Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Síða 10
Sýslumannshúsið á Húsavlk
Jól í
sýslumannshúsmu
Guðrún Jóhannsdóttir rifjar upp jólin á Húsavík,
þegar hún átti heima í sýslumannshúsinu,
þar sem Júlíus Havsteen bjó með fjölskyldu sinni.
Húsavfk að vetrarlagi
Það var síðla kvölds og stutt til
jóla. Um tíma hafói ég setið á
hverju kvöldi á rúmstokknum hjá
syni mínum og sagt honum eitt og
annað um jólin; sungið með
honum vísur og jólasálma og sagt
sögurnar, þessar sígidlu jólasög-
ur, sem maður segir börnum
sínum, frá ári til árs, meðan þau
vilja hlusta. Og nú vildi svo til að
hann langaði að heyra eitthvað
nýtt.
Hvernig voru jólin þín mamma,
þegar þú varst lítil; áttir þú svona
stórt jólatré eins og pabbi keypti I
dag ? t einni sjónhending var ég
komin fjörtíu ár aftur I tímann,
og ég sagði við son minn. Nei
elskan mín svoleiðis jólatré eign-
aðist ég aldrei þegar ég var lítil
en ég held að jólatréð sem er mér
I minni á þessari stundu sé feg-
ursta jólatré, sem ég hef nokkru
sinni séð. Jú ég skal reyna að rifja
upp einn aðfangadag þegar ég var
lítil. Það fyrnist nú flest með
árunum, en þessu jólatré gleymi
ég aldrei.
Það var alltaf risið snemma úr
rekkju I sýslumannshúsinu hvern
dag, enda heimilið mannmargt og
umsvif mikil, að vísu var farið að
fækka systkinunum sem heima
voru þegar hér er komið sögu, þó
voru heima Soffa, Dórý og
Hannes. Mamma og pabbi bjuggu
uppi á loftinu, en ég veltist um
bæði uppi og niðri, gerð víst lítinn
greinarmun á hvorum staðnum
mitt raunverulega heimili var, en
gerði mig heimakomna á báðum
stöðum. Þennan morgun þegar ég
vaknaði, voru allir komnir I ann-
ríki, því það var aðfangadagur
jóla, lengsti dagur ársins fyrir
börn bæði fyrr og síðar. Því biðin
eftir blessuðum jólunum er ailtaf
löng en aldrei lengri en þennan
dag. Einhvernveginn sniglaðist
morguninn og senn var komið
hádegi. Mamma var búin að gera
litlu fbúðina okkar eins jólalega,
og tök voru á. Á borðinu við
norðurgluggann, stóð jólatréð
mitt á hvítum Ijósadúk, þar undir
var svo annar dúkur. Jólatréð
mitt hafði Jóhannes ömmubróðir
minn smiðað en hann var ákaf-
lega hagur í höndum og smíðaði
allt einstaklega vel. Litla jólatréð
mitt beið þarna kvöldsins, kertin
voru komin á sinn stað. og pok-
arnir með góðgætinu I einnig. En
nú langaði mig til að vita hvernig
jólaundirbúningurinn gengi
niðri. Jú ekki bar á öðru en þar
væri allt I fullum gangi, það var
verið að fægja og lagfæra fyrir
hátíðina og jólagæsin var komin í
steikinguna. Það tók víst enginn
eftir nærveru minni i þetta skipt-
ið, nóg var annað um að hugsa.
Mér var nú orðið tíðgengið milli
glugga, því senn var von á strák-
unum úr bænum sem fóru upp I
Krubb , til að sækja eini, en einir-
inn var alveg ómissandi í
húsunum um jólin. Úr greinum
hans voru jólatrén búin, margir
settu saman sópsköpt og boruðu
göt þar á, siðan var eini-
greinunum stungið þar í og þá var
jólatréð tilbúið, aðrir skreyttu
með greinunum hér og þar, og
lyktin af eininum var lika alveg
ómissandi á jólunum. Ég heyrði
að inni í borðstofu var mikill
undirbúningur, bæði var verið að
leggja á jólaborðið og skreyta með
pappírslengjum í loftin, og svo
auðvitað að skreyta jólatréð. Og
nú kallaði mamma, að hún ætlaði
að fara að klæða mig; senn gengi
hátiðin í garð, og ég ætlaði í
kirkju með pabba. Svo var lagt af
stað. Það var tunglskinsbjart
annað slagið, frost og dálítill
snjór. Það marraði undir fótum
okkar í snjónum þegar við
löbbuðum út götuna. Það var ljós
í öllum gluggum og mannmargt á
götunni, og allir í hátíðaskapi.
Mig langar aðeins að segja frá
þessu fólki, sem nú er að ganga til
kirkju og settu svip á bæirin í þá
daga, hver og einn á sinn hátt.
Einna bezt man ég eftir fólkinu i
Sýslumannshúsinu sem eðlilegt
er, þar sem ég átti þar heima.
Sýslumanninum Júlíust
Havsteen, þeim einstæða gæða
manni og frú Þórunni konu hans.
Yfirvaldinu með barnslegu lund-
ina og góða hjartalagið, sem allir
báru virðingu fyrir og dáðu, sem
aldrei beitti valdi það ég man, en
enginn vildi þó styggja. Þarna fer
fólkið úr Seli og Vetrarbraut, og
áfram er haldið út götuna, fólkið í
Reynishúsi og Björn læknir og
frú Lovísa með sín börn, og úr
Guðjohnsenshúsinu kom frú
Snjólaug og Einar með sitt
heimilisfólk og svo Bjarni Ben. og
frú Þórdís, með öll börnin sín sem
heima eru. Frú Þórdís ber fald-
búning með grænum möttli yfir,
bryddaðan með hvítu skinni að
mig minnir; hún var svo höfðing-
leg á að líta þegar hún skautaði
sem kallað er, að þeim sem sáu
gleymist víst seint. Utan götuna
koma svo fjölskyldur Sigríðar og
Þórarins í Þórarinshúsinu, Asa og
Hjalti á Hótelinu, fólkið í
Blöndalshúsi, Formannshúsi og
Aðalsteinshúsi svona get ég víst
talið endalaust það er svo margra-
að minnast, þetta fólk allt bjó í
húsunum meðfram aðalgötunni
og tekur maður bezt eftir því sem
helzt verður á vegi manns á leið-
inni til kirkju. Þegar við komum
Greinarhöfundurinn i barnsaldri,
þegar hún átti heima I
sýslumannshúsinu.