss, sem Valentino hafði keypt á Hollywoodhæðum. En þau bjuggu aldrei saman í þvf, þar sem samkomulag þeirra hjóna sprakk endanlega á samn- ingsákvæði — hvort Natacha Rambova ætti að koma nálægt þeim kvikmyndum, sem Valentino hafði tekið að sér að leika f fyrir United Artists. Kvik- myndafélagið, sem vissi um vald hennar yfir eiginmanninum og hvernig hún stjórnaði heima og f verinu, bannaði henni að lokum að svo mikið sem að koma nálægt þeím stað, þar sem kvikmynda- takan færi fram. Hjónaband, sem fyrst og fremst byggðist á gagnkvæmum hags- munum og áhugamálum f sam- bandi við list og kvikmyndagerð, gat tæplega þolað áfall slfks „skilnaðar". Valentino var svo skuldum hlaðinn, að hann hafði ekki efni á þvf að neita að skrifa undir samninginn. Natacha sak- aði hann um að selja sig fyrir peninga. Sumarið 1925 skildu þau — og um haustið, þegar Valentino hafði unnið feikilegan sigur með myndinni „örninn" (The Eagle) — sagði hann við blaðamenn: „Þið megin vita, að ég er farinn að finna það, að mér gengur alveg eins vel einum, eins og meðan ég var giftur." En Natacha sagði fsmeygilega: „Eig- inmaður minn er mikill elskhugi — heimilislffs." En þvf fór fjarri, að slfkar dylgjur hefðu neina nið- urlægingu f för með sér fyrir Valentino, heldur beindist nú geysileg athygli almennings að þvf, hvað hann myndi nú gera næst, eftir að hann væri „laus“ við þann kvenmann, sem hafði komizt upp á milli hans og millj- óna aðdáenda hans, sem töldu sig eiga miklu lögmætara tilkall til hans. Eins og f strfðní veðjaði hann við aðdáendur sfna: „Eg mun enn vera ógiftur árið 1930.“ Hann skráði veðmálið f The Sporting Club de Monte Carlo. Það reynd- ist hörmulega „öruggt" veðmál. Mánudaginn 23. ágúst 1926 hlýddi amerfska þjóðin agndofa á þá fregn, að Rudolph Valentino væri látinn. Andlát hans bar mjög snögglega að. Hann var skorinn upp við fgerð f maga, sem hafði ágerzt að sumra sögn, eftir að hann hafði neytt kfnverskra rétta nokkrum dögum áður f San Simenon, höll Williams Rand- olphs Hearst f Kalifornfu. Sú alda geðshræringar og harma, sem gekk yfir landið — og heiminn — kom greinilega f ljós við hina óhemju fjölmennu og átakanlegu jarðarför kvikmynda- hetjunnar. Það er athyglisvert, að sennilega mun þetta hafa verið f fyrsta sinn, sem hinn nýi f jölmið- ill, útvarpið, var notað til að flytja fregn um dauða stórstjörnu og var þannig fyrirboði hinna miklu áhrifa fjölmiðlanna hljóð- varps og sjónvarps — nýtt tfmabil f jölmiðlunar var f dögun. Yfir 100.000 manns gengu framhjá opinni kistu Valentinos f New York. Við jarðarför hans f Kalifornfu var öll vinna f öllum kvikmyndaverum og á fleiri stöð- um stöðvuð f tvær mfnútur. Hann var jarðsettur f grafhvelfingu sjálfrar June Mathis, en hún dó svo ári sfðar. Það kann að vera, að sjálfum hefði Valentino þótt dauði sinn vera tfmabær, þvf að hann hafði gefið sér fimm ár f viðbót f mesta lagi, þangað til útlit sitt eða feg- urð tæki að fölna og smekkurinn fyrir elskhugum að breytast. Þá ætlaði hann að snúa sér að fram- leiðslu kvikmynda. Heimurinn hefur ekki viljað fást um það, þó að hans eigið ástalff væri hamingjusnautt. Nafn hans, mynd hans og goð- sögnin gerir hann eftirminnileg- an. Við getum aðeins getið okkur til um og velt vöngum yfir þvf, hvernig hans eigin kynferðislegu tilhneigingum hafi verið háttað. Hann trúði engri dagbók fyrir þvf og heldur engum nánum vini, sem á Iffi er og hægt væri að treysta. Valentino tókst að sfnu leyti að gera mannlega goðsögnina um hinn „Mikla elskhuga" með hin- um lfkamlega þokka sfnum — og hafi hann verið tvfræður í kyn- ferðislegu tilliti, þá ætti það ekki að vekja svo mikla furðu. Það er alltaf eitthvað óhjákvæmilega kvenlegt við hinn „Mikla elsk- huga“. Þvf að hann þráir af sjálfs- hrifningu að sjá sfna eigin mynd speglast f augum hinnar elskuðu. Sveinn Asgeirsson þýddi lauslega. Mein eftir munuð Framhald af bls. 3 vissi þá þegar, að hann var orðinn frægur maður. Hann staldraði við hjá Vöruhúsinu til að lita á klútana i glugganum og spegla sig um leið. Nei, Gröndal, GrimurTomsen og Gisli Brynjólfsson i myndablaði Unga ís- lands voru ekki skáldlegri en hann. Og hann hristi hanskana og sveflaði stafnum upp á það. Hann stalst til að lita á fólk í Austurstræti, svona út undan sér, annars var hann yfir það hafinn. Nema ungu stúlkurnar. Hann fann það á sér, að þær mundu snúa sér við og spyrja: „Hver er þetta?" Alltaf mundi einhver vita það og segja: „Þetta er Atli skáld Vermundar- son frá Hrútum." Ne-e-i, er þetta hann, mundi líða upp úr brjóstum ungu stúlknanna með aðdáun og undrun, þarsem hann rixaði teinrétt- urfram hjá og vingsaði stafnum. Þá mundi fólk naga sig í handarbökin fyrir, að hafa ekki kynnst honum nánar. Og ungu stúlkunum hefði verið nær að heimsækja hann, hann hefði verið reiðubúinn til að geta með þeim börn, sem yrðu ekki aðeins þjóðfræg eins og hann, heldur heims- fræg. En þetta skildu ungu stúlkurnar ekki. En skáldinu datt ekki Ihug að ungar stúlkur þurfa llka að lifa á einhverju. Hann hugsaði bara um að eftir að hann væri orðinn frægur, leystist allt af sjálfu sér, og hann þyrfti ekki lengur að borða í Heitt og kalt 1 Veltusundi. Og siðan stanga úr tönnunum i dyrunum á Hótel Borg. Sem sagt var skáldið Atli Vermundarson frá Hrútum kominn inn i Austurstræti. Þegar hann náigaðist Bókaverslun Eymundsen tók blóðrásin að örvast og hjartað að slá hraðar. Hann bæði hlakkaði til og kveið fyrir að ganga fyrir stærstu bókaverslun borgarinnar og sjá bók sina þvert um gluggana og nafn sjálfs sfn. Það fylgir þvi ábyrgð osfrv. í öllu falli mátti fólk ekki sjá, að hann sem skáld væri hrifinn af sjálfum sér. Um að gera að látast vera heimsmaður, vingsa stafnum, strunsa fram hjá eins og ekkert væri. Þó að hann væri stórskáld, varð hann slappur í hnjáliðunum þennan stutta veg frá Reykjavikur Apóteki til Bókaverslunar Eymundsen. Honum var ómögulegt að nema staðar fyrir glugganum, þar sem nafn hans blasti við augum heimsins og láta fólk sjá hann horfa hugfanginn á sína eigin bók og sitt eigið nafn. Það var barna- legt. Hann mundi verða svo smár gagnvart sínu eigin nafni. Þvi hélt hann áfram án þess að líta í gluggann hjá Eymundsen, teinréttur eins og stungið væri planka niðurá milli herðanna, með stokkinn á vinstri handlegg og gámasíurá fótunum. Hann var kominn upp að skóverslun Lúðvíkson og kó, þegar hann tók við sér og sá að slikur heiguiskapur dugði ekki. Hann átti þó alltaf löglegt erindi niður i Austurstræti til að skoða frá- ganginn á bókinni. Hann kúvendi. Að öllu athuguðu var hann í sínum góða rétti og gekk að glugganum hröðum skrefum þess manns, sem tekið hefur mikilvæga ákvörðun. í bókaglugganum varengin bók eftir hann. Atla Vermundarson frá Hrútum. Hvert í logandi helvíti. H: nn haföi þó lagt drög að því, að stærsta blað borgarinnar skrifaði um bókina i dag. Hann keupti blaðið. Hann vildi ekki opna blaðið í miðbænum, hann vildi njóta sigursins í einrúmi, stakk blaðinu í vasann án þess að lita á það. Enginn skyldi segja, að hann væri hrifinn af að lesa hrós um sjálfan sig. Og þessar bókaverslanir, þaðvar hneyksli að hafa ekki flýtt sér að raða bestu bók ársins út i sýningarglugg- ann. Hann stakk blaðinu kæruleysislega í ytri jakkann vinstra megin, ekki alveg i botn, heldur lét það standa svo sem 3 þumlunga upp úr. Það fór ekki svo illa á þvi. Þegar hann var kominn aftur i Vesturgötu, dró han.i blaðið upp úr vasanum Og nú hófst leitin: Striðið i Abessinu á fremstu síðu. Þá komu skattsvik. Þetta voru fyrstu vonbrigðin. Ekki skattsvikin eða að ítalir höfðu brytjað niður 2000 manns, heldur hefði bókar eins og „Mein eftir munuð" átt að vera getið á fremstu síðu. Næsta síða. Hann renndi arnfránum augum yfir blaðsíð- una i leit að stóru emmi. Vonbrigði. Þar stóð bara: Maður talinn af norður i Skagafirði Hvað kom honum það við?. Allir Skagfirðingar gátu drepist á einu bretti honum að meinalausu. Bara að eitthvað stæði um bókina hans. Hann fletti nú öllu blaðinu með hröðum fingri og hjartslætti. Þá gat að lesa á 1 5. sfðu: Veðrið í dag. Hjúskapur. Siðastliðinn laugardag voru gefinn saman hjá bæjarfógeia ungfrú Sigriður Guðjónsdóttir og Tímóteus Hóseasson trésmiður. „Mein eftir munuð". Þarna kom það loksins. Hanri nam staðar á miðri götunni, „heitir nýútkomin skáldsaga eftir einhvern Atla Vermundarson frá Hrútum. Hann mun vera einn af þeim, sem lagt hefur leiðsögulaus út á ritmennskubrautina. Sagan er nánast bull, eða segjum stílæfing i lélegasta bekk gagnfræðaskóla. Hann hefur gefið þetta út á eigin kostnað. Ungir menn ættu að vara sig á því að lenda í klungri viðvaningsháttai ins. Menn ættu að hafa í huga orð skálds- ins: Betra er að þegja um þetta bull en þylja i nokkrum ranni. Keitublandað sónarsull sýnið engum manni. . Pappírog prentun i sæmilegu lagi." Atli skáld Vermundarson frá Hrút- um las ekki fleiri fréttir. Hann renndi augunum aftur yfir fyrirsögnina: Mein eftir munuð. Stakk síðan blað- inu i vasa sinn alveg niður i botn og tók stafinn af vinstri handlegg yfir i hægri hönd fram Vesturgötuna. Hann fann það nú I fyrsta sinni, að hann þurfti að styðja sig við staf. Sennilega skrifað á Gamla Garði 1 935, herb. 34. Vélritað og stytt og breytt i Berlín, júli '76.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.